Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 29 embættismönnum, halda greinilega að þýsk lög eigi að ná til okkar,“ sagði í blaðinu. „En við getum í það minnsta enn um sinn virt að vettugi þennan rosta og þessar hótanir. Vegna ólíkrar hefðar og öflugs lýðræðis getum við birt þetta efni vegna þess að við teljum okkur hafa allan rétt til þess.“ Mannréttinda- dómstóllinn í Strasbourg Dómur Mannréttinda- dómstólsins í Stras- bourg í máli Karólínu Mónakóprinsessu gegn þýska ríkinu frá 24. júní gæti haft mikil áhrif á framtíð þessara mála. Karólína hefur um árabil reynt að stöðva birtingu mynda í fjölmiðlum úr einkalífi sínu. Fyrir réttinum sagði hún að hún hefði verið hundelt af ljósmyndurum í hvert skipti, sem hún færi að heiman, og fylgst væri með öllum hennar athöfnum, hvort sem hún væri að ganga yfir götu, sækja börnin í skólann, gera innkaup, í göngutúr, íþróttum eða á ferðalagi. Sagði hún að skilgreining þýskra dómstóla á afviknum stað þar sem hún nyti friðhelgi einkalífs fyrir fjölmiðlum væri allt of þröng. Þá kæmi að litlu gagni vörn, sem hún nyti samkvæmt frönskum lögum, því að myndir, sem þar væru teknar, væru einfaldlega birtar í þýskum blöðum þar sem frönsk lög ættu ekki við. Mannréttindadómstóllinn komst ein- róma að þeirri niðurstöðu að í máli Karólínu hefði verið brotið gegn grein átta í Mannréttindasátt- mála Evrópu. Greinin er tvíþætt. Í fyrri hluta hennar segir að allir eigi rétt á að virt sé friðhelgi einka- og fjölskyldulífs þeirra og sömuleiðis frið- helgi heimilis og samskipta. Í niðurstöðu dómsins segir að eini tilgangurinn með því að birta mynd- irnar hafi verið að svala forvitni lesenda um einka- líf prinsessunnar. Birtingin hafi ekki verið fram- lag til neinnar umræðu, sem varði almenna hagsmuni þjóðfélagsins. Dómur Mannréttindadómstólsins gekk þvert gegn úrskurði þýska stjórnlagadómstólsins, sem hafði leyft birtingu tiltekinna mynda. „Sú staðreynd að fjölmiðlar gegna því hlutverki að upplýsa almenningsálitið útilokar ekki afþrey- ingarefni frá því að njóta virkrar verndar sam- kvæmt stjórnlögum,“ sagði í úrskurði stjórnlaga- dómstólsins. „Afþreyingarefni á einnig þátt í mótun skoðana. Stundum getur það meira að segja örvað eða haft meiri áhrif á mótun skoðana en upplýsingar, sem alfarið byggjast á staðreynd- um. Að auki er vaxandi tilhneiging í fjölmiðlum til þess að gera að engu greinarmuninn á upplýs- ingum og afþreyingarefni bæði hvað varðar al- menna umfjöllun fjölmiðla og einstök framlög, og breiða út upplýsingar í formi afþreyingarefnis eða blanda þeim við afþreyingu („infotainment“). Fyr- ir vikið fá margir lesendur upplýsingar, sem þeir telja mikilvægar eða áhugaverðar, úr umfjöllun til afþreyingar.“ Þýski stjórnlagadómstóllinn sagði einnig að ekki mætti neita því að afþreyingarefni ætti þátt í að móta skoðanir. „Það myndi jafnast á við að ætla einhliða að afþreying uppfylli aðeins löngunina eftir skemmtun, afslöppun … Afþreying getur einnig sett fram ímyndir af raunveruleikanum og lagt fram málefni til umræðu, sem kveikja ferli samræðu og aðlögunar, sem snerta lífsspeki, gildi og fyrirmyndir í hegðun. Í þessu tilliti uppfyllir hún mikilvæga félagslega þætti … Þegar lagt er á vogarskálar þess markmiðs að vernda frelsi fjöl- miðla er afþreying í fjölmiðlum hvorki ótæk né með öllu gildislaus og fellur því innan marka beit- ingar grundvallarréttinda … Það sama á við um upplýsingar um fólk. Persónugerving er mikil- vægt tæki blaðamennsku til að ná athygli. Oft vek- ur það í upphafi áhuga á vanda og örvar löngun eftir efnislegum upplýsingum. Með sama hætti er áhugi á sérstökum atburðum eða aðstæðum venjulega örvaður með persónugerðum frásögn- um. Að auki eru þekktar persónur holdtekjur ákveðinna siðferðislegra gilda og lífsstíls. Margt fólk byggir val sitt á lífsstíl á fordæmi þeirra. Í [fræga fólkinu] kristallast það sem almenningur tileinkar sér eða hafnar og það er ýmist fordæmi til eftirbreytni eða víti til varnaðar. Þetta skýrir almannahag af því að fylgjast með hæðum og lægðum í lífi [fræga fólksins]. Hvað snertir stjórnmálamenn hafa þessir al- mannahagsmunir ávallt verið taldir réttmætir frá sjónarmiði gagnsæis og lýðræðislegs aðhalds. Ekki er hægt að þræta fyrir það að í grundvall- aratriðum á það einnig við um aðrar opinberar persónur. Að því leyti er það hlutverk fjölmiðla að sýna fólk í aðstæðum, sem ekki einskorðast við ákveðin hlutverk eða atburði, og þetta tilheyrir einnig því sviði sem verndað er af frelsi fjölmiðla. Það er aðeins þegar leita þarf jafnvægis vegna skörunar einkalífsréttar að taka þarf á því hvort mál telst þjóna almannahag og sé meðhöndlað al- varlega og af hlutlægni eða hvort verið er að breiða út upplýsingar um einkamál í því skyni ein- göngu að svala forvitni almennings.