NT - 16.11.1985, Blaðsíða 25

NT - 16.11.1985, Blaðsíða 25
EP Laugardagur 16. nóvember 1985 29 Litli Leikklúbburinn á ísafirði sýnir TOBACCO ROAD ■ Litli leikklúbburinn á ísa- firði frumsýnir á sunnud. 17. nóv. leikritið TOBACCO ROAD eftir Erskine Caldwell. Sýnt er í Félagsheimilinu Hnífsdal. Leikstjóri er Sigríður Haga- lín, sem um þessar mundir á 40 ára leikafmæli. Árshátíð Svarf- dælinga í Reykjavík ■ Árshátíð Samtaka Svarf- dælinga í Reykjavík verður haldin í félagsheimilinu Sel- tjarnarnesi í kvöld, laugard. 16. nóv. kl. 19.00. Góð skemmti- atriði. Hittumst hress. Stjórn Samtakanna. Kirkjan minnist Matthíasar á sunnudag ■ Sálmaskáldsins Matthíasar Jochumssonar verður minnst sérstaklega í kirkjum landsins næsta sunnudag í þakkarskyni fyrir þann mikla skerf sem hann hefur lagt til kristni þessa lands. Mun skáldprestsins verða minnst við guðsþjónustur dags- ins og einnig munu verða sér- stakar samverur, þar sem verk hans verða flutt og um skáldið fjallað. Biskupinn herra Pétur Sig- urgeirsson hefur skrifað prest- um landsins af þessu tilefni og segir svo í bréfi hans: Pann 11. nóvember sl. voru 150 ár frá fæðingu séra Matt- híasar Jochumssonar. - Á aidar- afmæli séra Matthíasar 1935 var hans minnst í kirkjum landsins. Þá voru aðeins 15 ár liðin frá dánardegi hans (18. nóv. 1920). Þjóðskáldið séra Matthías hefur gefið kirkju og þjóð marga dýrðlegustu sálmana auk þjóðs- öngsins. - Menning okkar og trúarlíf er í mikilli þakkarskuld við sálmaskáldið frá Sigurhæð- um. Pað hefur öldin síðan hann var uppi, betur og betur leitt í ljós. Ég vænti þess, að séra Matthíasar Jochumsonar og trú- arverka hans verði minnst við guðsþjónustu 17. nóv. n.k. 24. sunnudag e. Trin. eða annan dag, sem betur hæfir í presta- kallinu. Davíð frá Fagraskógi komst svo að orði um þjóð- skáldið í erindinu: Kynni mín af séra Matthíasi: „Vonandi verða komandi kynslóðir svo vitrar og gæfusamar að geta notið ljóða hans og um leið metið að verð- leikum skáld hinna háu tóna“. Listvinafélag Hallgrímskirkju: Hátíðardagskrá um Matthías Jochumsson ■ í tilefni þess að um þessar mundir eru liðin 150 ár frá fæðingu séra Matthíasar Jochumssonar gengst Listvinafé lag Hallgrímskirkju fyrir hátíð- ardagskrá í Hallgrímskirkju kl. 17.00 á morgun, sunnud. 17. nóv. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ræðu og leikararn- ir Guðrún Ásmundsdóttir, Karl Guðmundsson og Höskuldur Skagfjörð munu flytja ýmis þekktustu ljóð og kvæði þjóð- skáldsins. Einnig verða sungnir nokkrir ástælustu sálmar sr. Matthíasar. Listvinafélag Hallgrímskirkju. Biskup vísiterar- Kirkjuhvols- prestakall ■ Nú um helgina vísiterar biskup íslands hr. Pétur Sigur- geirsson Kirkjuhvolsprestakall í Rangárvallaprófastsdæmi, en hin prestaköllin heimsótti hann fyrr í sumar. Laugard. 16. nóvember Kálf- holtskirkja kl. 14.00. Sunnud. 17. nóvember Há- bæjarkirkja í Þykkvabæ kl. 10.30 og Árbæjarkirkja kl. 14.00. Biskup hefur fund með sókn- arpresti, séra Auði Eir Vil- hjálmsdóttur og sóknarnefnd hverrar kirkju í tengslum við guðsþjónusturnar. Föndur hjá Giktarfélagi íslands ■ Halldóra Jóhannsdóttir frá Handvirkni kennir föndur í dag laugard. 16. nóv. kl. 14.00 í Giktlækningastöð íslands, Ár- múla 5. Háskóli íslands: Námskeið um vaxta- og peningamál ■ Á vegum endurmenntunar- nefndar Háskólans verður á tímabilinu 18.-22. nóvember haldið 9 klst. námskeið um vexti og peningamál. Nám- skeiðið er ætlað viðskipta- og hagfræðingum, lögfræðingum, bankafólki, stjórnmálamönnum og öðrum þeim er tengjast fjármagns- og lánamarkaði með einhverjum hætti. Leiðbeinendur verða þeir dr. Guðmundur Magnússon, próf- essor við viðskiptadeild Háskól- ans og Eiríkur Guðnason, for- stöðumaður hagfræðideildar Seðlabankans. Á námskeiðinu verður fjallað um kenningar um vaxtamyndun og þau áhrif sem breytingar á vöxtum, peningamagni eða verðbréfaútgáfu hafa á ýmsar þjóðhagsstærðir. Námskeiðið fer frant í fornti fyrirlestra og umræðna og er fjöldi þátttak- enda takmarkaður við um tuttugu manns. Skráning þátttakenda fer fram á aðalskrifstofu Háskólans í síma 25088. Fiskeldi á Suðurnesjum Kynnisferð sunnud. 