NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 12.12.1985, Qupperneq 17

NT - 12.12.1985, Qupperneq 17
f TFP Fimmtudagur 12. desember 1985 1 7 L JJ Spegill HefurTatumtekist að temja McEnroe? - hann dalar í tennisnum! ■ Þau John McEnroe og Tatum O’Neal eru alsæl, þó að John gangi ekki sem best í tennisnum um þessar mundir. En það er full ástæða til að gleðjast þegar erfmgi er í vændum. Barnið er væntanlegt í maímánuði nk. ■ Tennisstjarnan John McEnroe hefursvo sem vakið athygli á undan- förnum árum fyrir afburða tennis- leik, en hann hefur ekki síður kom- ist í heimsfréttirnar fyrir framkomu sína á tennisvellinum. Hún hefur hreint ekki alltaf þótt til fyrirmynd- ar, og oft hafa dómarar séö ástæðu til aö gefa honum ákúrur fyrir. Að undanfrönu hefur John látið minna fyrir sér fara en oft endranær, og nær það yfirleitt bæði til árangurs og ruddalegrar framkomu í keppni. Ekki alls fyrir löngu brá hann þó aðeins af þessum nýupptekna vana sínum og sýndi gamla gcðvonsku- takta á tennisvellinum eftir að hafa beðið lægri hlut fyriróþekktum Júg- óslava. Ástæðan fyrir því að John McEnroe er ekki eins uppstökkur og áður er ekki alveg óþekkt. Hann er nefnilega sagður ástfanginn upp fyrir haus og verðandi faðir. Þaö er sjálf Tatum O'Neal leikkona. dóttir hins skapmikla Ryans O’Neal, sem hefur tekist svona bærilega að temja tennisstjörnuna. Hún hefurmargoft sýnt að hún cr engin gufa sjálf og getur sýnt klærnar þegar henni finnst þörfá. Og pabbi hennarhefur síður en svo gengið friðarins vegu. Það er þess vegna mikið skap þarna saman komið í örfáum pcrsónum! Leikarar í fimm ættliði ■ Redgrave-fjölskyldan breska hefur notið mikillar virðingar um langan aldur í leiklistarheiminum. Sir Michael Redgrave og kona hans Rachel voru bæði atkvæðamikil í bresku leikhúslífi, svo að ekki sé tal- að um börn þeira þrjú, Vanessu, Lynn og Colin, sem hafa víða látið til sín taka. Nú eru dætur Vanessu tvær, Nat- asha og Joly Richardson, að feta sín fyrstu fótspor á leiklistarbrautinni og eru ættliðirnir þar með orðnir fimm sem hafa lagt út á þá braut. Það fer nefnilega víðs fjarri að Michael Redgrave sé fyrsti meiður ættar sinnar sem lagði leiklistina fyr- ir sig. Móðurafi hans var þekktur leikari í Englandi á 19. öldinni og það var dóttir hans, móðir Michaels, sömuleiðis. Það er þess vegna engu líkara en þessari fjölskyldu fylgi sú árátta að leggja fyrir sig leiklist. ■ Hér eru þrjár kynslóðir af Redgrave-fjólskyldunni saman komnar, sem allar stunda leiklist. Vanessa cr þeirra þckktust, en dætur hennar Natasha og Joly eru rétt að byrja að reyna fyrir sér. Rachel á langan leikferil að baki og er ánægð með að ungu stúlkurnar í fjölskyldunni haldi hefðinni við. ■ Barbara og Ringó Starr skemmtu sér vel á ballinu og gátu reyndar ekki stillt sig um að bregð aðeins á leik við Ijósmydarann! Ringó og Barbara á grímuballi ■ Ringó Starr, sem enn lifir á fornri Bítlafrægð, og hin fagra kona hans Barbura Bach létu sig ekki vanta á eina fínustu skemmtun ársins, grímuball sem haldið var til heiðurs æðri listum í London. Og auðvitað klæddu þau sig í samræmi við tilefnið. 18. aldar búningar heldra fólksins urðu fyrir valinu, en þeir eru ekki beint þægilegasti klæðnaður sem hugsast getur í augum nútímafólk.s. En Ringó var í essinu sínu í öllum blúndunum og fíniríinu og naut sín vel í selskapnum. Auðvitað gat hann ekki setið á strák sínum, og það jafnvel þó að hann sé orðinn afi. Hann átti erfitt með að halda grím- unni og þegar hann sá ljósmyndara útundan sér brá hann skeið fyrir auga sér í stað grímunnar föllnu! Barbara aftur á móti lét sér ekki bregða. Það var eiginlega frekar að ljósmyndaranum brygði í brún við að sjá hana. Því hvað er það eigin- lega sem hún ber á höfðinu? Ávaxtakaup lafðinnar og geðstirði kaupmað- urinn! ■ Lafði Sarah Armstrong-Jones er yfirlætislaus ung stúlka og ber það ekki utan á sér að hún eigi sjálfa Brctadrottningu að móðursystur. Hún er orðin 21 árs og stundar nám við konunglegu listaakademíuna í London. Sarah leggur mikla áherslu á að falla inn í fjöldann og verður þess vegna oft að sætta sig við að ókunn- ugt fólk umgangist hana rétt eins og hverja aðra stelpu af götunni. Það fékk hún að reyna nýverið þegar hún ætlaði að eiga viðskipti við grænmetissala á götu einni í London. - Ég ætla að fá tvær fíkjur, sagði hún hógvær. En ávaxtasalinn var ekki á þcim buxunum að dansa eftir dyntum einhvers viðskiptavinar. Hann svarar hortugur: - „Það geng- ur ekki. Þú verður að kaupa a.m.k. 4 fíkjur í einu,“ sagði hann og hún beygði sig undir viðskiptareglurnar. I staðinn fyrir að gera uppsteyt eða ganga bara hreinlega í burt, eins og margir hefðu gert, venti hún sínu kvæði í kross og gerði kaup á tveim ferskjum, sem sætti engum mótmæl- um. Þarmeð hvarf hún í mannfjöld- ann, án þess að kaupmaðurinn hefði áttað sig á hver hefði stansað smá- stund við söluborðið hans og átt við- skipti viö hann.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.