Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.2004, Qupperneq 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. september 2004 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri:
Grettir/Garfield (SV)
Fahrenheit 9/11 (HJ)
Háskólabíó
The Bourne Supremacy
(SV)
Coffee and Cigarettes
(SV)
Supersize Me (SV)
Capturing he Friedmans
(SV)
Saved! (SV)
The Shape of Things
(SV)
Spellbound (SV)
Bollywood, Hollywood
(SV)
The Village (SV)
King Arthur (HJ)
Shrek 2 (SV)
Good Bye Lenin!
(H.L)
Laugarásbíó
The Bourne Supremacy
(SV)
The Stepford Wives
(SV)
Grettir/Garfield
(SV)
Fahrenheit 9/11
(HJ)
Regnboginn
Hellboy (HJ)
I, Robot (SV)
Spider-Man 2 (SV)
Grettir/Garfield
(SV)
Dirty Dancing 2
(SV)
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
The Bourne Supremacy
(SV)
Catwoman (SV)
The Village (SV)
New York Minute (HJ)
King Arthur (HJ)
Shrek 2 (SV)
Gauragangur í sveitinni
(SV)
Smárabíó
Hellboy (HJ)
Grettir/Garfield (SV)Spider-Man 2 (SV)
Myndlist
Art gallery S.Har: Sýning
Inger H. Bóasson, Ingu Hlöð-
vers og Sjafnar Har.- Fine
art and photos. Opin daglega
frá kl. 11-18 og laugardaga
11-16. Stendur til 18.sept.
Gallerí Höllu Har: Verk
Höllu Har. Opið föstudag,
laugardag og sunnudag frá
klukkan 13-22.
Gerðarsafn: Sígild dönsk
hönnun og Íslensk hús-
gagnahönnun. Til 19. sept-
ember.
Hafnarborg: Katrín Elvars-
dóttir. Astrid Kruse Jensen.
Fimm skartgripahönnuðir frá
Danmörku. Til 20. sept.
Handverk og hönnun: Sum-
arsýningu lýkur um helgina.
Íþróttahúsið, Eiðum: Dieter
Roth. Fram í desember.
Kunstraum Wohnraum, Ása-
byggð 2, Akureyri: Ulrike
Scoeller. Til 21. okt.
Listasafn Akureyrar: Boyle-
fjölskyldan. Til 24. okt.
„Raunsæi yfirborðs-mynda
Boyle fjölskyldunnar ná satt
að segja svona goðsögulegum
hæðum. Þær hafa raunveru-
lega þrívíddar-virkni og virð-
ast hreinlega skornar úr jörð-
inni og hengdar á vegg... Ég
get heldur ekki neitað því að
falla fyrir handverkinu, þótt
það eitt og sér gefi verkunum
ekki gildi sitt. Þau mundu
bara ekki ganga upp nema að
handverkið væri þetta ná-
kvæmt og ég fann mig oft
rýna í hina smæstu hluti í
þessum stóru lágmyndum og
velta fyrir mér hvernig í fjár-
anum þau færu að þessu. Þá
er sýningin vel framsett,
þrælflott í alla staði. “ JBK.
Ransu.
Listasafn ASÍ, Freyjugötu:
Hildur Bjarnadóttir í Ás-
mundarsal. Hafdís Helga-
dóttir í Gryfju. Arinstofa: Úr
eigu safnsins. Til 12. sept.
Listasafn Einars Jónssonar:
fókus. Sýningin stendur til
21. sept.
Safnasafnið, Svalbarðs-
strönd: 11 nýjar sýningar.
Safn – Laugavegi 37: Opið
mið.-sun. kl. 14-18. Sum-
arsýning úr safnaeign. Ný
verk eftir Katarinu Grosse og
Eggert Pétursson. Til 26.
sept.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
Skálholt: Staðarlistamenn
eru Þórður Hall og Þorbjörg
Þórðardóttir. Til 31. sept.
Leiklist
Borgarleikhúsið: Rómeó og
Júlía, lau., sun. Danshátíð
lau., sun.
Vetrargarðurinn, Smára-
lind: Fame, lau., sun.
Austurbær: Hárið, lau., sun.
Þjóðleikhúsið: Edith Piaf á
stóra sviðinu, lau. Dýrin í
Hálsaskógi, sun. Græna land-
ið á litla sviðinu, sun.
