NT - 13.12.1985, Blaðsíða 23

NT - 13.12.1985, Blaðsíða 23
f æ Föstudagur 13. desember 1985 23 L Útvarp — sjónvarp Kvi kmynd i wr Utvarpkl. 22.55: Svipmynd ■ í kvöld kl. 22.55 dregur Jónas Jónasson fram í útvarp- inu svipmynd af danskri konu sem lengi hefur verið liúsett hér á landi. Hún heitir Jytta Eiríksson og býr í Reykjavík. Þátturinn kemur frá Akur- eyri. Utvarp kl. 14.30: Sjónvarp kl. 21.40: Derrick býður upp á spenning og æfingu í þýsku! Rólegar sveif lur í tilefni jólastress ■ Sverrir Páll Erlendsson veröur með þátt sinn Sveiflur í beinni útsendingu frá Akur- eyri í dag kl. I4.30 og stcndur hann í 70 mín. Þátturinn í dag ber þess merki að nú er stutt til jóla og allur undirbúningur fyrir há- tíðina stendur sem hæst, segir Sverrir. „Ég reikna meö því að reyna svolítið að tengja laga- valið því sem framundan er og þessu stressi sem ríkir þessa dagana. Það eru allir á þönum orðið, verslanir opnar frameft- ir öllu og menn á spani að koma öllu í lag fyrir jólahelg- ina miklu," segir hann. „Ég hugsa að þeir sem á annað borð opna fyrir útvarp- ið geti sest niður andartak og látið sér líða vel við huggu- lega, rólega og góða tóna og slakað á andartak á öllum hlaupunum," bætir hann við, og það er svo sannarlega göfugur tilgangur. En hvers konar þáttur er Sveiflur? Hann er ekki í ólík- um dúr og fyrri þættir Sverris Páls sem nefndust í blöndu- kútnum. Hann hallast helst að svokölluðum nýdjassi, „fus- ion“, í líkingu við tónlist Björns Thoroddsen og Messotorte, og þó að hillurnar hjá Sverri séu ekki beinlínis að springa utan af djassplötum tengdum jólunum, ætlar hann samt að tína fram þær sem helst laða frani þá stemmningu sem að framan er lýst í dag. Sjónvarp kl. 22.55: ■ Fastur liður á föstudags- skrá sjónvarpsins er þáttur um Derrick lögregluforingja í Múnchen og dyggan aðstoð- armann hans, sem leysa með sóma eitt glæpamál á viku. Þeir eiga sér fastan aðdáenda- hóp. þó að fyrir komi að sum- um finnist þeir birtast fullseint á skjánum á föstudagskvöldi. Það eru ekki endilega eld- heitir aðdáendur leynilög- reglumynda, sem ekki sitja sig úr færi að fylgjast með þessum þáttum, heldur eru það líka margir sem hafa gaman af að sjá og heyra eitthvert annað tungumál cn cnsku, sem jteir skilja þó eitthvað í, það er góð tilbreyting. Þátturinn í kvöld hefst kl. 21.40 og er sá níundi í þeirri þáttaröð sem nú er á róli í sjónvarpinu, og auðvitað eru ■ Philip Marlowe (Robert Mitchum) kemst við rannsóknir sínar, m.a. í tæri við Eddie Mars (Oliver Reed), undirheima- forigja sem hefur óútskýrt vald yfir eldri dóttur hershöfðingjans. Marlowe í London £ Bílbeltin hafa bjargaö ■ Svefninn langi (The Big Sleep), bresk bíómynd frá 1977 er föstudagsmynd sjón- varpsins og hefst sýning á henni kl. 22.55, að loknum seinni fréttum, sem nú verða fluttar í kjölfarið á Derrick kl. 22.40. Sýning myndarinnar stendurtil kl. 20mín. fyrir 1 og tekur sjónvarpið fram að atriði í henni geti vakið ótta hjá börnum. Myndin er gerð cftir saka- málasögu eftir hinn kunna og vinsæla höfund Raymond Chandler og leikarar eru ekki af verri endanum. Robert Mitchum leikur Marlowe ■ Oft fara þekktir gesta- leikarar með hlutverk í Derr- ickþáttunum. Nú nýlega var það hin fræga leikkona Maria Schell sem þar kom við sögu. það þeir Horst Tappert og Fritz Wepper sem upplýsa glæpinn eins og venjulega. Þýðandi er Veturliði Guðna- son. einkaspæjara, setn aldraður hershöfðingi (James Stewart) ræður í þjónustu sína til aö kanna ýms mál viðvíkjandi dætrum sínum (Sarah Milesog Candy Clak), sem eru óstýri- látar og valda honum ýmsum vandræöum. M.a. hefureigin- maður eldri dótturinnar, írsk- ur vopnasmyglari, horfiö á óútskýrðan hátt. í upphafi er það verkefni Marlowes að kanna fjárkúgun sem á að beita gamla manninn vegna spilaskulda yngri dótturinnar, og leiða rann- sóknir Marlowes hann og áhorfendur um undirheima Lundúnaborgar, þar sent margt óvænt kemur í Ijós, ým- islegt sem kemur Marlowe sjálfum á óvart. Auk áðurnefndra leikara fara með hlutverk m.a. Ric- hard Boone. Edward Fox, Joan Collins og John Mills. Þýðandi er Kristmann Eiðs- son. Föstudagur 13. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis, Elvis“ eftir Mariu Gripe. Torfey Steinsdóttir þýddi. Sigur- laua M. Jónasdóttir les (13). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir 10.05 Daglegt mál Endurtekinn þátt- ur trá kvöldinu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dag- blaðnna 10.50 Þingfréttir. 11.00 „Sögusteinn“ Umsjón: Har- aldur I. Haraldsson. (Frá Akureyri) 11.30 Morguntónleikar Dívertímentó i D-dúr K.525 og Mars nr. 1 i D-dúr eftir W.A. Mozart. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Feðgar á ferð“ eftir Heðin Brú. Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Björn Dúason les (8). 14.30 Sveiflur - Sverrir Páll Erlends- son. (Frá Akureyri) 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. Fiðlu sónata eftir Maurice Ravel. lon Vo- icou og Victoria Stefanescu leika. b. Saxófónsónata eftir Paul Hinde- mith. Pekka Savijoki og Jussi Siir- ala leika. c. Lítið lag fyrir gitar og strengjasveit eftir Keith Jarrett. StrengjasveitSinfóniuhljómsveitar útvarpsins í Stuttgart leikur. Höf- undurinn stjórnar. d. „Kristalls- blik", lag fyrir fjögur selló og tvær básúnur eftir Keith Jarrett. Félagar í Sinfóniuhljómsveit útvarpsins í Stuttgart leika. 17.00 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kVöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórsson. 20.10 Lög ungafólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.35 Landsleikur í handknattleik- ísland - Spánn Ingólfur Hannes- son lýsir síðari hálfleik í viðureign íslendinga og Spánverja í Laugar- dalshöll. 21.15 Tónleikar. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir Klarinettukons- erteftirJohn Speight. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags- ins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Kvöldtónleikar. a. Prelúdia í cis-moll eftir Sergej Rakhmaninoff. Tékkneskafílharmóníusveitin leik- ur. Leopold Stokowski stjórnar. b.Masúrki i a-moll eftir Fréderic Chopin. Sinfóníuhljómsveit Lund- úna leikur. Leopold Stokowski stjórnar. c. Ungversk rapsódia nr. 2 eftir Franz Liszt. Concertge- bouw-hljómsveitin í Amsterdam leikur. Bernard Heitink stjórnar. d. Ungverskur dans nr. 5 í g-moll eftir Johannes Brahms. Fíledelfíu- hljómsveitin leikur. Eugene Or- mandy stjórnar. e. Ungverskur dans nr. 6 i D-dúr eftir Johannes Brahms. Filharmóníusveitin í New York leikur. Leonard Bernstein stjórnar. 22.55 Svipmynd Þáttur Jónasar Jón- assonar. (Frá Akureyri) 24.00 Fréttir. 00.05 Djassþáttur. - Jón Múli Árna- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00. Föstudagur 13. desember 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson og Ásgeir Tómasson Hlé. 14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdis Gunnarsdóttir 16.00-18.00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11.00,15.00,16.00 og 17.00 Hlé 20.00-21.00 Hljóðdósin Stjórnandi: Þórarinn Stefánsson. 21.00-22.00 Djassspjall Stjórnandi: Vernharður Linnet. 23.00-03.00 Næturvaktin Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson 17.00-18.00 Ríkisútvarpið á Akur- eyri - svæðisútvarp. Föstudagur 13. desember 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. 19.30 Svona gerum við Tvær sænskar fræðslumyndir sem sýna hvernig hattar og stígvél eru búin til. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision Sænska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Þingsjá Umsjónarmaður Páll Magnússon. 20.55 Kastljós Þáttur um innlend má- lefni. Umsjónarmaður Einar Örn Stefánsson. 21.40 Derrick. Níundi þáttur. Þýskur sakamálamyndaflokkur. Aðalhlut- verk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýöandi Veturliði Guðna- son. 22.40 Seinni fréttir. 