Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Page 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. september 2004 | 5 Viðey: „Ég sagði Halldóri frá ferðinni og hug- myndum okkar. „Jæja“, sagði hann, „ég sem ætla að fara að byggja uppí Mosfellssveit!““ (Á Gljúfrasteini). Vorið 1945 varð Halldóri ljóst að kostnaður- inn við að reisa sér hús á Gljúfrasteini yrði meiri en áætlaður var í fyrstu; byggingin myndi kosta 300 þúsund krónur en ekki 150–200 þús- und. Honum óaði líka framkvæmdin sjálf. En Auður sýndi strax á þessu ári hæfileika sína til að létta af honum praktískum áhyggjum svo hann gæti algerlega einbeitt sér að skriftum. Fljótlega eftir að hún hafði séð teikningarnar af húsinu eftir Ágúst Pálsson arkítekt tók hún til óspilltra málanna. Þeim hafði komið saman um að húsið skyldi vera sveitahús án þess að vera sveitabær, sæmilega stórt án íburðar og tildurs. Á árs afmæli lýðveldisins, 17. júní 1945, vélrit- aði Auður upp samning um byggingu hússins. Það kom líka í hennar hlut að hugsa um innrétt- ingar og húsbúnað og naut hún þar ekki síst föður síns sem var listasmiður á járn. Þessi sak- lausa setning í endurminningum hennar segir það sem segja þarf: Halldór „var á þessum tíma önnum kafinn að skrifa Íslandsklukkuna austur á Eyrarbakka, og treysti mér til að hugsa fyrir innréttingu og húsbúnaði“ (Á Gljúfrasteini). Halldór sagði síðar frá þessu sumri í Skegg- ræðunum við Matthías: „Ég fór austur á Eyr- arbakka þegar verið var að reisa Gljúfrastein, svo ég gæti verið í friði fyrir smiðum, sem alltaf voru að spyrja mig ráða. Ég er vondur að byggja hús og það var þýðingarlaust að spyrja mig. Á Eyrarbakka skrifaði ég þá bók, sem heitir Eldur í Kaupinhafn, í íbúð Guðmundar Daníelssonar sem þá var í Ameríku.“ Byggingu Gljúfrasteins miðaði rösklega áfram þótt byggingarefni væru torfengin og Auður þyrfti að sýna mikla útsjónarsemi til að koma öllu heim og saman. Um jólin 1945 átti að flytja í sveitina. Skömmu áður sagði Halldór við Auði að nú skyldu þau fara suður í Hafnarfjörð og láta gifta sig. Giftingardagurinn var að- fangadagur jóla og segir Auður svo frá: „Ég var hálf utan við mig á meðan á athöfninni stóð. Þegar sýslumaðurnn tók í hönd mér og sagði: „Ég óska yður til hamingu,“ svaraði ég: „Takk, sömuleiðis.“ Að innrétta sig sem hagkvæmast Aðeins nánasta fjölskylda vissi af giftingunni, en hvorki vinir þeirra né vinnufélagar Auðar fyrr en talsvert seinna. Auður fór um kvöldið að loknu borðhaldi með Ívari frænda sínum að Gljúfrasteini til að læra á ljósavél og miðstöð og Halldór kom daginn eftir með gesti sem þau höfðu boðið um jólin. Það var hvorki rafmagn né hitaveita í húsinu þegar þau fluttu inn. Kynt var með kolum sem erfitt var að fá um þessar mundir og svo var dísilmótor sem sá húsinu fyr- ir rafmagni svo það lýsti yfir hálfan dalinn. Raf- magnið kom ekki fyrr en tveim árum síðar. Eldavélin var prímus svo það var ekki auð- velt fyrir Auði að bjóða fjölda gesta í mat um jólin, en þetta hafðist allt. Hjónin nýgiftu voru lukkuleg með húsið sitt og tóku að huga að því sem vantaði. Strax í janúar var fluttur flygill í Gljúfrastein og árið eftir voru haldnir fyrstu tónleikarnir á Gljúfrasteini; margir stórmerkir listamenn áttu eftir að spila þar næstu árin á vegum Tónlistarfélagsins sem útgefandi Hall- dórs, Ragnar Jónsson, veitti forystu. Og það er spekúlerað í mubblum svo vinunum verður nóg um. Þóra Vigfúsdóttir skrifaði í dagbók sína 10. janúar 1945: „Halldór hefur enga intressu fyrir bæjarstjórnarkosningunun og yfirleitt engu nema húsgögnum í augnablikinu.“ Það reyndist ekki alls kostar rétt því Halldór var ræðumaður á fundi Sósíalistaflokksins fyrir kosningar. En gamli vinstrisósíalistinn fylgdi við innréttingu Gljúfrasteins ágætri reglu sem hann skrifaði hjá sér aftan á umslag frá þessum tíma: „Í þessu óhagkvæma þjóðfélagi verður hver að innrétta sig sem hagkvæmast.