NT - 13.12.1985, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. desember 1985 9
3ji bekkur Leiklistarskólans:
Vonin og
vonleysið
- í meðförum Tjékovs
■ 3. bckkur Lciklistarskóla
Islands:
Þrjár systur eftir Anton Tsékov
Leiðbcinandi: Hilde Helgason
Tæknimaður: Ólafur Örn Thor-
oddsen
Aðstoð við leikmynd og búninga:
Fríða Rán og Steinunn Harðar-
dóttir úr Myndlista- og handíða-
skóla íslands.
Hlutverk: Stefán Sturla Sigurjóns-
son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Guðbjörg Þórisdóttir (úr 4. bekk)
Ingrid Jónsdóttir, Þórdís Arnljóts-
dóttir, Valgeir Skagfjörð, Þórar-
inn Eyfjörð, Halldór Björnsson,
Hjálmar Hjálmarsson, Árni P.
Guðjónsson (í framhaldsnámi),
Eiríkur Guðmundsson (úr 4.
bekk) og Brvndís P. Bragadóttir
(úr 4. bekk).
Þrjár systur eftir Tjékov er
leikrit í fjórum þáttum sem gerist í
Rússlandi unt síðustu aldamót.
Það segir okkur frá væntingum
systranna þriggja Olgu, Maríu og
Írínu og bróður þeirra Andréj og
samferðafólks þeirra, löngunum.
þrám og framtíðardraumum þar
sem vonin og vonleysið heyja
harða baráttu. Og það er misjafn
sauður í mörgu fé, menn eru
breyskir og hver hefur sinn djöful
að draga, djöful sem hefur sogið
sig svo blýfastan við fætur hverrar
persónu að örðugt reynist að hrista
hann af sér.
Leikritið er geysimagnað og
Tjékov hefur haft mikið innsæi á
mannlegu eðli. Persónur verksins
reyna að beygja hvora aðra með-
vitað eða ómeðvitað og sumar
bogna en aörar brotna og í lok
verksins hafa orðið kaflaskil í lífi
systranna þriggja. Óttinn nagar
hins vegar líf bróðurins sem sækir
meðvitað aðstoðar ráðríkrar konu
sinnar til að verða undir í lífinu,
metnaðarlaus og hlaðinn skuldum.
En væntanlega hefði leikritið
ekki haft eins sterk áhrif á áhorf-
andann ef leikaraefnin hefðu ekki
staðið sig svona vel. Þau eru lang-
flest mjög sannfærandi í hlutverk-
um sínum og áhorfandinn hefur
það bókstaflega á tilfinningunni að
hann sé kominn inn í stofu á
heimili Andréjs og systra hans.
Þau halda athygli áhorfandans all-
ar mínútur þeirra fjögurra klukku-
stunda sem leikritið tekur í flutn-
ingi. Þaðverðurgamanaðsjáþessi
leikaraet'ni takast á við verkefni
sem þeim bjóðast innan leikhús-
anna eða annars staðar.
Þrjár systur er síðasta verkefnið
sem 3. bekkur vinnur alfarið innan
skólans. Það sem eftir er skólaárs-
ins munu þau vinna að unglinga-
leikriti, ljóðadagskrá, kynnast
hljóðvarpi og sjónvarpi og fara í
námsferð til Helsinki og Moskvu.
Mrún
■ Systurnar þrjár: Írína, Olga og María.
Ingrid Jónsdóttir.
Frá vinstri: Þórdís Arnljótsdóttir, Guðbjörg Þórisdóttir og
STRUMPARNIR
BJÓÐA GLEDILEG
N T-mvnd: Svcrrir
JÓL
■ Það hefur ekkert farið eins
mikið í taugarnar á mér og lielv.
strumpabækurnar hér um árið.
Strump. strump og strump í hverri
málsgrein. Sem betur fer liðu þess-
ar bækur undir lok, enda var mál-
tilfinningu þjóðarinnar stefnt í
voða.
Bækurnar dóu, en strumparnir
Fjórða bindi ís-
lenskra sjávarhátta
■ Lúðvík Kristjánsson: íslenskir
sjávarhættir IV.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1985.
546 bls.
