NT


NT - 12.12.1985, Síða 9

NT - 12.12.1985, Síða 9
_ C3 Fimmtudagur 12. desember 1985 9 J Vettvangur Bréf að norðan / Magnús Ólafsson Sveinsstöðum: Fullviss er ég um að ekki eru allir ánægðir með þær reglur, sem nú giltu og hygg ég raun- ar að þær verði ekki notaðar aftur óbreyttar. ■ Nú er prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjavík um garð gengið með öllum sínum auglýsingum, hvar ágæti hinna einstöku fram- bjóðanda var tíundað. Sjálfsagt hefði þeim peningum, sem í þessa kosningabaráttu fóru, verið betur varið til annarra hluta, en svona er þetta, sumir eyða sínu fé, og jafn- vel annarra líka, í miður skynsam- lega hluti. Raunar eru mjög mis- jafnar skoðanir á því hvað er gagn- legt og hvernig peningum er vel varið. Pannig telur einn sínu fé og tíma best varið á krá, meðan annar vill lesa góða bók. Verður því eigi skrifað meir að sinni um auglýsing- ar og fjáraustur en vikið að próf- kosningum almennt og tilgangi þeirra. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík fór fram eftir öðrum reglum, en þar hafa áður gilt. Ástæðan er sjálfsagt sú að ráða- menn á þeim bæ hafa ekki talið fyrri reglur þær bestu allavega vilj- að reyna eitthvað nýtt. Fullviss er ég um að ekki eru allir ánægðir með þær reglur, sem nú giltu og hygg ég raunar að þær verði ekki aftur notaðar óbreyttar. En það er ekki aðeins hjá sjálf- stæðismönnum í Reykjavík, sem verið er að breyta reglum varðandi prófkosningar. Um allt land fer fram mikil umræða hvaða reglur séu réttlátar þá prófkosning fer fram. Minna má á að framsóknar- menn í Norðurlandskjördæmi eystra sömdu alveg nýjar reglur fyrir síðustu prófkosningar sem þar fóru fram vegna alþingiskosn- inga. Sömu sögu er að segja af siálfstæðismönnum á Suðurlandi og þannig mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessari umræðu og þessum miklu breytingum er sú að enn hafa menn ekki dottið niður á reglur, sem samræmast eðlilegu lýðræði og stuðla að því að vilji kjósanda komi sem gleggst fram. Því vil ég hér í þessu greinarkorni benda á þá leið, sem ég tel eðlileg- asta að nota við prófkosningar, raunar ætti einnig að nota hana við kosningar til Alþingis og sveitar- stjórna þannig að kjósendur geti í raun ráðið því hverjir fara með umboð þeirra. Með því yrðu for- kosningar óþarfar og sparaðist þannig mikið fé, tími og fyrirhöfn. Ég tel að nota eigi írska kosn- ingakerfið eða afbrigði af því við prófkosningar hér á landi. Það er þannig uppbyggt að fyrirfram er ákveðið hve margir frambjóðend- ur skulu ná bindandi kosningu. T.d. væri eðlilegt að sjálfstæðis- menn í Reykjavík ákvæðu að 9 frambjóðendur næðu bindandi kosningu fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar. Framsóknarmenn á Norðurlandskjördæmi eystra kysu fjóra fyrir alþingiskosningar og sjálfstæðistæðismenn á Suðurlandi sömu tölu. Þ.e. ég tel mjög eðlilegt að einn til tveir af líklegum vara- mönnum verði kjörnir bindandi kosningu en um þetta atriði væri að sjálfsögðu tekin ákvörðun af þar til kjörnum aðilum í hverju tilfelli. Kosningin sjálf færi síðan þannig fram að hver kjósandi veldi sér þann frambjóðanda, sem hann vildi fyrst og fremst styðja og merkti með tölunni 1 við hans nafn á kjörseðlinum. Síðan númeraði hann aðra frambjóðendur 2, 3 o.s.frv. og yrði við talningu tekið tillit til þeirrar merkinga ef hans óskaframbjóðandi fengi annað tveggja