Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 10
B obby Fischer, mað- urinn sem flestir telja mesta skák- snilling allra tíma, ein af hetjum Bandaríkjanna frá dögum kalda stríðs- ins, situr nú í fang- elsi í Japan. Enginn veit með vissu hvað bíður hans. Að sögn forseta jap- anska skáksambandsins, Miyoko Watai, er ástand Fischers ömurlegt í fangelsinu. Flest bendir til þess að hann verði framseldur til Bandaríkj- anna en þar á hann yfir höfði sér tíu ára fangelsi og miklar fjársektir fyrir að hafa virt að vettugi viðskiptabann á Júgóslavíu er hann tefldi við Boris Spasskij í Sveti Stefan og Belgrad í Júgóslavíu 1992. Þó að Fischer hafi í rúm 30 ár reynt að forðast kastljós fjölmiðlanna er hann enn einu sinni á allra vörum. Skákferill Fischers er jafn glæsi- legur og hann er viðburðaríkur. Fyrir velunnara hans eru örlög hans átak- anleg. Uppvaxtarsaga hans kallar nánast á sérstaka rannsókn. Þetta er merkileg saga frá tímum kalda stríðs- ins og hún tengist Íslandi órjúfanleg- um böndum vegna „Einvígis aldar- innar“ sumarið 1972. Yngsti stórmeistari skáksögunnar Sagan segir að Joan systir Bobbys Fischers hafi gefið honum tafl í af- mælisgjöf þegar hann varð sex ára. Nokkru síðar var hann farinn að tefla í skákklúbbum í New York. Þótt Fisc- her hafi löngum verið talinn undra- barn í skák og greindarvísitala hans hafi mælst 184 stig var skákþroski hans á yngri árum ekki jafn hraður og t.d. Samuels Reshevskys. Á árun- um í kringum 1956 tekur hann síðan stórstígum framförum og vinnur bandaríska unglingameistaramótið tvisvar í röð. Hann vann sér sæti á bandaríska meistaramótinu og um áramótin 1957/58 gerir hann sér lítið fyrir, ber sigur úr býtum og verður Bandaríkjameistari aðeins fjórtán ára gamall. Á millisvæðamótinu í Portoroz 1958 varð hann jafn Friðriki Ólafssyni í 5.–6. sæti og var þá út- nefndur stórmeistari í skák aðeins fimmtán ára gamall, sá langyngsti í skáksögunni. Þegar Fischer vann millisvæða- mótið í Stokkhólmi 1962 með feikn- arlegum yfirburðum benti margt til þess að heimsmeistaratignin væri innan seilingar. Skapgerðarbrestir í fari hans eru almennt taldir orsök þess hve mikið honum seinkaði á leið að þessu mark- miði. Upp úr 1966 er sennilega full- mótaður sá skákstíll sem færði hon- um heimsmeistaratignina í Reykjavík 1. september 1972. Leiðin til Reykjavíkur Hin mikla endurkoma Fischers hófst í reynd í keppninni Heimurinn – Sovétríkin 1970. Hann gaf eftir 1. borðið til Bents Larsens, lét þess þó getið að auðvitað væri hann miklu betri en Larsen, og tefldi við Tigran Petrosjan. Fischer vann 3:1. Síðan fylgdi hver sigurinn af öðrum. Fisc- her hafði ekki tekið þátt í meistara- móti Bandaríkjanna, sem hann hafði raunar unnið sjö ár í röð frá 1958. Þess vegna átti hann ekki rétt á að tefla á millisvæðamótinu sem fram átti að fara í árslok 1970 í Palma á Mallorca. Á það var bent með gildum rökum að heimsmeistarakeppni án Fischers gæti ekki talist marktæk. Eftir talsvert þóf á þingi FIDE í Siegen í V-Þýskalandi 1970 var fallist á að hleypa Fischer í mótið ef einn bandarísku keppendanna drægi sig í hlé. Það gerði Pal Benkö. Fischer vann svo millisvæðamótið með mikl- um yfirburðum, hlaut 18½ vinning af 23 mögulegum, en næstu menn voru með 15 vinninga. Stórir fiskar éta litla fiska Margir meðlimir bandaríska skák- sambandsins höfðu áhyggjur af hegð- unarvandamálum Fischers. Sagan frá einvíginu við Reshevsky 1960 og millisvæðamótinu í Túnis ’67, þegar hann hvarf frá keppni vegna deilna við skipuleggjendur, mátti ekki end- urtaka sig. Það varð til happs að for- seti bandaríska skáksambandsins, Ed Edmundsson, fyrrverandi ofursti í bandaríska flughernum, tók Fischer að sér og leysti þau vandamál sem upp komu. Það var Edmundsson greinilega mikið kappsmál að einvígi Fischers færu fram í Norður- eða Suður-Ameríku. Fyrir fyrsta einvígið í áskorenda- keppninni 1971, sem var gegn Mark Taimanov, átti júgóslavneskur blaða- maður viðtal við Fischer. Fleyg urðu þessi orð hans: „Ég er í fiskamerkinu. Ég er stór fiskur. Stórir fiskar éta litla fiska. Þess vegna mun ég éta Tai- manov og síðan alla Rússana.