“ Þeim hjónum tókst vel upp við það, einsog þjóðin getur nú fullvissað sig um eftir að húsið verður opnað sem safn, innréttað með sama hætti og var seinni hluta búskapartíðar þeirra. Sem kunnugt er skrifaði Halldór helst á hverjum degi og við allar mögulegar aðstæður. En Gljúfrasteinn hentaði vinnulagi hans ein- staklega vel. Þar gat hann unnið í friði frá morgni og fram yfir hádegi og þurfti svo ekki nema bregða sér út úr húsi til að fara í góða gönguferð um náttúruna. Úr vinnuherberginu hafði hann útsýni yfir ána Köldukvísl og gljúfrið og fjöllin um kring. Halldór hafði ekkert á móti því að láta fara vel um sig og var veikur fyrir lúxus, hvort heldur var í fatnaði, bifreiðum eða aðbúnaði. Eftir rösk fimmtán ár á Gljúfrasteini hugnaðist honum að það færi vel á að hafa sund- laug við húsið og felur Auði framkvæmdir, með- an hann fer í langferð til Rúmeníu, eða einsog hann segir í bréfi til Auðar 13. apríl 1961: „Best gánga framkvæmdir undir þinni stjórn þegar ég er í burtu og ekki til trafala með þrasi og af- skiftum.“ Þegar Halldór sneri aftur var komin þessi fína sundlaug í garðinn. Framkvæmdum var þó ekki með öllu lokið, því það var eitthvað með steinana í gljúfrinu þar sem áin Kaldakvísl rennur í Mosfellsdalinn, þar sem sjö ára gamall drengur undir áhrifum bibl- íusagna fékk vitrun, þar sem veröld fegurð- arinnar „ofar hverri kröfu“ birtist skáldinu fyrst, sem lét hann ekki lausan. Það var annar steinn í ánni sem Halldór hafði lengi haft auga- stað á, og vorið 1971 skrifar hann Auði frá Ítalíu og er að velta fyrir sér að fá mann til að „ná steininum fagra óskemdum uppúr ánni og koma honum fyrir á blettinum.“ Verkefnið kemur að sjálfsögðu í hlut Auðar og 29. apríl 1971 skrifar hún Halldóri að steinninn hafi verið tekinn úr ánni deginum áður, og þurfti sex manns og tvær vinnuvélar til þess; einn maður datt í ána, en hundurinn Lubbi „stakk af uppí Seljabrekku meðan verið var að manúrera steininn“, einsog hún sagði í bréfinu. Og nú stendur þessi steinn á blettinum við Gljúfra- stein, þögull vitnisburður um bernskudrauma skáldsins. Það fer vel á því að Gljúfrasteinn sé gerður að safni og sem betur fer virðist almenningur ekki ætla að fara á límingunum þótt kostnaður hafi orðið nokkur; húsið var byggt á erfiðum tíma úr naumu efni og þurfti mikilla lagfæringa við. Reyndar eignaði hið opinbera sér húsið fyrst sumarið 1949, þegar gert var lögtak í því vegna skattamála og auglýst nauðungaruppboð á eigninni. Það var eftir að íslensk og bandarísk yfirvöld höfðu um skeið í sameiningu reynt að koma höggi á höfund Atómstöðvarinnar; en það er önnur saga og bíður bókar. Nú er ekki annað en óska þess að vel takist til með rekstur safnsins, það verði lifandi og skemmtilegt einsog Halldór var sjálfur, og laust við alla andakt. Höfundur vinnur að ritun ævisögu Halldórs Laxness. FJÖLDI listaverka og góðra muna er á Gljúfrasteini, heimili Halldórs og Auðar Lax- ness og dætra þeirra í hálfa öld. Eitt það fyrsta sem ber fyrir augu gestkomandi er gömul standklukka í anddyrinu, látlaus en falleg, og sýnir tímans gang þótt enginn búi lengur í húsinu. 14 ára gamall lýsti Halldór þessari klukku svo í blaðagrein: „Klukkan er strengjaklukka; er á hæð 1,8 m. Rauðmál- aður trékassi yst. Smíðuð hjá James Cowan í Edinburgh. [...] Skífan í ferhyrndri umgerð úr látúni: rósir og myndir stungnar í hornin. Ganglóðin tvö, hvort alt að 6 kg. að þyngd.