NT - 13.12.1985, Blaðsíða 24

NT - 13.12.1985, Blaðsíða 24
 Við tökum við abendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495 Árásin á „Malagafangann11: Ríkissaksóknari leggur fram ákæru Stúlkan kærð fyrir manndrápstilraun ■ Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur stúlku sem stakk mann í kviðinn fyrir utan hús við Hverfisgötu í Reykjavík nú fyrr í vetur. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari sagöi í samtali við NT í gær að ákæran hljóð- aði upp á tilraun til manndráps, en til vara stórfelldar líkamsmeið- ingar. Bragi sagöi enn- fremur að Ijóst væri að lífi mannsins hefði veriö bjargað meö læknisaðgerð á sínum tíma. Maðurinn sem stunginn var, hefur oft verið nefnd- ur „Malagafanginn". Hann fannst liggjandi í blóði sínu á gangstéttinni fyrir utan húsið, cftir að hnífsstungan hafði átt sér stað. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Borgar- spítalans, |iar sem læknar björguðu lífi hans. Sama dag og ákæran var gefin út, var stúlkan úr- skuröuð í gæsluvarðhald fram til mánaðamóta janú- ar febrúar. Málið verður flutt í sakadómi Reykja- víkur í janúar. Þarf að borga fundarlaun? „Vestfjarðapakkinn“ vinsæll í Bretlandi - frá f réttaritara NT í London, David Keys ■ Hvílir skylda á einstakling- um að greiða fundarlaun? Mað- ur sem fann seðlaveski í Reykja- vík nú um daginn fékk ákveðið nei við þessari spurningu. Fullorðinn maður fann seðla- veski, sem innihélt skilríki, 2500 krónur í reiðufé og bankabók með 33.000 króna innistæðu. Samkvæmt skilríkjunum var ljóst að eigandi var Norðlend- ingur. Finnandi hafði upp á eig- anda, og vitjaði hann veskisins. Finnandi krafðist þess að fá 25 prósent af öllu verðmæti sem í veskinu var, í fundarlaun. Þetta tók eigandinn ekki í mál. Þeirra viðskipti enduðu á þann hátt að finnandi tók alla peninga sem í veskinu voru og taldi það vera réttmætan hlut sinn. Eigandi varð ósáttur við þessi málalok og kallaði til lögreglu. Finnandi varð að skila aftur þeim pening- um sem hann tók sér í fundar- laun. ■ Olíuverslun íslands er til sölu. Heimildir sem NT telur vera áreiðanlegar segja að meirihluti fyrirtækisins hafi ver- ið boðinn Olíufélaginu hf. til sölu nú um mánaðamótin. Þá mun samskonar tilboð hafa bor- ist Skeljungi síðastliðið sumar. Lausafjárstaða Olíuverslunar- 246. grein hegningarlaga frá 1940 segir. „Ef maður kastar eign sinni á fundna muni eða þá muni, sem án aðgerða hans eru komnir í vörslu hans, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að þremur árum.“ NT hafði samband við lög- regluna og spurðist fyrir um það hvernig þessum málum væri háttað. Páll Eiríksson aðstoðar- yfirlögregluþjónn varð fyrir svörum, og sagði hann að engar ákveðnar reglur væru um þetta atriði. „Oftast er þetta sam- komulagsatriði milli finnanda og eiganda.1' Páll benti þó á að nokkuð oft hefði verið farið eftir þeirri reglu að greiða einn þriðja af peningum og einn fimmta af öðrum verðmætum. Reglur um fundið fé er að finna í Jónsbók, og segir þar til um hvernig finnanda beri að haga sér. innar er mjög slæm og áreiðan- legar heimildir úr bankaheimin- um hafa sagt að skuld OIís við Landsbankann nemi um átta hundruð milljónum króna. Þá eru ekki taldar með opnar bankaábyrgðir og erlend lán, né skuldir við þjónustufyrirtæki ýmis konar. ■ Twickenham Travel, stærsta ferðaskrifstofa í Bret- landi sem sérhæfir sig í íslands- ferðum, spáir 10-12% aukningu á heildarfjölda breskra ferða- manna hér á landi á næsta ári. