NT - 13.12.1985, Blaðsíða 13
Föstudagur 13. desember 1985 13
■ Michaela Gerg (t.v.) og Marina Kiehl brosa sínu blíðasta. Þetta var eftir risa-
stórsvigið fyrir stuttu.
Heimsbikarkeppnin á skíðum:
Fyrsti sigur
Michaelu Gerg
- Sigraði í bruni í Val D’lsere - Austurrísk stúlka
slasaðist illa í keppninni
■ V-þýska stúlkan Michaela
Gerg sigraði í bruni í bcimsbikar-
keppninni á skíðum í Val D'Isere í
gær. Þetta er fyrsti sigur Gerg í
heintsbikarkeppninni en hún varð
önnur í risa stórsvigi um daginn.
Gerg var númer 24 í rásröð og
virtist ekki líkleg til sigurs. Laurie
Grahant frá Kanada var með besta
tímann þegar að Gerg kont en frá-
bær keyrsla hennar niður brautina
tryggði henni sigur. Graham varð í
öðru sæti og Maria Walliser frá
Sviss varð þriðja. Michela Figini frá
Sviss varð að láta sér nægja 6. sætið
og Marina Kiehl frá Þýskalandi
varð 8.
Austurríska skíðakonan Christ-
ine Putz varð fyrir því óhappi að
falla í miðri braut. Hún endasentist
á varnargirðingu með höfuðið á
undan og varð að flytja hana á spít-
ala. Hún ku vera í Íífshættu og var
meðvitundariaus er síðast fréttist.
Þess má geta að hraði keppenda i
bruni eroft um 100 km á klst.
íþróttamaðurSviss:
I NBA-karfan
I ■ Leikir í fyrrinótt í körfunni. Boston og
I Houston eru á sigurbraut:
I San Ant. Spurs-Chicago Bulls .... . 109-107
I N. Jersey Nets-Sacramento Kings 106-100
I Detroit Pristons-Clevel. Cavaliers 130-120
Boston Celtics-Atlanta Hawks ... 114-110
New York Knicks-Indiana Pacers 82- 64
Milwaukee Bucks-Seattle Supers. 117- 98
Houston Rockets-Utah Jazz 134-105
Portl. Tr. Blazers-Golden S.Warr. . 94- 92
L.A. Ciippers-Dallas Mavericks .. 120-118
■ Hér kemur þá staðan i NBA-körfunni.
Lakers og Boston eru nokkruð afgerandi:
Austurdeildin:
Atlantshafsriðillinn: U-T
Boston Celtics ... 18- 3
Philasdelphia 76ers ... 11-10
NewJerseyNets ... 12-11
Washington Bullets ... 10-11
New York Knicks ... 6-16
Miðrikjaridillinn: U-T
Milwaukee Bucks ... 17- 8
Detroit Pistons ... 14- 9
AtlantaHawks ... 10-12
Cleveland Cavaliers ... 9-12
Chicago Bulls ... 8-17
Indiana Pacers ... 5-16
Vesturdeildin:
Miðvesturriðillinn:
Houston Rockers ... 16- 7
Denver Nuggets ... 14-8
Utah Jazz ... 13-11
Dallas Mavericks ... 11-10
San Antonio Spurs
Sacramento Kings ... 7-15
Kyrrahafsriðillinn:
Los Angeles Lakers
Portland Traid Blazers ... 14-13
Seattle Supersonics ... 10-13
Golden State Warriors ... 9-16
Los Angeles Clippers ... 8-14
PhoenixSuns
Mexíkóvann
■ Mcxíkanar sigruúu S-
Kúrcubúa með tvciinur
mörkum gcgn cinu í knatt-
spyrnulandslcik sem liáður
var í Mcxíkó á þriðjudags-
kvöldiú. Kim Jung-Boo
náði forystunni fyrir gcstina
mcð marki á 23. niínútii og
kom það eins og köld vatns-
gusa franian í hina 60 þús-
und áhorfcndur, sem kcvpt
höfðu sig inná lcikvöllinn í
Guadalajara til að fylgjast
nicð goðunuin sínuin.
Tomas Boy náði s vo að
jafna á 40. mínútu og þjarg-
aði þar mcð samhcrjiim sín-
uin frá appelsínu- og fúl-
cggjakasti cr liðin gcngu til
leikhics. Carlos Hcrmosillo
skoraði svo sigurmarkið rctt
fyrir lcikslok.
Ziirbriggen valinn
- Figini varð íþróttakona ársins
■ Svissneskir skíðamenn komu
mjög við sögu í vali íþróttamanns
ársins í Sviss, en fyrir því standa
íþróttafréttamenn þar í landi ár-
lega.
Pirmin Zurbriggen, tvöfaldur
heimsmeistari, var útnefndur
íþróttamaður ársins og var hann
töluvert fyrir ofan næsta mann í
kosningunni. Sá var Urs Freuler,
fjórfaldur heimsmeistari / hjól-
reiðum á braut, en hann hefursigr-
að í þessari kosningu síðstu tvö
árin.
Michela Figini, Ólympíu- og
heimsmeistari í bruni og heintsbik-
arhafi, var kjörin íþróttakona árs-
ins í Sviss annað árið í röð og kom
það engum á óvart.
■ Bækurnar hans Víðis Sigurðssonar írþóttafréttamanns.
