NT - 13.12.1985, Blaðsíða 19
Föstudagur 13. desember 1985 19
fa
Lesendur skrifa
Guðniundur Bernharðsson
frá Ástúni:
Bærinn í Hlíðinni
Gefin út á kostnað höfundar 1985.
■ Á síðastliðnu ári sendi Guð-
ntundur Bernharðsson frá Ástúni á
Ingjaldssandi frá sér bók, sem
hann kallaði: SMALA-
MENNSKA OG ÁST. Þar er að
finna margskonar fróðleik, þar á
meðal „sögur og dulrænar sagnir".
Þessari hók var ágætlega tekið, og
eftir að hafa lesið hana spurðum
við: Mættum við fá meira að lesa
frá þessum frásegjanda? Höf-
undurinn gaf raunar í skyn að
vænta mætti annarrar bókar frá
hans hendi, því að framan á þessa
bók hafði hann látið prenta róm-
ersku töluna I. Þetta var sem sagt
hans fyrsta bók.
Nú hefur Guðmundur sent frá
sér bók nr. II. Þar með hefur hann
látið ósk okkar og von rætast um,
aðra bók. Heiti bókarinnar er
BÆRINN í HLÍÐINNI. Eins og
sést á hlífðarkápu bókarinnar
stendur bærinn Ástún í hlíð.
Undirtitill bókarinnar eru:
Ævi og menningarsaga. Það heiti
segir að nokkru leyti frá efni
bókarinnar. Þó að margar frásagn-
irnar gerist á Ingjaldssandi, er
komið langtum víðar við, t.d. í
Noregi. Allt mun þetta vekja at-
hygli á ungum íslendingi á norskri
grund og á öldungnum, sem segir
frá margbreytilegri ævi sinni á Ts-
landi. Frásagnir hans eru snilldar-
lega framsettar, hreinskilnar og
mærðarlausar.
Hann segir frá umhverfi sínu í
dalnum milli hárra fjalla og víðáttu
hafsins, sem blasir við um mynni
dalsins. Svo hverfur hann að því að
segja frá ætt sinni og uppruna. Þar
er ekki eingöngtf um upptalningu
nafna að ræða, heldur léttar og
Lesendur skrifa
Sameinist
Auðvaldsvinir allra stétta
ættu að fá að heyra þetta.
Óska ég þessum íhaldslýði
að honum fyrir verkin svíði.
Mismunun frá unga aldri
afsökuð með „frelsis“ skvaldri,
æska landsins hlýtur hér.
Hægrí mönnum bölvum vér.
Heilaþvegnir hægrí pressu
hamrandi sem mest á þessu:
„Frelsið eykur allan dug
anda lyftir hærra á flug.
menntun landsins æska erfi
allt skal lært í bónuskerfi,
(börn sem fæðast inn í auð
ættu að læra meira en snauð.)“
Auðvaldsvina og íhaldsmanna
arfleifð dönsku kúgaranna
þjóðina í Dróma drepur,
dauða úr skel nú margur lepur.
Er sú framtíð æskileg?
Ekki, nei, þá segi ég.
Alþýðan mun okið hrist
afsérgeta. SAMEINIST!
Kári.
■ Guðmundur Bernharðsson.
liprar skýringar og upplýsingar um
fólkið. Svo koma bernsku- og
æskuminningarnar. Þá er líkast því
að drengsnáðinn stökkvi á móti
lesandanum með lýsingar á hug-
leiðingum sínum, leikjum og ekki
síst athafnasemi sinni. Það er engu
líkara, en að hann leiði lesandann
inn á bernsku- og æskuheimili sitt í
stóru baðstofuna, þar sem voru tíu
svefnrúm. Þar segir hann m.a. frá
afa sínum, sem á hverjum sunnu-
degi las húslestur. -
Minningar frá barnaskólaárun-
um eru honum dýrmætar, eins og
hann færir sönnnur á í frásögn
sinni. í lok frásögunnar um skól-
anna, segir hann til þessa kennara
síns: „Þökk sé þér, öldungur.
Elska og vinátta þín til barna óg
ýmissa málefna í þjóðfélaginu og
Guðstrú í hverri hugsun þinni og
framkomu, gera þig að einum
besta manni stéttar þinnar og þjóð-
arinnar.
Hann segir frá fermingardeginum
sínum m.a þetta: „Á fermingar-
daginn minn var ég heillaður af
hugsun til Guðs og kirkjunnar, af
söng fólksins og af prestinum boð-
andi trú og kærleika". Og kaflan-
um um fermingardaginn lýkur hann
með þessum orðum: „Eina ferm-
ingargjöf gaf ég sjálfum mér eða
heit, það að bragða aldrei vín eða
tóbak. Það hef ég efnt til þessa
dags“. Þetta er eitt af einkennum
Guðmundar.