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins og Árni Ólafur Lárusson forsvarsmaður Skeljungs, vildu ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum, en hvorugur þeirra gat neitað því að hafa fengið tilboð eins og nefnt er að ofan. Jónas Haralz bankastjóri Fyrirtækið sjálft gerir ráð fyrir 20-40% aukningu ferðamanna á þeirra vegum á næsta ári. Landshlutinn sem helst hagn- ast á þessari aukningu verða Vestfirðir. Twickenham Travel Landsbankans vildi ekki ræða málefni einstakra viðskiptavina bankans, og sagði sér það bann- að lögum samkvæmt. Þórður Ásgeirsson forstjóri Olís var spurður hvort hann væri að bjóða fyrirtækið til sölu. „Nei ég kannast ekki við það, og hefur ráðgert röð ferða þangað, og samkvæmt heimildum NT, hefur fyrsta sérstaka Vest- fjarðapakkanum verið komið á markað í Bretlandi. Starfsfólk ferðaskrifstofa í er hreinlega gáttaður á þessu.“ sagðir Þórður. Hann benti á að fyrirtækið ætti eignir umfram skuldir og staða fyrirtækisins hjá viðskiptabankanum yrði betri nú um áramót heldur en í fyrra. Englandi segir að það hafi orðið vart við mikinn áhuga á íslands- ferðum og að það sé aðallega af þremurástæðum: Klukkustund- ar löng heimildarmynd um ferðalag á bátum og svifdreka niður Jökulsá á fjöllum sem ATV í Bretlandi sýndi fyrir skömmu, sjónvarpsþáttaröð Magnúsar Magnússonar, og sig- ur Hólmfríðar Karlsdóttur í Miss World keppninni. Á þessu ári hafa um 2500 ferðalangar á vegum Twicken- ham Travel komið hingað til lands, en það er um 30% breskra ferðamanna hingað, en á næsta ári gerir fvrirtækið ráð fyrir að selja 3500 Islandsferðir. Þar af gerir fyrirtækið ráð fyrir að senda að minnsta kosti 130 ferðamenn í Vestfjarðaferðir sínar - en þangað hafa ekki áður verið seldar sérstakar ferðir í Bretlandi fyrr. Vestfjarðaferðirnar eru skipulagðar hér á landi af tveim- ur ferðaskrifstofum: Guðmundi Jónassyni og Arena Tours. Ferðir beggja innihalda m.a. fuglaskoðun og ferð að hinu 500 metra háa Látrabjargi. Þá bjóða Arena Tours upp á þriggja daga ferð um Hornbjarg. Hornbjargsferðirnar eru nýj- ung í ferðamálum í Bretlandi og ættu að verða vinsælar meðal ferðamanna í leit að ævintýrum. Aðrar nýjungar í íslandsferðum eru 10 „Experience Iceland“ ferðir sem Ferðaskrifstofa ríkis- ins býður uppá og Twickenham Travel selur. Þá er boðið upp á 8 hálendis- og láglendis ferðir sem Úrval skipuleggur. Ferðamannaaukning frá Bretlandi á næsta ári ætti að skila 500.000 sterlingspundum í gjaldeyri. Ekkert spyrst til flug- vélarinnar ■ Hvorki hefur fundist tangur né tetur af flugvél þeirri sem týndist á Grænlandshafi síðast- liðinn föstudag. Síðast var haft samband við flugmanninn um klukkan 17 á föstudagskvöld og átti hann þá í erfiðleikum vegna ísingar á vélinni svo og vegna lít- ils eldsneytis. Vélin var að koma frá Ný- fundnalandi en eigendur hennar eru íslenskir flugáhugamenn, sem höfðu nýlega fest kaup á henni. Beðið er eftir skýrslu um rnálið frá dönsku flugumferða- stjórninni en vélin var innan dansks flugumferðarsvæðis þeg- ar hún týndist. Litlar sem engar líkur eru á því að flugmaðurinn sem var einn í vélinni sé á lífi en vonsku veður var á þessum slóðum þeg- ar vélin hvarf. Vélin var tryggð hjá íslensku tryggingafélagi en ekki hefur fengist upplýst hvaða trygginga- félag er um að ræða. Hin árlega jólatréssala Landgræðslusjóðs er hafin. NT-mynd Róbert Olís til sölu? Samkeppnisaðilunum hefur verið boðinn meirihiuti hlutabréfa

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.