Morgunblaðið - 25.07.2004, Side 28
28 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
24. júlí 1994: „Rík-
isstjórnin hefur ákveðið að
taka upp samræmdar að-
gerðir til þess að greiða
fyrir erlendum fjárfest-
ingum og kynna Ísland
sem fjárfestingarkost.
Hefur iðnaðarráðherra
verið falið að samræma
kynningu og upplýs-
ingaráðgjöf til hugs-
anlegra erlendra fjárfesta.
Í samtali við Morg-
unblaðið í gær, sagði Sig-
hvatur Björgvinsson, iðn-
aðar- og
viðskiptaráðherra, m.a.:
„Hér á Íslandi hafa menn
hins vegar litið slíkt miklu
hornauga og talið, að allir
auðfurstar heimsins eigi
sér ekki annað takmark
en að koma hingað með
peningana sína og kaupa
upp íslenzkt atvinnulíf en
það hefur ekki nokkur
maður áhuga á því nema
honum séu kynntir kost-
irnir.““
. . . . . . . . . .
22. júlí 1984: „Francois
Mitterrand Frakklands-
forseti, gerði róttækar
breytingar á frönsku rík-
isstjórninni í vikunni. Með
því að skipa Laurent Fab-
ius aðeins 37 ára forsætis-
ráðherra er Mitterrand að
leitast við að losa stjórn
sína úr þeim hug-
myndafræðilegu viðjum
sósíalisma og ríkisafskipta
sem sett hafa svip sinn á
stjórn Frakklands á þeim
þremur árum sem vinstri-
sinnar hafa farið með völd
í landinu eftir aldarfjórð-
ung í stjórnarandstöðu.
Samhliða því sem vegur
Francois Mitterrand hefur
vaxið á alþjóðavettvangi
vegna hreinskiptni hans
og áræðis ekki síst and-
spænis alræðisstjórn
Kremlverja hafa vinsældir
stjórnar hans heima fyrir
farið síminnkandi.“
. . . . . . . . . .
21. júlí 1974: „Í kosningum
kveða kjósendur upp dóm
yfir verkum umboðsmanna
sinna á liðnu kjörtímabili
og taka jafnframt ákvörðun
um, hverjum þeir vilja fela
forsjá sinna mála næsta
kjörtímabil. Síðastliðin 3 ár
hefur setið að völdum í
landinu vinstri stjórn, sem
mynduð var að loknum
þingkosningum 1971. Fyrir
þær kosningar datt engum
í hug, að myndun vinstri
stjórnar að þeim loknum
kæmi til greina og vafa-
laust hefðu kosningaúrslit
orðið á annan veg, ef kjós-
endur hefðu gert sér grein
fyrir því, hvers vænta
mátti.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
H
var sleppir rétti fjölmiðla til
að birta upplýsingar og
hvar tekur réttur einstak-
lingsins til friðhelgi einka-
lífsins við? Hver telst op-
inber persóna og hvaða
stöðu hefur hún gagnvart
fjölmiðlum? Nýtur opin-
ber persóna engrar friðhelgi? Er það almanna-
hagur að frægir einstaklingar standi berskjald-
aðir gagnvart fjölmiðlum, hvað sem þeir taka sér
fyrir hendur, jafnt í blíðu og stríðu?
Hingað til hefur þeirrar tilhneigingar gætt –
einkum í hinum enskumælandi heimi, en þó ekki
eingöngu – að fjölmiðlar hafi nokkuð mikið vald í
þeim efnum og þeirra sé að ákveða hversu langt
skuli gengið í birtingu upplýsinga. Um þessar
mundir virðist hins vegar eiga sér stað nokkur
endurskoðun markanna milli friðhelgi einkalífsins
og tjáningarfrelsis. Í Bandaríkjunum hefur um-
ræðan snúist um umfjöllun fjölmiðla um sakamál
á hendur tveimur frægum einstaklingum, körfu-
boltaleikmanninum Kobe Bryant og skemmti-
kraftinum Michael Jackson. Bryant hefur verið
sakaður um nauðgun og Jackson kynferðislegt
áreiti gegn börnum. Dómarar í hvoru máli um sig
hafa þurft að taka á ágengum fjölmiðlum, friðhelgi
einkalífs ákærenda, sem segja að brotið hafi verið
á sér kynferðislega, og rétti frægra einstaklinga
til sanngjarnra réttarhalda. Á mánudag bannaði
hæstiréttur í Colorado fjölmiðlum að birta upplýs-
ingar úr gögnum úr máli Bryants sem dómstóllinn
hafði í ógáti sent fjölmiðlum í tölvupósti.
