NT - 13.12.1985, Blaðsíða 1

NT - 13.12.1985, Blaðsíða 1
NEWSSUMMARYINENGLISH SEEP. 6 Vanskilum á söiuskatti breytt í sjálfsskuldabréf Jókst töluvert í tíð Alberts, segir Höskuldur Jónsson hjá fjármálaráðuneytinu ■ Þeir sem skulduðu ríkinu söluskatt í tíð Alberts Guð- mundssonar, sem fjármálaráð- herra, áttu mjög auðvelt með að fá skuldinni breytt í skuldabréf til langs tíma. Veit NT dæmi þess að eigendur fyrirtækja hafi jafnvel gortað af því að hafa skroppið til Alberts og beðið hann að redda þessu lítilræði fyrirsig. Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, sagði að það hefði tíðkast í mörg ár og löngu áður en Albert tók við fjármálaráðherraemb- ættinu, að semja við fyrirtæki, sem ættu í greiðsluerfiðleikum, ef talið var að hagsmunum ríkis- ins væri betur borgið með samn- ingum en að ganga fast á eftir greiðslum og eiga þá jafnvel á hættu að fyrirtækið yrði gert upp og enn erfiðara yrði að inn- heimta skuldina. Höskuldur sagði að nær undantekningalaust væri krafist skuldaábyrgðar banka og í flest- um tilfellum væri hér um að ræða skuldabréf með venjuleg- um vöxtum, þegar þau væru verðtryggð væru vextirnir 5%, en ef þau væru óverðtryggð væru á þeim hæstu löglegu vextir. Þessar skuldbreytingar jukust töluvert í tíð Alberts í fjármála- ráðuneytinu, en Höskuldur taldi að þar gætu ýmsar aðrar ástæður en greiðvikni Alberts spilað inn í, einsog t.d. almenn- ir greiðsluerfiðleikar á undan- förnum árum. Sagði hann það umdeilanlegt hvort ástæða hefði verið til þessarar aukningar. Þá kom fram hjá Höskuldi að ekki hefði verið farið ofan í saumana á öllum þeim fyrir- tækjum, sem þarna eiga hlut að máli, og fjárhagsstaða þeirra skoðuð. Þó sagðist hann þora að fullyrða, að nær undantekning- arlaust hefði frágangur þessara mála verið með þeim hætti, að hagur ríkisins hefði verið hafður að leiðarljósi. Erlendur banki með fyrsta veðrétt í Skaftá og Selá Kostar Útvegsbankann minnst 30 milljónir að leysa Skaftá úr kyrrsetningu ■ Útvegsbankinn mun þurfa að greiða að minnsta kosti 30 milljónir króna til að fá Skaft- ána heim úr kyrrsetningunni í Belgíu, en það er forsenda þess að samningar takist við Eimskip. Þetta kom fram í við- tali sent NT átti við Olaf Helgason, bankastjóra Út- vegsbankans í gær. Norski Kreditbankinn á fyrsta veðrétt í Skaftánni og Eldur í Fellahelli ■ í gærkvöldi kviknaði í, útfrá leirbrennsluofni. í Fella- helli í Reykjavík. Ofn þessi er notaður til að brenna leir, og er hann með sjálfvirkum tímastilli sem á að siökkva á honum þegar brennslu er lokið. Að sögn Sverris Hilmars- sonar og Skúla Skúlasonar sem eru starfsmenn Fellahellis, var nýafstaðið ræðunámskeið þeg- ar þeir urðu eldsins varir. „Ég var nýbúinn að fylgja krökkunum út og skrapp að- eins inn í herbergi sem þarna er áður en við opnuðum húsið aftur. Þá varð ég ekki var við neitt óvenjulegt, en þegar ég kom aftur fram á gang stuttu síðar var dökkt reykbólstur| að þokast inn eftir loftinu á ganginum. Ég reikna með að leirbrennsluherbergið hafi verið að fyllast þegar ég fór þama hjá í fyrra sinnið, en