NT - 13.12.1985, Blaðsíða 8
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Rilstj.: Helgi Pétursson
Rítstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund
Framkvstj.: Guömundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason
Innblaösstj.: Oddur Ólafsson
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavik.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300. ritstjórn
686392 og 686495, tækmdeild 686538.
rai
íW
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr.
r
Hjálpum afghönsku
flóttafólki
■ Nýkomnir eru heim fulltrúar frá Hjálparstofnun
kirkjunnar sem fóru til Pakistan til að kynna sér ástand í
flóttamannabúðum Afghana er flúið hafa land.
Hjálparstofnun hefur ákveðið að hefja aðstoð við
flóttafólkið og mun m.a. hin árlega söfnun „Brauð
handa hungruðum heimi“ vera tileinkuð þessu verkefni.
Veruleg þörf er fyrir aðstoð handa flóttafólkinu og ljóst
að íslendingar geta orðið að liði ekki síður en aðrar
þjóðir. Samtakamáttur okkar hefur reynst mikill í verk-
efnum sem þessum og hlutur okkar svo stór að eftir
framlagi íslendinga hefur verið tekið á alþjóðavett-
vangi. Ekki er langt síðan miðað við sögu þjóðar að ís-
lendingar liðu skort. Við höfum hins vegar blessunar-
lega verið laus við ófrið og styrjaldir í svipuðum mæli og
fréttir berast af utan úr heimi. Nú erum við aflögufær og
munar lítið um að setja lítið framlag hvert og eitt í söfn-
unarbauka Hjálparstofnunarinnar.
Vissulega er víða þörf á aðstoð og í sumum tilfellum
gleymum við að aðstoðar er þörf hjá ýmsum heimilum
hér á landi, en við verðum líka að muna að við búum
ekki ein í þessum heimi og að við verðum að líta til
þeirra staða þar sem örbirgðin og hörmungarnar eru
mestar.
Afghanskir skæruliðar hafa átt í stríði við sovéska inn-
rásarliðið í langan tíma og sífellt fjölgar þeim fjölskyld-
um sem yfirgefa heimili sín og flýja land.
í viðtali við Gunnlaug Stefánsson fulltrúa Hjálpar-
stofnunarinnar í NT í gær kom fram að ástandið í flótta-
mannabúðunum er mjög slæmt, en flóttamennirnir hafa
líka áhyggjur af því hve litlar fréttir af stríðsátökunum
berast til umheimsins. Gunnlaugur sagði m.a. „Afghan-
arnir sem flúið hafa undan stríðinu yfir til nágrannaland-
anna hafa miklar áhyggjur af því að heimurinn sé að
gleyma þessu stríði og um leið og það gerist minnkar sú
aðstoð sem veitt hefur verið. Hörmungunum hefur þó
ekki linnt. Hernaðarátökin hafa magnast á þessu ári ef
eitthvað er og nú er talið að heildarfjöldi þess fólks sem
flúið hefur Afghanistan sé að nálgast fjórar milljónir.
Flóttafólki fjölgar stöðugt eftir því sem stríðið dregst á
langinn en nú eru að verða sex ár síðan sovéskur her hélt
inn í Afghanistan. Pað var sérstaklega átakanlegt að
heyra hversu stríðið hefur komið niður á saklausum
börnum landsins... Það er því miður oftast svo að þegar
mennirnir deila þá eru það ekki síst börnin sem líða“.
Söfnun Hjálparstofnunarinnar fer nú fram á jólaföst-
unni að venju og munu íslendingar eflaust bregðast vel
við henni að venju.
Þörf er á bjartsýni
■ í kjölfar Hafskipsmálsins hefur verið bent á erfið-
leika sem eiga sér stað í rekstri ýmissa fyrirtækja. Þing-
maðurinn Ólafur Ragnar Grímsson leyfði sér að fullyrða
um þessa erfiðleika og tiltók m.a. fyrirtæki sem væru í
biðsal dauðans eins og þingmaðurinn komst svo smekk-
lega að orði um. Þetta er varasöm umræða og leiðir ekki
til góðs. Atvinnulífið þarfnast þess að fyrirtækin standi
traustum fótum og eðlilega er rekstur þeirra misjafn.
Þegar verst árar leita þau til peningastofnana um fyrir-
greiðslu með það að markmiði að geta haldið starfsemi
sinni áfram og þar með veitt bæði þjónustu og atvinnu.
Fullyrðingar í þingsölum um fyrirsjáanleg gjaldþrot
koma engum að gagni og ef þingmenn reikna með því að
vera teknir alvarlega þá hafa orð þeirra áhrif. í svartasta
skammdeginu hættir mönnum til að láta neikvæð áhrif
móta hugarfar sitt.
Þeir efnahagserfiðleikar sem steðja að þjóðinni verða
ekki leystir með svartsýnisrausi. Þörf er á jákvæðu við-
horfi til mála og að ráðamenn telji kjark í þjóðina.
ÍTF p Föstudagur 13. desember 1985 8
ui f tíma og ótíma
■ Paðerkannskiekkertvitíþví'
að vera að hugsa um jólasveininn
mitt í allri umræðu um gjald-
þrotamál, erlendar skuldir og
meint sukk. En sem betur fer
halda börnin manni við jörðina
og þess vegna fórum við og sáum
kvikmyndina Jólasveinninn í
Háskólabíói á dögunum.
