NT


NT - 12.12.1985, Side 7

NT - 12.12.1985, Side 7
Fimmtudagur 12. desember 1985 7 Verðkr. 1288 FWP1—1—1—1 Japan: Foreldrar mótmæla sænskri kynfræðslu Fujisawa-Reuter ■ Foreldrar barna í barnaskóla í Fujisawa í Japan hafa mótmælt notk- un sænskrar kennslubókar við kynfræðslu í skólanum. Fulltrúi skólans segir að foreldrunum þyki bókin „ganga of langt“. Hann segir að kennari við skól- ann hafi notað japanska út- gáfu bókarinnar við kennslu ellefu ára barna. Foreldrar halda því m.a. fram að teikningar í bók- inni séu of myndrænar til að hægt sé að sýna börnum þær. Bókin hefur nú verið send til fræðsluráðs borgar- innar til umsagnar. SAGT FRÁ NOKKRUM GÓÐBÆNDUM ^ - f*VY&kmyri umtt Qmrm Hmmatat Korngnótt í Mongólíu ■ Samkvæmt Asíutímaritinu Far Eastern Economic Review var kornuppskeran í Mongólíu 884.000 tonn á þesu ári sem er nýtt uppskerumet og 170.000 tonnum meiri uppskera en upphaflega var stefnt að. Til skamms tíma var lítið sem ekkert korn ræktað í Mongólíu og íbúar þar stunduðu fyrst og fremst kvikfjárrækt. En kornuppskeran er nú orðin svo mikil að Mongólar geta flutt umframkorn út til Sov- étríkjanna. Stór hluti kornsins er framleidd- ur í ríkisbúum og hafa Sovétmenn veitt Mongólíumönnum mikla að- stoð við þróun landbúnaðarfram- leiðslunnar á undanförnum árum enda er Mongólía náið bandalags- ríki Sovétríkjanna. Nicaragua: Bandarískar vígvélar streyma til skæruliða Þetta er sjötta bókin um látna bændahöfðingja. Bækurnar eru allar sjálfstæð- ar og spanna nú frásagnir af yfir 60 góðbændum úr öllum landshlutum. Hér er sagat frá 12 bændum og eru þættimir skrifaðir af fólki sem þekkti vel til þessara manna og búskapar þeirra. Þeireru: Þórarinn Georg Jónsson á Reynistað í Skerjafirði, Gísli Magnússon í Eyhildarholti, Hafliði Guðmundsson í Búð, Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu, Jón Guðmundsson á Ytri-Veðraá í Önundarfirði, Pétur Þorsteinsson Miðfoss- um, Jóhann Baldvinsson, Eiríkur Stefánsson og Sigþór Jónsson allir bændur á nyrsta býli landsins, Rifi á Sléttu, Valdemar Pálsson Möðruvöllum í Eyjafirði, Þorbjörn Guðjónsson (Tobbi) á Kirkjubæ í Vestmannaeyjurn og Þorsteinn Stefánsson Þverhamri. Allar bækurnar hafa verið undir ritstjóm Guðmundar Jónssonar fyrrv. skóla- stjóra á Hvanneyri. Þessar bækur gefa glögga lýsingu á búskaparháttum í landinu á fyrri hluta þessarar aldar. Þær eiga erindi við þá sem vilja þekkja sögu íslensks landbúnað- ar. Managua-SÞ-Reuter ■ Stjórnvöld í Nicaragua segja að Bandaríkjamenn hafi að undan- förnu látið hægriskæruliða, sem hafa bækistöðvar í Honduras, fá ormstuflugvélar, herflutningatæki, ■ Mörg fómarlömb eiturslyssins mikla í Bhopal liggja enn á sjúkra- eldflaugabyssur og mikið magn húsum. Indversk stjórnvöld hafa nú loksins ákveðið að herða öryggisregl- annarra vopna til að nota til árása á ur í efnaverksmiðjum eftir síendurtekin eiturslys. Nicaragua. Indverjar endur- skoða eituriðnað Nýja Delhi-Reuter ■ Indverjar hafa ákveðið að endurskoða öll iðjuver þar sem hættuleg eiturefni eru notuð við framleiðsluna að sögn verkalýðs- málaráðherra Indlands, Tangaturi Anjaiah. Ráðherrann