“ Mikhael Tal mun einhverju sinni hafa bent Fischer á að hann væri frá Lettlandi, Petrosjan Armeni og Ker- es Eisti o.s.frv. En kaldastríðsstrák- urinn Fischer gaf sig hvergi: „Skiptir engu. Þið eruð allir Rússar fyrir mér.“ Fischer vann einvígið við Mark Taimanov 6:0. Slík niðurstaða hafði aldrei fengist í sögu skákarinnar. Bent Larsen, harðsnúnasti móta- skákmaður þessara ára, sem fór aldr- ei dult með þá ætlun sína að verða heimsmeistari, varð næstur á vegi Fischers. Einvíginu var valinn staður í Denver í Colorado um mitt sumar ’71 og Fischer vann aftur 6:0. Lokafyrirstaðan var Tigran Pet- rosjan, heimsmeistari 1963–1969, og Fischer vann öruggan sigur, 6½:2½, í einvígi sem fram fór í Buenos Aires. Hann var áskorandi heimsmeistar- ans Boris Spasskijs. Eftir þessa sigra og þá staðreynd að bandarískur þegn, sem almenn- ingur vissi lítið um, var u.þ.b. að ná mikilvægasta áróðurstákni Sovétríkj- anna, heimsmeistaratitlinum í skák, komust fjölmiðlar á bragðið. Fischer hafði sagt skilið við Ed Edmundsson og ein allsherjar ringulreið tók við. Upphaflega stóð til að einvíginu yrði skipt á milli Belgrad og Reykjavíkur en vegna óvissunnar um fyrirætlanir Fischers drógu Júgóslavar sig út úr myndinni. „Einvígi aldarinnar“ fór því fram í Reykjavík við óskipta athygli með að- alleikurunum tveimur, Fischer og Spasskij. Og ekki má gleyma öllum stóru aukahlutverkunum sem voru í höndum Guðmundar G. Þórarinsson- ar, Max Euwes, Henrys Kissingers, Sæmundar Pálssonar, James Slaters, Williams Lombardys, Efims Gellers, Chesters Fox, Franks Marshalls, Freds Kramers, Lothars Schmids, Friðriks Ólafssonar, Guðmundar Arnlaugssonar, Jóhanns Þóris Jóns- sonar, Freysteins Þorbergssonar og Bents Larsens svo nokkrir séu nefnd- ir. Og allar þessar furðulegu uppá- komur: Seint koma sumir en koma þó – fjórtán sæti frátekin fyrir einn áskor- anda – taflmennska í borðtennisher- bergi – dauðar flugur í ljósahjálmi – röntgenmyndatökur á stólum kepp- enda – viðarfylling hverfur – óvænt afsökunarbeiðni – leyniþjónustu- menn á vappi í grennd við Laugar- dalshöll – heimsmeistari stígur dans í Borgarfirði – forseti FIDE játar á sig ýmsar syndir – hótanir um að skák- borðið verði mölvað í þúsund mola – sjö sætaraðir fjarlægðar – deilur um kvikmyndun – deilur um ljósmyndun – DEILUR – laxveiðiferðir – vinátta Sæma og Fischers – „Veisla aldarinn- ar“. Menn komu ekki frá þessum hild- arleik samir menn og það er kald- hæðnislegt, eins og Boris Spasskij benti á síðar, að þeir tveir fulltrúar risaveldanna í einum sérkennilegasta sjónleik kalda stríðsins skyldu báðir hafa hrakist frá heimalandi sínu. Meira en 140 bækur um einvígið Um „einvígi aldarinnar“, sem hófst í Reykjavík 11. júlí 1972 og lauk 1. september, hafa að sögn yfirdómar- ans Lothars Schmids verið skrifaðar í kringum 140 bækur. Síðasta bókin er verk Davids Edmonds og Johns Eid- inows, sem einnig gerðu vandaðan BBC-þátt um einvígið, Clash of the Titans, kom út í byrjun þessa árs og hlaut nafnið „Bobby Fischer goes to war – how the Soviets lost the most extraordinary chess match of all tim- es“. Einvígið hefur löngu verið sett á stall sem einn af merkustu íþrótta- eða menningarviðburðum síðustu aldar. Umfjöllunin var með ólíkind- um. Fréttir frá einvíginu voru á for- síðum allra stórblaða heims, myndir af Spasskij og Fischer prýddu