NT - 13.12.1985, Blaðsíða 7

NT - 13.12.1985, Blaðsíða 7
 m 7 Föstudagur 13. desember 1985 7 Ll Ll Útlönd Vilja ekki sjá tóbaks- auglýsingar Washington-Reuter ■ Öflugasta læknasamband Bandaríkjanna, AMA, sem hefur 270.000 félagsmenn, samþykkti nú í vikunni ályktun þar sem hvatt er til algjörs banns á hvers konar tó- baksauglýsingum. Bandaríska þingið bannaði tóbaksauglýsingar í útvarpi og sjónvarpi með lögum árið 1971 en tóbak er ennþá auglýst í blöðum og tímaritum. Krafa læknasambandsins um bann við tóbaksauglýsingum er lið- ur í herferð þess fyrir tóbakslaus- um Bandaríkjum árið 2000. Kókaín eyðilagt Lima-Reutér. ■ Lögreglan í Perú hefur gert upptæk og eyðilagt níu tonn af kókaínmaukiog lokað sextíu leyni- legum flugvöllum eiturlyfja- smyglara frá því í ágúst síðastliðn- um að sögn Abels Salinas örygg- ismálaráðherra. Eiturlyfjalögreglan hefur á þess- um tíma einnig fundið fjórar leyni- legar miðstöðvar í frumskógum í miðhéruðum landsins sem voru búnar tækjurn til kókaín- framleiðslu. Bandaríkjamenn hafa lagt fram háar fjárhæðir til baráttu stjórn- valda í Perú og öðrum ríkjum suð-' ur-Ameríku gegn kókaín- framleiðendum sem framleiða kókaín fyrir Bandaríkjamarkað. ■ Andstæðingar reykinga eru stöðugt að sækja í sig veðriðút um allan heim. Þannig var3. desember síðast liðinn t.d. lýstur reyklaus dagur í Hongkong. Bandarískir læknar: Auðvelt að draga úr hjartasjúkdóm- um vegna reykinga Smjörlíkisgerð KEA Akureyri s:96-21400 ■ Samkvæmt nýrri bandarískri könnun er til ein mjög einföld leið fyrir reykingamenn til að draga úr hættu á hjartasjúkdómum, þ.e. að hætta að reykja. Aðeins tveimur árum eftir að þeir hætta reykingum er þeim ekki hættara við hjarta- sjúkdómum en þeim sem aldrei hafa reykt. Fyrri kannanir hafa sýnt að reyk- ingamönnum yfir 55 ára aldri er Áströlsk uppgötvun: Bjalla hreinsar skurði þrisvar sinnum hættara við hjarta- sjúkdómum en þeim sem ekki reykja. Nú er Ijóst að þessi munur hverfur smám saman eftir að þeir hætta að reykja Rannsóknir lækna við Boston- háskóla í Bandaríkjunum, sem birtar voru í Læknatímariti Nýja Sjálands, sýna að eftir tveggja ára reykingabindindi er tíðni hjarta- sjúkdóma ekki meiri en hjá þeim sem aldrei hafa snert tóbak. Rannsóknirnar náðu einungis til hjartasjúkdóma og segja ekkert til um aðra sjúkdóma sem tengjast reykingum eins og til dæmis lungnakrabbamein. París-Reuter: ■ Áströlsk rannsóknarstofnun fékk nú á mánudaginn vísinda- verðlaun Menningar- og vísinda- stofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir að uppgötva bjöllutegund sem hreinsar skipa- og áveitu- skurði með því að éta óhemju mik- ið af slýi og vatnagróðri. Stofnunin, sem heitir Vísinda- og iðnaðarrannsóknarsamtök Samveldisins, fékk 15.000 dollara (600 þúsund ísl. kr.) fyrir uppgötv- un bjöllunar sem ætti að geta hald- ið skipaskurðum og áveituskurð- um í hitabeltislöndum opnum. Vísindamennirnir uppgötvuðu bjölluna, sem áður var óþekkt, þegar þeir unnu að rannsóknum í Papua Nýju Guineu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.