NT - 16.11.1985, Blaðsíða 22
Laugardagur 16. nóvember 1985 26
Íþróttir
Keppnin „Sterkasti maður heims":
Jón Páll var
í öðru sæti
Undankeppni HM í knattspyrnu nú að Ijúka:
■ Diego Maradona er líklega heimsins besti knattspyrnumaður. Hér ræðir hann við þjálfara Napóli.
Undirbúningur er hafinn
- hjá þeim landsliðum sem tryggt hafa sér sæti í úrsiitakeppninni í Mexíkó á næsta ári
■ Nú eru línur mjög teknar að
skýrast í undankeppni Heims-
meistaramótsins í knattspyrnu
og sætin í úrslitakeppninni í
Mexíkó óðum að fyllast. Um
helgina fara fram tvær úrslita-
viðureignir og er þá aðeins
þremur sætum óráðstafað ■
keppninni í Mexíkó á næsta ári.
Frakkar mæta Júgóslövum í
dag og er leikið í París. Platini
og félagar þurfa að sigra og
líklegt þykir að það hafist, sér-
staklega þegar tillit er tekið til
slakrar frammistöðu júgóslavn-
eska liðsins í upphitunarleikjum
fyrir viðureignina. Nú síðast lá
liðið fyrir 2. deildarliðinu Ra-
dnicki Nis.
í Santiago taka Chilebúar á
móti liöi Paraguay. Fyrri leik
þjóðanna lauk með sigri Para-
guay 3-0, og því er stórsigur
nauðsynlegur fyrir heimamenn.
Paraguay stendur því vel að vígi
en rétt er þó að benda á að allt
getur gerst í suður-amerískri
knattspyrnu og heimavöllur hef-
ur oft meiri og víðtækari þýð-
ingu en í Evrópu.
Þá eru þrjú sæti eftir og kljást
Skotar og Ástralíumenn um eitt
þeirra. Leikið er heima og heim-
an og ættu Skotar að hafa betur.
Grannarnir Hollendingarnir og
Belgar þurfa einnig að kljást um
farseðilinn til Mexíkó. Belgar
unnu fyrri viðureignina 1-0 en
liðin takast á í Hollandi á mið-
vikudaginn. Loks leika svo írar
og Sýrlendingar um þriðja lausa
sætið og eru lrakar sigurstrang-
legri á pappírunum, en þeir eru
núverandi Arabaríkjameistarar
í knattspyrnu.
Mexíkó og Ítalía þurftu ekki
að berjast fyrir sæti í úrslita-
keppninni þar sem önnur þjóðin
er gestgjafinn en hin er núver-
andi heimsmeistari í knatt-
spyrnu. Báðar þjóðirnar hafa
góðum liðum á að skipa og
koma vel til greina sem væntan-
legir heimsmeistarar.
Lið Mexíkó mun treysta á
þjóðardýrling sinn Hugo
Sanchez, sem leikur með
spænska stórliðinu Real
Madríd, í framlínunni og Tóm-
as Boy mun bera uppi miðju-
spilið. Pá mun heimavöllurinn
og geysigóður undirbúningur
Mexíkana, sem reyndar er haf-
inn af krafti, sjálfsagt spila stórt
hlutverk í gengi liðsins.
ítalir eru núverandi heims-
meistarar og þó liðið hafa verið
afar dauflegt síðan titillinn
vannst hefur sá gamli refur Enzo
Bearzot, sem stjórnað hefur
ítalska liðinu í tíu ár, ávallt lag
á að ná því í toppform þegar
mikið liggur við.
Frá Suður-Ameríku koma
síðan tvö sigurstranglegustu lið
keppninnar. Það eru Brasilía,
sem orðið hefur heimsmeistari
þrisvar sinnum, og Argentína
sem skartar líklega heimsins
besta knattspyrnumanni Diego
nokkrum Maradona.
Brassarnir hafa átt í erfiðleik-
um með að finna sitt rétta lið.
Ljóst þykir nú að treysta verður
á einhverjar af þeim stjörnum
sem skinu hvað skærast á Spáni
1982. Zico er þar fremstur í
flokki þó hann hafi orðið að
gangast undir uppskurð á hné
nú nýlega. Er sagt að Brasil-
íumenn bæti honum nú við í
bænirnar sínar á kvöldin. Junior
■ Tómas Boy stjórnar leik
Mexíkana.
