Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 3
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 419 og rak upp skelfingaróp. — Raf- geymarnir afhlóðust óhugnanlega mikið, það hlaut að vera skamm- hlaup, og í kafbát orsakar skamm- hlaup fljótlega eldsvoða ef ekki sprengingu. Án þess að hugleiða, að næsta sekúnda gæti verið hans síðasta, stakk hann sér á höfuðið niður í rafhlöðugeyminn og rauf strauminn. Það varð svartamyrkur í öllum bátnum, þegar hann með sínum 475 tonna þunga hlunkaðist mót hafsbotninum, með skutinn djúpt sokkinn í foracbotninn. Naquin i'eyndi að ná sambandi við aftur- hiuta bátsins, en fékk ekkert svar, þá snéri hann sér til þeirra, er oftir lifðu af áhöfninni. „Við liggj um á 75 metra dýpi, aftúrhluti bátsins er þegar fullur af sjó, en framhlutinn virðist • þéttur. Við verðum áð bíða, þar til hjálp bérst. Það er aðeíns, hve fljótt hún get- ur borizt“. Squalus var útbúinn tneð hinum fullkomnustu björgun- artækjum. Þar var eitt Momsen- hjörgunarvesti handa hverjum ntanni, og eru þau sérstaklega búin til fyrir kafbátsáhafnir, einnig Voru fjöldi reykbauja, sem hægt er að senda upp til yfirborðsins, °g springa þær þar í litský, sem sjást langt að. Á dekkinu var eirin- 'g bauja með innbyggðum síma, Sem hægt var að hleypa upp til Vfirborðsins. Þar að auki var sér- stök björgunarlúga með þannig átbúnaði, að hægt var að fésta ^jörgunarkúlu yfir hana. Naquin s.Vndi áhöfninni fram á þessa möguleika til björgúnar, og að þeir hefðu súrefni til þriggja daga. Um klukkan 8,50 var fyrstu reykbaujunni og símabaujunni hleypt upp, síðaii gerði Naquin J'ðskönnun. Það var saknað 26 ^anna, sem allir höfðu vérið við störf aftur í bátnum. Hinum 33 eftirlifandi déildi hann niður í stjórnklefann og fremsta tundur- skéýtaklefann, og skýrði fyrir þeim, hvernig þeir yrðu að spara súrefnið sem frekast væri unnt, Leggið ykkur niður, og hafið hægt um ykkur, sleppið öllu masi. Ekki einn andardráttur má fara til spill is“. Þegar Sqúalus hafði ekki til- kvnnt uppkomu kl. 9.40 varð yf- irmaður Portsmouth flotastöðvar- innar, Cole, orðinn órólegur, og lét þegar gera varúðarráðstafanir. Stanzlaust var reynt að ná loft- skeytasambandi við Squalus, en án árangurs. Björgunarskipinu Fal- con var gert aðvart, en það var útbúið með björgunarkúlu. Kaf- báturinn Sculpin, sem var á leið til æfinga út af Cúbu, var tilkvnnt kl. 11.55, að óttast væri um syst- urskip hans, Squalus, og var hann beðinn að leita á þeim slóðum. Squalus hafði þá sent fimm reyk- baujur upp, en engin af þeim hafði sézt. En kl. 12.40 var hin sjötta sehd upþ frá Squalus. Fáum mín- útum síðar var Cole tilkynnt að Squalus væri sokkinn. Samstund- is voru send skip með allan þann útbúnað, er hugsazt gat að kæmu að haldi við björgunina, og einnig Cbarles Momsen, er fundið hafði upp Momsens-björgunarbeltin, og Allan McCan, er hafði búið til hina kynlégu björgunarkúlu. Áður en Cole hafði lokið ráðstöfunum sín- um, heyrði áhöfn Sqúalusar, skips skrúfuhljóð, er nálgaðist stöðugt, og innan fárra mínútna heyrðu þeir í símanum frá baujunni rödd Wilkin kafbátsforingja á Sculpin. Naquin svaraði: „Sendið kafara niður, sem getur lokað loftventl- unum og fest slöngu við stútana. Blásið svo sjónum út“. Með þess- um ráðum, léttist Squalus ef til vili það mikið, að þeir kæmust upp. En í sömu andrá reið alda undir Sculpin og lyfti honum það mikið að símaþráðúrinn slitnaði. Fór þá áhöfnin á Squalus ag berja bol bátsins, svo að Sculpin með sínum nákvæmu hlustunartækjum gæti ákvarðað afstöðu bálsihs, og merkt hana með bauju meðan þeir væru að bíða björgunarskipanna. Dráttarbáturinn Penacook festi kröku í Squalus kl. 19.30 og var nú aðeihs beðið komu björgunar- skipsins Falcon, sem var með all- an útbúnað til köfunar. Meðan á þessum aðgerðum stóð, hafði fréttin um slysið borizt um öll Bandaríkin. Dag sem nótt sendu útvarpsstöðvar og blöð frétt ir af slysinu, og öll hin bandaríska þjóð fylgdist með kvíða og spenn- ingi með því, hvort tækist að bjarga hinum ólánssömu mönnum úr fangelsi hafsins. Niðri í Squalus héldu menn sig sem þéttast saman, til að halda hita. 75 metra undir yfirborðinu var kuldinn um frostmark, og var þegar farinn að sækja að áhöfn- inni. Flestir af áhöfninni voru ró- legir, og hertu upp hugann; og jafnvel sváfu nokkrir. Kl. 4.25 morguninn eftir kom björgunar- skipið Falcon, og hafði Squalus þá legið 20 klst. á hafsbotni. Áður en björgunarstarfið gat hafizt, varð að festa Falcon með fjórum akkerum, svo hann lægi hreyfingarlaus yfir hinum sokkna bát. Þessu var lokið kl. 10, og strax þar á eftir var fyrsti kafarinn sendur niður. Átti hann að festa vírunum við björgunarlúgu báts- ins, svo áhöfn björgunarkúlunnar gæti dregið sig niður með vírnum. Heppnin var með kafaranum, því hann lenti innan tveggja metra frá lúgunni, og innan 20 mínútna var hann á leið upp, eftir að hafa lokið starfi sínu niðri. Var nú hafizt handa að sjósetja björgunarkúluna. Var þetta níu tonna stálhús um 2,5 metrar að þvérmáli og í laginu sem vaths- dropi. í megin atriðum var hún sem nokkurs konar kafbátur, er féstur var við og stjórnað frá björgunarskipinu. Að innan var henni skipt í tvö hólf með kjöl- féstugeými innbyggðum í síðurn-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.