Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 16
432 SUNNUDAGSBLADIÐ KNATTSPYRNU- DÓMARAR. I nágrenni franska bæj- arins Béziers er sveita- þorp nokkurt, sem Corneil hen nefnist, og getur það stært sig af því, að eiga fleiri knattspyrnudómara, en nokkur annar bær í Frakklandi — miðað við fólksfjölda — já, og þó leitað væri í allri Evrópu. Af 800 íbúum þorpsins eru 16 útlærðir og viður- kenndir knattspyrnudóm- arar. „Ef þróunin heldur áfram í sömu átt og hing- að til“, segja menn í Cor- neilhen, „munum vér bráð um eiga fleiri dómara en knattspyrnumenn!“ ÁHYGGJUR. Skoðanakönnun hefur leitt í ljós, að ógiftar stúlk ur hafa meiri áhyggjur út af fjármálum sínum og framtíð, en ógiftir karl- menn. — Enskur rithöf- undur hefur orðað þetta svo: — Konan hefur á- hyggjur út af framtíð sinni, þar til hún er gift, en maðurinn ber ekki á- hyggjur út af framtíðinni, fyrr en hann er giftur. GÓÐGERDAR- STARFSEMI. Pat Grebs, 51 árs hótel- eigandi í Miami í USA, hefur þann sið, að veita ungu fólki, sem er á brúð kaupsferðalagi ókeypis uppihald í eina viku. Hann kveður sér ánægju að því, að geta stuðlað að ánægju hveitibrauðsdaga unga fólksins, því að sjálf ur hafi hann farið á mis við unað þeirra, en ein- ungis fengið skæting, skammir og löðrunga. MAÐUR HVERFUR. Frú Vernon Ward í Kaliforníu tilkynnti lög- reglunni, að maður sinn væri horfinn og hefði ekki komið heim í tvo daga. Lögreglan skipulagði þeg- ar leit að manninum. En þremur dögum síðar fannst maðurinn. Hann sat nefnilega í fangelsi og afplánaði 30 daga varð haldsvist fyrir að hafa ekið ölvaður. Lögreglan aflýsti leitinni þegar í stað svo lítið bar á! —o— FYRSTU FLUG- FARÞEGARNIR. Hinn 17. september 1783 sendi Joseph Mont- golfier loftbelg upp í Ver sölum, en neðan í loftbelg inn var fest dálítið búr, og í það látinn einn sauð- ur, hani og önd, og eru þetta fyrstu flugfarþeg- arnir í veröldinni, sem vit að er um með vissu. Loft- belgurinn var fylltur með heitu lofti yfir náli, og steig hann 500 metra upp í loftið á átta mínútum, en sveif aftur til jarðar skammt frá þeim stað, sem hann var settur upp, og voru „farþegarnir“ ó- skaddaðir eftir. RYK. Það er meira ryk í loft- inu en nokkurn grunar. I einu af kvikmyndahúsum Kaupmannahafnar er dag lega ryksugað 15 kg. af ryki. Einnig er mjög mik- ið af sóti og kolareyk yfir ýmsum stórborgum. Fyr- ir styrjöldina var það reiknað út í Vín, að kola- rykið, sem blandaðist loft inu árlega svaraði til 120 þúsund tonna. —o—- HÁRSNYRTING ÞINGMANNA. Um margra ára skeið hafa þingmenn ítalska þingsins fengið ókeypis klippingu og hársnyrt- ingu í rakarastofu, sem er í þinghúsbyggingunni. Nú hafa konur þær, sem eiga sæti á ítalska þing- inu, krafizt sömu hlunn- inda fyrir sig, og berjast fyrir því, að komið verði upp hárgreiðslustofu í þinghúsinu, þar sem þær njóta ókeypis hársnyrt- ingar. TVÍBURASONUR. Robert E. Bunker, sem var síðasti sonurinn á líf1 fyrstu síamisku tvíbur- anna, andaðist 85 ára að aldri fyrir fimm árum síðan í N. Carolina í húsi því, sem tvíburarnir End og Chang byggðu fyrir rúmum hundrað árum- Robert var sonur End, sem dó árið 1874, þrem klukkustundum á eftir bróður sínum Chang. (Sjá nánar grein um tvi- burana í Sunnudagsblað- inu, 8. tbl. 1957.) —o— SUNNUDAGSBLAÐIÐ ÚTGEFANDI: SunnudagsblaðiS h.f. RITSTJÓRI: Ingólfur Kristjánsson, Stórholti 17. Sími 6151. Box 1127. AFGREIÐSLA: Hverfisgötu 8—10. Slmi 4905. Prentsmiðja Alþýðublaðsins.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.