Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það fer alltaf um mighrollur þegar versl-unarmannahelgin erinnan seilingar, þvínæstum undantekn- ingarlaust ber hún eitthvað vo- veiflegt með sér, með ómældum og hrikalegum afleiðingum fyrir svo marga. Oftast er þar um að ræða nauðganir og umferðarslys. Um hið fyrrnefnda skrifaði ég í þennan dálk í hittifyrra, viku fyr- ir umrædda helgi þá, nánar til- tekið 28. júlí, og benti á, að eitt mikilvægasta af boðorðunum 10 væri það fimmta, er segir: „Þú skalt ekki mann deyða.“ Þeir eru nefnilega fáir sem átta sig á því, að undir þetta boðorð fellur of- beldi hvers konar, andlegt og lík- amlegt. Nauðgun er t.d. sál- armorð, glæpsamlegt virðingarleysi; það skyldu menn athuga, áður en lagt er af stað á einhverja útihátíða verslunar- mannahelgarinnar með slíkar áætlanir á prjónunum. Um hið síðarnefnda, umferð- arslysin, ritaði ég líka árið 2002, litlu áður en hitt, 30. júní, í tengslum við sterka auglýsingu í Morgunblaðinu, þar sem biskup Íslands horfði fast í augu lesand- ans, vitnaði til gullnu reglunnar, og hvatti til sístæðrar varkárni í umferðinni. Á 36 ára tímabili, eða frá 1966 og til þess dags, höfðu 836 látist í umferðarslysum á Ís- landi. Þetta samsvarar því, að fjórar Boeingþotur af gerðinni 757, nákvæmlega eins og þær sem Flugleiðir nota, hefðu farist með 189 manns innanborðs, þ.e.a.s. fullsetnar, auk sjö manna áhafnar. Þetta samsvarar líka því, að allt mannlíf á Blönduósi, og rúmlega það, hefði þurrkast út, eða allir íbúar Vopnafjarðar og 100 að auki. Og því miður er ekkert lát á slysunum. Á miðju ári 2004 er talan í krossinum í Svínahrauni, milli Reykjavíkur og Hvera- gerðis, núna 14, sem er of mikið, því hún ætti í raun og veru að standa í 0, ef allt væri með felldu, en úr því sem komið er eigum við fá önnur ráð en að spyrna nú duglega við fótum, reyna að koma því svo fyrir að hún breyt- ist aldrei í 15. Hin litla þjóð okkar má ekki við frekari áföllum. Það er ekkert flóknara en svo. Ef litið er á hlutfallslega ald- ursskiptingu slasaðra og látinna 1997 kemur í ljós að flestir eru á bilinu 25–64 (43%), síðan 17–20 ára (20%) og 21–24 (12%). Á þessu er lítil breyting frá einu ári til annars. Fyrir rúmum mánuði flutti Sigurður Helgason á Umferð- arstofu pistil um þessi mál öll í útvarpsþættinum „Samfélagið í nærmynd“, undir yfirskriftinni „Komum heil úr fríinu“, og komst m.a. svo að orði: Á þessum tíma ársins er meiri ástæða til að halda fullri athygli við akstur en endranær. Sé fjöldi banaslysa í júní, júlí og ágúst á undanförnum tveimur árum skoðaður, kemur í ljós að tíðni þeirra er langt umfram aðra árstíma. Samtals létust 24 á þessum þremur mán- uðum í fyrra og árið þar á undan. Að með- altali láta 24 lífið á ári í umferðinni hér á landi, þannig að ljóst er að þetta er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Sumarið er bjartasti tími ársins. Skilyrði til aksturs eru betri en til dæmis að vetrarlagi, en samt deyja helmingi fleiri í slysum. Or- sakanna er að leita hjá ökumönnunum í flestum tilfellum. Þeir gera annað tveggja, að brjóta umferðarlög sem hefur slys í för með sér eða gleyma sér eitt andartak með sömu afleiðingum. Við vitum líka að margir aka alltof hratt á þjóðvegum landsins, þar sem langflest þess- ara slysa eiga sér stað og tekur lögregla þúsundir ökumanna ár hvert fyrir of hraðan akstur. Hraðatakmarkanir á þjóðvegum eru ekki byggðar á tilviljanakenndum ákvörð- unum, heldur á vísindalegri þekkingu, bæði á tækni ökutækisins og á líffræðilegum eig- inleikum ökumannsins. Þar koma við sögu þættir eins og