Tvær knattspyrnubækur
■ Nú eru komnar út hjá Bók-
hlöðunni knattspyrnubækurnar fs-
lensk knattspyrna 1985 og Saga
West Ham. Víðir Sigurðsson,
íþróttafréttamaður Þjóðviljans
hefur haft veg og vanda af þessum
bókum. Hann skrifaði fslenska
knattspyrnu og þýddi Sögu West-
Ham.
f fslenskri knattspyrnu er farið
yfiratburði í íslensku knattspyrnu-
lífi á þessu ári og er þá fjallað um
allar deildir karla og kvennaknatt-
spyrnu, unglingaknattspyrnu,
landsleiki, atvinnumenn íslands og
rakin að nokkru leyti saga íslenskr-
ar knattspyrnu. I bókinni er að
finna allar tölulegar upplýsingar
um nærri öll lið. Stöður og marka-
töflur og margt annað mjög
fróðlegt. Þá er bókin prýdd fjölda
ntynda og eru ntargar þeirra mjög
skemmtilegar. Bók sem knatt-
spyrnuunnendur skyldu ekki missa
af.
Saga West Ham er þriðja bókin í
flokki um ensk knattspyrnulið. í
bókinni eru margir fróðleiksmolar
um þetta fræga enska lið.
Becker í fyrsta sæti
■ Boris Becker, Wimbledon-
meistarinn í tennis, var í gær út-
nefndur íþróttamaður ársins í
V-Þýskalandi af íþróttafrétta-
mönnum þar í landi. Sundmað-
urinn Michael Gross, sem unnið
hefur þessa nafnbót síðustu þrjú
árin varð í öðru sæti og golf-
maðurinn Bernhard Langer í
því þriðja.
Heimsmeistarinn í skylming-
um Cornelia Hanisch var valin
íþróttakona ársins í V-Þýska-
landi.
Van Himst rekinn
■ Anderlecht, belgíska knatt-
spyrnuliðið sem Arnór Guð-
jónsen leikur með, rak þjálfara
sinn Paul Van Himst í gær-
kvöldi.
Van Himst er með frægari
leikmönnum Belga og á lands-
leikjametið, 81 leik. Hann sagði
í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að
hann væri „vonsvikinn" þótt
uppsögnin hefði ekki komið
honum „gjörsamlega á óvart.“
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem Anderlecht rekur þjálfara,
raunar er félagið frægt fyrir tíð
þjálfaraskipti. Van Himst tók
við liðinu árið 1982 og gerði það
að UEFA meisturum keppnis-
tímabilið 1982-’83.
JÓUN
NÁLGAST
og því er ekki seinna vænna
að fara að huga að jólaundirbun-
ingnum. Við erum reiðubúin tii
aðstoðar.
Viljum aðeins minna á að það er
óþarft að þeytast um alít þegar
hægt er að fá aiit ti! jóianna í einni
ferð í Vöruhús Vesturlands.
MATVORUDEiLD
Það er löngu orðinn þjóðlegur
siður að gera vel við sig og sína í mat
um hátíðarnar. Við höfum á boð-
stólum alla matvöru, hátíðarmat
sem meðlæti. Og vitaskuld alla
hreinlætisvöru. Sem sagt: Allt sem til
þarf.
VEFNAÐARVÖRUDEiLD
Jólakötturinn gengur ekki laus
lengur. Og þó svo væri þyrfti enginn
að lenda í honum því við eigum
fjölbreytt úrval fatnaðar á alla fjöl-
skylduna. Til dæmis buxur og
skyrtur frá Melka. Einnig skóáalla
fjölskylduna. I stuttu máli sagt: Allan
fatnað, frá toppi til táar, yst sem
innst.
GJAFAVÖRUDEILD
Láttu ekki tal um gjafaaustur jól-
anna slá þig út af laginu. Það er
góður siður að gleðja aðra. Líttu inn í
gjafavörudeildina hjá okkur og þú''
sannfærist um að jólagjafir eiga
fullan rétt á sér. Við eigum ávallt
smekklegt úrval gjafavöru, s.s.
bækur, leikföng, búsáhöld o.fl.
RAFTÆKJA-
OG SPORTVÖRUDEILD
Hafi einhver haldið að gjafavara
fengist aðeins í gjafavörudeildinni
leiðréttist það hér með. í sportvöru-
og raftækjadeild fæst fjölbreytt úrval
raftækja og tómstundavöru. Nyt-
samar jólagjafir, smáar og stórar. Og
hér velur fjölskyldan sjálfri sér stór-
gjöfina.
BYGGINGAVÖRUDEILD
Það eru ekki bara húsbyggjend-
ur sem eiga erindi við okkur. í
byggingavörudeild Vöruhúss Vest-
urlands sást sjálfur jólasveinninn
velja sér 1. flokks áhöld til leik-
fangasmíðinnar. Þannig tekur bygg-
ingavörudeildin ekki hvað minnstan
þátt í jólaundirbúningnum.
Góð áhöld gleðja alla.
Það er óneitanlega kostur að fá allt sem
þarf í einni ferð. Ferð í Vöruhús Vesturlands
sparar sporin og er þess vegna ferð til fjár.
Vöruhús Vesturlands
Borgarnesi sími 93-7200