Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Síða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. september 2004 | 3
S
teingrímur Eyfjörð fær liðsinni
ýmissa karla og kvenna á sýningu
sinni Fýkur yfir hæðir sem var
opnuð í gær í galleríi 101 við
Hverfisgötu. Spákvenna, lista-
manna, látinna og núlifandi, og
sýningargesta. Mætti halda að Steingrímur
hefði sett upp eins konar listasmiðju á staðnum,
þó að hann vilji síður taka undir þá skilgrein-
ingu blaðamanns. „Ég hleypti fólki inn, allavega
20 manns og lét það hafa áhrif á verkin,“ segir
Steingrímur.
Kveikjan að sýningunni er skissa af barni
ásamt látinni móður sinni eftir Ásgrím Jónsson
listmálara, sem hann gerði fyrir
um 100 árum. Skissuna kallar Ás-
grímur einmitt „Fýkur yfir hæð-
ir“ en þar er hann að vísa í ljóðið
Móðurást eftir Jónas Hallgrímsson. Stein-
grímur segir að viðfangsefni listamanna á þess-
um tíma hafi verið að búa til þjóðarsálina, enda
þjóðin að vakna til vitundar um sjálfa sig.
Þegar Steingrímur byrjaði að vinna að til-
brigði við verkið rakst hann á eldra verk eftir
kollega sinn Ásmund Ásmundsson og fékk leyfi
til að nota það, en þar er um að ræða frumgerð
að dauðu eldfjalli. Það verk hafði Ásmundur
hugsað sér sem útilistaverk við Ljósafoss-
virkjun, en af byggingu þess varð ekki. Ás-
mundur veitti Steingrími leyfi til að nota dauða
eldfjallið og síðan unnu þeir saman að „dauðu
móðurinni“, sem er höggmynd á gólfi í litlum
vagni. Í framhaldinu unnu þeir sjö listþerap-
ískar teikningar sem eru ósjálfráðar myndir af
móðurinni, eins og Steingrímur skýrir út fyrir
blaðamanni. Mamma, mamma, mamma, hrópar
barnið í teikningunum. ,„Við gerðum þetta
svona mjög handahófskennt og án þess að vera
að hugsa nokkuð um hvað við vorum að gera.
Svona með hangandi hendi. Þetta er sjálfsprott-
inn tjáning.
Ásgrímur er einn af þessum íslensku lista-
mönnum hér áður fyrr sem voru að fást við eitt-
hvað sem hægt er að kalla íslensk þjóðarsál. Ég
sá eitthvað í verki Ásmundar sem passaði við
verk Ásgríms, hálfómeðvitað.“
Gæti táknað mengun
Steingrímur segir að hann hafi valið skissu Ás-
gríms til að vinna út frá eftir að hafa skoðað
nokkur verk listamannsins. „Þetta er vinsælt
mótív. Látin móðir og barn. Þetta er mjög tákn-
rænt og harmrænt einnig. Móðirin er þarna
dauð, en barnið veit ekki af því. Það er hægt að
yfirfæra þessa senu yfir á svo margt annað í líf-
inu. Eins og þegar eitthvað er hrunið, eða ónýtt.
Eitthvað sem er ekki lengur til, en fólk lætur
eins og það sé ennþá til, veit ekki að það er far-
ið.“
Hvað áttu við?
„Til dæmis gæti þetta verið líking á mengun,
eða landspjöllum. Þó kannski dálítið langsótt.
Það er hægt að yfirfæra þetta á margan hátt.“
Steingrímur segir að sjálfstæðisbaráttan á
þessum tíma, í byrjun tuttugustu aldar, róm-
antíkin, komi glöggt fram í verki Ásgríms eins
og annarra listamanna á þessum tíma.
List Steingríms er opin í alla enda, en með
fræðilegt yfirbragð. Mikið af texta og pæl-
ingum, eins og hann sé að kafa ofan í frumgildi
myndlistarinnar. Hann segir samt að list sín sé
ekki fræðileg. „Hún er á þessu fagurfræðilega
plani.“
Hann segir að áhorfandinn skipti miklu máli í
upplifun verkanna. „Það er auðvitað undir lista-
manninum komið hvort áhorfandinn nær að
upplifa eitthvað. Ég vil að áhorfandinn upplifi
eitthvað. Ef það gerist hefur eitthvað gerst sem
skiptir máli.“
Tveir spádómar
Á sýningunni er fjöldi verka, unninn í mismun-
andi efni. Eitt verkið er málverk sem listamað-
urinn vann fyrir málaratvíæringinn í Stokk-
hólmi í fyrra. Þar mætast tveir spádómar
spákvenna um líf Steingríms. Spádómarnir seg-
ir Steingrímur að séu eins og aðrir slíkir, al-
mennir. Spárnar koma alltaf inn á einhver al-
menn svið og eru skapaðar af skáldlegu innsæi
spámannsins sjálfs, en list spámannsins felst
meðal annars í því að lesa fólk, að rýna í mann-
eðlið, sjálfið og samfélagið eins og Steingrímur
orðar það. „Annars komu skúlptúrarnir, 16 peð,
fram í spánum, sem voru gerðar langt á undan
peðunum. Annaðhvort eru spákonurnar svona
forspáar eða að ég var ómeðvitað undir áhrifum
af spánum.“
Í miðju verkinu er svo samtal Steingríms og
Margrétar Blöndal þar sem þau rýna í verkið
og innihald þess.