22.55 Svefninn langi (The Big Sleep ) Bresk bíómynd frá 1977 gerð eftir sakamálasögu eftir Raymond Chandler. Leikstjóri Micbael t Winner. Leikendur: Robert Mitchum, Sarah Miles, Richard Bo- one, Candy Clark, Edward Fox, Joan Collins, John Mills og James, Stewart. í stað Los Angeles er sögusviðið Lundúnaborg. Philip Marlowe einkaspæjari er ráðinn til að gæta óstýrilátrar auðkýfings- dóttur og hafa uppi á fjárkúgara og horfnum eiginmanni. Atriði i mynd- inni geta vakið ótta hjá börnum. Þýðandi Kristmann Eiösson. 00.40 Dagskrárlok ■ Faðir þakkar syni fyrir góða frammistöðu við að koma foreldrum saman, reyndar löngu áður en sonurinn er fæddur. Rásað um ítíma Aftur til framtíðar ★ ★★ Amerísk 1985, Laugarásbíó Leikstjóri: Robert Zemeck- is Framleiðandi: Steven Spiel- berg Aðalhlutverk: Michael J. Fox. Lea Thompson, Crisp- in Glover, Christopher Lloyd o.fl. Þær streynia til landsins unglingamyndir sem Steven Spielberg hefur komið nálægt. Um þessarmundir eru sýndar þrjár myndir seni allar eru auglýstar upp með nafni gullkálfsins í Hollv- wood, þó engri þeirra sé leikstýrt af honum, cn þaö eru Gremlins í Austurbæj- arbíó, Goonies í Bíóhöll- inni og í dag verður Aftur til framtíðar frumsýnd í Laug- arásbtó. Allar eiga þessar myndir það sameiginlegt að í aðal- hlutverkum eru unglingar, enda myndirnar ætlaðar þeitn aldurshóp þó aðrirgeti haft gaman af. Aftur til framtíðar er enn ein útfærsla á Tímavél H.G. Wells. Nútímaútfærsla á draumnum að geta flakkað fram og ul'tur í tímanum og sem slík nokkuð vel lukkuð. Sagan segir frá unglings- pilti seni fyrir tilviljun lendir á miðjum sjötta áratugnum og lendir í þeim hremming- um að móðir Itans, sem þá er ung og fönguleg mennta- skólastelpa, fellur fyrir þess- um pilti utan úrframtíðinni. Slíkt dæmi gengur vitaskuld ekki upp og þarf stráksi að koma mömmu sinni til viö föður sinn, sem ekki gengur átakalaust fvrir sig. Drengurinn hefur einnig við annan vanda að glíma, en það er að komast at'tur til framtíðarinnar, til þess tíma, sem hann kemur frá, Lcitar hann uppi vísinda- mann þann sem hafði orðið til þess að senda hann til for- tíðarinnar og biöur hann ásjár. Reynist erfitt að full- vissa vísindamanninn um að hér sé gestur frá 1985 eink- um þó þegar drengurinn stendur fastur á þeirri firru að forseti Bandaríkjanna 1985 sé þriðja flokksleikar- inn Ronald Reagan. Tekst þó að koma vísindamannin- urn í skilning um að dreng- urinn fari með rétt mál. Óþarfi er að rekja þennan söguþráð meira, liann er ekkert vitlausari en hver onnur vitleysa. Þaðsem lyft- ir myndinni upp úr flatn- eskjunni eru stórskemmti- legar persónur hennar og má segja að allir lcikaranna komist vel frá sínu. Einkum er þó faðirinn glettilega ólánslegur. Aftur til framtíðargerist í litlu bandarísku bæjarsamfé- lagi og svipar því að mörgu leyti lil bæjarsamfélagsins í Grcmlins. Má ef til vill segja að þarna sé Spielberg búinn að skapa sinn Andabæ en undirritaður hefur áður líkt Spielberg við Disney og reynt að sýna fram á hlið- stæður í veraldarsýn og hug- arheinti þeirra. Þó grillir stundum í að veröldin sé ekki algóð í myndum með stimpil Spiclbergs. Arabísk- ir hermdarverkamenn kóma skyndilega eins og skrattinn úr sauðarleggnum og skjóta á allt kvikt sem fyrir er. Að öðru leyti er þessi kvikmynd að mestu laus við ofbeldi eða absalút vondu og absaiút góðu seni oft á tíð- um einkennir myndir fyrir þennan aldurshóp. Að öllu töldu er hér urn þokkalegustu skemmtun að ræða, þó einkum ogsér í lagi fyrir þá sem ungir eru jafnt í anda sem á líkama. A meðan við getum ekki sjálf rásað fram og aftur að eigin vild í tíma og rúmi og jafnvel leiðrétt mistök sem uröu okkur dýrkeypt í for- tíðinni, er ekki úr vegi að skreppa í smá tímatripp með Spielberg og hjálpar- kokkum hans. Sáf FRAMTÆKNI s/f Velsmidja Skemmuveg 34 N 200 Kópavogur Járnsmiði - Viðgerðir lceland Vélaviðgerðir - Nýsmíði Tel. 91-641055 Nei takk ég erá bílnum UUMFEROAR RÁO

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.