Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 4
420 SUNNUDAGSBLAÐIÐ ar, svo hin tveggja manna áhöfn gæti stjórnað ferðinni upp eða nið- ur með því að dæla sjónum inn eða út úr geyminum. Efra hólfið var aðskilið frá neðra hólfi kúl- unnar með vatnsþéttri lúgu, og í undirhólfinu var vélknúin vinda, þar sem vírunum frá björgunar- lúgu bátsins var fest, en þessu öllu var stjórnað frá efra hólfi kúlunnar. Kl. 11,30 stigu tveir menn inn í kúluna, og 42 mínút- um síðar voru þeir komnir niður á þilfar Squalus. Nú hófst hið hættulegasta við björgunina. — Fyrst var kjölfestugeymirinn fyllt ur, síðan var vindan látin í gang, og strekkt á vírunum til lúgunn- ar eins og frekast var hægt, þá var undirhólfið tæmt af sjó með þrýsti lofti. Hafið sem hafði verið þeirra óvinur, var nú vinur þeirra, sem þrýsti kúlunni ofaná þilfar báts- ins, svo gúmmíhringurinn undir kúlunni var orðinn vatnsþéttur. Síðan opnuðu þeir félagar lúguna til neðra hólfsins, og létu sig síga niður á þilfar Squalusar, þar sem þeir boltuðu kúluna fasta. Björg- unarkúlan sat nú föst yfir björg- unarlúgunni sem risa skel. Síðan opnuðu þeir lúguna, og frá ljós- inu frá efra hólfi kúlunnar, sáu þeir hina innilokuðu menn stara spyrjandi augnaráði til þeirra. „Halló, þá erum við komnir“, köll- uðu þeir fjörlega, og réttu þeim könnu með ilmandi kaffi niður. Fyrsta ferðin gekk ágætlega, og kl. 13,42 komu þeir upp á yfir- borðið með sjö bátsmenn, og 11 mínútum síðar hurfu þeir aftur í djúpið og komu aftur upp kl. 16,11 með níu menn. Kl. 18.27 í þriðju ferðinni komu enn níu upp, og aft- ur fóru þeir niður og tóku þá síð- ustu af áhöfninni um borð, 8 manns. Kafbátsforinginn Naquin klifraði síðastur upp í kúluna kl. 19,51. og hafðl þá verið lengur á hafsbotni en nokkur annar. Frétt- in um hinar þrjár velheppnuðu björgunarferðir hafði þegar bor- izt um allt landið, og í Portsmouth var fjöldi fólks kominn fram á hafnargarðinn, til að taka á móti hinum eftirlifandi. í því er til- kynna átti um þá, er lífs komust af úr bátnum, kom skeyti frá Fal- con: „Kúlan situr föst á 45 metra dýpi. Vírinn á vindunni er flækt- ur, við getum ekki hreyft okkur um tommu“. Þannig hljóðaði til- kynningin frá kúlunni. Áhöfnin á Falcon gerði nú tilraun til að hífa kúluna upp með stjórnvírun- um, en hann hafði ekki þann styrk leika, að hann gæti lyft hinni 10 tonna kúlu, og hafði tilraunin það eitt upp úr sér, að vírinn trosnaði óhugnanlega upp. Það leit ógæfu- Lga út fyrir hinum síðustu, mun- urinn aðeins sá, að verða bjargað úr einni stálkistunni til að farast í annarri. Þeir á Falcon gáfu eftir á vírunum frá kúlunni, og hún hrapaði niður á hafsbotn aftur. Síðan kom tilkynning frá björg- unarskipinu til þeirra í kúlunni. „Þið verðið að tempra flotmagnið, svo stjórnvírarnir geti borið ykk- ur. Blásið vatninu úr geymunum þar til ég segi stanz“. Er þeir höfðu þrýst út töluverðum sjó, kom til- kynning frá Falcon: „Þetta er nóg“. Uppi á Falcon var áhöfnin aftur komin að vírunum og reyndi að lyfta kúlunni, og hún hreyfð- ist. Var nú halað inn með mestu varfærni, þar til hinn trosnaði vír- partur var kominn inn fyrir borð- stokkinn. Þá var óhætt að nota kraftana, og fáum mínútum síðar skauzt kúlan upp, og vaggaði á bárunni eins og sæskrímsli, star- andi með sínu eina ljósauga upp í svartan himininn. Með þessu var einni sérstæðustu björgun sæfara lokið, og dagsetn- ingin er 24. maí 1939. En þar með er Squalus ekki úr sögunni, því það tókst að ná honum upp eftir að hann hafði legið í 113 daga á hafsbotni. í maí 1940 var hann aft Vifið þér ... að fyrir síðustu styrjöld var í Ósló bifreið á 20 hvern íbúa, en nú ein bifreið á 9. hvern íbúa. að í Burma deyja um það bil " af hverjum 10 börnum áður en þau ná eins árs aldri. Algeng- asta dánarorsökin er malería. að siður sá að heilsast með handa- bandi er upprunninn í fornöld, og var upphaflega sem tákn um að maður væri vopnlaus. að allar eyðimerkurjurtir hafa þyrna; vegna vatnsskortsins a slíkum stöðum myndu allar jurtir annars þegar í stað verða upprættar af dýrum eyðimerk- urinnar. að allt til ársins 1901 livíldi þá á lögreglu hinna ýmsu borga 1 Bandaríkjunum, að vernda for- setann, en þegar McKinlev vai' myrtur í Buffalo, var sá háttvu’ upptekinn að forsetinn hefði sérstakan lífvörð frá leynilög" reglunni. að skák er föst námsgrein í skól- um í Rússlandi. ur sjósettur undir nafninu Sai*' fish, og meðal áhafnarinnar von1 fjórir af fyrri áhöfn hans. í stvrj' öldinni sökkti hann tveim japönsk um flugvélamóðurskipum °£ fjölda flutningaskipa. Eftir heims styrjöldina sneri hann aftur ti Portsmouth, og 1946 var hann val- inn sem skotmál fyrir kjarnorku- sprengjutilraunir við Bikini. er það fréttist, reis upp mótmsel0 alda gegn því, það sterk, að fl°ta málaráðuneytið varð að beygja s^' Stjórnturninn af Squalus-Sailfis 1 var síðar fluttur til flotastöðv^ anna, þar sem hann var festur stóran steinstall, sem ævaran >■ minnismerki um ameríska kafba - flotann.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.