sjón, sjónsvið, möguleikar á að bregðast við óvæntri hindrun og fleiri slíkir þættir. Og ef fólk hugar að þeim þátt- um ættu þeir sem vilja teljast skynsamir að bregðast við með aukinni varúð og virða hraðareglurnar. Ein hlið þessara mála er hversu mikið mannslíkami þolir við árekstur á miklum hraða. Það er einn þeirra þátta sem taka þarf með í reikninginn. Venjulegur manns- líkami hefur ekki styrk til að þola höggið sem á sér stað við árekstur á miklum hraða. Það á bæði við um fullorðið fólk og börn. Bílbeltin bjarga reyndar miklu og sömu sögu er að segja um öryggispúða í fram- sætum bifreiða. Rétt er að geta þess í tengslum við þetta að börn mega aldrei sitja í framsæti bifreiðar með tengdan örygg- ispúða. Því getur fylgt lífshætta fyrir barn- ið. Allir vilja komast heilu og höldnu heim úr sumarfríinu. Ef við viljum gefa fólki góð ráð til að stórauka líkur á að það gerist, bendum við fyrst á að ef allir virða hámarkshraða- reglurnar stórminnka líkur á alvarlegu slysi. Og við biðjum þá sem af einhverjum ástæðum vilja og þurfa að aka hægar en gengur og gerist að sýna tillitssemi, víkja og hleypa fram úr sér eftir því sem að- stæður leyfa. Hins vegar hvetjum við alla til að gefa sér þann tíma sem þeir þurfa til að spenna bílbeltið ef þörf verður fyrir það. Það gerir því aðeins gagn, að það sé spennt. Margir ferðast með tjaldvagna og fellihýsi. Vegna ótta við að missa bílinn og eftirvagn- inn út af hættir þeim til að aka á miðju veg- ar, sem stofnar þeim sem mæta þeim í hættu. Það er einu sinni þannig að til að við náum hámarksárangri í umferðinni þurfa allir að leggja sig fram og setja sig í spor annarra. Við þetta er að bæta, að fuglar eru sumir hverjir með unga sína á ferð við þjóðvegina um þessar mundir, einkum mófuglar, kríur, gæsir og endur, og því ástæða til að biðja ökumenn að fara varlega af þeim sökum einnig. Málleys- ingjarnir eru líka sköpun Guðs, rétt eins og mannfólkið, og elsk- aðir af honum. En ábyrgðin er okkar. Með kveðju og ósk um góða verslunarmannahelgi, ofbeldis- og slysalausa. Varúð Morgunblaðið/Sigurður Ægisson sigurdur.aegisson@kirkjan.is Verslunarmanna- helgin er á næsta leiti með tilheyrandi umferðarþunga á þjóðvegum landsins, æði misgóðum. Sigurður Ægisson kemur inn á það mál í pistli dagsins og hvetur fólk til að- gátar, enda líf í húfi. HUGVEKJA Öll kynnumst við ein- staklingum um ævina sem okkur þykir ein- staklega vænt um, jafn- vel þótt þeir séu ekki í okkar nánasta vina- hópi. Og þegar við mætum þeim á förnum vegi langar okkur að faðma þá, af engu tilefni, nema til að sýna þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga með þeim nokkur ógleymanleg augnablik. Guðni rektor er einn af eftirminnilegustu, skemmtilegustu og áhugaverðustu einstaklingum sem ég hef kynnst. Samt voru samskipti okkar varla meiri en gengur og gerist milli nemenda og kennara. Reyndar átti ég því láni að fagna að vera kall- aður upp á kontórinn hans í tvígang sökum slakrar frammistöðu í námi. Skjálfandi andspænis honum og tób- akspontunni stærði ég mig af því, sextán ára gamall, að stunda karate og knattspyrnu öllum stundum og bjóst við hrósi. Guðni starði hins veg- ar á mig drykklanga stund, rak síðan upp skaðræðis karateöskur svo undir tók í Lækjargötu og spurði hvaða andskotans gagn væri í þessu. Svo vísaði hann mér á dyr og skipaði mér að læra betur heima. Því miður kenndi Guðni mér ensku í aðeins einn vetur en ég hefði kosið að hafa hann sem lærimeistara á ýmsum sviðum mun lengur. Kannski var einhver strengur á milli okkar vegna þess að ég var Valsari en hann Víkingur. Kannski vegna