Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 20
Herforingi LTTE, til hægri á myndinni, er æðsti stjórnandi Sjó-tígranna, Colonel Sooshai. Hans ferill var blóði drifinn þegar borgarastyrjöldin geisaði. Raunar veit enginn hversu mörg mannslíf hann hefur á samviskunni. Sjó-tígrar þykja þeir hættulegustu og herskáustu af liðssveitum LTTE, ef und- anskildir eru Svörtu tígrarnir (sjálfsmorðssveit LTTE). Aðrir á myndinni eru fyrrverandi yfirmaður SLMM, Major Tryggve Tellefsen, Pulideevan, yfirmaður Friðarráðs LTTE, og greinarhöfundur. Hér erum við á ferð í suðurhluta yfirráðasvæðis Tamíl-tígra í Killinochchi. Skíðgarðurinn markar skil yfirráðasvæða, því sunnan við garðinn er einskis manns land á 600 metra svæði, en þar fyrir sunn- an tekur við yfirráðasvæði ríkisstjórnar Sri Lanka. Fremstur á myndinni er Colonel Teeban, herfor- ingi LTTE, sem barðist í frumskógum norðursins í 19 ár og er næstæðsti herforingi LTTE. Sá skyrtu- klæddi er Pulideevan, yfirmaður Friðarráðs LTTE (Peace Secretariat of LTTE). styrkja, eða hagstæðra lána, samtals um 4,5 milljarðar dollara, muni hefja inngreiðslur, svo fremi sem deiluaðilar á Sri Lanka sýni fram á að skriður sé kominn á frið- arviðræður á nýjan leik. Leiðandi í áformum um slík framlög ríkari þjóða til þessa lands, sem í raun þarf á aðstoð að halda, til þess eins að geta á nýjan leik staðið á eigin fótum, brauðfætt sína og byggt upp eigið efnahagslíf á nýjan leik, eru Banda- ríkin, Japan, Noregur og Evrópu- sambandið. Fjölmörg önnur ríki tóku þátt í ráðstefnunni og lýstu sig reiðubúin til framlaga. Nokkrum sinnum á því rúma ári sem liðið er frá því ráðstefnan var haldin hafa verið ákveðin teikn á lofti um að nú gæti skriður farið að kom- ast á viðræðurnar en enn hefur eng- inn marktækur árangur orðið á því sviði. Valdarán forsetans í fyrrahaust Frá því í desember 2001 var það Ranil Wickremesinghe, forsætisráð- herra Sri Lanka, sem var ábyrgur fyrir friðarviðræðum srilanskra stjórnvalda við LTTE en hann og flokkur hans, UNP (United National Party), unnu sigur á flokki Chand- rika Bandaranike Kumaratunga SLFP (Sri Lanka Freedom Party) í þingkosningum það ár. Eftir að svo fór snerist forseti landsins meira og minna gegn friðarferlinu en hún og Ranil hafa verið hatrammir andstæð- ingar í áratugi. Það var Ranil for- sætisráðherra sem fyrir hönd stjórn- valda skrifaði undir vopnahléssáttmálann í febrúar 2002, við mjög harða andstöðu og gagnrýni Chandrika forseta, sem hélt því fram til að byrja með að CFA væri ólögleg- ur og ekki samkvæmt stjórnarskrá landsins. Forseta landsins brast svo þolinmæði snemma í nóvember í fyrra þegar hún sendi þingið heim og hrifsaði til sín völdin í þremur lyk- ilráðuneytum landsins, þ.e. innanrík- isráðuneyti (sem stjórnar lögreglu landsins), varnarmálaráðuneyti og upplýsingamálaráðuneyti. Þessi gjörningur forsetans setti allar frið- arviðræður í uppnám, en einungis ör- fáum dögum áður en til valdaránsins kom hafði LTTE skilað útfærðum til- lögum sínum um það hver vera ætti umræðugrundvöllurinn fyrir aukinni sjálfsstjórn Tamíla þegar friðarvið- ræður hæfust á nýjan leik. Síðan þetta var hefur mikil óvissa verið um