NT - 16.11.1985, Blaðsíða 5

NT - 16.11.1985, Blaðsíða 5
 ÍFr J Jj Fréttir Fiskiþingi slitið í gær: Kvótakerfi samþykkt Þorsteinn Gíslason einróma endurkjörinn fiskimálastjóri ■ Tillaga meirihluta sjávarútvegs- nefndar á Fiskiþingi var í gær sam- þykkt með 23 atkvæðum gegn 10 en þar er lagt til að gildistími frumvarps um fiskveiðistjórnun verði tvö ár í stað þriggja, veiðistöðvun smábáta verði einn mánuöur yfir háveturinn 15. des..-15. jan. í stað þeirra tæplega þriggja sem frumvarpið gerir ráð fyrir og að veiðileyfi smábáta verði háð sömu reglum og gildir um skip yfir 10 lestum. Ennfremur er lagt til í þessari tillögu, að framsalsréttur á aflakvóta þeirra skipa sem ekki eru gerð út verði takmarkaður verulega og jafn- framt segir þar að æskilegt sé að sóknardögum báta sem stunda þorsk- veiöar með netum verði fjölgað eitthvað. Með samþykkt þessarar tillögu hef- ur 44. Fiskiþing lýst stuðningi við grundvallaratriðin í frumvarpi sjávar- útvegsráðherra, um kvóta á hvert einstakt skip, en hafnað hugmyndum um einhvers konar útfærslu á skrap- dagakerfinu, eða „skrapdagakerfi með stuðlum og höfuðstöfum", eins og það var stunduð kallað af þingfull- trúum. Tillaga þessi gekk þó ekki snurðu- iaust í gegn og á þingfundi í gærmorg- un spunnust miklar umræður um fiskveiðistjórnunina. Þar var grunn- tónninn, að þrátt fyrir ýmsa ann- Leiðrétting ■ Þau meinlegu mistök urðu í frétt af Fiskiþingi, þar sem fjallað var um erindi Björns Péturssonar um endur- nýjun fiskiskipastólsins, að blaðið eignaði honum ummæli sem hann hafði orðrétt eftir sjávarútvegsráðherra. Það sem um er að ræða er að þegar Björn gerði grein fyrir hinum ýmsu viðhorfum varðandi þetta mál, vitn- aði hann m.a. í ráðherra og eru mistök blaðamanns þaðan runnin. Ummælin, sem Birni voru eignuð voru þau, að ekki hafi verið gengið frá nýjum reglum um endurnýjun flotans þar sem óvissa ríkti enn um hver fiskveiðistefnan yrði á næstu árum, og að fiskveiðistefna til lengri tíma, þar sem viðmiðun er höfð við hvert einstakt skip, minnki þörfina á heimildum til fjárfestingar og endur- nýjunar. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum ruglingi. Revíuleikhúsið: Æfir Skottu- leik af kappi ■ Skottuleikur er nafn á nýju íslensku barnaleikriti sem leikarar hjá Revíuleikhúsinu æfa af kappi þessa dagana. Þetta er fjörugt barnaleikrit með söngvum, göldrum og dönsum og fjallar um skotturnar þrjár. Höfundur leikritsins kallar sig Móra en söngtextar eru eftir Karl Ágúst Úlfsson. tónlistina sér Jón Ólafsson um, Una Collins hannar búningana en leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Guðrún Þórðardóttir, Saga Jóns- dóttir og Guðrún Alfreðsdóttir eru í hlutverkum skottanna þriggja, og ætlunin er að frumsýna leikritið í janúar. marka væri kvótakerfið skásti val- kosturinn sem í boði væri. Síðasti dagskrárliður Fiskiþings fyrir slit þess í gær var kosning fiskimálastjóra og stjórnar Fiskifé- lagsins. Þorsteinn Gíslason var endurkjörinn fiskimálastjóri og Jón Páll Halldórsson var endurkjörinn varafiskimálastjóri. Báðir voru kosnir með kröftugu lófataki þingfulltrúa. í stjórn voru kosnir eftirfarandi menn: ■ Eigendur Bæjarútgerðar Reykja- víkur þ.e. Reykjavíkurborg og eig- endur ísbjarnarins hf. gerðu 8. nóvember sl. með sér samning um stofnun hlutafélags sem eignist og taki við rekstri frystihúsa og togara BÚR og ísbjarnarins svo og með öðrum eignum og rekstri þeirra. Nýja fyrirtækinu hefur verið gefið nafnið Grandi hf. og á stofnfundi nýja fyrir- tækisins fy rr í þessari viku var ákveðið að yfirtaka hins nýja félags yrði 17. nóvember. Markmið nýja félagsins að því er segir í fréttatilkynningu frá því er að reka útgerð, fiskvinnslu, annan matvælaiðnað og skylda starfsemi. Stjórn félagsins er skipuð 5 mönnum. Formaður er Ragnar Júlíusson, varaformaður er Jón Ing- varsson en meðstjórnendur eru þeir Þröstur Ólafsson, Þórarinn Þórarins- son og Vilhjálmur Ingvarsson. Endurskoðendur nýja fyrirtækisins eru Jón G. Tómasson, Árnór Egg- ■ Djassklúbbur Skagafjarðar efndi nýlega til djassnámskeiðs. Námskeiðið stóð yfir í fjóra daga og var Paul Weeden kennari. Alls tóku um 16 manns þátt og tókst nám- Úr A deild, Ágúst Einarsson, Eiríkur Tómasson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Runólfsson, Hilmar Bjarnason, Hjörtur Hermannsson og Kristján Ásgeirsson. Úr B deild voru kosnir, Árni Benediktsson, Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, Sigfinnur Karlsson og Tómas Þorvaldsson. Fiskimálastjóri og stjórn Fiskifé- lagsins eru kosin til fjögurra ára. ertsson og Ólafur Nilsson. Borgarsjóður Reykjavíkur leggur fram eftirtalda fastafjármuni BUR: Fiskiðjuvcr á Grandagarði, frysti- geymslu á Grandagarði, fisk- vinnsluvélar og tæki og togarana Ottó N. Þorláksson, Snorra Sturluson og Hjörleif. ísbjörninn hf. leggur hins vegar fram til nýja fyrirtækisins frysti- hús á Norðurgarði, fiskverkunarhús, verkstæði og frystigeymslu á Seltjarn- arnesi auk fiskvinnsluvéla og tækja og togarana Ásbjörn, Ásgeir og Ásþór. Hlutafé Granda hf. hefur verið ákveðið 200 milljónir króna og segir í fréttatilkynningunni að það muni vera með því hæsta sem gerist hér á landi. Starfsemin skiptist í 4 meginsvið sem heyra undir framkvæmdastjór- ann Brynjólf Bjarnason en sviöin eru: Fjármálasvið, útgerðarsvið, fisk- vinnslusvið og tæknisvið. skeiðið mjög vel. Að kvöldi síðasta dags námskeiðsins komu allir er þátt tóku saman f Sælkerahúsinu og spreyttu sig á djassmúsík, svo að úr varð heljar djasskonsert. ■ Paul Weeden ásamt þátttakendum í námskeiöinu tóku nokkur lög í Sælkerahúsinu. Djassnámskeið á Króknum Grandi hf. skal það heita ísbjörninn hf. og BÚR ganga endanlega í eina sæng á sunnudag ----- Laugardagur 16. nóvember 1985 5 Nýjar umbúðír...

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.