NT - 13.12.1985, Blaðsíða 5

NT - 13.12.1985, Blaðsíða 5
r (17 Föstudagur 13. desember 1985 5 L 1 Frettir Uppstokkun bankakerfisins: Bönkum f ækkað og kerfið einfaldað Starfshópur um hagræðingu í bankakerf inu bendir á tvær leiðir ■ Kjarninn í niöurstöðu starfs- hóps um hagræðingu og einföldun í bankakerfinu, sem viðskiptaráð- herra skipaði í fyrrasumar, er að annarsvegar komi til greina að sameina Útvegsbankann og Bún- aðarbankann, en hinsvegar að stofna hlutafélagsbanka sent Út- vegsbanki, íðnaðarbanki og Versl- unarbanki stæðu að ásamt fleiri bönkum og sparisjóðum. Samtímis því þarf svo að efla tengsl Lands- bankans og Búnaðarbankans. Þannig yrðu tvær sterkar banka- stofnanir starfandi í landinu. Það var24. ágúst 1984 að Matthí- as Á. Mathiesen , þáverandi við- skiptaráðherra, fól þeim Gylfa Þ. Gíslasyni, Birni Líndal og Sigur- geir Jónssyni að kanna möguleika á bættu skipulagi og rekstri við- skiptabanka með fækkun þeirra og sameiningu, ásamt færslu viðskipta og útibúa milli banka. í byrjun þessarar viku fékk Matthías Bjarnason, núverandi viðskiptaráðherra, álitsgerð þessa starfshóps, og upplýsti hann þing- heim um niðurstöður hans í Haf- skipsumræðunni sl. þriðjudag. Fækkun banka „Við teljum mjög æskilegt, að skipulag og rekstur viðskiptabanka í landinu sé bætt með fækkun þeirra og sameiningu, ásamt því að viðskipti og útibú séu færð milli banka,“ segir orðrétt í álitsgerð- inni. Þá er bent á að þó allir séu sam- mála um að rétt sé að fækka bönkunum, þá sé vitað að mjög skiptar skoðanir séu innan stjórn- málaflokkanna um hvernig að því skuli staðið, því hafi hópurinn ákveðið að velta upp fleiri en ein- um möguleika, síðan sé það stjórn- valda að taka afstöðu til þeirra. Einn er sá hluti bankakerfisins, sem hópurinn sér ekki ástæðu til að hrófla við, en það er bankakerfi Samvinnufélaganna, Samvinnu- bankinn og innlánsdeildir kaupfé- laganna. Staða Útvegsbankans Útvegsbankinn hefur lengi átt í vök að verjast þó sjaldan einsog nú í kjölfar gjaldþrots Hafskips. Er talið að bankinn muni tapa unt 400 milljónum króna á viðskiptum sín- um við Hafskip, sumir telja þessa upphæð þó vægt reiknaða. Eigin- fjárstaða bankans var í ágúst sl. á sjötta hundrað milljónir. Telur hópurinn að til einhverra ráðstaf- ana verði að grípa strax vegna þessa. Segja þeir að það sé ljóst að staða Útvegsbankans hljóti að breytast nema til komi verulegt framlag úr ríkissjóði. Verði ekki af slíku framlagi telja þeir nauðsyn- legt, að ríkið gangist fyrir því að sameina Útvegsbankann öðrum banka til að tryggja hag við- skiptamanna bankans. Sameining Útvegsbankans og annarra banka getur orðið með tvennuni hætti og telur hópurinn að framtíðarskipan bankakerfis- ins muni ráðast af því hvor kostur- inn verði tekinn. Búnaðarbanki plús Útvegsbanki Annar möguleikinn er að sam- eina Búnaðarbankann og Útvegs- bankann og að Landsbankinn starfi áfram með óbreyttum hætti. Með þeim hætti er hægt að sameina ýmsa afgreiðslustaði bankanna, t.d. aðalbankana í Austurstræti og jafnframt verður hægt að fækka starfsfólki verulega. Þá má sant- eina stoðdeildir og jafna dreifingu útlána. Þó ekki sé hægt að leggja