Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 25 SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf- ið athugun á mati á umhverfisáhrif- um vegna lagningar nýs Gjábakka- vegar milli Laugarvatns og Þingvalla. Í matsskýrslu Vegagerð- arinnar, sem var afhent Skipulags- stofnun fyrir stuttu, voru lagðir fram fjórir valkostir, það eru leiðir 2, 3 og 12a austan megin, og leið 7 vestan megin. Mælti Vegagerðin með að leið 3 yrði farin austanmegin, og leið 7 vestanmegin. Ennfremur er í matsskýrslu fjallað um leið 1, uppbyggingu nú- verandi vegar, en hún var aðeins lögð fram til samanburðar og sá kostur ekki lagður fram til úrskurð- ar. Um er að ræða um 15 km langa nýlagningu vegar. Matsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum mun liggja frammi til kynningar frá 23. júlí til 3. september 2004 á skrifstofu Blá- skógabyggðar, Aratungu, skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa á Laugarvatni, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Matsskýrsla um nýjan Gjábakkveg Auglýst eftir athugasemdum FRÉTTIR FYRIR skömmu var haldið um- dæmisþing Rótarý á Íslandi og var Valgeiri Þorvaldssyni afhent þar viðurkenning og verðlaun fyrir frá- bært starf við stofnun og uppbygg- ingu Vesturfarasetursins. Þetta er árleg viðurkenning úr starfsgreina- sjóði (Vocational Service Fund) til frumkvöðuls á ýmsum sviðum og sérstaklega á sviði menningarmála. Uppbygging á Hofsósi hófst um 1990 þegar Valgeir hófst handa um endurbyggingu gamla kaupfélags- hússins sem var þá eins og önnur verslunarhús þar komið til ára sinna og skorti alvarlega viðhald. Hug- mynd að Vesturfarasetrinu var kynnt um 1995 og þótti mörgum gæta mikillar bjartsýni. Árið 1996 var Vesturfarasetrið svo opnað með viðhöfn. Um sömu mundir friðaði Þjóðminjasafnið og lét jafnframt endurbyggja gamla pakkhúsið við árósinn. Síðan hefur verið byggt svonefnt Konungsversl- unarhús, sem hýsir sérstaka sýn- ingu um byggðir íslenskra land- nema í Norður-Dakóta, og Frændgarður, sem fyrst hýsti sýn- ingu um landnám íslenskra mor- móna í Utah, en þar er einnig bóka- safn setursins. Rótarý verðlaunar frum- kvöðlastarf Valgeirs sveit, sem gerir staðinn mjög vin- sælan hjá þeim sem vilja dansa,“ segir Helena. Á flestum öðrum stöð- um er vart hægt að tala um dans- gólf, þótt víða sé boðið upp á lifandi tónlist þar líka. Raunar er það alveg sérstök reynsla að koma til þeirra Paolo og Helenu og fylgjast með fólkinu á dansgólfinu. Þarna svífa um gólf Spánverjar með náttúrutalent fyrir dansi og svo útlendingar, sem dansa af innlifun án þess að skeyta um of um sporin, og loks eru alltaf allmörg pör sem greinilega hafa farið á mörg dansnámskeið og koma svo á La Marina Sport Complex til að njóta ávaxtanna af danskennslunni. Þetta fólk dansar af mikilli ná- kvæmni! Á staðinn koma allra þjóða kvikindi enda býr í La Marina og nærliggjandi bæjum fólk frá ótal mörgum löndum. Lífið er vinna Í La Marina búa, auk Spánverj- anna, Bretar, Þjóðverjar, Skandin- avar, Íslendingar, Rússar og fólk frá ýmsum löndum í Austur-Evrópu, þá hefur Suður-Ameríkumönnum fjölg- að mikið, t.d. Kólumbíumönnum, og svo er náttúrlega mikið af Marokk- óbúum, sem margir hverjir eru ólöglegir innflytjendur. „Það koma bátar að suðurströnd Spánar í Andalúsíu á hverju kvöldi,“ segir Helena og hún segir þetta fólk og ýmsa aðra innflytjendur eiga erf- itt líf, því þeir fái ekki landvist og þar með enga aðstoð frá ríkinu. Fólk frá Norður-Afríku er ekki vin- sælt hér hjá stjórnvöldum, a.m.k. í tíð Aznars, fyrrverandi forsætisráð- herra Spánar, sem reyndar féll í síð- ustu kosningum. Um muninn á því að lifa á Spáni og Íslandi segir Paolo ákveðinn: „Það er enginn munur í rauninni. Lífið er vinna. En það er betra að vinna fyrir sjálfan sig en aðra og svo höfum við núna möguleika á því að hafa eitthvað upp úr þessu með því að stjórna fyrirtækinu sjálf.“ Um búsetuskiptin frá Íslandi seg- ir Helena: „Ég vissi alveg að hverju ég gekk, þegar við ákváðum að flytja til Spánar. Við vorum komin með börn á skólaaldri og það var í raun bara að hrökkva eða stökkva. Ég hefði t.d. ekki komið hingað, ef Þórunn (elsta dóttirin) hefði verið orðin eldri. Hún var á síðasta ári barna- skóla en er hér komin í gagnfræða- skóla í Rojales, skammt frá La Mar- ina. Þetta var náttúrlega stór ákvörðun hjá okkur, aðallega vegna barnanna. Við þurftum að koma þeim í skóla og ganga frá öllu sem því fylgir. Enginn losarabragur á börnunum Og hvað um framtíðina? „Við erum flutt hingað, börnin eru komin í skóla hér, og við höfum ákveðið að búa á Spáni. Börnin eru ánægð hérna og mér finnst skóla- starfið hér að mörgu leyti betra en á Íslandi. Hér er enginn losarabragur á börnum eins og oft vill verða heima. Í skólanum er strangur agi og þegar börnin eru komin í skólann er hliðinu lokað og þaðan fer enginn út fyrr en að skóla loknum. Hug- arfarið er einhvern veginn allt ann- að. Þá má nefna að námsefnið er allt annað og börn hér byrja fyrr að læra ýmsar greinar en heima, eink- um raunvísindagreinar. Þá er Benjamín, sem er bara sex ára, t.d. byrjaður að læra ensku.“ Það er greinilegt að Helenu líkar vel hvernig skólastarfið er og hvern- ig börnin séu öguð og ekki látin komast upp með moðreyk. „Við erum orðin einhvern veginn svo skandinavísk heima á Íslandi, að það má ekkert orðið segja við börn í skólum, þá eiga foreldrar það til að gera stórmál úr engu. Ég öfunda ekki íslenzka kennara, sem þurfa að vinna við slíkar aðstæður. Það er einhver linka í skólakerfinu heima og börn eru ekki látin taka ábyrgð á sjálfum sér – og ekki kennt það. Það er aldrei tekið á vandamálum, held- ur ríkir einhvers konar „linkulýð- ræði“ í skólum heima,“ segir Hel- ena. Helena vill þó taka fram, að hún hafi sjálf svo sem ekkert yfir neinu að kvarta á Íslandi, en svona sé samanburðurinn, því miður, þegar hún hefur kynnzt bæði íslenzku og spænsku skólakerfi frá fyrstu hendi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.