Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 7
423 skógarstígum. — Loksins steig hann uppá vagnskörina og hvísl- aði í eyrað á Dominicusi, þó að hann hefði heyrt það. —1 Ég hefi smávægilcgar fréttir, sagði hann. — Higginbotham gamli í Kimbalton var drepinn í aldingarðinum sínum í gærkvöldi klukkan átta, af íra nokkrum og negra. Þeir hengdu hann á grein á sankti Michaels perutré, þar sem enginn myndi finna hann fyrr en með morgninum. Jaínskjótt og þessi skelfilega frétt var sögð, hraðaði ferðamað- urinn sér á burt, á meiri hraða en áður; sneri jafnvel ekki við, þeg- ar Dominicus kallaði á hann og hauð honum að reykja spanskan vindil og skýra frá öllum smá- atriðum. Tóbaksfarandsalinn flautaði nú ú meri sína og hélt áfram ferð sinni upp hæðina. Hann velti fyr- ir sér hinum sorglegu örlögum Higginbóthams, sem hann hafði átt viðskipti við, og oft selt hon- um mörg knippi af löngum vindl- um og talsvert af rjóli, munn- tóbaki fyrir kvenfólk og grófu tóbaki. Hann furðaði sig ekki lítið á þeim hraða sem fréttin hafði borizt með. Kimbalton var nærri því í sextíu mílna fjarlægð, væri miðað við loftleiðina þangað; morðið hafði verið framið klukk- an átta kvöldið áður; samt hafði Dominicus haft spurnir af því klukkan sjö morguninn eftir, en um það leyti er líklegt að vesa- hngs fjölskyldan hans Higginbót- hams hafi naumast fundið skrokk- inn af honum hangandi í sankti Michaels perutrénu. Þessi ókunni göngugarpur hlýtur að hafa verið í sjö mílna stígvélum, til þess að kornast áfram á þvílíkum hraða. —- Illar fregnir eru fljótar í förum, hugsaði Dominicus, — en betta fer hraðar en eimlest. Það mtti að ráða þenna náunga sem hráðboða forsetans. SIINNUDAGSBLADIÐ .......................■*- Gátan var ráðin með því að gera ráð fyrir því, að maðurinn hefði farið daga villt um einn dag í frásögninni um atburðinn. Sögu- hetjan sagði söguna því hispurs- laust í hverju kaffihúsi og sveita- verzlun, er á leið hans varð, og kostaði tjl handa skelfdum áheyr- endum sínum á fjölmörgum stöð- um, einu búnti af spönskum vindl- um. Allsstaðar var hann sá fyrsti, er kom með fréttir þessar, og rigndi spurningunum svo yfir hann, að hann varð að fylla í eyð- urnar þar til að þetta var orðin myndar saga. Hann fekk sönnun fvrir einu atriði. Herra Higgin- bótham var kaupmaður. Domini- cus sagði fvrrverandi skrifara hans söguna, og hann bar það, að gamli maðurinn væri vanur að halda heim um dagsetur gegnum aldin- garðinn, með peningana og skjöl verzlunarinnar í vasanum. Skrif- arinn lét í ljós litla hryggð út af slysinu, en gat þess, sem farand- salinn hafði og komizt að í við- skiptum sínum við herra Higgin- bótham, að hann væri leiðinlegur gamall þrjótur, og nízkur í tilbót. Eignir hans myndu renna til snotrar systurdóttur, kennslukonu í Kimbalton. Dominicus tafðist svo mjög á leiðinni, bæði vegna fréttanna sem hann flutti almenningi, og einnig vegna þeirra viðskipta sem hann gerði fyrir sjálfan sig, að honum fannst ráðlegast að gista í kaffi- húsi einu, fimm mílur frá Park- ers Falls. Eftir kvöldmatinn kveikti hann sér í góðum vindli, settist í veitingastofuna og tók að hafa yfir söguna um morðið, en nú var hún orðin það ]öng að frá- sögnin tók hálfa klukkustund. Það voru tuttugu manns í veit- ingastofunni, en nítján þeirfa tóku þetta sem hvert annað slúður. Sá tuttugasti var gamall bóndi, sem hafði komið ríðandi stuttu áður, en saþnú úti í horni og reykti pípu sína. Þegar sagan var á enda, reis hann á fætur mjög ákveðinn, færði stól sinn fram fyrir Domini- cus og horfði beint framan í hann. Um leið blés hann út úr sér daun- versta tóbaksreyk sem farandsal- inn hafði nokkurntíman fundið. — Viltu gefa skrifleg'a yfirlýs- ingu heimtaði hann með málrómi sveitaryfirvalds, sem er við yfir- lieyrslu, — að gamli óðalsbónd- inn Higginbótham hafi verið myrt ur í aldingarði sínum í fvrrinótt, og að hann hafi fundizt hangandi á stóra perutrénu sínu í gærmorg- un. — Ég segi söguna eins og ég heyrði hana, herra, svaraði Domi- nicus og henti háifreyktum vindli. Ég held því ekki fram að ég liafi séð þetta sjálfur. Þessvegna get; ég ekki lagt eið út á það, að hann hafi verið mvrtiu’ nákvæmlega á þenna hátt, — En ég get lagt eið út á það, sagði bóndinn, að ef Higginbótham óðalsbóndi var myrtur í fyrrinótt, að ég hafi drukkið glas af bitterbrennivíni með afturgöngunni hans í morg- un. Hann er nágranni minn, og þegar ég reið framhjá búðinni hans, kallaði hann á mig og veitti mér beina og bað mig að gera smáviðvik fyrir sig á leiðinni. Hann virtist ekki vita neitt meira um morðið á sér en ég. — Þá getur þetta ekki verið satt, sagði Dominicus Pike. — Ég býst við því að hann hefði haft orð á því, ef svo hefði verið, sagði gamli bóndinn; og hann flutti stól- inn sinn aftur útí hornið og skildi Dominicus eftir dapran í bragði. Hér var um leiða endurreisn Higginbóthams gamla að ræða. Farandsalinn hafði enga löngun til þess að blanda sér lengur í samræðurnar, en lét sig hafa það gott með glas af gini og vatni fyr- ir framan sig, síðan fór hann að hátta og dreymdi alla nóttina um hengingu á sankti Michaels peru-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.