NT - 13.12.1985, Blaðsíða 12
Ársþing FRÍ
- segir Einar Þorvarðarson markvörður íslenska liðsins - Spánska liðið hefur unnið fleiri viðureignir
■ Um síðustu helgi var 39. árs-
þing Frjálsíþróttasambands ís-
lands haldið í íþróttamiðstöð ÍSÍ í
Laugardal. Þingið var það fjöl-
mennasta sem haldið hefur verið til
þessa en alls mættu á það um 100
manns.
Helsta mál þingsins var staða
sambandsins í fjáröflun og hvernig
halda mætti rekstrinum gangandi
miðað við viö þann fjárhagslega
bakgrunn sem það hefur. Sveinn
Björnsson forseti ÍSÍ upplýsti í
þessu sambandi að auknu fjár-
magni yrði veitt til sérsamband-
anna á næsta ári og ennfrekar á ár-
inu 1987.
Verkefni sambandsins snúast
sem fyrr um að reyna að efla
fræðslu- og útbreiðslustarfið og sjá
urn mótahald. Stærsta mótið hér
innanlands á næsta ári verður
keppnin Ísland/Skánn/Smálönd.
Þetta er fullkomin landskeppni og
verða því um 100 Svíar mættir til
keppni þessa daga í júlí.
Stærstu verkefni FRÍ erlendis á
næsta ári verða landskeppni í
Edinborg 12. og 13. júlí. Karlaliðið
keppir við Skota, íra og Kýpurbúa
en konurnar við Skota, íra og ísra-
ela. Hér er einnig um fullkomna
landskeppni að ræða þ.e. tveir
keppendur í grein frá hverju landi.
Stjórn Frjálsíþróttasambands
Islands er skipuð eftirfarandi
mönnum: Guðni Halldórsson for-
maður, Magnús Jakobsson, Sveinn
Sigmundsson, Hafsteinn Þorvalds-
son og Birgir Guðjónsson.
NT-mynd-Róbert.
■ Þjúövcrji ræöst á Pál Olafsson og bítur hann í bakiö. Páll ansar cngn og scndir frábæra scndingu á Þorgils Óttar.
Handknattleikslandslið íslands og Spánar mætast um helgina:
„Kominn tími til að sigra“
Austurríki. Þá sigraði íslenska lið-
ið nteð 21 marki gegn 17. Það er
því orðið tímabært að leggja
spánska handknattleikslandsliðið
að velli og frekar tvisvar en einu
sinni. Til að svo megi verða er
nauðsynlegt aó almenningur fjöl-
inenni á leikina um helgina og
hvetji landann því eins og allir vita
getur góður stuðningur slegið
spánska gjörsamlega útaf lagi.
20 stykkja snyrtivörusett frá
Miss Mary of Sweden; 8 augnskuggar,
4 kinnalitir, 4 varalitir, augnháralitur,
kinnalitapensill, varalitapensill og
augnskuggapensill.
GRATTAN-VÖRULISTAUMBOnif)
Pósthólf 205 - 222 Hafnarfjöröur. Sími 91-651100.
Til afgreiðslu strax. Pöntunarsími 91-651100.
Bæði landsliðin hafa sterkum leikmönnum á að skipa:
Stórvaxnir Spánverjar
Víkingum fyrr í vetur. Sem sagt,
gott lið.
Að undanförnu hafa Spánverjar
aðallega Ieikið 6-0 vörn enda með
hávaxið lið og er það vörn sem ís-
lenska liðið hefur oft átt í erfiðleik-
urn með. Nú er hins vegar nýr
þjálfari tekinn við hjá þeim
spænsku og sá hefur yfirleitt látið
spila 3-2-1. Hvernig Spánverjar
leika er því erfitt um að spá.
íslenska liðið hefur æft tvisvar á
dag í þessari viku undir stjórn
landsliðsþjálfarans Bogdan Kow-
alczyks og eftir góða frammistöðu,
eða öllu heldur frábæra frammi-
stöðu. um síðustu helgi vonast
sjálfsagt llestir eftir að minnsta
kosti einum sigri á Spánverjum.
Það skal þó tekið fram að Spán-
verjar eru ekki lengur aðeins
skeinuhættir í íþróttinni heldur
með lið sem er hærra skrifað í
handboltaheiminum en okkar lið.
Það þarf því að troðfylla Höllina í
kvöld og Digranesið á sunnudags-
kvöld og hvetja landann til sigurs .
Þá getur allt skeð.
Leiðrétting
■ í gær var f blaðinu grein um
verðandi Miðbæjarhlaup sem
frjálsíþróttadeild K.R. og áhuga-
mannalelög um gamla miðbæinn
gangast fyrir í sameiningu. Þar
misritaðist ein annars ágæt setning.
Rétt er hún svona - Keppt verður
um 4 farandbikara í karla- og
kvennaflokki sem Tískuverslunin
Assa við Hlemmtorg gefur.
■ íslenska landsliðið í hand-
knattleik sem lcikur gegn Spán-
verjumnúumhelginaer aðmestu
leyti skipað sömu mönnum er unnu
það afrek að lcggja V-Þjóðverja
tvívegis af velli um síðustu helgi.
