NT - 13.12.1985, Blaðsíða 14

NT - 13.12.1985, Blaðsíða 14
 Föstudagur 13. desember 1985 14 L He 1 gin framundan Schubert ffyrir fjórar hendur í Norræna húsinu ■ Martin Berkofsky og Anna Málfrt'ður Sigurðardóttir flytja öll fjórhent verk eftir Franz Schubert á 6 tónleikum. Á morgun, laugárd. 14. des. kl. 16.00 verða aðrir af þessum sex tónleikum í Norræna húsinu. Miðar verða seldir við inngang- inn í Norræna húsinu, og er verð á miðum fyrir einstaka tónleika kr. 300, en afsláttarverð er fyrir nem- endur (200 kr.). ■ Anna Málfríður Sigurðardóttir og Martin Berkofsky. Jólavaka Stefnis og Leikfélags Mosfellssveitar Hin árlega jólavaka Karlakórs- ins Stefnis og Leikfélags Mosfells- sveitnr veröur haldin í Illégarði sunnud. 15. des. kl. 20.30. Flutt verður fjölbreytt dagskrá með jólásálmum, jólalögum og leiklist. „Stefnur", konur karlakórs- manna sjá um' veitingar, Lcikfélag Mosfellssveitar. Karlakórinn Stefnir. ■ Nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs að æfingu fyrir tónleika. Jólatónleikar Tónlistarskóla Kópavogs Um hclgina verða tvennir tón- daginn 14. desember, kl. 14.00 ísal desember og hefjast kl. 16.00. Að- leikar á vegum Tónlistarskóla skólans. Seinni tónleikarnir verða í gangur er ókeypis og öllum heim- Kópavogs. Þcir fyrri verða laugar- Kópavogskirkju sunnudaginn 15. ill. ■ Karlakórinn Stefnir Tónleikar Halldórs Haraldsson- ar í Aratungu Sunnudaginn 15. desembernk. mun Halldór Haraldsson, píanó- leikari halda tónleika í Aratungu, Biskupstungum, og hefjast þeir kl. 14.00. Á efnisskránni er App- assionata eftir Beethoven, 2 Scherzo eftir Chopin, 4 píanó- verk eftir Liszt og Sónata eftir Béla Bartók. ■ Halldór Haraldsson. Útivist Sunnudagsferð 15. des. Kl. 13:00ásunnudagsferÚtivist í sunnudagsferð. Farið veröur um Alftanes - Hrakhólnia. Þetta er létt ganga, gengið um Skansinn og út í Hrakhólma og Hliðnes. Verð 250 kr. en frítt f. börn með full- orðnum. Brottför frá BSÍ, bensín- sölu. Áramótaferð í Þórsmörk Hin besta gistiaðstaða í óbyggö- um er í skálum Útivistar í Básum. Gönguferðir, kvöldvökur, brenna og blysför. Fararstjórar: Kristján, Bjarki og Ingibjörg. Staðfestið pantanir sem fyrst. Símar: 14606 og 23732. Laugardagsganga Hana nú-hópsins ■ Vikuleg laugardagsganga Frístundahópsins Hana nú í Kópa- vogi verður á morgun, laugard. 14. des. Lagt er af stað frá Digra- nesvegi 12 kl. 10.00 f.h. í svartasta jikammdeginu verður molakaffi á könnunni í upphafi göngunnar. Allir Kópavogsbúar eru velkomnir og húsmæður sérstaklega hvattar til að koma og ganga úr sér „jóla- stressið“. Búið ykkur hlýlega. Sunnudagsferð Ferðafélags íslands Kl. 13.00 á sunnudag fer F.í í ferð Hofsvík-Brautarholtsborg. Ekiö verður upp á Kjalarnes og gcngið með strönd Hofsvíkur að Brautarholtsborg. Létt ganga sem tekur um 3 klst. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Áramótaferð F.í. í Þórsmörk Brottför í áramótaferð F.í í Þórsmörk 29. des. til 1. jan. (4 dagar) er kl. 07.00 á sunnud. 