skýrði indverska þinginu frá því í fyrradag að stjórn- in hefði kallað yfirmenn allra ind- versku ríkjanna, sem eru 22, til Nýju Delhi til að ræða um leiðir til að tryggja öryggi í efnaverksmiðj- um. Indverska fréttastofan PTI hefur eftir ráðherranum að stjórnin muni líklega setja reglur um öryggisráð- stafanir til að koma í veg fyrir efnaslys en fylkisstjórnin á hverj- um stað muni bera ábyrgðina ef gasleki verði í verksmiðjum. Yfirlýsing ráðherrans kom fimm dögum eftir að reiðir þingmenn ásökuðu stjórnina um vanrækslu sem hefði m.a. leitt til gasleka í efnaverksmiðju í Nýju Delhi í seinustu viku. Alls slösuðust um 350 menn og einn lést í þessum gas- leka. Þingmennirnir segja að stjórnin hefði átt að gera viðeigandi varúð- arráðstafanir strax eftir gasslysið mikla í Bhopal fyrir einu ári þegar um 2.500 menn létust og rúmlega 125.000 slösuðust. Joaquin Cuadra aðstoðarvarn- armálaráðherra Nicaragua segir að hægriskæruliðar hafi nýlega fengið herflugvélar, hraðbáta og meira en hundrað vöruflutningabíla frá Bandaríkjunum. Hann segir að Bandaríkjamenn aðstoði við bygg- ingu stórra flugvalla í Honduras og hafi byggt hergagna- og birgða- geymslur til að undirbúa innrás í' Nicaragua. Vitctor Hugo Tinoco aðstoðar- utanríkisráðherra Nicaragua sagði á fundi hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í fyrrakvöld að Banda- rfkjamenn hefðu meira að segja látið skæruliða fá flugskeyti sem nota eigi til að skjóta niður flugvél- ar. Hann sagði að með því að láta hryðjuverkamenn fá slík flugskeyti væri flugöryggi stefnt í hættu. Skæruliðar skutu sovéska þyrlu niður í Nicaragua fyrir tæpum hálf- um mánuði. Stjórnvöld í Nicarag- ua segja að skæruliðar hafi notað bandaríska eldflaugabyssu til þess en talsmenn skæruliða neita því og segjast hafa keypt sovéska eld- flaugabyssu til verksins. Bandaríkjamenn hafa ekki neit- að því að þeir hafi sent skæruliðum Vélmenni fyrir björgunarstörf? Miinchcn-Rcuter ■ Evrópsk hátæknifyrirtæki hafa nú í undirbúningi hönnun og smíði vélmenna sem geta bj argað fólki úr stórslysum, eldsvoðum og náttúru- hamförum. í yfirlýsingu vesturþýska há- tækni- og geimtæknifyrirtækisins Dornier segir að dótturfyrirtæki þess, Dornier Systems muni vinna að gerð slíkra vélmenna í sam- vinnu við fyrirtækin Matra í Frakklandi, Cas á Spáni og SCEM í Sviss. Vélmennin munu meðal annars geta aðstoðað við slökkvistarf og björgunarstarf eftir náttúruham- farir auk þess sem þau geta aðstoð- að við flutninga á hættulegum efnum. Dornier hefur einnig lagt til við ítalska fyrirtækið Aeritalia sam- vinnu við smíði 20 tonna sjálfvirks brunabíls til að berjast við skógar- elda. Vélmennasmíðin er hluti af há- tækniáætlun Evrópuríkja sem gengur undir nafninu Euroka. vopn að undanförnu en halda því fram að vopnabúr skæruliða séu fjarska lítil samanborið við vopna- búr stjórnarhersins í Nicaragua. ■ Hægriskæruliðar sem berjast gegn stjórn Nicaragua með aðstoð Bandaríkjanna fá stöðugt full- komnari vopn. Hér mundar einn skæruliðanna eldflaugabyssu sem nota má til að skjóta niður flugvél- ar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.