Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Síða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. september 2004
Kleifarvatn
eftir Arnald Indriðason
Kleifarvatn (Vaka-Helgafell)
er ný glæpasaga eftir Arnald
Indriðason þar sem Erlend-
ur, Sigurður Óli og Elínborg,
sem lesendur þekkja úr fyrri
bókum höfundar, eru í aðal-
hlutverki. Bókin kemur út 1.
nóvember eins og bækur
Arnaldar hafa gert und-
anfarin ár.
Samkvæmisleikir
eftir Braga Ólafsson
„Um leið og Friðbert sagði
bless við síðustu afmæl-
isgestina… tók hann eftir að
við blómsturpottinn fyrir
framan dyrnar var skópar
sem hann kannaðist ekki við
að hafa séð áður.“ Þannig
hefst skáldsagan Samkvæm-
isleikir (Bjartur) eftir Braga
Ólafsson en í ljósi þeirrar al-
mennu reglu að sögur, rétt eins og bíómyndir,
eigi að enda vel má segja að frásögnin hefjist á
þeim punkti þar sem hún ætti í raun að enda.
Aðalpersónan, prentneminn Friðbert, hefur
boðið vinum sínum og skyldmennum til veislu í
tilefni af þrítugsafmæli sínu og undir morgun,
þegar hann hefur kvatt síðustu gestina, kemur í
ljós að enn er einn gestur í íbúðinni.
Samkvæmisleikir glímir við siðferðileg álitamál
og spyr þar á meðal hinnar sígildu spurningar:
Hvað er glæpur og hvað ekki og hver er viðeig-
andi refsing? Þetta er þriðja skáldsaga Braga
Ólafssonar en hinar tvær, Hvíldardagar og
Gæludýrin, voru báðar tilnefndar til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna.
Bítlaávarpið
eftir Einar Má Guðmundsson
„Vofa gengur laus um götur
heimsins, vofa Bítlanna.“ Á
þessum orðum hefst ný
skáldsaga Einars Más Guð-
mundssonar, Bítlaávarpið
(Mál og menning), sem lýsir
því þegar rokkið heldur inn-
reið sína í veruleik íslenskra
skólabarna á sjöunda ára-
tugnum – og byltir lífi þeirra.
Í þessari bók beitir Einar Már frásagnaraðferð
sem er eins konar blanda af Riddurum hring-
stigans og Englum alheimsins.
Hugsjónadruslan –
Ideological Slut
eftir Eirík Örn Norðdahl
Er hægt að skrifa ástarsögur eftir 11. septemb-
er? Já, en ekki án þess að minnast á 11. sept-
ember. Þrándur er á leið til Kaupmannahafnar
að hitta stelpu sem hann kynntist á Netinu og er
pólíamorískur Texasbúi með master í mann-
fræði. Í Hugsjónadruslunni (Mál og menning)
eftir Eirík Örn Norðdahl er hugmynda-, hug-
sjóna- og gleðisúpa samtímans matreidd af
krafti.
Lömuðu kennslu-
konurnar
eftir Guðberg Bergsson
Lömuðu kennslukonurnar
(JPV-útgáfa) nefnist ný
skáldsaga eftir Guðberg
Bergsson en þetta er fyrsta
skáldsaga hans í mörg ár.
Guðbergur hefur á und-
anförnum árum m.a. fengist
við að endurskrifa eldri verk.
Morgunblaðið/Þorkell
Haustbækurnar koma
Íslenskar skáldsögur verða mest áberandi í
haustútgáfu ársins eins og undanfarin ár. Hér
er sagt frá því helsta sem væntanlegt er frá
bókaútgefendum á næstu vikum og mánuðum.
Einnig eru birt brot úr fjórum bókum, Málsvörn
og minningum eftir Matthías Johannessen,
Bríet, Valdimar, Laufey og Héðinn eftir
Matthías Viðar Sæmundsson, Fífli dagsins eftir
Þorstein Guðmundsson og Samkvæmisleikjum
eftir Braga Ólafsson.
ÉG VAR aldrei neinn aðdáandi. Hann var hluti af lífi mínu, eins og
annarra hér á landi en ég var ekki hluti af honum, þekkti hann
ekki neitt, hafði aldrei hitt hann og ól með mér sömu efasemdir um
að hann væri til og margir aðrir. Stundum hugsa ég um allt fólkið í
kringum mig sem á eftir að skipta mig máli í framtíðinni: ljóshærð
stelpa í strætó, með þykka neðri vör og svartan pinna í augabrún-
inni verður kannski tengdadóttir mín eftir þrjátíu ár og gerir mér
lífið leitt en verður kannski sú eina sem heimsækir mig á elliheim-
ilið. Maðurinn sem selur mér grátt flísteppi á íbúðina keyrir yfir
mig á jepplingi eftir tuttugu ár og drepur mig og kemur þar með í
veg fyrir að ég hitti tengdadóttur mína, jæja, ég get þá afskrifað
hana. En allar hugleiðingar af þessu tagi eru léttvægar, í besta
falli afþreying og hugarleikfimi, borið saman við þá staðreynd að
ég hitti Sigga Tex, ég þekki Sigga Tex, hann þekkir mig og fyrir
utan að hann breytti lífi mínu þá hafði ég líka áhrif á hann.
Hlæið þið bara og segið: Hann er að skrifa ævisögu Sigga Tex til
þess að upphefja sjálfan sig, hann vill standa á öxlum mikilmennis,
niðurlægja og eyðileggja, notfæra og traðka á. En þið lesið áfram
og þið lesið áfram vegna þess að þessi bók er ekki um mig, hún er
um Sigga Tex og það er ekki ein setning í þessari bók sem hann
stendur ekki á bak við, ekki eitt orð sem ekki má rekja til hans, ég
er verkfæri í hans höndum, ómerkilegur leigupenni, skíthæll.
Úr Fífli dagsins
Eftir Þorstein Guðmundsson
Skáldsögur