forsíð- ur allra helstu tímarita sem þá komu út eins og Time, Newsweek, Life og Der Spiegel svo nokkur séu nefnd. Í Bandaríkjunum margfaldaðist með- limafjöldi í bandaríska skáksamband- inu. Kennslubókin „Bobby Fischer teaches chess“, sem Fischer samdi með nokkrum kennslufræðingum, rann út og mun vera mest selda skák- bók allra tíma. Í hverju lá styrkur Fischers? Yfirburðir Fischers á skáksviðinu frá 1966 til 1972 voru ótrúlegir. Hann vann öll mót sem hann tók þátt í með fáheyrðum yfirburðum. Styrkur hans lá ekki síst í geysilegum baráttuvilja og frábærri undirbúningsvinnu. Hann samdi aldrei um jafntefli fyrr en eftir geysilega baráttu. Sigurskák- ir hans voru margar hverjar snilld- arlega tefldar. „Fischer teflir eins og Mozart,“ sagði Miguel Najdorf þegar hann kom til Reykjavíkur 1972. Fischer komst ungur í kynni við skákkennarann Jack Collins og var tíður gestur á heimili hans. Collins átti vandað skákbókasafn og Fischer svalg upp ókjör af fróðleik um gömlu meistarana; dáðist einkum að landa sínum Paul Charles Morphy sem sumir vilja kalla fyrsta heimsmeist- arann í skák. Um miðja 19. öld hafði Morphy lagt undir sig „gamla heim- inn“ í frægri sigurför til Evrópu, sneri svo aftur og tefldi ekki meir. Heimildir um þetta tímabil eru afar greinargóðar og má geta þess að Ís- landsvinurinn Daniel Willard Fiske gaf út skáktímarit með Morphy um skeið. Mörg tímaritanna eru til í Fiske-safninu í Þjóðarbókhlöðunni. Titilvörn sem aldrei varð Bobby Fischer átti samkvæmt reglum FIDE að verja heimsmeist- aratitilinn í einvíginu 1975. Haustið 1974 sigraði Anatoly Karpov Viktor Kortsnoj í löngu og ströngu einvígi í Moskvu og hafði þar með unnið sér rétt til að skora á Fischer. Filippsey- ingar, studdir af Ferdinand Marcos forseta, buðu verðlaun sem námu fimm milljónum Bandaríkjadala. Slíkar upphæðir höfðu aðeins heyrst í samhengi við hnefaleikakeppnir Muhameds Alis. Á þingi FIDE í Nice í Frakklandi lá fyrir kröfugerð Fischers í u.þ.b. 900 liðum um fyrirkomulag næsta heimsmeistaraeinvígis. Þessi atriði voru öll samþykkt nema eitt. Reglan um að einvíginu yrði hætt ef staðan væri 9:9, en teflt skyldi upp að tíu sigrum, og þá héldi heimsmeistarinn titlinum stóð í mönnum. FIDE kom saman til aukaþings í ársbyrjun 1985 og enn náðist ekki sátt um þessa reglu. Fischer afsalaði sér titlinum og hvarf sjónum manna. Skákunnendur um allan heim hafa löngum harmað að Fischer skyldi ekki mæta Karpov sem á þessum ár- um bar höfuð og herðar yfir aðra skákmenn. „Bobby Fischer býr í Pasadena …“ er nafn á leikriti sem sett var upp í Svíþjóð fyrir allmörgum árum. Eftir að Fischer afsalaði sér skákkrúnunni bjó hann lengstum í Pasadena í Kali- forníu. Hann komst í fréttirnar árið 1981 þegar hann var handtekinn og látinn dúsa í fangelsi í Pasadena fyrir Ráðgátan Bobby Bobby Fischer er enn á ný kominn í heimsfrétt- irnar. Hann hefur verið eftirlýstur um árabil og sit- ur nú í fangelsi í Japan. Helgi Ólafsson fjallar um mesta skáksnilling allra tíma. Reuters Spasskij og Fischer tefla í Sveti Stefan 1992, 30 árum eftir að „einvígi aldarinnar“ var háð í Reykjavík. Móðir Bobbys Fischers, Regina Fisc- her, í mótmælastöðu fyrir utan Hvíta húsið. Hún var pólitískur aktívisti og bandaríska alríkislögreglan, FBI, lét fylgjast með henni um áratuga skeið. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson „Einvígi aldarinnar“: Bobby Fischer og Boris Spasskij að tafli. ’Menn komu ekki frá þessum hildarleiksamir menn og það er kaldhæðnislegt, eins og Boris Spasskij benti á síðar, að þeir tveir fulltrúar risaveldanna í einum sérkennileg- asta sjónleik kalda stríðsins skyldu báðir hafa hrakist frá heimalandi sínu.‘ 10 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.