NT - 16.11.1985, Blaðsíða 23

NT - 16.11.1985, Blaðsíða 23
Afmæli Þórs ■ Ellert Schram, formaður KSÍ heiðraði þrjá Þórsara. F.v. Þóroddur Hjaltalín, Hallgrímur Skaptason og Guðmundur Sigurbjörnsson. mynd: st- - haldið hátíðlegt á Akureyri - Mikil uppbygging hjá félaginu Frá Gylfa Kristjánssyni frcttaritara NT á Akureyri: ■ íþróttafélagið Þór á Akureyri hélt upp á 70 ára afmæli sitt sl. laugardags- kvöld með afmælishófi sem um 160 manns sóttu, en afmælisdagur félagsins var 6. júní í surnar. í hófinu var Rafn Hjaltalín knatt- spyrnudómari sæmdur æðsta heiðurs- merki íþróttasambands íslands fyrir dómarastörf og margvísleg störf önnur að íþróttamálum. Sigurður Oddsson fyrrverandi formaður Þórs var sæmdur gullmerki íþróttasambands íslands. Knattspyrnusamband íslands heiðraði þrjá Þórsara. Guðmundur Sigurbjörns- son og Þóroddur Hjaltalín fengu silfur- merki KSÍ og Hallgrímur Skaptason gullmerki. Þá sæmdi Körfuknattleiks- samband íslands Eirík Sigurðsson silfur- merki KKÍ. íþróttafélaginu Þór bárust margar gjafir í tilefni dagsins. Akureyrarbær gaf félaginu 70 þúsund krónur og Kaupfélag Eyfirðinga færði félaginu veglega pen- ingagjöf. Þá söfnuðu gamlir Þórsarar saman álitlegri peningaupphæð. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á félagssvæði Þórs undanfarin ár. Malar- völlur var tekinn í notkun 1975 og 14000 fermetra grasvöllur árið 1980. Þá er nú unnið að því að þökuleggja tvo nýja grasvelli og að girða svæðið. Þá er tennisvöllur tilbúinn til notkunar er hann hefur verið borinn varanlegu slitlagi. Félagar í íþróttafélaginu Þór eru hátt í 2000 talsins, formaður félagsins er Benedikt Guðmundsson. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN Auglýsingar í SÍMASKRÁNA 1986 Gögn varöandi auglýsingar í símaskrá 1986 hafa nú verið send í pósti til flestra fyrirtækja landsins. Einnig eru sömu gögn fyrirliggjandi á öllum símstöðv- um til afnota fyrir auglýsendur. Um er að ræða eyðu- blöð fyrir auglýsingapantanir þar sem einnig eru upp- lýsingar um verð og fyrirkomulag auglýsinga í síma- skrá 1986. Nýjar pantanir og endurpantanir auglýsinga í síma- skrá 1986 eiga að vera skriflegar og hafa borist fyrir 1. desember 1985. Utanáskrift er: Símaskrá - auglýsingar pósthólf 3111 - 121 Reykjavík. Nánari upplýsingar um auglýs- ingar í símaskrá 1986 í síma 91-29140. ■ Á efri myndinni má sjá Svein Björnsson, forseta ÍSÍ, afhenda Rafni Hjaltalín heiðurskross ÍSÍ og á neðri myndinni afhendir Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, Benedikt Guðmunds- syni, formanni Þórs gjöf. mynd: gk- TIL SÖLU DODGE POWER WAGON 200 Árgerð 79 kominn á götuna ’81, ekinn 20.000 km. 10-11 manna 318 vél. Með honum fylgir 6 tonna spil, toppljós, Spoke felgur dana 60, aftur og fram hásingar, vökvastýri, power bremsur, kastarar, driflokur, cargoljós, plussklædd sæti. Bíllinn verður til sýnis í húsi Hjálparsveitar skáta, Garðabæ við Bæjarbraut á laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. nóv. milli kl. 10-19. Hægt er að fá upplýsingar í síma 46860 og 641980 á sama tíma. Einnig þriðjudaginn 19. nóv. kl. 19-22 í sömu símum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.