framhaldið. Forseti lands- ins hefur stjórnað landinu, án þess að hafa til þess tilskilinn þingmeirihluta. Hún hefur stýrt öllum fréttaflutningi ríkisfjölmiðla, hvort sem um dagblöð, útvarp eða sjónvarp ræðir, og sett sína menn inn í þau lykilráðuneyti sem að framan voru nefnd. Loks boð- aði hún til þingkosninga hinn 2. apríl sl. og fór þá fram í kosningabanda- lagi með flokki, sem nefnist JVP, sem er gamall marxistaflokkur og var áð- ur afar herskár, en reynir nú að telja landsmönnum trú um að um nýjan og bættan flokk sé að ræða. Í sameiningu fengu þessir flokkar 106 þingsæti, en þurftu að fá 113, til þess að ná tilskildum þingmeirihluta, því þingmenn eru 225. Síðan þetta var hefur minnihlutastjórn Chand- rika stjórnað landinu og virðast litlar breytingar hafa orðið á stjórnarfari við myndun þessarar nýju stjórnar. Það alvarlega við stöðuna er að LTTE vantreystir forseta landsins og sömuleiðis JVP og því hafa við- ræður ekki enn hafist á ný um var- anlegan frið, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir norskra stjórnvalda um að koma deiluaðilum að samningaborð- inu á nýjan leik. Í höfuðstöðvum SLMM í Colombo er starfið einkum fólgið í samhæfingu og samræmingu aðgerða eftirlits- sveita um allt land, ráðgjöf til svæð- isskrifstofa og stefnumótun fyrir samtökin í heild. Starf mitt sem blaða- og upplýsingafulltrúi var eink- um fólgið í því að fylgjast grannt með starfi eftirlitssveita okkar á svæðis- skrifstofunum, veita fjölmiðlum, sri- lönskum sem alþjóðlegum, upplýs- ingar um það sem fréttnæmt gat talist, útbúa fréttatilkynningar þegar við átti, fylgjast eins grannt og auðið var með fréttaumfjöllun um friðar- ferlið, átökum deiluaðila og starfsemi SLMM frá degi til dags og veita öll- um eftirlitssveitarmönnum upplýs- ingar um þann fréttaflutning um innra net SLMM. Auk þess fylgdi ég yfirmanni sveitarinnar á fundi, hvort sem í varnarmálaráðuneytinu í Col- ombo eða á fundi á hinum ýmsu svæðum í norðri og austri. Ferðamátinn var þá yfirleitt sá að flogið var með herflugvél til herflug- valla, í norðri eða austri, og ef halda skyldi á óumdeilt yfirráðasvæði LTTE, eins og t.d. Killinochchi, þá var síðasti áfanginn farinn í herþyrlu frá flugher Sri Lanka. Þessar ferðir reyndust fæstar skila miklum ár- angri öðrum en þeim að þær sýndu að aðilar vildu enn ræða saman. Mörgum kann að þykja sem slíkur árangur sé ekki svo mikill en ég vil halda því fram að hann sé umtals- verður því á meðan samræður á milli deiluaðila standa heldur vopnahléð og vonir geta staðið til þess að var- anlegur friður náist. Yfirmaður SLMM fór ýmist til beinna viðræðna við S.P. Tamilselvan, leiðtoga póli- tísks arms LTTE, með aðsetur í Kill- inochchi, eða hann fór til funda við báða aðila, þ.e. fulltrúa lögreglu og hers annars vegar og fulltrúa LTTE, bæði pólitíska og hernaðarlega, hins vegar. Slíkir fundir eru oftast haldnir í Trincomalee, sem er hafnarborg á austurströnd Sri Lanka, þar sem höf- uðstöðvar sjóhers Sri Lanka eru, eða í Batticaloa og/eða Ampara, sem eru borgir í austurhluta Sri Lanka, þar sem byggð er mjög blönduð af Sin- hölum, Tamílum og múslimum. Yf- irmaður Sri Lanka Monitoring