“ Dómstóllinn í Strasbourg tekur aðra afstöðu til þess hversu langt megi ganga í því að fjalla um einkalíf fólks: „Rétturinn bendir á að í þessu máli sýna myndir kæranda í ýmsum þýskum tímarit- um hana í erindum í daglegu lífi sínu, þar sem hún gengur erinda sem eru í eðli sínu einkaerindi á borð við að stunda íþróttir, fara í gönguferð, yf- irgefur veitingastað eða er í fríi. Ljósmyndirnar, sem sýna kærandann stundum einan á ferð og stundum í för með öðrum, fylgja ýmsum greinum með sefandi fyrirsögnum á borð við „Einskær hamingja“, „Karólína … kona snýr aftur á vit lífs- ins“, „Á ferð og flugi með Karólínu prinsessu í París“ og „Kossinn eða þau eru hætt að fela sig …“. Rétturinn tekur til þess að kærandi, sem með- limur í fjölskyldu prinsins af Mónakó, er fulltrúi fjölskyldunnar við ákveðna menningar- eða góð- gerðarviðburði. Hins vegar gegnir hún engu hlut- verki innan eða fyrir hönd Mónakóríkis eða stofn- ana þess … Rétturinn telur að grundvallarmun verði að gera á því að greina frá staðreyndum – jafnvel um- deildum staðreyndum – sem geta lagt af mörkum til umræðu í lýðræðislegu þjóðfélagi hvað varðar stjórnmálamenn er þeir gegna hlutverki sínu, til dæmis, og því að greina frá smáatriðum úr einka- lífi einstaklings, sem aukinheldur, eins og í þessu máli, gegnir ekki opinberu hlutverki. Í fyrra tilvik- inu gegna fjölmiðlar lykilhlutverki „varðhunds“ í lýðræðisríkinu með framlagi til að „leggja fram upplýsingar og hugmyndir um mál er varða al- mannahagsmuni“ [tilvitnun í Observer og Guardi- an], en þeir gera það ekki í seinna tilvikinu. Með sama hætti, þótt almenningur eigi rétt á að vera upplýstur, sem er grundvallarréttur í lýð- ræðissamfélagi, og í ákveðnum, sérstökum kring- umstæðum, sem jafnvel geti náð til anga af einka- lífi opinberra persóna, sérstaklega þegar stjórmálamenn eiga í hlut, á það ekki við hér. Að- stæðurnar í þessu tilviki eru ekki hluti af neinni pólitískri eða opinberri umræðu vegna þess að hinar birtu myndir og meðfylgjandi frásagnir eiga alfarið við um þætti úr einkalífi kæranda.“ Hversu þekktur er einstakling- urinn? Þýski stjórnlagadóm- stóllinn gerir greinar- mun á því hversu þekktir einstaklingar eru, hvort þeir séu nokkuð þekktir eða opinberar persónur „par excellence“ eins og það er orðað. Mannréttindadómstóllinn gerir athuga- semd við það að nota slíka skilgreiningu til að gefa nánast veiðileyfi á einstakling, sem geti vegna frelsis fjölmiðla og almannahagsmuna ekki treyst á að friðhelgi einkalífs hans njóti verndar nema hann sé á afviknum stað þar sem almenningur sjái ekki til og þurfi í þokkabót að sýna fram á að stað- urinn hafi verið afvikinn. Þetta þýði í raun að við- komandi einstaklingur verði að sætta sig við að vera myndaður kerfisbundið við nánast hvert tækifæri og vera við því búinn að myndunum sé dreift víða, jafnvel þótt myndirnar og meðfylgj- andi greinar varði eingöngu einkalíf hans, eins og eigi við í máli Karólínu prinsessu. Þýskir dóm- stólar hafi ekki byggt niðurstöður sínar á full- nægjandi forsendum til að vernda einkalíf Karól- ínu með viðunandi hætti. Mannréttindadómstóllinn kemst einnig að þeirri niðurstöðu að það eitt að skilgreina Karólínu sem persónu „par excellence“ í nútímasamfélagi nægi ekki til þess að réttlæta slíka innrás í einkalíf hennar. Ekki er enn ljóst hvort þessum dómi Mannrétt- indadómstólsins verður áfrýjað, en ekki fer á milli mála að hann mun hafa áhrif á vinnubrögð fjöl- miðla. Ljósmynd/Ásgeir Sigurðsson Þyrla er agnarsmá við hlið hins tilkomumikla Dynjanda í Arnarfirði. Rétturinn telur að grundvallarmun verði að gera á því að greina frá stað- reyndum – jafnvel umdeildum stað- reyndum – sem geta lagt af mörkum til umræðu í lýðræð- islegu þjóðfélagi hvað varðar stjórn- málamenn er þeir gegna hlutverki sínu, til dæmis, og því að greina frá smáatriðum úr einkalífi einstak- lings, sem auk- inheldur, eins og í þessu máli, gegnir ekki opinberu hlut- verki. Laugardagur 24. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.