svo mörg atkvæði að hann þyrfti ekki á öllum sínum atkvæð- um að halda til þess að ná kjöri, eða þá hann fengi svo fá atkvæði að hann væri vonlaus með að ná kosn- ingu og nýttist þá annar, þriðji, eða fjórði valkostur kjósandans allt eftir því hvernig atkvæði féllu. Talning fer þannig fram að fyrst. er deilt í gild atkvæði með tölu, sem er einum hærri en sú tala fram- bjóðenda er sem kjósa á bindandi kosningu. Þeir frambjóðendur, sem fá fleiri merkingar nr. 1 ná kjöri og í þeirri röð, sem atkvæða- magnið segir til um. Hafi nú ekki nógu margir atkvæðamagn til þess að ná kjöri í þesari lotu talningar- innar er í næstu lotu tekinn sá, sem fæst atkvæði fékk nr. 1. Er hann strikaður út sem vonlaus að ná kjöri en valkosti nr. 2 skipt á aðra frambjóðendur. Á þann hátt nýtist atkvæði þeirra, sem veðja á von- lausan hest ef líkingarmál er notað. Dugi þetta ekki til að nógu margir nái tilskyldu atkvæðamagni er næst athugaður annar valkostur þeirra er kusu þann er fékk flest at- kvæði. Hafi sá frambjóðandi t.d. fengið þriðjungi fleiri atkvæði en hann þurfti til þess að ná kjöri veg- ur annar valkostur kjósenda hans einn þriðja úr atkvæði og er skipt á aðra frambjóðendur í samræmi við það. Á þennan hátt fullnýtast atkvæði Ástæðan fyrir þessari umræðu og þessum miklu breytingum er sú að menn hafa ekki dottið niður á reglur, sem samræmast eðli- legu lýðræði og stuðla að því að vilji kjósanda komi sem gleggst fram. Hrafnkell Óskarsson, læknir Leiðbeining ■ Ég sendi á sínum tíma opið bréf til blaðamanns dagblaðsins NT, vegna skrifa hennar ( blaðið um ónæmistæringu og læknastétt- ina. Reyndar sýndist mér, er það bréf birtist og svar blaðamanns (eða blaðakonu öllu heldur) við hliðina, að ég þyrfti ekki að trana mér fram á ritvöllinn aftur, því ég var mjög sammála því, sem í svari hennar fólst og skildum við þvf nokkuð sammála og sátt, sem er því ánægjulegra, sem slíkt mun óvenjulegt, er fólk skrifast á með milligöngu dagblaða. Nú hef ég aftur á móti, á síðum blaðsins, verið beðinn urn að birta í NT leiðbeiningar um hvernig best sé að leita réttar síns, ef einhver telur sig hafa orð- ið fyrir skaða af völduni lækna eða annarra heilbrigðisstétta. Samkvæmt upplýsingum mér reyndari manna mun best að setja sig í samband við stjórnanda (yfirlækni) viðkomandi deildar, eða stjórn viðkomandi sjúkra- húss. Sennilega auðveldast að gera slíkt í bréfi, þar sem fram kemur nafn, fæðingardagur og nafnnúmer, svo auðveldlega megi finna skýrslur um atburð- inn. Hvenær atburðurinn varð, hvers eðlis hann var og hvaða af- leiðingar hann hafði. Einnig heimilisfang og símanúmer, svo auðvelt sé að hafa samband við viðkomandi. Ef þetta skilar ekki þeim árangri, sem vænst er, þá er málshöfðun næst á dagskrá. Hrafnkell Óskarsson, læknir Lögfræðingar geta væntanlega gefið lögfræðilega aðstoð og upp- lýsingar um þá hlið mála, en þar er ég satt að segja harla lítið fróður. Ég vona að þessar upplýsingar komi að einhverju gagni og þakka NT í leiðinni birtinguna. Virðingarfyllst Hrafnkell Óskarsson, læknir Þannig hefðu t.d. reykvískir sjálf- stæðismenn getað kosið sinn Dav- íð „rússneskri kosningu" en annar valkostur þeirra síðan nýst til þess að koma þeim frambjóðanda áfram sem þeir vildu frekast með Davíð. Dugi þetta ekki enn til þess að nógu margir nái kjöri er næst strikaður út sá er fékk næst fæst atkvæði og