Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 13

Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 13
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 429 geri úlfalda úr mýflugu og mikli þetta allt fyrir sér. Þetta gæti náttúrlega vel kom- ið heim við það sem Anna hafði heyrt tvo af mönnunum segja. Ef til vill var ekkert grunsamlegt við þetta. Anna reyndi að gera sér grein fyrir hvernig í öllu lægi. Auðvitað gat verið að Honey lygi að henni, en það var engin. leið að fullvissa sig um það. — Hvers vegna vilduð þér tala við Honey? spurði Meyers, sem ennþá horfði án afláts á Önnu. — Það var út af Michael, sagði hún stamandi. — Hvað er nú með Michael? spurði Honey blíðlega. — Komdu inn, vinkona, og leyf okkur að heyra, hvað þér liggur á hjarta. Ég ímynda mér, að ég viti hvern- ig þér er innanbrjósts út af Mic- hale. Higginbolhams Greinin byrjar á bls. 424. unum, sem höfðu lagt niður hinn venjulega hávaða sinn í virðing- arskyni við hinn látna. Ef herra Higginbótham hefði kært sig um orðstír eftir dauðann, þá hefði hinn ótímabæri andi hans ekki ráðið sér fyrir gleði við öll þessi ósköp. Vegna hinnar meðfæddu hégómagirni sinnar, þú gleymdi vinur okkar Dominicus, hinni ætl- uðu varúð, steig upp á vatnspóst þorpsins og lýsti sig flytjanda þessara áreiðanlegu frétta, sem haft höfðu svo dásamleg áhrif. Hann varð þegar í stað hinn mikli maður dagsins, og var rétt nýbyrj- aður á nýrri útgáfu af sögunni, með rödd eins og götupredikari, þegar póstvagninn ók inn í götur bæjarins. Vagninn hafði verið á ferð alla nóttina, og hlaut að hafa skipt um hesta í Kimbalton klukk- an þrjú um morguninn. — Nú skulum við heyra öll smá atriði“, hrópaði mannfjöldinn. Vagninn skrönglaðist upp á stóra svæðið framan við veitingahúsið en mikill mannfjöldi elti. Því, þótt hver og einn hafi til þessa hugsað um sinn eig'in hag, þá varð forvitnin öllu yfirsterkari. Far- andsalinn, sem var fremstur í hópnum, sá tvo farþega, en þeir höfðu báðir verið vaktir af vær- um blundi inni í miðri mannþvrp- ingunni. Hjúin voru gerð orðlaus, þó að annað þeirra væri lögfræð- ingur, en hitt ung frú, er allir réð- ust að þeim með ólíkar spurning- ar, bornar fram allar í einu. — Herra Higginbótham. Segið okkur eitthvað um herra Higgin- bótham gamla? öskraði mannfjöld inn. — Hver er úrskurður líkskoð- arans? Er búið að handtaka morð- ingjana? Er frænka Higginbótham búin að ná sér eftir yfirliðin? Herra Higginbótham . . . Herra Higginbótam! Vagnstjórinn sagði ekki neitt, nema að bölva veitingamanninum duglega fyrir að færa sér ekki ó- þreytta hesta. Lögfræðingurinn í vagninum vissi venjulegá sínu viti, jafnvel þegar hann var sofandi. Hið fyrsta sem liann gerði þegar hann vissi um orsök æsinganna, var að taka upp stóra rauða vasbók. Dominicus Pike var afar kurteis maður, og hjálpaði hann því frúnni út úr vagninum, vegna þess að hann grunaði að kvenmannstunga myndi segja söguna eins liðlega og lögfræðings. Hún var falleg, vel klædd stúlka, nú glaðvakandi og ljómandi eins og látúnshnapp- ur, og hún hafði svo snotran munn, að Dominicus hefði heldur viljað heyra ástarorð af vörum hennar, en talað um morð. — Herrar og frúr, sagði lög- fræðingurinn, við búðarmennina, járnsmiðina og verksmiðjustúlk- urnar. — Ég get fullvissað ykkur um, að einhver hrapalegur mis- skilningur, eða ennþá frekar und- irferli af ásettu ráði, illkvitnislega uppfundin til þess að eyðileggja lánstraust herra Higginbóthams, hafi komið þessu undarlega upp- þoti af stað. Við fórum gegnum Kimbalton klukkan þrjú í morg- un, og vissulega hefði okkur verið skýrt frá morðinu, ef það hefði verið framið. Ég hefi sönnun, sem er nærri því eins sterk eins og munnlegur vitnisburður Higgin- bóthams sjálfs í gagnstæða átt. Hér er blað viðkomandi máli hans í Connecticut réttinum, sem hann afhenti mér sjálfur. Ég sé, að það er dagsett klukkan 10 í gærvöldi. Að svo mæltu sýndi lögfrssðing- urinn dagsetninguna og undir- skrift blaðsins, sem sanraaði óhrekj anlega, að hinn þrjtzki Higgin- bótham hafi verið liíunii bcgar hann ritaði það, eða — cins og einhver áleit líklegra af tvennu ólíku — að hann væri svo sokkinn niður í voraldlega hluti, að hann héldi áfram að sýsla við þá, jafn- vel þegar hann væri dauður. En nú kom óvænt sönnun fram. Þeg- ar unga stúlkan hafði hlustað á skýringar farandsalans, greip hún tækifærið til þess að slétta úr kápu sinni og koma hári sínu í lag, síðan fór hún að dyrum gisti- hússins, gerði kurteislega merki um það, að hún vildi láta hlusta á sig. — Góðir hálsar, sagði hún. — Ég er frænlta Higginbóthams. Undrunarkliður fór um mann- fjöldann, þegar hann sá hana svo bjarta og blómlega; sömu ógæfu- sömu frænkuna, sem þeir höfðu gert sér í hugarlund eftir heim- ildum Parkers Falls Gazette, sem ætti að vera að dauða komin af yfirliðum. En einhverjir höfðu nú samt alltaf efazt um að ung frú hefði orðið svo örvingluð við heng ingu gamals ríks frænda. — Þið sjáið, hélt ungfrú Iligg-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.