“ (Morgunblaðið, 7/11 1916). Halldór sá þessa klukku fyrst barn þegar hann heimsótti ömmusystur sína í Melkoti. Þar bjuggu þá Guðrún Klængsdóttir og Magnús Einarsson sem frændi Guðrúnar hafði síðar sem fyrirmyndir að afa og ömmu í Brekkukoti í Brekkukotsannál. Í bókinni urðu þau táknmyndir alls hins besta úr liðn- um tíma, æðrulaust friðsemdarfólk og hjálp- samt og tilheyrir einhvern veginn samlífi þar sem peningar skipta ekki máli. Mannfélag sem þetta hefur aldrei verið til, nema í huga barnsins og er þess vegna alltaf til, þegar hugurinn leitar horfinnar hamingju barn- æskunnar. Það rímar við þessa nálgun að klukkan sú verður til þess að sögumaður uppgötvar eilífðina. Hún skipar þann sess og hefur þann svip að drengurinn skynjar að ekki geti verið mark að öðrum klukkum: „Hvurnin stóð á því að ég skyldi fá þá flugu að í þessari klukku byggi merkilegt kvikindi, og það væri eilífiðin? Það rann semsé upp fyrir mér einn dag að orðið sem hún sagði þegar hún tifaði, tveggja atkvæða orð sem var dregið á seinna atkvæðinu, það væri ei- líbbð, ei-líbbð. Kannaðist ég þá við þetta orð? Það var skrýtið að ég skyldi uppgötva ei- James Cowan, klukkusmiður í Edinborg í Skotlandi, var uppi þá. Hún barst að öllum líkindum til Íslands með enskum sjómönnum sem komu hingað með Jörgen Jörgensen, hinum fræga danskættaða uppreisnarmanni sem Íslendingar þekktu sem Jörund hunda- dagakonung. Jörundur gerði skammvinna tilraun til valdatöku á Íslandi 1809, og í kjöl- farið var talsvert um verslun við ensk skip í nokkur ár. Það er skemmtileg þverstæða sögunnar að Ísleifur Einarsson, þá dómari við landsyfirréttinn, hefur líkast til keypt klukkuna af þessum mönnum sem hann háði harða baráttu gegn í nafni lögmætra yf- irvalda. Ísleifur var bróðir langalangömmu Halldórs Guðjónssonar. Klukkan fór víða, ekki síst þegar hún var í eigu Páls Melsteðs, sýslumanns og sagnfræðings, sem kvæntur var dóttur Ísleifs. Frá Páli barst hún til Reykjavíkur, til hjónanna Þórdísar og Skafta læknis í Skaftabæ, en sá bær mun hafa staðið á horninu þar sem Skólavörðustígur, Ingólfs- stræti og Bankastræti mætast. Skafti var raunar járnsmiður, en ástríða hans var lækn- ingar, og mun fjöldi manna, ekki síst berkla- sjúklinga, hafa leitað skjóls í bæ þeirra hjóna. Þegar Þórdís dó 1864 var tilkvödd sem ráðskona Skafta systkinabarn hennar Guðrún Klængsdóttir, ömmusystir Halldórs. Sex árum síðar deyr Skafti, og hafði áður gefið Guðrúnu klukkuna góðu, sem tekur hana með sér í Melkot til heitmanns síns Magnúsar. Og fylgdi henni um leið eitthvert slangur af þeim vegalausu aumingjum sem Skafti hafði hýst; mun þar komin skýringin á ýmsu því fólki sem segir frá að hafi átt at- hvarf í Brekkukoti um lengri eða skemmri tíma. Ævi verks Guðrún Klængsdóttir dó 1914. Ári síðar er Melkot rifið og Guðjón Helgason tekur Magnús gamla til sín í Laxnes, og klukkuna með. Hún kemur aftur til Reykjavíkur þegar móðir Halldórs bregður búi á Laxnesi 1928, en 1940 gefur hún syni sínum klukkuna; Halldór var þá skilinn við Ingibjörgu fyrri konu sína og fluttur á Vesturgötu 28. Hann tekur klukkuna svo með sér í Gljúfrastein, þar sem hún stendur enn. Glöggir menn hafa að vísu séð að kassinn hefur verið endurnýj- aður, því hann passar ekki alveg utanum verkið. Það er örugglega rétt sem H. Guð- jónsson frá Laxnesi sagði í niðurlagi blaða- greinar sinnar forðum: „Prýðilegur frágang- ur á verki – getur enst aðra eins æfi enn.“ H.G. Gömul klukka lífðina sisona, laungu áður en ég vissi hvað eilífð var, og jafnvel áður en ég hafði lært þá setníngu að allir menn séu dauðlegir, já með- an ég lifði í rauninni í eilífðinni sjálfur. Það var einsog fiskur færi altíeinu að uppgötva vatnið sem hann syndir í“ (Brekkukotsann- áll). Þegar Halldór tekur að kynna sig sem rithöfund í heimi fullorðinna skrifar hann grein um klukkuna í Melkoti. Klukkan er frá því um miðja átjándu öld, því þótt ekki sé ártal á henni er vitað að Klukkan úr Brekkukotsannál Efsti hluti klukk- unnar frægu frá Brekku á Álftanesi sem sagði „ei-líbbð ei-líbbð“ í Brekkukotsannál.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.