NT - 13.12.1985, Blaðsíða 15

NT - 13.12.1985, Blaðsíða 15
Föstudagur 13. desember 1985 15 i Danskennarasambandið heldur dansleik í Tónabæ Ungt danskt meistara- danspar sýnir Dansleikur verður í Tónabæ á laugardagskvöld á vegum Dans- kennarasambands íslands. Þar kemur fram ungt danskt danspar, sem eru margfaldir meistarar í ár. Þau eru Danmerkurmeistarar í suðuramerískum dönsum og sömuleiðis í rock and roll og til fleiri verðlauna hafa þau unnið. Nú síðast komu þau fram á stórri blómasýningu í Danmörku, þar sem þau komu fram á hverjum degi í 10 daga með sýningarprógramm sem þau verða svo með hér. Aldur- inn er ekki hár hjá dansparinu, því daman er 11 ára og herrann 14! Danska dansparið dansar þarna á laugardagskvöldið í Tónabæ, en svo eru þau fyrst og fremst að koma til að dansa á Jólagleði Dansskóla Hermanns Ragnars, sem verður allan sunnudaginn 15. des. á Broadway. Jólaævintýri L.A. Lcikfélag Akureyrar sýnir á sunnudag kl. 16.00 í síðsta sinn fyrir jól söngleikinn Jólaævintýri ■ Ýmislegt gerist á bak við tjöldin. Hér er Erla B. Skúladóttir að hjúkra Páli Finnssyni, sem eitthvað hefur meitt sig. Björg Baldvinsdóttir horfir á mcð sam- úðarsvip. eftir sögunni á Christmas Carol eftir Dickens. Árni Tryggvason fer á kostum í gervi nirfilsins Scrooges, en fjöldi leikara, barna og tónlistarmanna flytja jólin í bæinn með sýningu þessari sem hlotið hefur einróma lof gagnrýn- enda. Leikstjóri var María Krist- jánsdóttir, en hljómsveitarstjóri er Roar Kvam. Sala er þegar haf- in á sýningar milli jóla og nýárs. Aðventukvöld 20 ára vígsluafmæli Háteigskirkju ■ Á aðventukvöldi 15. des. (sunnud.) kl. 20.30 verður minnst 20 ára vígsluafmælis Háteigs- kirkju. Dr. Theol. Sigurbjörn Einars- son biskup flytur ávarp. Skólakór Álftamýrarskóla syngur undir stjórn Hannesar Baldurssonar ásamt kirkjukór Háteigskirkju undir stjórn dr. Orthulf Prunner. Kór Háteigskirkju gefur nú út hljómplötu sem heitir Gloria in Excelsis Deo. Þar eru sálmar eftir J.S. Bach, sungnir á íslensku sem tilheyra aðventu- og jólum. Hljómplatan verður til sölu í ís- tóni, Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og Háteigskirkju. Tónleikar Kórs Keflavíkurkirkju: Israelsför kórs- ins um jólin Sunnud. 15. des. mun Kór Keflavíkurkirkju halda tónleika í Keflavíkurkirkju og hefjast þcir kl. 17.00. Ákveðið hefur verið að kórinn haldið til ísraels 18. des og mun dvelja þar frani að áramótum, en fer síðan til London. Kórinn mun m.a. syngja við fæðingarkirkjuna í Betlehem á að- fangadagskvöld og í Þjóðleikhús- inu í Jerúsalem á jóladagog víðar. Tónleikarnir á sunnudaginn eru haldnir til styrktar ferðinni. Ein- söngvarar með kórnum verða þau Ragnheiður Guðmundsdóttir Sverrir Guðmundsson og Steinn Erlingsson. Undirleikari er Gróa Hreinsdóttir. Stjórnandi er Sigur- óli Geirsson. ■ Álafosskórinn. inguna og er það húsmet þar. Ekki verður hægt að framlengja sýning- una, þar sem allar myndirnar eru í einkaeign og þeim verður skilað fyrir jól. Valtýr Pétursson, listmálari og myndlistargagnrýnandi, flytur á laugardag 14. des. kl. 17.00 erindi um Kjarval. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Jólavaka Fríkirkjunnar ■ Jólavaka Fríkirkjunnar í Reykjavík verður sunnud. 15. des. kl. 17.00. Pavel Smíd, Fríkirkjuorganisti, , leikur einleik á orgel, sr. Gunnar Björnsson flytur ávarp og Frí- kirkjukórinn syngur. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona les upp, Guðrún Helgadóttir alþingism. flytur ræðu og „Jólabjöllurnar“, kór starfsmanna á Keflavíkurflug- velli, syngja jólalög. Loks verður kertaljósahátíð, þar sem hver tendrar sitt eigið kerti en Fríkirkjukórinn flytur „Slá þú hjartans hörpustrengi" eftir J.S. Bach. Loks verður almennur söngur. Öðruvísi gallerí: Verkstæði V ■ Verkstæði V er gallerí og verk- stæði í senn, þar sem fimm þráð- listamenn vinna og sýna: Elísabet Þorsteinsdóttir vefur, Guðrún Jónsdóttir Kolbeins vefur, Herdís Tómasdóttir vefur og þrykkir, Jóna S. Jónsdóttir þrykkir og Þur- íður Dan Jónsdóttir þrykkir. Á verkstæðinu eru til sýnis og sölu myndverk úr ýmsum efnum t.d. hör (skuggsvefur), ull, silki, handspunnu hrosshári, bómull áþrykkt eða ofin. Einnig þrykkt gluggatjöld og ofnar gólfmottur, smáhlutir, fatnaður o.fl. Verk- stæðið er opið alla virka daga kl. 10.00-18.00 og á laugardögum kl. 10.00-16.00. Verkstæðið V er að Þingholts- stræti 28, við hliðina á Næpunni - móti lessal Borgarbókasafns Reykjavíkur. Orgeltónleikar í Dómkirkjunni ■ Ann Toril Lindstad organleik- ari, heldur orgeltónleika í Dóm- kirkjunni sunnud. 15. des kl. 17.00. Ann Toril Lindstad er norsk að uppruna og hefur að baki 6 ára nám við tónlistarháskólann í Oslo. Hún lauk kandidatsprófi í kirkju- tónlist 1983, og „diplom"-prófi í orgelleik 1985. Kennarar hennar voru m.a. Björn Boysen og Gott- hard Arnér. Hún leggur nú stund á nám í túlkun barokktónlistar hjá Jacques van Oortmerssen, sem er lektor við Sweilinck Conservatori- um í Amsterdam. Gallerí Langbrók Textíll. Sýning á skartgripum og höfuðfötum ■ Gallerí Langbrók Textíll opn- arsölusýning laugardaginn 14. des. kl. 14.00 á skartgripum og höfuð- fötum í nýjum sýningarsal í hjarta borgarinnar, að Bókhlöðustíg 2. Skartgripirnir eru afar nýstárlegir og unnir í óvenjuleg efni. Opnun- artími: 12.00-18.00 virka daga, laugard. 14. des. 14.00-18.00 .sunnud. á sama tfma, og laugard. 21. des kl. 10.00-22.00. Álafosskórinn heldur basar ■ Á morgun, laugard. 14. des. heldur Álafosskórinn basar á Lækjartorgi í Reykjavík og hefst hann kl. 11.00. Þar verða á boð- stólum gómsætar heimabakaðar kökur og mikið magn af góðum og ódýrum ullarvörum og öðrum munum sem henta vel til jólagjafa. Kl. 11.30 mun kórinn taka lagið á torginu. Sama dag kl. 14.00 verður kór- inn viðstaddur þegar tendruð verða ljós á jólatrénu við Þverholt í Mosfellssveit. Um kvöldið heldur kórinn svo hátíðlegt 5 ára afmæli sitt í nýju félagsheimili Starfs- mannafélags Álafoss, Þrúðvangi. Þar munu menn gæða sér á jóla- glöggi og hangikjöti. Álafosskórinn hefur á þessum árum farið í 2 utanlandsferðir, til Finnlands og Sðg/étríkjanna. Næsta sumar hyggja kórfélagar enn til utanferðar, að|hessu sinni til Bandaríkjanna. Stjðrnandi Ála- fosskórsins er Páll Hfclgason.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.