NT - 23.11.1985, Side 5
■ Framkvæmdanefnd vegna bygginga í þágu aldraðra ásamt verkfræðingum
og hönnuðum fyrir framan hið nýja vistheimili Seljahlíð við Hjallasel í
Reykjavík. NT-mynd: Sverrir.
Seljahlíð, nýtt
þjónustuheimili
fyrir aldraða
■ Pláss verður fyrir 80 einstaklinga
í 60 einstaklingsíbúðum og 10 hjóna-
íbúðum í hinu nýja vistheimili sem
Reykjavíkurborg er að reisa um þess-
ar mundir við Hjallasel í Reykjavík
og heitir Vistheimilið Seljahlíð.
Petta eru þjónustuíbúðirþ.e. íbúar
geta fengið læknisþjónustu, lyf, mál-
tíðir, endurhæfingu, þrif og félags-
starf í húsinu.
Hverri íbúð fylgir eldhúsinnrétting
með kæliskáp, vaski og eldavél og
baðherbergi eru útbúin þannig að
hægt verður að koma hjólastólum þar
inn. Að auki verður rúm en íbúar
koma að öðru leyti með sínar eigur í
íbúðina.
Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar
verði tilbúnar í mars á næsta ári og
áætlað er að hús og lóð í kring verði
fullfrágengin í júní n.k., en lóð
Seljahlíðar nýtist jafnframt fyrir 18
íbúðir í parhúsum sem boðnar verða
til sölu fyrir aldraða og geta íbúar
þeirra notið allrar þeirrar þjónustu
sem í boði er í Seljahlíð. A lóðinni
verða upphitaðir göngustígar og
gróðurreitir til útivistar.
Vistheimilið Seljahlið er byggt fyrir
tilstuðlan framkvæmdanefndar vegna
bygginga stofnana í þágu aldraðra
og borgarráðs Reykjavikur.
Ognaði fólki með
plast-vélbyssu
■ Maður vopnaður plast hríðskota-
byssu var með háreysti á billjardstof-
unni áKlapparstígsíðastliðið miðviku-
dagskvöld. Hann ógnaði mönnum
með vopninu. Lögregla var kvödd á
staðinn en þegar þangað var komið var
maðurinn farinn og lagði hann leið
sína næst á veitingastaðinn Café
Gestur.
Lögreglan kom þar að honum, og
sáu lögreglumennirnir fljótlega að
um plastvopn var að ræða. Fékk
maðurinn alvarlegt orð í eyra. Meðal
annars sagði einn lögreglumaðurinn
við hann. „Ef þú gerðir þetta í
útlöndum fengir þú kúlu á milli
augnanna.“
Plastbyssumaðurinn var skrautleg-
ur ásýndum. Viðmælandi NT hjá
lögreglunni lýsti honum á þessa leið.
„Hann var í leðurdruslum, rakaður
öðru megin á höfðinu alveg upp að
hvirfli, en litaður hinum megin. Mað-
urinn var hæfilega kenndur og ekki
æstur.“
Maðurinn fékk að sofa úr sér
vímuna í fangageymslum lögreglunn-
ar.
Málverkasýníngu
SÓLVEIGAR
EGGERZ PÉTURSDÓTTUR
að Austurströnd 6 Seltjamamcsí,
lýkur annað kvöld,
Sunnudagínn 24. Nóvember.
Frá Fjölbrauta-
skólanum við Ármúla
Innritun fer fram á skrifstofu skólans alla virka daga
frá kl. 9-15.
Skólameistari
Laugardagur 23. nóvember 1985 5
föstudag
laugardag
Gamansýning órþúsundsins (1000-2000 e.Kr.)
Laddi rifjar upp 17 viðburðarík ár í skemmtana-
heiminum og bregður sér í gervi ýmissa
góðkunningja!
Um sfðustu helgl stóðst Dolll (Slgurður Sigurjónsson)
ekki mátið og heimsóttl Dodda vin slnn (Ladda) ó
svlðlð á Sögu. Það voru tagnaðarfundir.
Hver mœtir um þessa helgil!
Leikstjóri: Egill Eðvarðsson
útsetning tóniistar: Gunnar Þórðarson
Dansahötundur: Sóley Jóhannsdóttir
Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar
leikur undir - og fyrir dansi á eftir.
Matseðill:
Salatdiskur með ívafi
Lamba- og grísasneiðar með ribsberjum
Hunangsís með súkkulaðisósu
Kynnir og stjórnandi:
Haraldur Sigurðsson (Halll)
Húsið opnað kl. 19.00
Borðapantanir í síma 20221
eftirkl. 16.
GILDIHF
HANSKAR OG TÖSKUR í ÚRVALI
Teg. 6951
Kr. 2.300.-
Litir: Grátt, svart.
Hanskar
r
Skinn
Frákr. 1.195.-
Litur: Svart, brúnt, beige.
Litir: Grátt, svart.
PÓSTSENDUM
Teg. 6985
Kr. 2.300.-
Hanskar
Rúskinn
Kr. 796.-
Litur: Svartur, brúnt, bJái
VERSLUNIN JÓJÓ AUSTURSTRÆTI8 sími 13707.