Danir, Englendingar og V-
Þjóðverjar eiga þó við ramman
reip að draga því í síðustu
tveimur Heimsmeistarakeppn-
um, Argentínu 1978 og Spáni
1982, og einnig í síðustu tveimur
Evrópukeppnum landsliða, hef-
ur verið leikið í löndum þar sem
latnesk áhrif ríkja og sigurveg-
ararnir hafa í öll skiptin komið
frá þeim svæðum. Verður því
að teljast ólíklegt að þjóð frá
N-Evrópu kræki sér í heims-
meistaratign á næsta ári.
Aðrar þjóðir sem áunnið hafa
sér réttinn til að leika í úrslitum
Heimsmeistarakeppninnar í
Mexíkó eru Ungverjaland,
Pólland, Sovétríkin, Búlgaría,
Portúgal, Spánn, N-írland,
Marokkó, Alsír, Kanada og S-
Kórea.
■ Brasilíumenn eru eins og ávallt sigurstranglegir.
Jón og Capes í sérflokki
Jón Páll sigraði í þessari
keppni í fyrra en þá var hún
haldin í Svíþjóð. Aðalkeppi-
nautur hans þá var einmitt
Geoff Capes og nú hafði hann
betur þó munurinn hefði ekki
getað orðið minni.
Fyrir síðasta dag keppninnar
var Capes fimm stigum á undan
Jón Páli en kappinn minnkaði
muninn jafnt og þétt í þrautun-
um í gær. Samkvæmt heimildum
NT mun tunnuburður einn hafa
valdið miklum deilum. Jón fór
þar upp með mestu þyngd en
fékk ekki fleirri stig en Capes
fyrir ómakið. Fréttir herma að
Jón Páll sé ekki sáttur við þann
úrskurð en úrslitin munu samt
sem áður standa.
Mjög erfitt er að fá nokkrar
fréttir frá keppninni þar sem
þagnareiður ku vera í gildi en
samkvæmt heimildum NT munu
þeir Jón Páll og Geoff Capes
hafa verið í nokkrum sérflokki
í keppninni.
Jón Páll er væntanlegur heim
á sunnudagskvöldið og verður
vonandi hægt að greina nánar
frá keppninni eftir helgi.
íþróttir helgarinnar
■ Fjórir leikir eru á
dagskrá í 1. deild karla í
handknattleik um helg-
ina. í dag keppa FH og
Próttur kl. 13.00 í Hafn-
arfirði og Valur og KA
mætast í Laugardalshöll-
inni kl. 14.00. Á morgun
keppa Akureyringar
aftur, nú við Víking kl.
14.00 í Höllinni og
Stjarnan og KR eigast
við í Digranesi kl. 14.00.
í 2. deild er stórleikur á
dagskránni. ÍR og
Breiðablik keppa í dag
kl. 14.00 og er leikurinn í
Seljaskóla. Pá leika
Afturelding og Þór, Vest-
mannaeyjum að Varmá
kl. 14.00 í dag. Þrír leikir
eru á morgun í 1. deild
kvenna. Haukar og
Stjarnan keppa í Hafnar-
firði kl. 20.00. Fram mæt-
ir FH í Höllinni kl. 15.15
og KR og Víkingur eigast
við strax eftir.
Karfa:
Ekkert er leikið í Úr-
valsdeildinni vegna utan-
farar landsliðsins en
Reynir og Þór frá Akur-
eyri mætast í Sandgerði á
morgun kl. 14.00.
BÍak:
í dag eru tveir leikir í
1. deild karla. HK og
HSK í Digranesi kl. 14.00
og KA tekur á móti Fram
á Akureyri og hefst viður-
eignin einnig kl. 14.00.
Þá leika UBK og Víking-
ur í kvennaflokki kl.
15.15 í Digranesi. Á
morgun er svo keppt í
Hagaskóla. Byrjað er kl.
19.00 með leik Þróttar og
Víkings í kvennaflokki.
Þá leika Þróttur og Vík-
ingur aftur en nú í karla-
flokki og loks eigast við
fS og HK.
Loks skal svo getið
meistaramótsins í Shot-
okan karate sem haldið
er í íþróttahúsi Gerplu í
Kópavogi. Keppni hefst
þar kl. 11.00 en úrslit eru
áætluð byrja um kl.