Mis- sion er í slíkum tilvikum sá sem stýrir þeim fundum, ákveður dagskrá fundanna og tekst í mörgum tilvikum að þoka málum áleiðis þótt vissulega vilji menn oft sjá meiri og skjótvirk- ari árangur. Almenningur á Sri Lanka gerir sér fulla grein fyrir því hver þýðing var- anlegs friðar er og þótt SLMM njóti mikils velvilja og hlýju, ekki síst á svæðunum í norðri og austri, vegna þess að sveitin stendur vörð um vopnahléssáttmálann, þá er það al- gjörlega ljóst að fólkið í landinu þráir ekkert heitar en varanlegan friðar- sáttmála. Efnahagur landsins hefur batnað Efnahagur landsins hefur farið batnandi frá því vopnahléssáttmálinn var undirritaður. Hagvöxtur hefur verið á bilinu 4 til 6% og er því spáð að hann verði svipaður í ár. Ferða- mennska var lítil sem engin á meðan á stríðinu stóð en í ár er búist við að tala erlendra ferðamanna nái a.m.k. hálfri milljón. Þróun þeirrar atvinnu- greinar hefur mikla þýðingu fyrir efnahag landsins enda hefur eyjan ferðamönnum upp á margt að bjóða. Ef friðarferlið kemst fljótlega á skrið á nýjan leik mun erlent fjármagn til uppbyggingar byrja að streyma inn í landið og fari svo spái ég því að ekki líði mörg ár þar til srilanska þjóðin verði sjálfbjarga á ný en ekki upp á aðra komin. Ég hef heyrt efasemdarraddir frá því ég kom heim um réttmæti þátt- töku Íslands í friðargæsluverkefni sem þessu. Efasemdarmenn spyrja mig hvað við, Íslendingar, eigum að vera að skipta okkur af ófriði í landi sem er okkur jafnfjarlægt, land- fræðilega og menningarlega og Sri Lanka og hvernig hægt sé að verja að fjármunum íslenskra skattborgara sé varið í launagreiðslur til gæsluliða á Sri Lanka. Mitt svar við því er þetta: Ísland er eitt auðugasta ríki Jarðar; við getum haft áhrif til góðs og höfum efni á því; við getum hjálp- að þeim sem minna mega sín; við, ásamt frændum okkar á Norðurlönd- um, getum miðlað af reynslu okkar og því hvernig orð eru til alls fyrst. Þannig verðum við sjálf reynslunni ríkari, skilningur okkar á neyð ann- arra, þó að í fjarska séu, eykst og sjóndeildarhringur okkar víkkar. Þátttaka í verkefni sem þessu er að mínu mati vitnisburður um nor- ræna samvinnu í sinni jákvæðustu mynd. Algengasti ferðamátinn, að slepptum tveimur jafnfljótum, er að fara um á reiðhjóli. Það er algeng sjón að sjá heilu fjöl- skyldurnar á einu reiðhjóli. Faðirinn er þá gjarnan sá sem hjólar og reiðir fyrir framan sig eitt eða tvö börn, jafnvel það þriðja í körfu framan á stýrinu. Móðirin situr síðan á bögglaberanum, kannski með eitt eða tvö börn í fangi og á baki. Átakanlega mörg börn í norður- og austurhluta Sri Lanka hafa beðið stórskaða, misst útlimi eða látið lífið við það að stíga á jarðsprengju. Þessi litla stúlka er hér í endurhæfingu á endurhæfingarstöð Tamíla í Killinochchi, eftir að hafa stig- ið á jarðsprengju. Áætlað er að enn séu grafnar í jörð um tvær milljónir jarð- sprengna og margra ára starf er framundan við að leita þær uppi og eyða þeim. agnes@mbl.is ’Í norðri og austrieru afleiðingar stríðs- ins áberandi. Á þeim svæðum þar sem Tamílar búa er fá- tæktin mest og þörfin fyrir aðstoð brýnust.‘ 20 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.