Opið alla daga, nema mánu-
daga, kl. 14-17. Til 15. sept.
Listasafn Árnesinga: Elín
Hansdóttir. Til 12. sept.
Listasafn Ísafjarðar: Sara
Vilbergsdóttir. Til 1. október.
Listasafn Reykjavíkur – Ás-
mundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Ný safnsýning á
verkum Errós. Kenjarnar –
Los Caprichos. Finnur Arn-
ar. Til 3. október.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar: Listaverk Sigurjóns í
alfaraleið. Til 5. sept. Opið
alla daga nema mánudaga kl.
14-17. Til 1. okt.
Listhús Ófeigs: Reykjavík
með augum Gunnars Hann-
essonar. Til 8. sept.
Nýlistasafnið, Laugavegi 21:
Til 13. sept. Sýning á safna-
eign.
Ráðhús Reykjavíkur:
Laugardagur 4. sept. Focus,
félag áhugaljósmyndara, opn-
ar ljósmyndasýningu. Ísland í
HÚN er óneitanlega áhugaverð hugmyndin að
baki dönsku sýningunni Nútímakonur sem nú
stendur yfir í aðalsýningarrými Hafnarborgar,
menningar- og listastofnunar Hafnafjarðar. Á
sýningunni eru samtvinnaðar portrett-
ljósmyndir af átján konum á öllum aldri, sem
eiga það sameiginlegt að vera áberandi hluti af
dönsku þjóðlífi, og skartgripir – hálsmen í flest-
um tilvikum – sem hafa verið hannaðir með
hverja og eina kvennanna átján í huga.
Gripirnir, sem eru verk fimm danskra skart-
gripahönnuða – sem einnig eru konur, eru allir
með nútímalegum áherslum og unnir út frá
hugmyndum um skartgripinn sem listaverk í
stað skrautmunar. Púsluspil, speglar og næl-
onþráður eru líka aðeins nokkur dæmi um þann
óvenjulega efnivið sem finna má í skartinu, auk
hefðbundnari efna á borð við silfur og títan.
Nælur Gitte Helle eru ágætis dæmi um þetta,
enda uppfullar af smáatriðum og samsettar úr
ólíkum aðskotahlutum sem hönnuðurinn notar
til að draga fram tengsl við viðfangsefni sín.
Hverjum grip fylgja auk þess hugleiðingar
hönnuðarins, því miður óþýddar, um hug-
myndirnar sem að baki liggja.
Hönnuðirnir fimm nálgast vissulega við-
fangsefni sín á ólíkan máta og mjög gjarnan
eru gripirnir hannaðir útfrá starfsvettvangi
og ytri ímynd hverrar konu. Þannig notar Jea-
nette Lopez-Zepeda til að mynda verk lista-
konunnar Bentemarie Kjeldbæk, Min
Spanske Familie, sem útgangspunkt skart-
gripa tengdra Kjeldbæk, líkt og hún gerir
reyndar við gerð fleiri muna á sýningunni.
Katrine Borup notfærir sér þá eina af tákn-
myndum biskupsembættisins við gerð munar
fyrir biskupinn Lise-Lotte Rebel og úr verður
allsérstæð útfærsla á biskupskápunni sem þó
nær einnig tengslum við skartgripagerðina –
en silkirenningum og útsaumsgarni er komið
fyrir á hálshring sem tryggir að kápulögunin
haldist þó í tötrum sé.
Enn aðra nálgun er síðan að finna í verkum
Mette Saabye sem reynist veraskemmtilega
hugmyndarík í efnisvali og útfærslu hug-
mynda líkt og púsluspilshálsmen fyrir kvik-
myndaframleiðandann Vibeke Windeløv er
forvitnilegt dæmi um. Útfærsla Saabye á háls-
meni fyrir leikkonuna Bodil Udsen er þá ekki
síður táknræn. Þar er hefðbundin form-
myndun hálsmens með dropalöguðum flötum
brotin upp með speglarömmum á ytri hlið og
ljósmyndum af Udsen sjálfri á innri hliðinni –
með því móti speglar leikkonan heiminn í
kringum sig líkt og í starfinu á meðan hennar
eigin persóna er öðrum hulin. Líkt og sagði í
upphafi er hugmyndin að baki sköpun mun-
anna áhugaverð, en nær þó ekki að njóta sín til
fulls. Það fer nefnilega ekki framhjá sýning-
argestum að Nútímakonur var hönnuð fyrir
annars konar rými en hún byggir í Hafn-
arborg og hefur lítið sem ekkert verið gert til
að laga hana að núverandi sýningaraðstöðu.