Dómarinn í máli Jacksons hefur ítrekað bannað
birtingu nánast allra upplýsinga um sönnunar-
gögn og persónur hugsanlegra vitna.
Fjölmiðlun og
sanngjörn rétt-
arhöld
Í fréttaskýringu í New
York Times um þessi
mál sagði að hæstirétt-
ur Bandaríkjanna
hefði aldrei tekið undir
fyrirfram höft á birt-
ingu frétta í fjölmiðlum. Það hafi rétturinn ekki
einu sinni gert í málum, sem vörðuðu þjóðarör-
yggi eða rétt ákærða til sanngjarnra réttarhalda,
jafnvel þótt upplýsingarnar hefðu verið fengnar
með ólöglegum hætti. Þegar hæstiréttur úrskurð-
aði um birtingu Pentagon-skjalanna, sem fjölluðu
um Bandaríkin og Víetnam-stríðið, árið 1971
skrifaði William J. Brennan hæstaréttardómari að
til þess að banna birtingu þyrftu að liggja fyrir
sannanir um að hún „myndi óhjákvæmilega, með
beinum hætti og þegar valda atburði eða atviki á
borð við að stefna í hættu farkosti, sem þegar væri
á hafi úti“.
Dómarinn, sem úrskurðaði um aðgengi fjöl-
miðla í máli Jacksons, sakaði lögmenn fjöl-
miðlanna um að afvegaleiða almenning með því að
gefa sýknt og heilagt í skyn að hann færi ekki að
lögum: „Vandinn við að tryggja að hver einstak-
lingur njóti sanngjarnra réttarhalda verður ær-
andi þegar einstaklingurinn, sem um ræðir, er
þekktur um allan heim og það gerir þeim ein-
staklingi mjög erfitt að fá sanngjörn réttarhöld.“
Lögmenn Jacksons segja að áhugi almennings
á málinu helgist eingöngu af gægju- og skemmt-
anaþörf og því þurfi að gæta sérstakrar leyndar.
Ímynda mætti sér mál, sem hefðu beina skírskot-
un til velferðar almennings, landsmálapólitíkur
eða utanríkismála, en það eigi ekki við um þetta
mál. Lögmenn fjölmiðlanna segja hins vegar að í
raun sé verið að krefjast þess að fræg persóna sé
með öllu undanþegin ákvæðum fyrstu viðbótar við
stjórnarskrá Bandaríkjanna um tjáningarfrelsi og
frelsi fjölmiðla. Með því væri verið að snúa hug-
myndinni um aðgengi almennings að upplýsingum
á hvolf.
Bandarískir
dómstólar í
stríði við fjöl-
miðla
Í fréttaskýringu í New
York Times segir að
mikillar óvildar í garð
fjölmiðla gæti um
þessar mundir í
bandarísku réttarkerfi
og segir einn viðmæl-
andi blaðsins að komið sé að tímamótum hvað
snertir frelsi fjölmiðla til birtingar upplýsinga.
Jafnvel mætti ganga svo langt að segja að banda-
rískir dómstólar væru í stríði við fjölmiðla og má
þar nefna mál, sem upp hafa komið vegna kvið-
dóma og birtingar upplýsinga um einstaka kvið-
dómendur í ýmsum málum upp á síðkastið, sem of
langt mál er að fara út í hér.
Fræga fólkið getur átt von á því að fjallað sé um
allar hliðar einkalífs þess. Gott dæmi um umfjöll-
un, þar sem engra takmarka virðist gæta, er
hjónaband Davids og Victoriu Beckham. Á tíma-
bili fyrr á árinu voru allir fjölmiðlar uppfullir af
fréttum af hjónabandsörðugleikum þeirra og var
Morgunblaðið þar engin undantekning. Beckham-
hjónin geta átt von á ljósmyndurum við hvert fót-
mál.
Fyrr í sumar féll dómur í máli fyrirsætunnar
Naomi Campbell gegn breska blaðinu Daily
Mirror, sem birti frétt um að hún hefði farið í eit-
urlyfjameðferð á vegum samtaka, sem leggja
áherslu á nafnleynd skjólstæðinga, og mynd þar
sem hún var að koma úr meðferðinni. Campbell
vann málið eftir að hafa tapað því á neðri dóm-
stigum og dæmdu þrír dómarar af fimm henni í
hag. „Þrátt fyrir áhersluna, sem leggja verður á
rétt fjölmiðla til tjáningarfrelsis eigi þeir að gegna
hlutverki sínu af skilvirkni, tel ég að gengið hafi
verið á friðhelgi einkalífs frú Campbell með hætti,
sem ekki verður réttlættur,“ sagði Hope lávarður,
einn þeirra, sem dæmdu Campbell í hag. Dóm-
urinn þykir þó ekki gefa fordæmi um almenna
birtingu mynda af frægu fólki, sem teknar eru á
almannafæri, í fjölmiðlum.
