NT - 16.11.1985, Blaðsíða 13

NT - 16.11.1985, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. nóvember 1985 13 Verður íslensk fiskfóður- framleiðsla háð erlendum vörumerkjum um alla framtíð? ■ Við fiskeldi hér á landi, sem hófst fyrir um 35 árum, var fyrstu árin notað blautfóður; sláturafurðir, fisk- ur og fiskúrgangur, sem stöðugt olli áhyggjum í sambandi við að útvega gott, ferskt fóður eða hráefni í holla fóðurblöndu til að gefa seiðum, því að stærri fiskur, eins og bleikja til manneldis, er auðveldari viðfangs. Brýn þörf var því tilrauna á þessu sviði og var unnið sérstaklega að þeim, fyrst í Klak- og eldisstöðinni við Elliðaár í samvinnu við Veiði- málastofnun og síðar í Kolla- fjarðarstöðinni í samvinnu hennar og Rannsóknarstofnunarfiskiðnaðarins. Með tilkomu svonefnds þurrfóðurs erlendis árið 1965 má segja, að bylting hafi orðið í þessum efnum, þar sem allt varð einfaldara og öruggara en áður; fullkomið fiskfóður, tilbúið til gjafar fyrir seiðin, og auk þess t.d. vinnusparandi, þar sem hægt var að nota sjálfvirka fóðrara. Eins og fyrr var vikið að, átti þessi nýjung fyrst og fremst við um eldi seiða og þá einkanlega laxaseiða, sem þurfa hollt og gott fóður, ef vel átti að takast til um árangur. Tilraunir með íslenskt þurrfóður Nú hófust tilraunir til að setja saman íslenskt fiskfóður, þurrfóður, í samvinnu Kollafjarðarstöðvar og Rannsóknarstofnunarfiskiðnaðarins. Árangur þessa varð sá, að það tókst að búa til þurrfóður, sem gaf góða raun. Sett var á laggirnar verksmiðja, Fiskfóður hf., sem hóf ramleiðlsu á fiskfóðrinu. Galli kom fram í fóðrinu 1974, sem olli erfiðleikum, er síðar leiddi til þess að starfseminni var hætt. í erindi, sem Sveinn Jónsson hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins flutti á ráðstefnu líffræðinga snemma á þessu ári, gerði hann að umtalsefni þessi fiskfóðursmál. Þar greindi hann frá því að galli sá, sem upp kom í sambandi við framleiðsluna, hafi staf- að af því fiskimjöli, sem notað var í fóðrið. Sveinn taldi að fullnaðarskýr- ing væri fundin á því af hverju vandinn stafaði og þess vegna þyrfti ekkert ekkert að standa í vegi fyrir því að fiskfóðurframleiðsla yrði hafin að nýju hér á landi. Samstarf við erlenda aðila Nú hafa mál hins vegar skipast á þannn veg, að íslenskir aðilar hafa leitað samstarfs við erlenda fiskfóð- urframleiðendur um framleiðslu á fiskfóðri hér á landi með erlendunt vörumerkjum. Auk þess er flutt til landsins fiskfóður, sem framleitt er erlendis. Hin erlendu vörumerki í fiskfóðri sem komin er í þessa sam- vinnu eru nterkin: Tess, sem Skrett- ing í Noregi hefur framleitt og Silver Cup, sem bandaríska fyrirtækið Sterl- ing H. Nelson & Sons Inc. hefur staðið fyrir. Samstarfsaðili Skretting hér á landi er fyrirtækið ístess hf., sem er á Akureyri, en aðilar að því fyrirtæki eru m.a. Síldarverksmiðjan í Krossanesi og Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) Akureyri. Hinsvegar er það Mjólkurfélag Reykjavíkur, sem hefur fengið framleiðsluleyfi á Silver Cup fiskfóðrinu hér á landi. Þá er ógetið um sænska fyrirtækið Ewos. sem hefur töluvert fyrirferðarmikið á