Fyrir vikið eru líka um tveir þriðju salarins
tómir á meðan að skartgripum og ljósmyndum
er þjappað saman á litlu svæði. Lítil spjöld við
inngang salarins með hugleiðingum um skart-
gripi virka að sama skapa hjákátlega smá í því
mikla rými sem ónýtt er og í huga sýning-
argests hljóta að koma upp hugleiðingar um
hvort sýningin, í núverandi búningi, hefði ekki
notið sín betur minna rými.
Persónulegt skart
MYNDLIST
Hafnarborg
Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 11–
17. Henni lýkur 20. september nk.
NÚTÍMAKONUR
Hálsmen Mette Saabye fyrir Bodil Udsen.
Anna Sigríður Einarsdóttir
Morgunblaðið/Árni Torfason
Í LISTASAFNINU á Akureyri stendur yfir
sýning á verkum eftir Boyle-fjölskylduna
skosku, Joan Hill og Mark Boyle og uppkomin
afkvæmi þeirra, Sebastian og Georgiu. Spannar
sýningin 35 ár í myndlistarferli þeirra eða þann
tíma sem þau hafa unnið að heims-seríu sinni
sem jafnframt er uppistaða sýningarinnar og
meginframlag listamannanna til alþjóðlegrar
myndlistar.
Mark og Joan hófu listferil sinn á sjötta ára-
tug síðustu aldar og þreifuðu fyrir sér á ýmsum
sviðum myndlistar. En áhugi þeirra á yfirborði
hluta leiddi þau að fyrstu yfirborðs-stúdíunni um
miðjan sjöunda áratuginn, en yfirborðs-
stúdíurnar eru lágmyndir unnar úr trjákvoðu og
glertrefjum sem sýna nákvæmar eftirmyndir af
jarðfleti. Árið 1969 hófu hjónin að vinna að
heims-seríunni með það að markmiði að gera
1.000 yfirborðs-stúdíur víðsvegar að úr heim-
inum. Staðirnir voru valdir af
handahófi, þ.e. að pílum var kastað
blindandi á heimskort. Enn eiga
þau langt í land með að ljúka verk-
unum 1.000 og eru enn að 35 árum
síðar.
Þessi verk Boyle-hjónanna, sem
síðar urðu Boyle-fjölskyldan, verða
ekki auðveldlega negld niður innan
einnar stefnu módernismans. Sam-
sama þau sig þó einna best við of-
urraunsæisstefnu sjöunda áratug-
arins og Land-listina (Land art).
Það sem reyndar greinir yfirborðs-
myndir fjölskyldunnar frá verkum
ofurraunsæislistamanna, eins og
t.d. Duane Hansons eða John de
Andrea, er að verkin eru óháð tíma
og tískusveiflum manna. Þ.e. að í fí-
gúratífum verkum Hansons og de
Andrea sjáum við vestræna tísku,
klæðnað, hárgreiðslu o.s.frv. sem
er ávallt bundið tímabili. Verk sem
Hanson eða de Andrea gerðu árið
1970 eru því augljóslega gerð það
árið. Verk sem Boyle-fjölskyldan
hefur hinsvegar gert árið 1970
gætu þau alveg eins hafa gert árið 2004, þar sem
yfirborð jarðar er í grundvallaratriðum eins.
Það sem svo greinir Boyle-fjölskylduna frá
flestu í Land-listinni er að þau eru ekki að færa
hluta úr sjálfri náttúrunni inn í listrými eða að
vinna með náttúruna úti í náttúrunni. Þau eru að
skapa eftirmyndir af náttúrunni, herma ná-
kvæmlega eftir smáum fleti á yfirborði jarðar.