Stjórnmálamenn hafa einnig leitað réttar síns
gegn meintum ágangi fjölmiðla á friðhelgi einka-
lífs þeirra. Gerhard Schröder, kanslari Þýska-
lands, hjólaði í bresk götublöð fyrir að halda því
fram að hann léti lita á sér hárið. Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, og Cherie, kona hans,
kvörtuðu í vetur við siðanefnd breskra blaða-
manna undan því að blaðið Sunday Express hefði
birt fréttir um son þeirra, Nicky. Árið 2002 úr-
skurðaði nefndin að tvö dagblöð hefðu gengið of
langt þegar þau fjölluðu um umsókn eldri sonar
þeirra, Euan, í háskóla. Blair-hjónin hafa viljað
halda börnum sínum fjarri sviðsljósi fjölmiðla. Því
hefur hins vegar verið haldið fram að breskur al-
menningur eigi rétt á því að vita hvaða skóla börn
þeirra sæki, sem taka ákvarðanir um menntamál í
landinu.
Stjórnmála-
menn og fjöl-
miðlar
Hvar fara saman al-
mannahagsmunir og
friðhelgi einkalífsins
þegar stjórmálamenn
eru annars vegar? Er
sjálfsagt að segja frá
því þegar stjórnmálamaður er tekinn fyrir ölv-
unarakstur? Breytist eðli málsins ef viðkomandi
stjórnmálamaður hefur lagt áherslu á baráttuna
gegn ölvun undir stýri í pólitískum málflutningi
sínum? Koma fjölskyldumál stjórnmálamanna al-
menningi við? Hefur stjórnmálamaður gert sjálf-
an sig að skotmarki ef hann hefur reynt að öðlast
trúverðugleika í augum kjósenda með því að
leggja áherslu á heilsteypt fjölskyldulíf? Þegar
Gary Hart hugðist bjóða sig fram til forseta fyrir
demókrata í Bandaríkjunum var hann spurður
hvort hann héldi framhjá konunni sinni. Fjöl-
miðlar tóku hann á orðinu þegar hann eggjaði þá
til að sanna mál sitt og sátu fyrir honum þar sem
hann kom af fundi með hjákonu sinni. Bill Clinton,
fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mátti þola það að
kynlífsathafnir hans og Monicu Lewinsky voru
raktar í smáatriðum í skýrslu sérskipaðs saksókn-
ara.
Í Frakklandi kveða lög á um að friðhelgi einka-
lífsins nái til „allra þátta andlegrar og líkamlegrar
tilvistar einstaklingsins“. Það er því undir fólki
sjálfu komið hversu mikið það lætur uppi. Fransk-
ir fjölmiðlar fara því mjög varlega í þessum efnum
og eitt dæmi um það er að árum saman hélt
Francois Mitterrand, fyrrverandi forseti Frakk-
lands, hjákonu án þess að frá því væri greint í fjöl-
miðlum. Sarah Ferguson fékk á sínum tíma
greiddar skaðabætur frá blaðinu Paris Match
vegna birtingar mynda af henni og kærasta henn-
ar á sundlaugarbakka. Breskir fjölmiðlar gátu
óhindrað birt myndirnar. Í Bretlandi hafa af og til
komið upp hugmyndir um að setja lög um friðhelgi
einkalífsins, nú síðast í vetur þegar nefnd, sem
skipuð var þingmönnum allra flokka á vegum
neðri deildar breska þingsins, sendi frá sér
skýrslu og lagði til að slík lög yrðu sett. Því hefur
hins vegar ávallt verið hafnað og lýsti breska
stjórnin því yfir að ekki stæði til að setja slík lög.