ís- lenska markaðinum í fiskfóðri. Það erÓIafur Gíslason hf., sem hefur umboð fyrir fiskfóður frá Ewos hér á landi. Framtíðarhorfur með íslenskt fiskfóður Fyrr var vikið að erindi Sveins Jónssonar hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins sem lét þau orð falla í lok erindis síns um laxfiskafóður, að þótt nægileg þekking ætti að vera fyrir hendi til þess að hefja hér á landi framleiðslu á viðunandi laxafóðri, þyrfti að gera stórfellt átak í skipu- lagningu hráefnisvinnslu, gæðaeftir- liti og rannsóknum á því hráefni, sem fellur til hér á landi. Þessar rannsókn- ir þyrftu að miða við þær umhverfis- aðstæður sem okkur væru skapaðar. Að lokum mætti varpa fram þeirri spurnmgu, hvort að santvinna við hina erlendu aðila, sem virðist vera auðveldasta leiðin fyrir framleiðlsu á fóðri hér á landi, muni verða til þess að fresta því að hafin verði fram- leiðsla á alíslensku fóðri um ófyrirsjá- anlega framtíð. 5ILVER CUP ■ Nína Björk Árnadóttir. Fuot FMl/6 Á SbjÚRU Táknmál og raunsæ ádeila ■ Leikverkið „Fugl sem flaug á snúru“ eftir Nínu Björk Árnadóttur er komið út á bók, en áður hefur það verið flutt á sviði. Um verkið hefur höfundurinn sagt; „Verkið er um fólk, sem finnur ástina, sem það er hrætt við að„ mega ekki rækta. Finnur hana í „Ungum manni með rós“, sem hefur kastað nafni sínu og fortíð og neitar að þrífast við þær aðstæður sem eru. Og um „Þann vísa“, sem ræktar ástina á þann einfalda hátt, sem virkar bros- lega. Hvort ungur maður með rós er tákn eða lifandi persóna er hverjum og einum falið að ákveða með sjálfum sér. I verkinu fléttast nútíð og fortíð, raunsæjar senur, táknrænar senur. Ljóð og setningar tengja atriðin þar sem við á.“ Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands sýndi leikverkið s.l. vor við leikstjórn Hallmars Sigurðssonar. Leikrit Nínu Bjarkar Árnadóttur hafa jafnan vakið verulega athygli. Það er trú okkar, að í þessu verki hafi hún náð einna lengst á ferli sínum; að feta vandratað einstigi milli ljóðræns táknmáls og raunsærrar ádeilu. Bókin er skreytt teikningum eftir Grétar Reynisson. Útgefandi er Bókavarðan-Forlag. Spennum beltin ALLTAF - ekki stundum y^EROAR Launaforritið Laun Vandað námskeið í notkun þessa vin- sæla launaforrits. Að loknu námskeiði eru þátttakendur færir um að nota forritið hjálparlaust. # Dagskrá: ★ Grundvallaratriði við notkun PC-tölvu. ★ Helatu atríði við launaútreikning, akráningu og starfsmannahald. ★ Launaforritið LAUN. ★ Æfingar í notkun launaforritsins. ★ Skriarvinnsla og útprentun. Leiðbeinandi: Pétur Friðriksson kerflsfraeðingur Tími: 26., 27. og 28. nóvember kl. 13-16. Innritun í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla36, Reykjavik. ORKUSFARANDI ÚTIUÚS í SKAMMDEGHU Kombi-Pack útiljósið er með 80 watta kvikasilfursperu, sem gefur 4-falt meiri birtu en 75 watta venjuleg Ijósapera, með nánast sömu orku. Það er sterkbyggt og auðvelt í uppsetningu. Kombi-Pack eykur öryggi hvar sem er, t.d. á vinnu- og skólasvæðum, við útihús og á bæjarhlaðinu. Lýsið umhverfið með Kombi-Pack. Heimilistækí hf SÆTÚNI8-S: 27500

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.