tölu- legt mat á eiginfjárstöðu slíks banka vegna óvissu um stöðu Út- vegsbankans, telur hópurinn þó líklegt, að hann fullnægði kröfum nýju bankalaganna, sem taka gildi upp úr áramótum, um hlutfall eig- infjár af niðurstöðutölum efna- hagsreiknings. Þá <;r bent á að lausafjárstöðuna gætu bankarnir bætt með því að selja hluta af eigum sínum eftir sameininguna, t.d. þá afgreiðslu- staði sem lagðir yrðu niður. Nýr hlutafélagsbanki Seinni möguleikinn er að stofna nýjan hlutafélagsbanka með sam- einingu Útvegsbankans, Iðnaðar- bankans og Verslunarbankans, auk sparisjóða og annarra smærri banka, stórra fyrirstækja og ein- staklinga. Samtímis því yrðu svo tengsl Búnaðarbanka og Landsbanka efld. Með stofnun hlutafélagsbank- ans mætti fækka afgreiðslustöðum og auk þess sköpuðust ýmis skil- yrði til aukinnar hagræðingar án þess að þjónusta minnkaði. Telur hópurinn að hlutafé bankans þyrfti að vera um 800 milljónir króna. Ýmsir kostir við stofnun slíks banka eru tíndir til í álitsgerðinni. t.d. að bankarnir og sparisjóðirnir standi frammi fyrir dýrri uppbygg- ingu gjaldeyrisþjónustu og tölvu- væðingu. Er mun ódýrara að vinna að þessu í sameiningu en að liver sé að gera þetta fyrir sig. Þá er hægt að færa höfuðstöðvar bankanna þriggja sem allar eru í miðbænum í Reykjavík undir eitt þak og taka hin húsin til annarra nota. Spari- sjóðirnir munu græða þjónustu á þessu og mörg útibú verður hægt að sameina. Telur hópurinn að ríkisvaldið ætti að efna til könnunar á hvort eigendur einkabankanna séu til- búnir til slíkrar sameiningar. Búnaðarlandsbankinn Með því að auka samvinnu Bún- aðarbankans og Landsbankans er hægt að koma við hagræðingu. Sér- fræði- og stoðdeildir bankanna hafa þanist út að undanförnu og ekki er séð fyrir þá útþenslu. Mjög óhagkvæmt er að halda uppi tveim fullkomnum kerfum á þessu sviði og mætti sameina þau í einu full- komnu kerfi. Hægt verður að sameina af- greiðslur bankanna í miðbænum í afgreiðslu Landsbankans og hús- næði Búnaðarbankans mætti taka undir gjaldeyrisviðskipti. Þá er hægt að fækka útibúum og í fram- haldi af þessu starfsfólki og losa húsnæði. Eitt bankaráð sæi unt sameigin- lega stjórn bankanna. en hvor banki héldi þó áfram eigin starf- semi. Yrði staða bankanna mjög ■ Ólafur Ragnar Grímsson flutti mikla ræðu um Hafskipsmálið á Al- þingi í gær 10. des. og hafa fjölmiðl- ar gert rækilega grein fyrir henni. Ólafur Ragnar talaði um Hafskips- málið sern mikið hneyksli og ekki ætla ég að tjá mig um það. Það situr hins vegar ekki á mönnum að tala um hneyksli sent gerast sekir um jafnmikið siðleysi og Ólafur Ragnar í ræðu sinni. Hvaða innlegg var það í umræðu um Hafskipsmálið að nafngreina til- tekin fyrirtæki á íslandi og fullyrða að þau riði til falls? Hvaða réttlæt- ingu getur Ólafur Ragnar haft fyrir því að nota þinghelgi sína til að veit- ast þannig, algerlega órökstutt, að þessum fyrirtækjum með rógburð sem aðrir en þingmenn yrðu látnir svara til sakar fyrir? Finnst öðrumþingmönnumekk- ert athugavert við það að á Alþingi sé því slegið fram algerlega út í blá- inn að ákveðin nafngreind fyrirtæki séu að verða gjaldþrota? Gera menn sér enga grein