Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 5
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 421 Hafsbofni breyff í akurlönd ÉG SAT í flugvél, er flaug yfir ^loiland. Skyndilega þyrptust hol- lenzku farþegarnir saman við filuggana. Langt niðri breiddi úr sér akurlendi, græn og frjósöm. Hvað var sérstakt við þetta? Ein- íaldlega, að landið undir okkur hafði nýlega verið þurkað upp. Það var einn hluti af hinum nýju fylkj Uiu, sem Holland' var að leggja undir sig frá hafinu. Flæðilönd halla þeir þau, og þau eru stolt Hollendingsins. Augu þeirra ljóma begar talið berst að þeim. Aðferðin er þannig, að þeir hj'ggja flóðgarða út frá ströndinni °g á þann hátt loka þeir inni sneið af hafinu. Síðan er sjónum dælt ut, og beðið í nokkur ár, meðan regnvatnið hreinsar saltið úr jarð- veginum, síðan er byrjað að ræsa °g rækta. Þetta er ekkert nýmæli í Hol- landi. Þetta hefur verið gert í t.ugi ara, munurinn aðeins sá, að vél- ta>knin hefur verið tekin í notkun v>ð framkvæmdirnar, og spildurn- ar eru stærri nú en áður. Við °kum út einn garðinn, sem umlyk- llr eitt flæðilandið. Ströndin var aö baki okkar, en vegurinn lá út t>l hafsins, þetta var mikilfeng- tegt. Að síðustu náðum við út til uthéraðsins, verðandi höfuðstað Lelystad. Enn er hann aðeins á- Jyngi í flóðgarðabyggingunni, og l3ar standa um fimmtíu íbúðarhús, skó]j og sjúkrahús. Eru það aðal- Jega starfsmenn við flóðgarðinn, Sem búa þar. Beggja vegna bæjar- >ns óigar hafið, erkifjandi Hollend- lngsins. Ef stíflugarðarnir væru ekki, væri stór hluti Hollands und- lr sjó. Hluti af landinu liggur sex Uactra fyrir neðan sjávarmál, og hað er þetta, sem gerir Holland að Loliandi. Landflæmið, sem aðskil- ^ hei’ur verið írá haíinu, þorilai• ekki af sjálfsdáðum, til þess eru myllurnar notaðar, sem dæla vatn- inu upp. í Hollandi sér maður alls staðar til skurða, síkin liggja með fram götum kaupstaðanna, fylgja þjóðveginum, og liggja þveyt í gegnum búgarðana. Þannig verður það að vera, því til þess að fá vatnið af jörðinni, verður að hafa skurði þvers og krus í gegnum engin mcð aðcins 30 mctra milli- bili. Hin smærri ræsi liggja í önnur stærri og þau aftur í skurði, og að síðustu nær vatnið til dælu- stöðvanna, sem dæla því til hafs. Enda ,,kerin“ í Amsterdam, Rott- erdam og fleiri borgum. Eru stífl- ur með flóðgáttum. Er flæðir að, lokast flóðgáttin, svo að sjórinn strevmir ekki inn, en er fjarar, opnast gáttirnar svo vatnið renn- ur út. Flæðilöndin eru héruð fram- tíðarinnar, og hefur hinn fyrrver- andi Zuidersjór verið þurkaður spildu fyrir spildu. Þessar risa spildur eru frá 20,000 til 50,000 hektarar að stærð. Á hverri eiga að rúmast allt upp í 2500 bónda- býli, 12 þorp og 1 kaupstaður. Zuidersjó-áætlunina var byrjað að framkvæma 1923, og fyrsta spildan var þurr orðin 1930. Hin næsta var tilbúin 1942 og er nú verið að rækta hana upp, og sú þriðja verður tekin í notkun næsta ár, en sú síðasta ekki fyrr en 1980. Þegar flóðgarða framkvæmdun- um er lokið, taka jarðvegsfræðing arnir til starfa, síðan brúar- og vegagerðarflokkur, og að síðustu húsasmiðirnir. Er landið rís úr sæ er það alger eyðimörk, grá og ömurleg. En í áætluninni er þegar búið að gera ráð fyrir hvar kauptúnin eiga að standa, bændabýlin, engin og skóg arnii'. Skógur? Auðvitað. Börnin verða að hal'a skóg til að leika sér í, og seinna meir leiða sér við hlið sinn eða sína útvöldu. Hollending- arnir hugsa fyrir öllu. En það er ei fyrr e» eftir marg- ar vorrigningar, að saltið þvæst úr jarðveginum, og þá er farið að ræsa landið fram. Það er ei fram- kvæmanlegt fyrir þá bændur, er þar ætla að setjast að, sökum hins mikla kostnaðar. Þar er það ríkið, sem sér um framkvæmdirnar, og eru notaðar við það hinar full- komnustu vélar. Þar gctur ckki hver sem vill flutt til flæðiland- anna. Hollendingarnir velja þessa landnema með mikilli nákvæmni, og það hvern einasta. Það er rann- sökuð fortíð hvers og eins, fram- ferði, lunderni og efni. Því land- ið verður að manna, ekki aðeins með duglegum bændum, þar verða einnig að koma góðir borgarar, svo sem verzlunarmenn, iðnaðarmenn o.s.frv., og með þessu er ætlazt til að hvert flæðiland verði sem mest sjálfu sér nóg frá byrjun. Hollendingarnir skipuleggja og hyggja þessi nýju flóðasvæði þann- ig, að þau líkist mest hinu gamla. í kaupstöðunum láta þeir hinar tvær aðalgötur ekki þverskerast, held skáskerast, þeir teikna held- ur enga götu beina, heldur með smá bugðu. Einnig bóndabæirnir eru gerðir „gamaldags“, bugða á heimreiðinni, plantað í lítinn lund, sem gæti ef til vill eytt tilbreyt- ingarleysinu o.s.frv. Ríkið byggir hvert einasta hús, bóndabæ, skóla og kirkju. Fyrst þegar trén eru gróðursett við bóndabæinn og lyk- illinn stendur í útihurðarskránni, fær bóndinn leyfi til að setjast að á jörðinni. En hann getur ekki keypt jarðeignina, heldur fær hann hana leigða til 12 ára í senn, og framlengist leigan aðeins, ef hann hefur sýnt dugnað og hag- sýni í búskapnum. Sama gildir um bæjarbúa. Þjóðíélagsí'iæðiugaiinr aætla,

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.