reykurinn síðan farið að þrengja sér undir hurðina þeg- ar ég kom fram á ganginn aft- ur,“ sagði Sverrir,Hilmarsson við NT eftir að slökkvistarf var hafið. Mikill hiti og reykur mynd- aðist, en eldurinn var lítill. Slökkviliðið kom á staðinn, með 6 reykkafara og tókst þeim að ráða niðurlögum elds- ins fljótlega. Engin slys urðu á mönnum, en leirbrennsluher- bergið og einhver fleiri her- bergi eru talsvert skemmd af reyk. Selánni og nemur skuldin við hann rúmum 32 milljónum króna. Þá hvíla á skipinu ýms- ar sjóveðskröfur og er vitað um slíkar forgangskröfur í Belgíu upp á þrjár og hálfa milljón. Þá hefur uppskipun- arfyrirtæki í Belgíu gert kröfu upp á sex og hálfa milljón, en óvíst er talið að sú krafa standist. Þá eiga eflaust eftir að bætast við sjóveðskröfur í skipið, bæði héðan að heiman og annarsstaðar að. Er búist við að það taki þrjá til fjóra mánuði að ganga frá nauðungaruppboðinu. Starfsmenn Hafskips, sem keyptu hlutabréf í skipafélag- inu í febrúar sl. hafa áhuga á að Útvegsbankinn sleppi þeim við að borga þau skuldabréf, sent þeir skrifuðu upp á til fimm ára og eru vaxtalaus en verðtryggð. Halldór Guðbjarnarson, bankastjóri Útvegsbankans sagði við NT, að stjórn bank- ans hefði engan rétt til að fella niður greiðslur á skulda- bréfunum. Þær væru trygging bankans hjá skipafélaginu og bréf þessi ganga upp í skuldir fyrirtækisins við bankann. Halldór sagði einnig að ef starfsmenn telji að þeir hafi verið vísvitandi blekktir geti þeir látið kanna það. Stefán Árnason hefur ekk- ert látið í sér heyra eftir að Eimskipafélagið frestaði til- boði sínu. Axel Kristjánsson, lögfræðingur bankans, sagðist hafa rætt við Stefán á þriðju- daginn og hefði hann þá beðið um þriggja daga frest til að kanna eigur þrotabúsins. Sagði Axel að Stefán hcfði skilið stöðu Útvegsbankans vel þegar honum hafði verið gerð grein fyrir að tilboð Eim- skipafélagsins rynni út daginn eftir og bankinn hefði því ekk- ert svigrúm til að bíða í þrjá daga. En í Ijósi þeirrar nýju stöðu sem kom upp hefði mátt búast við að Stefán léti aftur heyra í sér, en svo var ekki. Tilboð Eimskipafélagsins rennur út í dag. Forseti Nígeríu villekki IMF Lagos-Reuler: ■ Babanginda forseti herstjórnarinnar í Nígeríu sagði í útvarpsávarpi í gær að stjórn hans hefði ákveðið að hætta tilraun- um til að fá Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, IMF, til að lána ríkinu 2,5 milljarða dollara skuldbreytingalán. Nígeríumenn hafa átt í samningaviðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um þetta skuldbreytinga- lán frá því árið 1983. Samningaviðræður strönd- uðu meðal annars á því hvað Nígeríumenn voru tregir tii að fara eftir ráð- leggingum sjóðsins um að- gerðir í efnahagsmálum. Babanginda forseti sagði í útvarpsávarpinu að stjórnvöld hefðu komist að þeirri niðurstöðu að Nígeríumenn ættu að ráða fram úr efnahagsvanda sínurn án lánsins. Gífurlegur reykur myndaðist og þurftu slökkviliðsmenn að nota reykdælur til að lofta út. NT-mynd: Árni Bjarna

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.