fyrir þeim afleiðing- um sem þetta getur haft fyrir við- komandi fyrirtæki? Olís er eitt þeirra fyrirtækja sem Ólafur Ragnar vildi þannig koma feigð yfir hvað arðar króna ntiðað við árslok 1984 og gæti slík stofnun notið mikils trausts erlendis að niati hópsins. Þá er bent á að slík stofnun gæti veitt erlendum bönkum öfluga samkeppni í gjaldeyrisviðskiptum hér á landi, en viðbúiö er að slík samkeppni aukist mjög á næstu árum. svo sem honunt hefur gengið til með því. Ég ætla ekki að tilfæra tölur en bendi á að OLÍS er eitt af sterkari fyrirtækjum þessa lands og á sann- anlega eignir langt untfram skuldir. Og það þótt aðeins væri tiltekið það sem félagið á f olíu og vörubirgðum og útistandandi kröfum. Vissulega hefur það valdið erfiðleikum hve erfitt hefur verið að innheimta úti- standandi kröfur og á það fyrst og fremst við um útgerð og fiskvinnslu. Og það beinir huganum að því sem verðugra væri að alþingismenn ræddu af alvöru og ábyrgð en að rægja ákveðin fyrirtæki að tilefnis- lausu og órökstutt. Tók einhver eftir örstuttri frétt í sjónvarpinu á eftir öllu Hafskips- umstanginu um að fiskvinnslan og frystingin er nú rekin með stórkost- legu tapi. Ef menn eru ekki búnir að gleyma því að við lifum á útgerð og fiskvinnslu í þessu landi þá held ég að þar sé um að ræða fyrirtæki sem alþingismenn og aðrir eigi að hafa áhyggjur af og ræða hvernig bæta megi rekstrargrundvöll þeirra þann- ig að þau geti skilað hagnaði og greitt skuldir sínar. Það væri a.m.k. að byrja á réttum enda. sterk. Eigið fé þeirra yrði 1,8 millj- ■ Mun einföldun bankakcrfisins verða til þess að í framtíðinni þurfi ein- staklingurinn ekki að eyða jafn stórum hluta ævinnar við að bcrjast í bönkum? NT-mynd: Sverrir Siðlaust tal á Alþingi Athugasemd frá Þórði Ásgeirssyni, forstjóra OLÍS allt í einu númeri 21400 gefur samband við allar deildir kl. 9 — 18 Flokkur mannsins: Stofnuðu flokk á írlandi ■ Tveir írar eru nú staddir hcr á landi á vegum Flokks mannsins til að kynna sér flokksstarfsemina, en fyrir tilstuðlan nokkurra félaga úr Flokki mannsins var stofnaður Manngildisflokkur - Humanist Party á írlandi um miðjan síðasta mánuð, með 135 stofnfélögum í verkalýðshöllinni, Liberty Hall í Dublin „Patrick Caroll og Philip Kelly eins og írarnir heita liafa kynnt sér tlokksstarfsemina hjá okkur síðan þeir kornu sl. fimmtudag og líkar vcl.“ sagði Áshildur Jónsdóttir, formaður almenningstengsla hjá Flokki mannsins. „Þeir fóru t.d. með okkur til Vestmannaeyja og ræddu við fólkið þar héldu t’undi og námskeið um flokkinn þar og munu einnig gera það í Reykjavík, Einnig hcldu þeir fyrirlestur í Há- skólanum undir yfirskriftinni: „Cctur manngiklisstefnan brúað bilið á milli kaþólskra og mótmæl- enda á Irlandi?." sagði Áshildur að lokum. appelsínu marmelaói á brauðið BIBLIAN stærri og minni útgáfa, vandaö, fjölbreytt band, — skinn og balacron — — f jórir litir — Sálmabókin i vönduðu, svörtu skinnbandi og ódýru balacron-bandi. Fást i bókaverslunum og hjá knstilegu félogunum. HIÐÍSL. BIBLIcFÉLAG tfMiöbranöSstofu Hallgrimskirkja Reykjavik simi 17805 opið3-5e.h. )

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.