1 markinu mun standa Einar
Þorvarðarson sem átti stórgóða
leiki gegn Þjóðvcrjum. Bjarni
Guðmundsson og Guðmundur
Guðmundsson verða í hornunum
og Þorgils Óttar Mathiesen, sá l'rá-
bæri línumaður, verður á sínum
stað í uppstillingunni. Stórskyttan
Alferð Gíslason mun ekki geta
leikið um helgina vegna anna með
liði sínu Essen í Þýskalandi en bú-
ist er við að Atli Hilmarsson verði
með í fyrri leiknum og Kristján
Arason leiki síðari leikinn. Reynd-
ar á Kristján við smávægileg bak-
meiðsli að stríða en verður von-
andi góður fyrir leikinn á sunnu-
daginn.
Sigurður Gunnarsson og Páll
Ólafsson eru báðir í stórgóðu leik-
formi þessa dagana og munu báðir
hrella Spanjóla um helgina. Farið
gæti svo að Páll léki hægra megin í
sókninni í kvöld í stað Kristjáns
Arasonar og Sigurður tæki að sér
leikstjórnina enda kunnugur þeim
spænsku.
Spánverjar mæta hér með stór-
vaxið lið og má þar nefna línu-
manninn Ajime Puig sem er rúm-
lega tveir metrar á hæð og skyttuna
sterku frá Barcelónu Juan Pedro
Ortis sem mælist einnig rúmir tveir
metrar í uppréttri stöðu. Aðrir
frægir eru Juan de la Puente, sem
leikið hefur 110 landsleiki, Juan
Melo, sent leikið hefur 100 lands-
leiki og er í geysigóðu formi á
Spáni um þessar mundir og 'síðast
en ekki síst Jualian Ruiz, horna-
ntaðurinn snjalli sem sýndi frábæra
takta nteð liði Teka sem lék gegn
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------?----------------------------------------------------------------
Sendið mér □ lyiiss Mary of I
Sweden snyrtivörusett, á kr. 1.250.-
settið + póstburðargjald.
HEtMIUSFANö
"I
I
-■
.J
PÓSTSTÖU
I
n
■ „Við eruni ckki húnir að viiina
spánska liöiö í mörg ár og koiiiinn
er tími til aö brcyting veröi á uni
helgina‘% sagði Einar Þorvaröar-
son, markvöröur íslenska lands-
liðsins í handknattleik og spánska
liösins Tres de Mayo, en hann og
samherji hans hjá Tres de Mayo,
Sigurður Gunnarsson, telja
spánska handknattlcikslandsliðið
standa vestur-þýska liðinu, sem lék
hcr á landi um síðustu helgi, síst að
baki í íþróttinni.
Ísland-Spánn
■ „Spánska liöið er sterkt og
að flestu leyti mun „teknískara"
en þýska liðið sem lék hér um
síðustu helgi," sagði Sigurður
Gunnarsson, leikmaður Tres de
Mayo en mikið mun sjálfsagt
mæða á honum í landsleikjum
við Spánverja nú um helgina.
Fyrri leikurinn er í kvöld í
Laugardalshöllinni og hefst
hann kl. 20.00. Sala aðgöngu-
miða hefst kl. 17.00 og greiöa
má miðana með kreditkorti.
Síðari leikurinn veröur svo í
íþróttahúsinu, Digranesi í
Kópavogi á sunnudagskvöld og
hefst viðureignin kl. 20.00.
Já, Spánverjar eru komnir á
klakann og leika tvo landsleiki hér
um helgina. Sá fyrri er í kvöld í
Laugardalshöllinni og hefst kl.
20.00. Annar leikurinn verður svo
,á sunnudag í Digranesi í Kópavogi
og hefst hann einnig kl. 20.00.
Síðast lék íslenska landsliðið
gegn Spánverjum rétt fyrir Ólym-
píuleikana í Los Angeles 1984. Þá
voru teknir tveir leikir á Spáni og
töpuðust báðir, sá fyrri 20-14 og sá
síöari 21-14. Þjóðirnar hafa leikið
þrettán sinnum alls, í sex skipti
höfum við sigrað en í hin sjö skipt-
in hafa Spanjólarhaft betur. Þaðer
athyglisvert að aldrei hafi liðin skil-
iö jöfn. Spánverjar hafa einnig
vinninginn í ntarkskoruninni, eru
mcð 258 mörk úr þessum þrettán
viðureignum en landinn hefur
skorað tíu mörkum færra.
Síðasti sigur okkará Spánverjum
varð að veruleika árið 1977 í B-
heimsmeistarakeppninni í Linz í
Ungverjar unnu
■ Ungverjar sigruðu Alsírbúa í
æfingaleik í knattspyrnu sem fram
fór í Mexíkó í gær. Leikurinn end-
aði 3-1. Afríkubúarnir voru ckki á
sínum bestu nótum í leiknum enda
lcikið við celsíusgráður nálægt
núlli. Zoltan skoraði fyrst fyrir
Ungverja og Kovacs bætti tveimur
viö áður en Madane skoraði fyrir
Alsírbúa.
Ungverjar voru mun betri í
leiknum en sýndu þó enga snilldar-
takta. Þjálfari þeirra Mazsey var
ekki of ánægður með frammi-
stöðuna en taldi leikinn góða æf-
ingu.
Loftur æfir með KR
■ Loftur Ólafsson, mið-
vörðurinn sterki úr Þrótti,
hefur að undanförnu æft
stíft með KR-ingum og svo
gæti farið að hann léki með
Vesturbæjarliðinu á næsta
ári. Yrði það mikill liðstyrk-
ur.