13.00.
leikur einnig afar vel um þessar
mundir með liði sínu Tórínó í
ítölsku deildarkeppninni og
verður örugglega einn af mátt-
arstólpum liðsins í Mexíkó.
Brasilíumenn virðast þar að
auki hafa fundið formúlu fyrir
góðum árangri yngri landsíiða
sinna - unnu nú síðast Heims-
meistarakeppni unglingalands-
liða sem fram fór í Sovétríkjun-
um í september - og því væri
ekki óhugsandi að ungir snill-
ingar ættu eftir að láta í ljós sitt
skína á liði Brassanna á næsta
ári.
Argentína hefur Diego Mara-
dona í sínum herbúðum en
hann þykir aldrei hafa leikið
betur en einmitt nú, enda farinn
að þroskast nokkuð sem knatt-
spyrnumaður. Þessi hæfileika-
ríki knattspyrnumaður kom
fyrst fram á sjónarsviðið
skömmu eftir Heimsmeistara-
keppnina í Argentínu 1978 en
fyrirliði heimsmeistara Argent-
ínu það árið var Daniel Passar-
ella. Hann á nú í útistöðum við
þjálfara landsliðsins, Carlos Bil-
ardo og er óvíst hvort hann leiki
með liðinu í Mexíkó. Það yrði
mikill missir fyrir Argentínu-
menn því Passarella var m.a.
almennt álitinn besti varnar-
maður keppninnar á Spáni 1982
og hefur lítið gefið eftir síðan.
Þau fjögur lið sem nefnd hafa
veríð þykja öll líkleg til afreka í
Mexíkó en önnur lið sem einnig
gætu átt eftir að vera sterk á
næsta ári eru landslið Frakka,
núverandi Evrópmeistara sem
enn eiga þó eftir að tryggja sæti
sitt í keppninni, V-Þjóðverja,
Dana, Englendinga og Uru-
gaymanna.
ísland tapadi
■ íslcnska landsliðið
skipað leikmönnum 16-18
ára tapaði með Iveimur
mörkum gegn engu í knatt-
spyrnulandsleik sem háður
var í Skotlandi í fyrrakvöld.
Þar með er þátttöku liðsins
lokið í Evrópukcppninni
að sinni og oili lið okkar
talsverðum vonbrigðum -
tapaði ölluin sínum leikj-
um.
íslensk glíma:
Tímabilið hefst
á Minni Borg
Fjórðungsglíma Suðurlands er I dag
■ Fyrsta glímumót á þessu skrifstofu Glímusambandsins í
tímabili hefst í dag k. 14.00 á síma 83377.
Minni-Borg f Grímsnesi og er
þar um Fjórðungsglímu Suður-
lands að ræða. Þar eru sex
þátttakendur skráðir til leiks.
Samhliða Fjórðungsglímunni
fer fram Drengjaglíma Suður-
lands og þar eru einnig sex
þátttakendur skráðir til leiks.
Nú fer dómaranámskeið að
hefjast í glímunni og verður það
haldið í íþróttamiðstöðinni.
Laugardal dagana 25.-27.
nóvember og hefst kl. 20.00 öll
kvöld. Þátttaka tilkynnist á
Jafntefli
■ Mexíkó og Argentína
skildu jöfn í vináttulands-
leik í knattspyrnu en
leikurinn fór fram í Los
Angeles að viðstöddum 43
þúsund áhorfendum. Di-
ego Maradona náði foryst-
unni fyrir Argentínumenn
á 35. mínútu en Tómas
Boy jafnaði fyrir Mexíkó á
73. mínútu.
- Capes sigraði naumlega -
■ Jón Páll Sigmarsson er næst
sterkasti maður heims. Hann
var hálfu stigi á eftir aðalkeppi-
naut sínum, breska tröllinu Ge-
off Capes, í keppninni „Sterk-
asti maður heims“ sem lauk í
Portúgal í gærkvöldi.
Stjörnuhlaup FH
■ Stjörnuhlaup FH
verður haldið á laugar-
daginn 16. nóv. Hlaupið
hefst kl. 13:00 við Lækj-
arskóla í Hafnarfirði.
Þátttökugjald fyrir eldri
flokka er 100 krónur en
ekkert fyrir yngri flokka.
Allir þátttakendur fá
viðurkenningarskjöl.