Lagalega þykja Þjóðverjar vera mitt á milli
Breta og Frakka þegar kemur að friðhelgi einka-
lífsins og prentfrelsi. Dómstólar í Þýskalandi
bönnuðu til dæmis þýskum fjölmiðlum að fjalla
um það hvort vandræði væru í hjónabandi Schröd-
ers á þeirri forsendu að það varðaði ekki hags-
muni almennings að birta upplýsingar um einkalíf
kanslarans. Þegar breska blaðið Mail on Sunday
birti fréttir í svipuðum dúr um hjónaband Schröd-
ers í janúar leitaði hann til dómstóla í Hamborg og
fékk sett bann á blaðið. Þegar til kastanna kom
tók bannið þó aðeins til Þýskalands. Mail on
Sunday brást ókvæða við og leit svo á að stjórn
eins Evrópuríkis væri að reyna að beita ritskoðun
í öðru Evrópuríki. Blaðið birti að nýju fréttir af
hjónabandi Schröders, en þó ekki í þeim hluta
upplagsins, sem dreift var í Þýskalandi. „Menn
eins og Schröder, sem láta sig dreyma um evr-
ópskt ofurríki, sem stjórnað er af hástéttinni og
ÁLIÐNAÐURINN Á ÍSLANDI
Eyjólfur Konráð Jónsson,ritstjóri Morgunblaðsinsog alþingismaður um
langt árabil, spáði því í sjón-
varpsumræðum fyrir nokkrum
áratugum að á Íslandi yrðu í
framtíðinni byggð mörg álver og
áliðnaður yrði ein af undirstöðum
þjóðarbúsins. Þessi framtíðarsýn
Eyjólfs Konráðs, sem var einn
helzti baráttumaður fyrir upp-
byggingu áliðnaðar á sjötta ára-
tug 20. aldarinnar, er að verða að
veruleika.
Í Morgunblaðinu í gær upplýsir
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra að meiri alvara sé nú að
baki fyrirspurnum erlendra álfyr-
irtækja um hugsanlega stóriðju á
Norðurlandi en áður.
Framkvæmdir eru að hefjast
við stórt álver á Austurlandi. Ný-
ir eigendur Norðuráls stefna á
hraðari og meiri uppbyggingu
þar en fyrri eigandi hafði í huga.
Hugmyndir hafa verið um stækk-
un í Straumsvík og nú er bersýni-
lega að komast alvarleg hreyfing
á umræður um álver á Norður-
landi.
Miklar deilur urðu um bygg-
ingu fyrsta álversins í Straums-
vík á Viðreisnarárunum. Þær
snerust annars vegar um hina er-
lendu fjárfestingu og afleiðingar
hennar og hins vegar um áhrif
mengunar frá álverinu. Auk þess
var því haldið fram að álver væru
ekki eftirsóknarverðir vinnustað-
ir. Andstæðingar álversins í
Straumsvík voru líka sumir
hverjir andvígir byggingu Búr-
fellsvirkjunar.
Umræður um erlend álver hafa
smátt og smátt þróast á þann veg
að landi og þjóð er ekki lengur
talin stafa hætta af erlendri fjár-
festingu heldur er hún talin eft-
irsóknarverð. Reynslan hefur af-
sannað fullyrðingar um að álver
væru vondir vinnustaðir. Þvert á
móti sækist fólk eftir vinnu í
þeim iðjuverum. Mengunarvarn-
arbúnaður er nú mun fullkomnari
en var þegar álverið í Straumsvík
var byggt og sú staðreynd hefur
dregið úr gagnrýni á uppbygg-
ingu áliðnaðar hér.
Hins vegar er athyglisvert að
gagnrýnin beinist í vaxandi mæli
að virkjunum sem byggðar eru í
tengslum við álverin. Umræðurn-
ar um framkvæmdirnar fyrir
austan snerust fyrst og fremst
um Kárahnjúkavirkjun en síður
um álverið sjálft í Reyðarfirði.
Engar vísbendingar eru um að
stækkun álveranna á Grundar-
tanga eða í Straumsvík kalli á
gagnrýni en öðru máli kann að
gegna um þær virkjanir sem
byggja þarf til þess að sjá þeim
fyrir nægilegri orku. Þó er ekki
hægt að útiloka, að verði í alvöru
rætt um staðsetningu álvers í
Eyjafirði en ekki annars staðar á
Norðurlandi komi fram gagnrýni
á staðsetninguna en ekki endilega
á byggingu álvers á Norðurlandi
sem slíka.
Af ummælum Valgerðar Sverr-
isdóttur má ráða að verði hug-
myndir um stækkun í Straumsvík
ekki að veruleika komi til greina
bygging álvers á Reykjanesi, sem
mundi vissulega hafa jákvæð
áhrif á atvinnulífið þar, m.a. í
ljósi minnkandi umsvifa varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli.
Með þeirri uppbyggingu álvera,
sem nú er framundan og hafnar
eru umræður um, er ljóst að ál-
iðnaður er að verða ein af helztu
atvinnugreinum okkar Íslend-
inga. Við höfum alltaf litið svo á
að þessi þjóð ætti tvær auðlindir,
fiskinn í hafinu og óbeizlaða orku
fallvatnanna. Nú er augljóst að
það stefnir í meiri nýtingu á orku
fallvatnanna en áður.