Daginn eftir ferminguna fór
hann að heiman. Leið lians lá til
ísafjarðar, þar sem hann fór í fisk-
vinnu. Síðan fer hann í sjó-
mennsku.
Hann fer heim í dalinn sinn.
Hann kynnir okkur ungmenna-
félagið VORBLÓM og störf félag-
anna. Hann segir: „Eldra fólkið
var mjög ánægt með athafnir okkar
og verk Vorblómsfélaganna og
ekki síst vegna vegagerðar okkar
milli bæja, sem byrjað var á 1911,
til þess að leiðin yrði akfær. Það
tókst um 1938. Það var skyldustarf
og óskadraumur í öllum störfum fé-
lagsins“.
Guðmundur fer í Núpsskólann,
sem verður honum einkar kær.
Hann svo að segja opnar dyr hans
fyrir okkur og býður okkur inn til
þess að kynnastnánarþessu menn-
■ tasetri.
Nú leggjum við ckki land undir
fót, heldur förum með honum til
Noregs út yfir íslands ála. Þar
verður dvölin á árunum 1922-1924.
Frásaga þesi er sögð á svo skýran
og skemmtilegan hátt. að varla
verður nokkru betur gert. M.a.
segir hann frá starfsháttum þarna á
fyrinnyndarbúgarði. Ómetanleg er
frásagan af brúðkaupi, sem hann
er viðstaddur. Þar fór allt fram í
fyrirmynd frá brúðkaupssiðum frá
því um 1400. Hér verður lesandinn
undrandi, því að þarna segir frá
mörgu óvæntu og nýstárlegu.
Þá hefst frásögnin af fullorðins-
árunum heima á íslandi. Búskapur
er hafinn. Fyrst á hluta jarðarinnar
Hrauns á Ingjaldssandi, jarðar for-
eldra hans. En svo leitar hann
staðar, þar sem hann geti stofnað
nýbýli. Og Ástún verður til. Sem
bóndi á nýbýli þarf margt að fram-
kvæma og marga erfiðleika að
yfirstíga. Við hlið hans stóð eigin-
kona hans, Kristín Jónsdóttir frá
Hnífsdal, sem hann hafði kvænst 2.
nóvember 1924. Eftir að hafa búið
um 20 ár „í fjárhúsi", (en hluti þess
hafði verið gerður íbúðarhæfur),
kemur að því að byggja tbúðarhús.
Og störf við það eru hafin. 1950 er
glæsilegt íbúðarhús risið. Bærinn í
hlíðinni erorðinn myndarbýli, eins
og sjá má á mynd á hlífðarkápu
bókarinnar.
Guðmundur hefur haldið áfram
félagsmálum um langt skeið. Hann
hefur látið til sín taka í félagsmál-
um sveitarinnar. Hann á frum-
kvæði að ýmsum átökum til endur-
bóta í búnaðarmálum. Framundan
er líka það, að gera bílfæran veg til
Ingjaldssands. Fljótt yfir þá sögu
farið má segja, að þar hafi fyrir
forgöngu Guðmundar verið leyst
sfórt viðfangsefni. Útveguð er
jarðýta og vegagerð hafin. Nokkru
áður en endar náðu saman með
vegi beggja megin Sandsheiðarinn-
ar, var Ingjaldssandsvegur tekinn í
þjóðvegatölu landsins og eftir það
varð vegurinn fullgerður.
Guðmundur átti sinn stóra þátt í
því að rafmagnslína var lögð til
Ingjaldssands, og einnig því, að
þarna var gerður flugvöllur. - Það
er þess vert að kynnast slíkum á-
tökum, sem áttu sér stað fyrir all-
löngu síoan, en urðu til þess að enn
eru byggðir og bú á Ingjaldssandi
og víðar í Mýrahreppi í Dýrafirði.
24 ár var Guðmundur barna-
kennari í Mýrahreppi. Það starf
leysti hann með prýði af hendi,
ekki að sjálfs hans sögn þessa yfir-
lætislausa manns, heldur fengið frá
öðrum leiðum.
Myndir eru niargar í bókinni.
Einnig eru þar ljóð, sem höfundi
hafa borist við ýmis tækifæri.
í eftirmála segir Guðmundur
m.a.: „Á áttugasta og fimmta af-
mælisdegi mínum legg ég frá mér
pennann, eftir að hafa lifað með
hann fimm undanfarin ár að festa á
blöð nokkur atriði úr æviferli
mínum“.
í formálsorðum segir dóttir
Lesendur skrifa
JÁKVÆTT HUGARFAR
■ Mig langar að koma á framfæri
þökkum til Jóns Á. Gissurarsonar,
fyrrverandi skólastjóra fyrir ný-
útkomna bók hans „Satt best að
segja“.