29. des. Aðstaðan í Skagfjörðsskála er sú besta í óbyggðum á íslandi. Svefnpláss stúkað niður, mið- stöðvarhitun, tvö eldhús og rúm- góð setustofa fyrir kvöldvökur. Takmarkaður sætafjöldi Farmiða þarf að sækja ekki seinna en 20. des. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.í. Öldugötu 3. Ferðafélag Islands. Þjóðleikhúsið Síðustu sýningar á Grímudansleik ■ Nú um helgina verða allra síðustu sýningarnar á óperunni Grímudansleik eftir Verdi í Þjóð- leikhúsinu. Næst síðasta sýningóp- erunnar verður laugardaginn 14. des. og sú allra síðasta sunnud. 15. desember. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, hljómsveitarstjóri er Ragnar Björnsson, leikmynd er eftir Björn G. Björnsson, búningar eftir Mal- ín Orlygsdóttur og um lýsingu sér Kristinn Daníelsson. Með helstu hlutverk fara: Kristj- án Jóhannsson, Kristinn Sig- mundsson, Elísabet F. Eiríksdótt- ir, Katrín Sigurðardóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Viðar Gunnarsson, Robert Becker, Guðbjörn Guð- björnsson, Gunnar Guðbjörnsson og Björn Björnsson. Þjóðleik- húskórinn og Islenski dansflokkur- inn taka einnig þátt í sýningunni. Þetta er síðasta sýningarhelgi Þjóðleikhússins fyrir jól. Grímur sýnir á Mokka ■ Þriðjud. 10. des opnaði Grím- ur Marinó Steindórsson sýningu á málverkum og skúlptúr á Mokka- kaffi við Skólavörðustíg í Reykja- vík. Þetta er fimmta einkasýning Gríms, en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Á sýningunni eru olíumáiverk og lágmyndir úr járni. Verkin eru náttúrustenrmningar og tengd sjónum. Sýningin stendur út desember og fram í janúar. Sýning á myndvefnaði í Bólvirkinu ■ Eiísabet Helga Harðardóttir sýnir myndvefnað í Bólvirkinu Vesturgötu 2, sýningarsal Álafoss- búðar, dagana 13.-31. desemb- er. Myndirnar eru frá síðustu fimm árum en flestar eru unnar á þessu ári. Þetta er þriðja einkasýning Elísabetar, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum. Sýning- in er opin virka daga kl. 9.00-18.00 og laugardaga á opnunartíma verslana. „Gallerý Lækjarfit“ í Garðabæ ■ Gallerý Lækjarfit" var opnað I. des. í sýningasal sem er til húsa að Lækjarfit 7 í Garðabæ. Þar sýna 4 ungir listamenn: Guðrún Elín Ólafsdóttir, Einar M. Magnússon, Magnús Þór Jónsson og Helga Ármannsdóttir. Sýningin er sölusýning og stend- ur til 5. janúar n.k. Opið verður alla daga vikunnar, á virkum dög- um kl. 10.00-21.00 og á laugard og sunnud. kl. 13.00-23.00. Salurinn er 120 ferm og einnig stendur til að opna „Franska kaffi- stofu" til hliðar við salinn eftir ára- mót. Fyrirhugað er að leigja Gall- erýsalinn út til fundarhalda fyrir félagasamtök og fleira kæmi til greina. Þeir sem áhuga hafa á af- notum hafi sambapd við skrifstof- una í síma 6151633 eða komi í Lækjarfit 7, Garðabæ á skrifstofu- tíma. Valtýr Pétursson talar um Kjarval ■ Sunnudagskvöldið 15. des. kl.22.00 lýkur sýningunni Kjarval aldarminning á Kjarvalsstöðum. Um 23 þúsund manns hafa séð sýn-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.