NT - 16.11.1985, Blaðsíða 15

NT - 16.11.1985, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. nóvember 1985 19 Liggur AIDS-sjúklingur þungt haldinn á Borgarspíftalanum? Segjum ekki frá ein- staka sjúkdómstilfellum - segir Haraldur Briem læknir ■ Samkvæmt heimildum NT liggur nú sjúklingur á einni af einangrunar- deildum Borgarspítalans þungt hald- inn af sjúkdómnum Aids. Maðurinn, sem starfaði í Afríku um árabil, mun hafa tekið sýkina þar. Þegar málið var borið undir Harald Briem lækni á Borgarspítalanum fékkst hann ekki til að staðfesta þessa frétt. „Við höfum það fyrir reglu að segja ekki frá einstaka sjúkdómstilfellum þannig að ég get hvorki játað þessu né neitað. Hið eina sem ég get sagt á þessu stigi er að nú er vitað um fjóra einstaklinga hér á landi sent komnir eru með hin svokölluðu forstigsein- kenni af Aids og sýktir einstaklingar, sem vitað er um, fara að nálgast tíu. Haraldur sagði að eitt af því óhugg- ulegasta við þennan sjúkdónt er það að þeir, sem eru að veikjast núna, er fólk sem smitaðist fyrir 3-4 árurn þannig að það er ljóst að ekki eru öll kurl enn komin til grafar í þessu máli. „Ég rnundi þó segja að það væri enginn sjúklingur sem enn uppfylli öll þau skilyrði sem talin eru þurfa að vera fyrir hendi til að hægt sé að tala um Aids. En eins og ég sagði þá höfum við verið sparir á upplýsingar um einstaka tilfelli," sagði Haraldur. Hvað snertir sjúklinga sem ekki hafa enn komið frarn þá hefur hingað til ekki verið gerð nein meiriháttar könnun á áhættuhópum úti í þjóðfé- laginu þó svo að ef til vill sé að komast skriður á það nú. Þeir einstaklingar sem þegar hafa fundist hafa flestir leitað sér lækninga vegna einhverra óþæginda en flestir sem eru sýktir hafa engin einkenni. Haraldur sagði að of lítið væri vitað unt aðstæðurnar hér á landi til að geta fullyrt nokkuð um útbreiðsluna. Það væri að koma í Ijós fólk sem er smitað og það er auðvitað slæm vísbending. Haraldur vildi að lokum undir- strika að hér væri unt kynsjúkdóm að ræða sem smitast fyrst og fremst við samfarirog við blóðblöndun. „Aids á því ekki að geta breiðst út eins og eldur í sinu og fólk getur varast sjúkdóntinn." ■ Á myndinni má sjá bflflakið. Á innfelldu myndinni sést hvar afturhásingin á bflnum hefur lent um 50 metrum frá slysstað. NT-mynd Sverrir Fyrsta fórnarlamb óveðursins: Stórslasaður efftir árekstur ■ Bíll skall harkalega á ljósastaur gekkstfljótlegaundiraðgerð. Farþegi .ungir bræður sem voru á leið frá við Söluturninn Bita í Garðabæ í hans slapp hins vegar með skrámur Hafnarfirði hafa bræðurnir ekki hag- fyrrinótt, með þeim afleiðingum að enbíllinnergjörónýtur.leystistsvoað aðakstrinum ísamræmiviðaðstæður, ökumaður bílsins var fluttur mikið segja upp í frumparta. óku á miklum hraða í ofsaveðrinu slasaður á slysadeild þar sem hann Okumaðurinn og farþeginn voru sem þá var skollið á. TIL SÖLU notaðar dráttarvélar MF. 135 MF. 35x MF. 575 IH. 454 IH. 574 árg. 72 árg. ’64 árg. 78 árg. 77 árg. 78 Gott verð og greiðslukjör. Járnhálsi 2 110 Reykjavík Sími 83266. ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Ford Sierra árgerð 1984 Datsun 280 C árgerð 1982 Subaru 4x4 árgerð 1981 Daihatsu Charade árgerð 1980 B.L. Princess árgerð 1979 Toyota Tercel árgerð 1979 Lancer árgerð 1977 Skoda 110 árgerð 1976 Ford Cortina árgerð 1974 Toyota Corolla árgerð 1982 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, mánudaginn 18. nóvember 1985 kl. 12-16. Á sama tíma: í Ármúla 3, í bakgarði. Man 19240 FA vörubifreið árgerð 1979 í Vestmannaeyjum. Daihatsu Charmant st. árgerð 1979 Á ísafirði. Daihatsu Charade árgerð 1979 Á Selfossi. Daihatsu Charmant árgerð 1978 I Borgarnesi. Lada station árgerð 1979 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Ármúla 3, Reykja- vík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 19. nóvem- ber 1985. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 108 REYKJAVÍK SÍMI (91)81411 TELEX 2103 SAMVIN IS

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.