Fyrir hvern er myndin?
Ég les yfirleitt kvikmynda-
gagnrýni og fór því með hálfum
huga að sjá myndina, enda hafði
hún ekki fengið sérlega góða
dóma hjá kvikmyndagagnrýn-
endum. Peir höfðu fullyrt, að
handritið væri ekki gott, leikur-
inn slæmur og kvikmyndataka á
stundum afleit, einn afgreiddi
meira að segja myndina með því
að kalla hana einn langan geispa.
Gagnrýnendurnir sem ég fór
með í bíó, þrír borgarar á aldrin-
um sex til átta ára, voru hins veg-
ar hrifnir. Ég hef ekki heyrt talað
um lélegt handrit, fumkenndan
leik eða tökuvinkla, sem hefðu
mátt vera öðru vísi og svo mikið
er víst, að enginn úr þessum hópi
gagnrýnenda geispaði á meðan á
sýningu stóð.
Það ætti að vera frumskylda
kvikmyndagagnrýnenda að setja
sig í spor þeirra sem mynd eins og
þessi á að höfða til.
Fátæklegur jólasveinn
Ég get hinsvegar fallist á það
sjónarmið, sem trúlega hefurdul-
ist á bak við óánægju fullorðinna
kvikmyndagagnrýnenda, að jóla-
sveinninn, sem er aðalpersóna
kvikmyndarinnar, er heldur fá-
tæklegur persónuleiki. Líf hans
er einnig sneytt leyndardómum.
Hann býr á Norðurpólnum, bíð-
ur þess, að jólin komi á ný, en
stjórnar leikfangaverksmiðju á
meðan. Loks dreifir hann jóla-
gjöfum til barna, aðallega í New
York, og notar til þess fljúgandi
hreindýrasleða.
Og svo Itlær hann: Hó, hó, hó!
Erfitt jólasveinauppeldi
Við sungum jólasveinalög í
bílnum á leiðinni heim og þá kom
í ljós hvað það er sérkennilegt, að
vera frá íslandi og eiga eigin jóla-
sveina. Ogþá mikluskemmtilegri
en þennan, sem við höfðum verið
að horfa á, alla vega eru þeir ís-
lensku mun sérkennilegri í hátt-
um og leyndardómsfyllri.
Hjá yngri börnum þessa lands
hljóta að koma upp einkenni
jólasveinageðklofa þessar vikur
fyrir jól. Hverjum á að trúa, -
jólasveininum á fljúgandi
hreindýrasleðanum, eða þessum
sem koma einn og átta ofan af
fjöllunum og eru synir Grýlu og
Leppalúða? Og hvaða jólasveinn
er það, sem gefur gott í skóinn?
islensk jólasveinamenning
En fullorðnir í hópnum ræddu
hugmynd sem fram kom: Hvers
vegna hefur íslensk jólasveina-
menning ekki verið kvikmynduð
fyrir löngu?
í stað þess að sitja og horfa á
amerískan jólasvein, fremur inni-
haldslausan persónuleika á fljúg-
andi hreindýrasleða, hefðum við
miklu heldur viljað sjá hressilega
íslenska jólasveina koma einn og
átta ofan af fjöllunum. Við hefð-
um viljað sjá þá fara að hátta í
fyrrakvöld og finna Jón á Völlun-
urn og kynnast sérkennum þeirra
nánar, sjá Hurðaskelli,
Kjötkrók, Stúf og þá alla í eigin
persónu. Það hefði heldur ekki
verið amalegt að berja Grýlu aug-
um og Leppalúða og svo Jóla-
köttinn. Hefði það ekki verið
stórkostlegt að heyra dýrin tala
saman í fjósinu á jólanótt og svo
allt huldufólkið flytja sig um set á
nýársnótt. Þetta hefði verið al-
mennileg jólamynd!
Arðbær fjárfesting
Við töluðum um það, að nú
ætti að verja hluta af því fé, sem
ætlað er til nýsköpunar í eina
stórkostlega arðbæra fjárfest-
ingu: Kvikmynd um íslenska
jólasveinamenningu fyrir al-
þjóðamarkað!
Ég treysti íslenskum kvik-
myndagerðarmönnum fullkom-
lega til þess að gera sígilda jóla-
mynd fyrir alla heimsbyggðina úr
þeim efnivið, sem íslensk jóla-
sveinamenning er. Það þyrfti í
raun hæfileika til þess að klúðra
slíkri mynd. Munum, að ameríski
jólasveinninn er látinn eiga heima
á Norðurpólnum eða á ís-
landi, hvort eð er, ntenn vilja
tengja hann landinu. Hvers
vegna ekki að upplýsa heims-
byggðina um raunverulega jóla-
sveina og íslenska þjóðtrú um
jólakött, huldufólk sem býr í
klettunum og húsdýrin sem tala á
jólanótt? Þetta er almennilegur
efniviður og um leið svo gífurleg
landkynning, að um það þarf ekki
að hafa mörg orð. Ferðamanna-
iðnaður er einn fárra vaxta-
brodda í íslensku atvinnulífi og
hann á að fá í gegnum kvikmynd
um íslenska jólasveinamenningu,
sinn skerf af fjárframlögum til ný-
sköpunar. Nýsköpun er ekki bara
fiskeldi.
Hugmyndinni er hér með kom-
ið á framfæri.
Helgi Pétursson