Steingrímur segist ekki vinna myndverk sín
almennt mjög skipulega eða meðvitað, og hann
sé ekki á leiðinni að einhverju ákveðnu marki.
Hann vilji vinna ómeðvitað. „Ég er meðvitaður
um að vera ómeðvitaður,“ segir Steingrímur og
brosir. „Þetta æxlast áfram. Ég vinn ekki skipu-
lega. Listin er óræð, það er það sem gerir hana
að list. Ég hef aldrei séð listaverk sem ekki er
órætt.“
Á síðustu sýningu sem var í Kling og Bang í
ágúst, fjallaði Steingrímur um frelsið og ein-
staklingshyggjuna. Það efni er á bak og burt í
þessari sýningu. Eru engar tengingar frá einni
sýningu til þeirrar næstu?
„Það er ekkert línulegt framhald. Verk sem
ég gerði fyrir 20 árum geta skyndilega tengst
verkum sem ég geri núna. Ég er alltaf að fjalla
um mismunandi hluti. Það sprettur svo margt
út úr mér, eftir því hvað er að gerast í mínu lífi.“
Ef vilji er fyrir hendi má sjá kynferðislegar
skírskotanir í verkunum, 16 reðurtákn, sem
Steingrímur kallar reyndar 16 peð, þ.e. öll peðin
á skákborði. Fyrir ofan hvert peð hangir síðan
reðurlaga hlutur. Steingrímur kærir sig koll-
óttan um hvað fólk les út úr verkunum. Upp-
lifun áhorfandans sé frjáls. Sjálfur ræðir hann
aðeins um Stóra glerið eftir Dushamp við út-
skýringu verkanna, þó óbeint. Það að Stein-
grímur kallar verkin peð vísar líka til skák-
mannsins Duschamps, og ljóst er af orðum
Steingríms að andi þessa listamanns svífur í
einhverju formi yfir vötnum.
16 peð eru 16 höggmyndir í björtum litum og
fyrir ofan dinglar einhvers konar verkfæri. Á
veggjum eru svo skuggamyndir af „verkfær-
unum“. Höggmyndirnar eru grófar, en skugga-
myndirnar fágaðar, gerðar til að upphefja
höggmyndirnar, eins og Steingrímur orðar það,
til að vekja upp trúarlega upphafningu.
„Verkfærið er eitthvað svona sem mótar og
grefur. Frekar frumstætt og þróast frá högg-
myndinni af barninu,“ segir Steingrímur og
tekur upp litla höggmynd í kerru sem er dregin
áfram af kerru móðurinnar, dauða eldfjallinu.
„Þetta er næstum eins og löpp á lambi,“ segir
Steingrímur og hlær. „Þetta er mjög langsótt.“
Áhorfendur geta gengið lengra en að horfa
eingöngu á verkin. Þeir geta farið upp í rólu og
upplifað einhverskonar óstöðugleika eða skyn-
villu. „Ég vil koma þeim sem fer í róluna í eitt-
hvað svona breytt ástand. Svo vil ég fá fólk til að
teikna og skrifa eitthvað eftir þá upplifun.“
Spurður að því hvort listamenn í dag hefðu
eitthvert markmið, eitthvað til að berjast fyrir,
eins og Ásgrímur og félagar hans hér áður fyrr
sem lögðu sitt lóð á vogarskálar í að styrkja
sjálfsmynd þjóðarinnar, segir Steingrímur að
viðfangsefni íslenskra listamanna í dag sé ólíkt
því sem áður var. Það snúist líklega um að laga
sig að heiminum.
Steingrímur hefur sjálfur sýnt verk sín á al-
þjóðavettvangi. Er það öðruvísi en að sýna hér
á landi, og hvernig taka útlendingar verkum
hans?
„Ég fæ öðruvísi athugasemdir úti. En það á
ekki bara við um mig heldur aðra listamenn
líka. Þetta gerist við að komast í flóknara menn-
ingarsamhengi. Samfélagið sjálft tekur betur
við verkinu, menning er rótgrónari, fólk upp-
lýstara og menntun meiri. Stundum finnst mér
íslensk myndverk styrkjast mikið við að vera
sýnd erlendis, það er eins og þau virki betur.“
Mamma, mamma
Í galleríi 101 við Hverfisgötu hrópar barn á
móður sína. 16 peð standa saman og áhorf-
endur geta fengið skynvillu. Hér er rætt við
Steingrím Eyfjörð myndlistarmann, höfund
þessara verka.
Eftir Þórodd
Bjarnason
tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Steingrímur Eyfjörð fyrir framan eitt af peðunum 16. Piss God heitir verkið, eða Piss Guð. Hann naut liðsinnis vina og kunningja við að gefa verkunum nafn.