Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 14.07.1957, Blaðsíða 6
422 SUNNUDAGSBLAÐlÐ að á móti hverjum þrem bændum, þurfi einn baejarbúa. Þeir vita ná- kvæmlega hve marga myndasmiði, kjötkaupmenn, úrsmiði o.sfrv. hvert upplendi getur framfleytt, og enginn keppinautur getur eftir á flutt inn, því einfaldlega er hvergi laust húsnæði. Á margan manninn mundi þessi mikla ríkis umsjón virka næstum óviðfeldin. En Hollendingar hafa aðra reynslu það var „vilta vesturs“ aðferð fyr- ir 100 árum síðan. Þeir höfðu þurkað upp stórt flæmi, og leyfðu innflutning á það án nokkurrar skipulagningar, vega eða skóla. Og það gekk ekki. FólkiÖ bjó jafn- vel í jarðhúsum, stöðugar landa- merkjadeilur, glæpir og þess hátt- ar áttu sér stað. Kólera brauzt þar út, börnin voru hvorki læs né skrif andi. Og allt þetta í þessu mikla menningarlandi. „Það tók þrjár kynslóðir að lækna þetta stóra sár“, segja Hollendingar. En borgar þetta sig? Sem hrein og bein verzlun — nei. Landið kostar 50,000,00 kr. pr. hektara, aðskilið frá hafinu, og þá er eftir að þurrka, ræsa, leggja vegi og byggja hús. Ríkið leigir jarðirnar með tapi. En fyrir þjóðina i heild borgar þetta sig, segja þeir. Þegar peningar landnemanna komast í umferð, setja þeir aðra starfsemi í gang. Hvert gyllini, sem hinir nýju landnemar græða, verða að sjö gyllinum fyrir þjóðina. Bóndinn verður að hafa mögu- leika til að lifa í landi feðra sinna, ekki síður en verksmiðjueigandinn eða kaupmaðurinn. Þessvegna stækka þeir landið. Bezta leiðin til þess að ala upp eitt barn, er að þau séu tvö. Mörg hjónabönd eru afleiðing heimskulegrar spurningar, sem var svarað heimskulega, Ogæfa Higginbofhams UNGUR farandsali, sem seldi tóbak, var á leið frá Morristown til Parkers Falls við Salmonána, en í Morristown hafði hann átt talsverð viðskipti við djáknann í kvekaranýlendunni. Hann átti lít- inn snotran grænmálaðan létti- vagn. Á báðar hliðar vagnsins voru málaðir vindlakassar, aftaná var mynd af indíána-höfðingja, sem hélt á pípu og gylltum tóbaks- stöngli. Snotur lítil meri gekk fyr- ir vagni farandsalans, sem var ungur og kurteis náungi, séður í viðskiptum, en engu ver þokkaður af Bandaríkjamönnum fyrir það, en ég hefi heyrt því fleygt, að þeir vilji heldur láta flá sig með beittum hníf en bitlausum. Einkum var hann í góðu áliti hjá stúlkunum í Connecticut, en hylli þeirra reyndi hann að ná með því að gefa þeim bezta tóbak- ið sem hann átti; því að hann vissi vel, áð stúlkurnar í Nýja Englandi eru venjulega vanar að revkja í pípu. En auk þess var farandsal- inn spurull og dálítið þvaður- skjóða, eins og sést á framhaldi sögunnar; alltaf á hnotskóg eftir fréttum, og ekki í rónni fyrr en hann var laus við þær aftur. Farandsalinn, sem hét Domini- cus Pike hafði borðað morgunverð í bítið í Morristown. Síðan hafði hann farið sjö mílna leið um til- breytingarlítið skóglendi, án þess að tala stakt orð við nokkurn nema sjálfan sig og merina. Nú var klukkan orðin sjö, og Domini- cus eins áfjáður í að hefja morg- unumræður eins og kaupmaður í borginni gð lesa morgunblaðið. Tækifærið virtist vera í nánd, er hann sá mann koma yfir hæðar- brúnina álengdar; en við hæðina neðanverða hafði hann numið staðar í grænu kerrunni sinni, til þess að kveikja sér í vindli með brennigleri. Dominicus fylgdi honum með augunum á leið hans niður hæðina og veitti því athyg'li, að hann bar poka á bakinu á staf- priki og gekk með þreytulegum en föstum skrefum. Það leit ekki út fyrir það, að hann hefði lagt af stað snemma um morguninn, heldur hefði hann gengið alla 9I!II!IIII!I|I|IIII!!Í!!!!!!!1IIIIIIIIIIIIIIIII|!!!|I!|I|IIIIIIIIIIIIIIIIII!!!!I!II!!IIIIIIIIIIIII!I!IIIIIII1|I1IIIII!I!!!IIIS Smásaga eftir Nathanel Hawthorne nóttina og ætiað að halda áfram allan daginn. — Góðan daginn, herra, sagði Dominicus, þegar hann hann var kominn í kallfæri, — þú heldur svei mér áfram. Hvað er að frétta frá Parkers Falls? Maðurinn dró börðin á gráum hattinum niður að augum, og svar aði heldur ólundarlega, að hann kæmi ekki frá Parkers Falls, en farandsalinn hafði spurt frétta þaðan, vegna þess að þangað ætl- aði hann sjálfur að fara um dag- inn. — Jæja, svaraði Dominicus, — látum okkur heyra síðustu frétt- irnar þaðan sem þú kemur. Það gildir einu um Parkers Falls. Sama hvaðan fréttirnar eru. Þar eð ferðamaðurinn var spurð ur svona í þaula virtist hann hika andartak, eins og hann væri að rifja upp fyrir sér fréttirnar eða athuga það, hvort það væri þess vert að segja frá þeim. — Svo að gefin sé nokkur hugmynd um út- lit ferðamannsins, má geta þess, að hann var þáð svipljótur, að manni hraus hugur við að mæta honum einsamall á fáförnum

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.