atkvæðum hans skipt, síðan réttu hlutfalli af umframatkvæðum þess er næst flest atkvæði fékk og þannig áfram þar til nógu margir hafa náð kjöri. Þá um leið verður líka fullnýtt at- kvæði flestra kjósendanna og allir hafa veruleg áhrif á val einhvers af frambjóðendunum. Þetta tel ég eðlilegt lýðræði og ætti að vera markmið allra kosninga. Um yfir- burði þessarar aðferðar yfir aðra mætti skrifa langt mál og rök- styðja ntun ýtarlegar, en hér verð- ur settur punktur að sinni. Magnús Ólafsson Sveinsstöðum ■ Magnús Ólafsson Sveinsstöð- um. þeirra, sem styðja þann frambjóð- anda, er hefur yfirburði yfir aðra. Stjórnmála- ályktun stjórnarffundar SUF 7. desember 1985 ■ Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna hvetur þingménn flokksins til að taka afstöðu til at- kvæðagreiðslu á þingi Sameinuðu þjóðanna varðandi frystingu á framleiðslu kjarnorkuvopna í samræmi við eigin sannfæringu en láti ekki stjórnast af ófyrir- leitnum hótunum þingflokks sjálfstæðismanna. Sú ótrúlega óá- byrga afstaða íhaldsmanna að hóta stjórnarslitum, greiði þing- menn Framsóknarflokksins ekki atkvæði samkvæmt beiðni Sjálf- stæöisflokksins, getur ekki þýtt annað en að flokkurinn sé að finna tilefni til að efna til kosn- inga. Framsóknarflokkurinn óttast ekki kosningar, en hann harmar þó hið augljósa hugleysi sjálf- stæðimanna við aö Ijúka því verki að breyta íslandi úr gerviþjóðfé- lagi yfir í alvöruþjóðfélag. Stjórn SUF styöur eindregiö hugmyndir forsætisráðherra unt skipun rannsóknarnefndar í Haf- skipsntálinu. Þá nefnd ber ríkis- stjórninni að skipa nú þegar og skal hún Ijúka störfum sem allra fyrst. Ekki veröur liðið, að Sjálf- stæðisflokkurinn hindri slíka rannsókn vegna tengsla hans við málið. Stjórn SUF krefst þess, að á meðan á rannsókn málsins standi, segi Albert Guðmunds- son, iðnaðarráðherra, af sér vegna meintra ásakana um óeðli- leg afskipti af málinu. Gífurlegt fjárhagslegt tap almennings vegna þessa máls veröur aldrei liðið án nákvæmra skýringa. Haf- skipsmálið sýnir mönnum best, að íslenska þjóðin getur aldrci lif- að á frjálshyggjunni og frjálsu samkeppninni einni saman. Stjórn SUF hvetur dómsmála- ráðherra til að láta rannsókn ok- urmálsins svokallaða njóta for- gangs í dómsmálakerfinu og að hvergi verði látið undan síga í baráttunni við slíka aðila, sent lifa á hörmungum annarra. Stjórn SUF leggur ennfrcmur áherslu á tafarlausa nauðsyn lög- gjafar um verðbréfaviðskipti. Stjórn SUF fagnar því rnikla starfi, sem nú þegar helur verið unniö á sviöi húsnæðismála, en bendir félagsmálaráðherra hins vegar á, að fjárhagslegur grund- völlur þeirra kynslóöa sem eru nú að koma út á húsnæðismarkað- inn, er mjög veikur. Stjórn SUF hvetur því félagsmálaráðherra að hefja nú þegar undirbúning að lausn þessa vandamáls af sama krafti og hann hefur unnið aö því að leysa vandamál þeirra, sem hafa fest kaup á húsnæði undan- farin ár. Stjórn SUF gerir sér fyllilega grein fyrir að víða um land á fólk í greiðsluerfiðleikum og að efna- hagur margra heimila er þungur. Hinsvegar er Ijóst að þeim ein- staklingum sem hlut eiga að máli er enginn greiði gerður með að fara hefðbundna gengisfellinga- leið. Ekki kemur til greina að auka erlendar lántökur eða veita fé til óarðbærra fyrirtækja, sem gera það eitt að auka efnahags- vandann sem var þó ærinn fyrir.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.