Ég hafði ákaflega gaman af lestri
bókarinnar, enda hún í senn
skemmtileg og fróðleg.
Þótt hér sé um að ræða endur-
minningar Jóns, fer ekki mikið fyr-
ir ættartölum né heldur ofhlöðnum
lýsingum af svaðilförum og hetju-
sögum, heldur ber mest á stuttum
og skemmtilegum frásögnum af
uppátækjum og atvikum sem hent
hafa Jón eða hann hefur heyrt um á
lífsleiðinni.
Ekki síst fannst mér gaman af
fyrsta kafla bókarinnar sem er
þriðjungur hennar og ber heitið
Jonni. Þar lætur Jón Jonna, sem er
í raun hann sjálfur, segja frá, en
heimurinn og lífið er séð frá augum
barnsins. Þar kennir ýmissa grasa,
spaugilegir menn og konur verða á
vegi hans og tilveran full af leynd-
ardómum og ókönnuð.
Hinir tveir kaflar bókarinnar
bera heitið Jón og Ég. í þeim segir
Jón frá eftirminnilegum atvikum
sem henda hann sem ungling og
skólagöngu sinni. Þar fer Jón á
kostum í mannlýsingum á kennur-
um sínum. Þeim er lýst frá sjónar-
hóli nemenda og tekið eftir ein-
kennum í fari þeirra sem nemend-
um einum er gefið að sjá.
Jóni er lagið að bregða upp
myndum af sérkennilegum mönn-
um og í græskulausum tón segir
hann frá einkennilegum háttum
þeirra og tilsvörum.
„Satt best að segja“ er skrifuð
nteð jákvæðu hugarfari og er þess
virði að eftir henni sé tekið.
„Þakklátur“
hans, Sigríður Guðmundsdóttir,
Drammen, Noregi. þetta m.a.:
„Þetta er því ekki bara saga, blöð
föður míns, heldur einskonar ís-
landssaga, sögð af einum þeirra
sent var með að skapa hana".
Á hlífðarkápu bókarinnar ritar
séra Eiríkur J. Eiríksson mjög at-
hyglisverða grein, samanfléttaða
með snjallyrðum, sem honum eru
lagin. Greinina kallar hann:
„LANDNÁMSMAÐUR". Þar
segir hann m.a.: „Guðmundur var
brennandi í andanum um hvers
kyns framfarir í heimabyggð sinni
og sannur „Vormaður Islands".
Var og valinn maður, og er enn, í
hverju rúmi á lífsvettvagnsfleyi
Sandsmanna, þótt við ófærurfjalla
í sjó frani sé að glíma, brattar bár-
ur og torfæra heiðavegi, lengstum.
En kjarngresi er milli steina og
tryggðir í barmi til átthaga".
Eftir þetta stutta yfirlit, sem ég
hef gelið yfir efni bókar Guðntund-
ar, er það von mín að sent flestir
verði hennar aðnjótandi, og þann-
ig sannfærst um gildi hennar. -
Bókin er til sölu hjá höfundinum,
Hátúni 10, Reykjavík. Einnig hef-
ur útsölu á henni Örn og Örlygur,
Síðumúia 17, Reykjavík.
J.Kr.í.
Landssamband framsóknarkvenna mun starfrækja stjórnmálaskóla i byrjun
næsta árs. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku skrái sig hjá Þórunni i síma 24480.
LFK
Félag framsóknarkvenna í Reykjavík
Jólaföndur félagsins er mánudaginn 16.12. kl. 20.30, aö Hótel Hofi, Rauöar-
árstíg 18. Munið að taka meö ykkur jólapakka. Fjölmennum.
Stjórnin
Borgnesingar- Nærsveitir
Síöasta kvöldiö í 3ja kvölda keppninni verður haldið í Hótel Borgarnesi föstu-
daginn 13. desember kl. 20.30. Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Borgarness.
Rangæingar - Félagsvist
Félagsvist veröur á Hvoli Hvolsvelli sunnudaginn 15. desember n.k. kl. 21.00.
Góð kvöldverölaun.
Framsóknarfélag Rangæinga
t
Þökkum auðsýnda samúö við andlát
Eyjólfs Grímssonar
Lækjarhvammi, Laugardal
Útförin hefur farið fram
Áslaug Eyjólfsdóttir
og synir
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi
Arngrímur Vídalín Guðmundsson
frá Hesti i Önundarfirði
Þingholtsbraut 24, Kópavogi
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn
13. desemberkl. 10.30,
þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd.
Ólöf Arngrímsdóttir
Sævar Arngrímsson Erla Þorleifsdóttir
Arndis Sævarsdóttir
Bryndís Sævarsdóttir