Lúðvík Kristjánsson lætur ekki
deigan síga og er nú út komið
fjórða bindi af stórverki hans um
íslenska sjávarhætti. í þessu bindi
er fjallað um marga efnisþætti og
hefur höfundur frásögn sína með
því að fjalla um beitu, beituteg-
undir, beituöflun og aðferðir við
beitingu. Hann sýnir glögglega
fram á mikilvægi beitunnar fyrir
allar fiskveiðar á áraskipatíman-
um og er einkar fróðlegt að kynn-
ast því, hvar hverrar beitutegundar
var helst aflað, hvernig beitan var
verkuð og vinnubrögðum við beit-
inguna sjálfa.
Þegar lýkur að segja frá beitu og
beitingu er haldið á sjó og segir þar
frá veiðum á handfæri og síðan frá
veiðum á lóðir og í þorskanet. Þar
greinir frá ýmsum áhöldum og
verkfærum, sem notuð voru við
veiðarnar, frá veiðiaðferðum og
greint er frá orðafari tengdu veið-
unum.
Þessu næst er komið að land-
töku, uppsetningu og fjöruburði
og því næst er fjallað um aflaskipti,
skipleigur og eitt og annað í því
sambandi, en eins og Lúðvík legg-
ur áherslu á, tíðkuðust ekki alls-
staðar sömu reglur um þessi atriði.
Landlegur voru fleiri og færri á
hverri vertíð og þá gripu vermenn
til ýmislegs sér til dægrastyttingar.
Margir þreyttu leiki, úti og inni,
ýmiss konar störf þurfti að inna af
hendi og margir vermenn nýttu
tímann til að afla sér fróðleiks. í
kaflanum um landlegur greinir frá
þessu öllu og er þar ýtarlega sagt frá
menningar- og menntunarstarfi í
landlegum. Sá þáttur þykir undir-
rituðum einna merkastur í bók-
inni. að öllum öðrum þó ólöstuð-
Mikill fjöldi mynda, korta og skýr-
ingarteikninga prýðir bókina og er
að þeim góður fengur. Heimild-
arskrár eru í upphafi bókar, en í
bókarlok er stutt samantekt á
ensku, atriðisorðaskrá og listar yfir
nokkrar sagnir og orðtök og máls-
hætti. Allur frágangur bókarinnar
er með mestu ágætum.
Jón Þ. Þór.
lil'a eftir sem áður góðu lífi, enda
skemmtilegar fígúrur. Þeir hafa
sést á myndböndum og höfða vel til
krakkanna, einkanlega vegna þess
að þar tala Strumparnir á tslensku.
Reyndar er það kapítuli út af fyrir
sig hvernig Laddi gefur þessum
persónum líf.
Núna eru jólin aö koma hjá
Strumpunum og í því tilefni liafa
þeir sungið jólalög inn á plötu.
Lögin eru öll erlend, en strumpa-
textarnir eru eftir Jónatan Garö-
arsson og sem betur fer eru þeir
lausir við allt ofstrump. Textarnir
eru á aðgengilegu máli sem krakk-
arnir skilja. Þetta eru textar, ekk-
ert bull.
Jónatan á reyndar ekki alla text-
ana á plötunni. Ólafur Gaukur á
einn og svo syngja Strumparnir
Heims um ból, sálmaljóð Svein-
björns Egilssonar.
Á plötunni eru 14 lög, öll erlend.
Hljóðfæraleikurinn var tekinn upp
í Hollandi fyrir tveimur árum, en
Laddi sá um sönginn sem tekinn
var upp hér á landi, fyrr á árinu. Og
hér leikur Laddi sama lcikinn og á
myndböndunum, hann á allar
Strumparaddirnar.
Lögin á piötunni eru flest gríp-
andi og létt yfirbragö útsetninganna
ættu að höfða vel til krakkanna og
reyndar er þetta óskaplata á mínu
heimili. Hitt er svo annaö mál,
hvort þeir fullorönu gæ.tu ekki
fengið leiö á plötunni á undan
börnunum. Viö fáum rcyndar II
mánaða frí um áramótin.
Krakkarnir skemmta sér, það er
fyrir öllu. Gleðileg strumpajól.
ÞGG
■ Lúðvík Kristjánsson
um. Lúðvík Kristjánsson sýnir þar
fram á, að í verum var unnið mikið
og merkilegt menningarstarf, sem
gaf margfrægri iðju á sveitaheimil-
um ekkert eftir. M.a. fengust
margir vermenn við uppskriftir
fornra handrita og eru birtar
myndir af nokkrum slíkum.