17. nóv. ■ Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands fer nú í þriðju kynn- isferð vegna fiskeldis á Suður- nesjunt sunnud. I7. nóv., en fyrri ferðir voru farnar að sumri I983 og I984. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Náttúru- gripasafninu Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglustöðinni) kl. 13.45 og Náttúrufræðistofu Kópavogs Digranesvegi 12 kl. 14.00. Suðurnesjamenn, sent vilja slást í förina, láti Guðleif í síma 1769 Keflavík og Ólat’ Rúnar í síma 8049 Grindavík, vita fyrir hádegi á sunnudag. Fargjald er 350 kr. og er innifal- ið í verðinu kaffihlaðborð á veitingastað í Grindavík. Ef veður leyfir verða farnar ör- stuttar gönguferðir. Farið verð- ur um Straumsvík, Voga, Kefla- vík, Ósabotna, Reykjanes ogtil Grindavíkur. Leiðsögumenn og fyrirlesarar verða Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur, Gunnar Steinn Jónsson líffræðingur, Jón Jóns- son jarðfræðingur og Ólafur Rúnar Guðvarðarson kennari. Fundurí Bústaðasókn ■ Bræðarafélag Bústaðasókn- ar heldur fund mánudagskvöld 18. nóv. kl.20.30 í safnaðar- heimili Bústaðakirkju. Fundur Kven- félags Kópavogs ■ Kvenfélag Kópavogs heldur fund fimmtud. 21. nóv. kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Eftir venju- leg fundarstörf verður spilað bingó. Ungar konur velkomar á fundinn. Mynd; ðu. ötóhu pfz i'AJ £m FtiZiN- Robbí r/NPLU?: 'MMfJ VÍÆ>iS731 OCr m«Mi& ÞEKKDft Þfc-I LObum WÐ ttflWA/ £Cr Þú. hefðíie OKKULie. utt \ EjNWEIOfí 4 ■J“/fUélmv«o UM & ■ Vestur heldur á þessum spilum: ♦ A ¥ A52 ♦ AD752 4» K1097 og heyrir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður pass pass pass 14« 2Gr. dobl 34- dobl pass pass pass Laufið er sterkt 2 Gr. sýna láglitina og dobl austurs lofar 5-7 punktum. Hverju á vestur að spila út gegn 3 laufum? Sagnir benda til að besti möguleiki sagnhafa liggi í víxl- trompi og því liggur beint út að spila út trompi. En ef suður á háspil í laufi getur hann hleypt útspilinu heim og spilað tígli og gæti grætt á því slag. Þ.e.a.s. ef útspilið er lágt trontp. Þegar spilið kom fyrir spilaði vestur út laufakóng! Það reynd- ist áhrifaríkt því þetta voru öll spilin: Norður ♦ 764 ¥ - ♦ KG1043 4* AG542 Vestur Austur ♦ A 4> KG105 ¥ A52 ¥ G98763 ♦ AD752 * 98 4» K1097 4. 8 Suður ¥ D9832 ¥ KD104 ♦ 6 4* D63 Eftir útspilið var sagnhafi fastur í blindum og gat ekki með góðu móti spilað tígli. Eins og sést hefði suður komist heim á laufadrottninguna í fyrsta slag ef vestur hefði spilað út lægra laufi, og þá getað trompsvínað hjartanu og fengiö þannig slag. E11 eftir þetta útspil fór sagn- hafi 4 niður eða 800 og AV fengu hreinan topp í stóru móti í Bandaríkjunum og spilið í brfdgedálka unt allan heim. Á AKREINA- SKIPTUM VEGUM 0F®| á jafnan að aka á hægri akrein yaj^OAR Nr. 4724 Lárétt 1) Smjaðri,- 6) Ólga,- 7) Fiskur,- 9) Sár,- 11) Ull.- 12) Flaut,- 13) For,- 15) Fæða.- 16) Fljótið.- 18) Hak,- Lóðrétt 1) Braggana.- 2) Hátíð,- 3) Korn.- 4) Fugls,- 5) Ríki.- 8) Fugli,- 10) Fljót,- 14) Gyðja.- 15) Álpast.- 17) Öfug röð,- Ráðning á gátu No. 4723 L S lO ö ■ Lárétt 1) Nistinu,- 6) Afl,- 7) Ull.-9) Lep,- 11) Sú,- 12) II,- 13) Tif,- 15) Sný,- 16) Eik,- 18) Mállýti,- Lóðrétt 1) Naustum- 2) Sal,- 3) TF,- 4) III,- 5) Upplýsi,- 8) Lúi,- 10) Ein,- 14) Fel.- 15) Ský,- 17) II,-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.