Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 10
/ 42 G SUNNUDAGSBLAÐIÐ Saud konungur Saudi-Arabíu í lieimsókn hjá Eseinhower forseta. um þægindum og íburði. Lofthit- unarkerfi af nýjustu gerð heldur hitástiginu í íbúðunum jafnan mátulegu, og raki loftsins er einn- ig eins og bezt verður á kosið, enda þótt eyðimörkin og borgin Riyadh sé þurr og heit eins og bakarofn. Það er heldur engan veginn ótrú- legt, sem sagt er, að hjákonur Saud konungs gangi í nýjustu tízkukjólum beint frá Dior. BÍLAR KÓNGS OG BÖRN. Einkabílar Sauds konungs eru um 200 — allir af Cadillac-gerð. Margir af þeim eru að sjálfsögou til reiðu fyrir konur konungsins, hjákonur og uppkomna syni. Með an hann dvaldist í Ameríku gerði liann pöntun í 60 nýjum bílum af sömu tegund. Sumir af bílunum eru alsettir eðalsteinum utan og innan, og í nokkrum þeirra er innbyggt sjónvarpstæki. Engin sjónvai-psstöð er að vísu ennþá starfandi í Saudi-Arabiu, en kon- ungurinn mun hafa í hyggju að koma upp einni stöð, og mun það verða einkasjónvarpsstöð hans. Aimenningur í landinu nýtur nefnilega lítið alls olíugróðans, og það eru áreiðanlega ekki margir verkamenn, sem myndu hafa efni ú því að kaupa sér sjónvarpstæki. Ekki er vitað með vissu, hve mörg börn konungsins eru. Hæsta talan, sem nefnd hefur verið, er 274, en þetta mun vera meira ágizk unartala, með því að hvorki hann sjálfur né aðrir munu leggja kapp á að halda nákvæma tölu yfir börn hans — í Arabiu gera menn sér nefnilega ekki þá fyrirhöfn, að telja dæturnar með. Aftur á móti er talið, að synir konungsins sénu ekki nema um 25. Sá eini af þessum sonum, sem nokkrar sögur fara af, er einn af þeim yngstu; hinn þriggja ára Ma- zour prins. Hann var sá eini, sem fékk að fylgjast með föður sínum tii Ameríku, Við komuna til Wasli ington veitti fólk því eftirtekt að litli snáðinn veifaði með vinstri höndinni, og að einn af fylgdar- mönnum konungsins bar drenginn út úr einkaflugvél konungsins. Mazour litli hefur nefnilega feng- ið lömunarveiki, og hægri hand- leggur hans er ennþá mikið lam- aður og hægri fótur lítils háttar. Saud konungur tók þennan son sinn með til Ameríku til þess að láta hina færu lækna þar rann- saka hann. Umhyggja sú og ást- ríki, er konungurinn auðsýndi drengnum var svo einlæg, að Ameríkumenn urðu snortnir. Upp runalega höfðu þeir nefnilega ver ið fremur kuldalegir og tekið heim sókn Sauds konungs af hinu mesta fálæti. Konungurinn breytir sýnilega eftir hinu gamla arabiska orðtæki, sem segir: „Uppáhaldsbörn mín eru þau sjúku, þar til þau verða heilbrigð, þau smáu, þar til þau eru vaxin, þau sem eru fjarverandi heimil- inu, þar til þau eru aftur komin heim.“ Læknar gáfu Saud konungi góð ar vonir um að Mazour myndi ná sér að fullu, og þá er sá tími ef til vill ekki langt undan, að hann hætti að vera uppáhaldsbarn föð- ur síns. Á heimleiðinni frá Washington staðnæmdist konungurinn í Kairo til þess að ræða við aðra forráða- menn hinna arabisku ríkja, en um leið og þeirri ráðstefnu var lokið, flýtti hann sér heim í ríki sitt. Vegna dálætis hans á Mazour litla voru allar eiginkonur hans og hjá- konur — að undantekinni móður Mazour — í hinu mesta uppnámk svo að konungur varð að hraða sér heim til þess að stilla til frið- ar, svo að aftur kæmist á ró og öryggi. Mazour litli vann hugi allra, er kynntust honum á ferðalaginu- Elann er fríður sýnum, vel uppal- inn og hin mesta hetja. Við allar hinar þjáningarfullu skoðanir og meðhöndlun hjá læknunum, ga^ hann aldrei frá sér hið minnsta hljóð. Mesta ánægja Mazour litla vai þegar hann kom í stóra leikfanga- verzlun eina í New York og mátti

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.