Náttúran upp á vegg
Nálgun Boyle-fjölskyldunnar við listsköpun er á
margan hátt mínimalísk, sneidd allri tilraun til
sjálfsprottinnar tjáningar. Þau hafna goðsögn-
inni um hinn einstaka djúpstæða snilling og
starfa að listsköpun líkt og lítið fjölskyldufyr-
irtæki sem framleiðir postulínstyttur eða blóma-
skreytingar. Einnig er það eitthvað svo hallær-
islegt að fjölskylda sé að búa til myndlist saman
síðan á áttunda áratugnum, einskonar mynd-
listar-útgáfa af Osmond- eða Jackson-
fjölskyldunni, að það snýst í andhverfu sína og
verður sem árás á almennt viðhorf okkar til hins
goðsagnarkennda myndlistarmanns. En það er
líka heilmikil mótsögn í þessu öllu saman. Því
aðrar viðteknar hugmyndir um snillina er kunn-
áttan eða getan til að skapa nákvæma eft-
irmynd. Meira að segja þegar guðirnir grísku,
Seifur og Pharrasíos, voru að metast um list-
ræna hæfileika gerðu þeir það í formi eft-
irmynda. Seifur málaði mynd af berjum sem
voru svo raunsæ að fuglar reyndu að éta þau.
Pharrasíos bauð þá Seifi að draga frá tjaldið sem
huldi málverk hans. En þegar Seifur ætlaði að
draga tjaldið frá reyndist það vera myndin.
Raunsæi yfirborðs-mynda Boyle-fjölskyldunnar
nær satt að segja svona goðsögulegum hæðum.
Þær hafa raunverulega þrívíddar-virkni og virð-
ast hreinlega skornar úr jörðinni og hengdar á
vegg.
Sýningin skiptist í 3 hluta í þrjá sali. Fyrst ber
að nefna elsta verkið á sýningunni, Strandir
(Tidal series), frá árinu 1969. Alls 14 myndir sem
sýna sama flæðarmálsblettinn með 12 tíma milli-
bili í eina viku. Þótt bletturinn sé hinn sami þá
hefur yfirborðið aldrei sama mynstur eftir flóð.
Saman skapa verkin nokkuð mjúka hrynjandi í
salnum og smellpassa eins og þau hafi verið gerð
fyrir rýmið. Í miðrýminu eru öllu þyngri verk,
vega reyndar álíka þungt í efni og strandirnar en
jarðtengja mann mun fastar. Þetta eru grófari
myndir af grjóti, mold, leir, o.s.fv. Í þriðja saln-
um eru svo myndir af manngerðum blettum á
jarðkringlunni, s.s. af steinhellum, götum, rusla-
haugum o.s.frv. Þær eru flóknari fyrir augað,
hafa í sér fleiri litafleti og samspil ólíkra forma.
Hvað upplifun mína á verkunum varðar þá
þykir mér sérkennilegt að sjá þessa mynd af
náttúrunni, sem maður hefur vanist undir fótum
sér, hangandi á vegg. Maður veit að þetta er allt
í plati en samt óviss hvort maður standi enn á
tveimur fótum. Liggur við að virknin sé optísk,
en þá ekki með sjónblekkingum eins og tíðkaðist
á hippaárunum heldur skapast hún í hugsun.
Þetta kemur sérstaklega sterkt fram við að sjá
þetta mörg verk í einu, en ég hef einungis séð
eitt og eitt verk frá þeim áður á söfnum, að und-
anskildum ströndunum, og það er talsvert annað
en að sjá heila sýningu. Ég get heldur ekki neit-
að því að falla fyrir handverkinu, þótt það eitt og
sér gefi verkunum ekki gildi sitt. Þau mundu
bara ekki ganga upp nema að handverkið væri
þetta nákvæmt og ég sóð mig oft að því að rýna í
hina smæstu hluti í þessum stóru lágmyndum og
velta fyrir mér hvernig í fjáranum þau færu að
þessu. Þá er sýningin vel framsett, þrælflott í
alla staði.
Goðsögulegar hæðir
MYNDLIST
Listasafnið á Akureyri
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Sýn-
ingu lýkur 24. október.
BOYLE-FJÖLSKYLDAN
Yfirborðsathugun á Sardiníu frá árinu 1978. Eitt af verkum
Boyle-fjölskyldunnar í Listasafninu á Akureyri.
Morgunblaðið/Kristján
Jón B.K. Ransu