Þessu næst segir frá vergögnum
og síðan frá hagnýtingu fiskifangs
og greinir þar ýtarlega frá bæði
skreiðar- og saltfiskverkun. Þá er
sagt frá ýmsum fisktegundum og
heitum á þeim og ýtarlegur kafli er unt
verkun og nýtingu á þorskhausum
og um lifur og lýsi. Kemur þar
fram, hve gjörnýttur fiskui inn var á
fyrri tíð.
Síðustu kaflar bókarinnar fjalla
um verslun með fiskifang innan-
lands og greinir þar frá skreiðar-
kaupaleiðum. lestum og lesta-
mönnum o.s.frv.
Um fræðimennsku Lúðvíks
Kristjánssonar þarf ekki að hafa
mörg orð. Hér er mikill fróóleikur
fram reiddur og á þann hátt að vart
verður um bætt. Nákvæmni höf-
undar er mikil og eins og fyrri bæk-
ur hans er þessi afbragðsvel rituð.
Austurför Laxness
■ Halldór Laxness: í Austur-
vegi.
Helgafell 1985.
166 bls.
Þessi litla bók, í Austurvegi,
kom fyrst út árið 1933 og er eins
konar ferðasaga Halldórs Lax-
ness úr ferð, er hann fór til Sovét-
ríkjanna árið áður. Ekki er þetta
eiginlcga ferðasaga í þeim skiln-
ingi, sem algengast er að leggja í
það orð, höfundur rekur ekki
ferð sína frá degi til dags, segir lítt
frá þeim stöðum, sem túristar
leggja mesta áherslu á að sjá, en
lýsir þeim mun rækilegar ýmsum
pólitískum og þjóðfélagslegum
fyrirbærunt, sem hann kynntist á
ferð sinni. Hann segir til að
mynda gjörla frá árangri rúss-
nesku byltingarinnar og þó eink-
um og sérílagi frá fyrstu fimm ára
áætluninni, sem raunar var fram-
kvæmd á fjórum árum, og birtir
heilmikið af alls kyns tölulegum
staðreyndum máli sínu til
stuðnings. Er þar allt á eins bók
lært, höfundurreynirekkert til að
dylja aðdáun sína á hinu nýja
þjóðskipulagi og ágæti þess.
■ Halldór Kiljan I.axness
Þegar bókin kom fyrst út munu
margir hafa litið á hana sem
hreint áróðursrit og Ijóst er, að
hún var að a.m.k. nokkru leyti
samin til þess að andæfa áróðri
ýmissa þeirra, sem mest horn
Itöfðu í síðu Sovétmanna og þess
þjóðskipulags, sem þeir höfðu
komið á hjá sér. Nú uni stundir,
hálfri öld eftir að ritið kom fyrst
út, getur fáunt dulist, að það var
samið í áróðursskyni og satt að
segja hljóma þessargömlu lýsing-
ar á sæluríki Stalíns svolítið hjá-
kátlegar, svo ekki meira sagt. En
til hvers þá að gefa bókina út
aftur, er ekki hennar tími liðinn?
kynnu einhverjir að spyrja.
Útgáfan á vissulega fullan rétt á
sér. Feröin í Austurvcgi mark-
aði kaflaskipti í sögu skáldsins
Halldórs Laxness og er, eins og
hann sagði sjálfur, fróðleg sem
partur af honum sjálfum. Og
bókin er ekki síður fróðleg sem
heimild um stjórnmálaviðhorf á
öndverðum fjórða áratugnum. Þá
var sovéskur kommúnismi enn
spennandi valkostur í augum
margra menntamanna á Vestur-
löndum og raunar eina svarið sem
sumir þeirra sáu við sívaxandi
gengi fasismans. Þegar litið er á
bókina frá þessum sjónarhóli
munu flestir á einu máli uni að
hún sé um flest athyglisverð. Til
upplýsingar um Ráðstjórnarríkin
á fjórða áratugnum dugir hún lítt,
en þeim mun meira segir hún
okkur unt pólitísk viðhorf Hall-
dórs og reyndar fjölmargra ann-
arra á þessum tímum.
Jón Þ. Þór.