Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 12
428 SUNNUDAGSBLAÐIÐ En húji haíði þungar áhyggjur úl, af honum, og þær gáfu henni ekki stundar ró. Hún hafði enga eirð í sínum beinum, svo að hún fór aftur í yfirhöfn sína og gelck út. Iíoney og frændi hennar voru dularfull og hús þeirra var dular- íullt; enginn, sem hún þekkti, að undanteknum Len Blake, hafði komið inn í þetta hús. En í kvöid ætlaði hún sjálf að komast inn í húsið. Ef til viil gæti hún orðið einhvers vísari. Að minnsta kosti myndi hún geta talað hreinskiln- islega út úr pokanum við Honqy. Þegar hún nálgaðist dularfulla húsið neðst við Cato Street, lædd- ist hún næstum á tánum. Húsið stóð á horni, og það lágu tröppur niður að kjallaradyrunum, sem voru beint undir aðalinnganginum í húsið. Þegar hún kom að járnrimlun- um við tröppurnar staðnæmdist hún skyndilega og þrýsti sér upp að steinveggnum, því að í þessu kom maður upp úr kjallaratröpp- tinum. Tveir menn fylgdu á hæla honum. Þeir læddust eins og kett- ir, og hún heyrði hatursfulla rödd hvísla: — Helvítis karlinn! Við leggj- um okkur í öll skítverkin, en hann hirðir alla peningana. Það var Len Blake, sem þannig mælti. Hún myndi hafa þekkt rödd hans hvar sem var. — Hvar er Rick? hélt Len áfram. — Iiann íór upp, svarafþ annar hinna. — Hann ætlaði að tala eitt- hvað fleira við Meyers, en hann kemur fljótlega. Þegar þeir gengu frá kjallara- tröppunum læddist Anna nær, og var nú skyndilega orðinn spennt af forvitni. Hún hafði heyrt þá opna hurðina, þegar þeir komu út, en hún hafði ekki heyrt þá skella henni aftur. Ef til vill skildu þeir hana opna með vilja, þar til fjórði íélagiim kærni ÚU Ef hún hefði drepið á þessar dyr, eða við aðalinnganginn, eru iitlar líkur til þess að lokið hefði verið upp fyrir henni, en nú var kannski tækifæri fyrir hana að komast inn í kjallarann áður en fjórði maðurinn kom út. Ottinn vegna Michaels jók henni kjark. Hún mátti engum tíma spilla. Hún læddist niður tröppurnar; dyrnar stóðu opnar, og brátt var hún komin inn í kjallarann. Hún fálmaði fyrir sér í myrkrinu, þar til hún fann fyrir sér borð. Húir kraup undir það, og nokkrum augnablikum síðar heyrði hún fóta tak uppi á loftinu og heyrði að gengið var niður stigann í kjall- arann. Anna hélt að sér andanum. líún heyrði að gengið var rétt fram hjá borðinu, sem hún kraup undir. Svo heyrði hún að útihurð- inni var skellt í lás, og fótatakið fjarlægðist. Hún læddist nú að stiganum, er lá upp á loftið, og titraði af spenn- ing. Allt var hljótt. En allt í einu heyrði hún lágvært hljóðskraf, og hún sá ljósrák leggja undan hurð- inni. Hún læddist að henni, tók í handfangið og sneri því hljóða- laust. Hún hinkraði andartak við, svo opnaði hún hurðina varfærnislega og heyrði nú samtalið greinileg- ar. — Eg vona, að þeim takist að komast vfir farminn í kvöld, þó að það færi í hándaskolum fyrir þeim í gærkvöidi! heyrði hún karl mannsrödd segja. Þetta hlaut að vera Henry frændi. — Þeir eru orðnir bölvaðir klaufar, ég veit eiginlega ekki hvað að þeim geng- ur. Ég verð að fara að fylgjast betur með þeim. — Þeir vilja fá meiri ágóðahlut, — það er það, sem að þeim geng- ur, svaraði Honey. — Nú, því er þannig varið? Ekki vantar þá frekjuna! Ef þeir ætla aö fara að sýna eillhveil muður, þá veit ég iivernig á að meðhöndla þá. Hann þagnaði skyndilega. Bæði hann og Honey litu upp á sama augnabliki, horfðu á dyrnar, sem nú stóðu meira opnar og á stúlk- una, sem stóð á þröskuldinum. Anna horfði óttaslegin á þau, svo virti hún fyrir sér ríkmann- lega stofuna, en leit svo aftur á þau. — Hverjar eruð þér stúlka mín, og hvert er erindi yðar? spurði Henry frændi. Rödd hans var mild,. en augnaráðið hvasst og stingandi. Anna stóð grafkyrr og beið þess, sem verða Vildi. Hún heyrði Honey andvarpa. Svo sagði Honey bros- andi: — Þetta er hún Anna, Henry frændi. Þú hefur heyrt mig tala um hana Önnu. Það var fyrir milligöngu hennar, sem ég kynnt- ist manninum frá Ástralíu, kunn- ingja Dicks bróður míns. — Hvernig hafið þér komizt inn í húsið, og hvert er erindið? spurði Henry frændi án þess að ansa Honey. — Dyrnar stóðu opnar, svaraði Anna loks. — Ég ætlaði bara að finna Honey, svo að ég gekk inn. Það voru nokkrir menn að fara út, en ég held að þeir hafi ekki séð mig, vegna þess hve dimmt var. Meyers hélt áfrain að stara á hana, en sagði ekki neitt. Það var Honey, sem hélt áfram: — Ó, þú átt við mennina, sem vinna hjá frænda. Þú manst, að ég sagði þér frá því, að hann keypti og seldi gamla hluti. I kvöld ætla þeir einmitt að sækja farm af húsgögnum og öðru þess háttar, og þeir munu verða að aka mest alla nóttina, — þetta er svo langt norður frá. Þeir segja, að það séu svo margir bófar á veg- unum um þessar mundir, og þeú' eru hræddir um að verða fyrir árás. En írændi lieidur að þeu-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.