þess að ég tók því vel þegar hann gerði gys að tónlistarsmekk mínum. Kannski vegna þess að mér þótti gaman að því þegar hann gerði grín að dreifbýlis- styrknum sem ég fékk. Mörg atvik úr kennslustofunni eru ógleymanleg. Eftir að hafa leiðrétt enskustílana, hafði hann þann háttinn á að standa uppi við kennaraborðið og kasta þeim til okkar. Og ýmislegt valt upp úr okkur ef við gátum ekki gripið. Fyrst skipaði hann nemendum reyndar að taka niður gleraugun, svo þau yrðu ekki fyrir hnjaski og hann harðbann- aði okkur að vera með gormastíla- bækur því að gormarnir gætu hæg- lega stungist í augun, ef hann kastaði illa eða við gripum ekki. Fyrrum kennari minn í MR og góðvinur Guðna sagði mér fyrir hálf- um mánuði að Guðni vonaðist til að lifa fram yfir Ólympíuleikana. Gamli íþróttaáhugamaðurinn samur við sig, með allt á hreinu í sportinu. Hann lifði þó að sjá EM í knattspyrnu og hefur án efa skemmt sér konunglega, með tilheyrandi athugasemdum. Frá því Guðni henti í mig ensku- stílum fyrir tæpum aldarfjórðungi höfum við aðeins hist á fáeinum mannamótum. Ég tók reyndar viðtal við hann fyrir tímaritið Nýtt líf í lok níunda áratugarins og hefði þá verið reiðubúinn að setjast aftur á skóla- bekk í MR til að njóta visku hans og læra meira og meira. Mér hlýnaði um hjartarætur að gantast við gamla rektorinn, hlusta á hann geri gys að sjálfum sér og síðast þegar við spjöll- uðum saman sagðist ég hafa hlakkað til þess í tíu ár að afhenda honum áritað eintak af fyrstu skáldsögu minni fyrir fullorðna sem kemur út fyrir næstu jól. Hann les bókina hugsanlega með öðrum hætti síðar. Og brosir kannski að Ólsaranum og Valsaranum vegna tilburðanna! Minningin um merkan skólamann og læriföður en ekki síst einstakan persónuleika mun lifa. Ég votta af- komendum Guðna rektors, ættingj- um hans og fjölmörgum vinum samúð mína. Þorgrímur Þráinsson. Fallinn er í valinn einn af litrík- ustu, skemmtilegustu og ógleyman- GUÐNI GUÐMUNDSSON ✝ Guðni Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 14. febrúar 1925. Hann andaðist á Landspít- alanum 8. júlí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Hall- grímskirkju 19. júlí. legustu kennurunum í MR í langan tíma, Guðni Guðmundsson, eða Guðni rektor, eins og hann var lengst af kallaður. Ég var svo lánsöm að hafa hann sem ensku- kennara síðasta vetur minn í MR. Hann var sterkur persónuleiki og góður kennari, sem gerði miklar kröfur til sjálfs sín ekki síður en til okkar. Af honum gát- um við líka lært sam- vizkusemi við þau verkefni, sem okk- ur hafði verið falið að leysa. Honum var tamt að rífa af sér hvern brandarann af öðrum í tímun- um og var slík eftirherma og leikari, að við nemendur hans lágum stund- um í hlátrinum allan tímann. Við fengum líka að reyna, hversu góður söngmaður hann var, því að hann raulaði oft lagstúfa fyrir okkur, eink- um í stílatímunum, meðan hann var að leiðrétta stíla annars bekkjarins, sem hann kenndi, með tilþrifum, og við vorum að skrifa okkar stíla. Nokkur orðatiltæki voru honum töm, sem hann hafði sífellt á hraðbergi við hin ýmsu tækifæri. Þessir eiginleikar hans voru hans sjarmi. Þó að hann ætti það til að vera nokkuð hvatskeytslegur í orðum stundum, þá var hann í verunni ein- stakt góðmenni og sérlega raungóður við þá, sem áttu við veikindi eða erf- iðleika að stríða. Sjálfur gekk hann ekki heill til skógar, og hefur kannske vitað, hvernig þeim leið, sem áttu við heilsubrest að stríða. Hann var einstakur öðlingur í minn garð, og má heita, að ég hafi að sumu leyti verið undir hans vernd í skólanum, þar sem ég gekk ekki al- veg heil til skógar. Ég fékk líka æv- inlega að njóta vináttu hans við föður minn, og því hlífði Guðni mér við ýmsu því, sem hann baunaði stundum á aðra í skólanum. Að leiðarlokum vil ég nota tæki- færið til að þakka fyrir allt það góða, sem hann gerði fyrir mig á skólaár- unum, alla fræðsluna og vinsemdina, sem hann sýndi mér alla tíð, um leið og ég bið Guð að blessa hann og varð- veita, þar sem hann er nú. Afkom- endum hans votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðna rektors. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Það var líf og fjör á Laufásvegi 45 þegar Guðni og Katrín eða Kata eins og hún var oftast kölluð voru að ala upp barnahópinn sinn. Í mínum huga er ekki hægt að tala um Guðna án Kötu og Kötu án Guðna. Glaðværð var það sem ein- kenndi heimilið og mátti vart á milli sjá hvort hjónanna var hláturmildara og kátara. Ég man eftir þeim í stofunni syngj- andi dúetta, mjög músíkölsk bæði tvö. Eitthvert stærðarinnar hljóm- tæki með ótal tökkum á var í stofunni og oft hljómaði tónlistin um húsið og út á götu. Kata var róleg manneskja, mild og blíð, en mjög glöð og kát, og ég heyri fyrir mér dillandi hláturinn í henni. Guðni var meira afgerandi persóna, raddsterkur, strangari, en hlýr og góðviljaður. Hann hafði gaman af að segja frá, kátur og svo kom hlátur í kjölfarið svo skein í gullið í framtönn- inni. Mörg kvöld komu þau yfir á Lauf- ásveg 42 til Steina og Löbbu, en þar var ég líka heimalningur. Á sumrin var oft setið úti í garðinum þar og spjallað eða verið inni þegar ekki viðraði fyrir útiveru. Og við krakk- arnir að sniglast í kring eða hlusta á umræðurnar. Á þessum tíma var Guðni löngu byrjaður að kenna við Menntaskól- ann í Reykjavík og Kata var heima- vinnandi með börnin, prjónaði, saum- aði og söng. Hjá henni lærði ég vísur, kannski ekki mjög dýrt kveðnar, en sitja ennþá eftir í minninu eins og t.d. leikurinn og söngurinn „við skulum róa selabát“, og „bleiusöngurinn“ þ.e. Þegar fólkið fer að búa … o.s.frv. Kveðskapur sem passaði við það sem verið var að sýsla, en þær voru marg- ar bleiurnar sem þurfti að þvo á Lauf- ásvegi 45 því börnin urðu sjö. Þótt fjölskyldan væri fjölmenn voru leikfélagar barnanna velkomnir á heimilið. Við Óli Barði bróðir minn á Laufásvegi 36 og Stína Þorsteins á Laufásvegi 42 vorum þarna á Lauf- ásvegi 45 eins og gráir kettir. Sóttum í að vera með krökkunum og upplifa glaðværð heimilisins, enda var okkur vel tekið og leið eins og heima hjá okkur. Nokkrum sinnum buðum við Stína fram aðstoð okkar við heimilisstörf á 45, ekki bara vegna þess að margt þurfti að gera á stóru heimili, eða við gætum ekki fengið útrás við slík störf heima hjá okkur, heldur vegna þess að þetta var miklu skemmtilegra hjá Kötu, hún gaf okkur nokkrar krónur fyrir hjálpina og það sem aðallega var, hún hældi okkur og hrósaði og lét okkur finnast að við værum ómiss- andi og svo var bara svo gaman að vera þarna. Árið 1966, þegar íslenska sjón- varpið byrjaði, voru ekki til sjón- varpstæki á hverju heimili. Þá feng- um við krakkarnir í götunni að horfa á sjónvarpið á þeim heimilum þar sem tæki voru komin, m.a. hjá Guðna og Kötu. Það var horft á Dýrlinginn og það sem mér er minnisstæðast teiknimyndirnar um Fred Flintstone og co. Þá var þéttskipuð stofan af fjöl- skyldumeðlimum og krökkum úr göt- unni. Setið í öllum stólum og krakka- hópurinn raðaði sér á gólfinu fyrir framan sjónvarpið. Guðni sat í sínum stól, trommaði í takt við músíkina á breiða tréarma stólsins, var for- söngvari með Fred Flintstone og söng „Jaba, daba, dú ú ú ú … og allur skarinn tók undir. Ógleymanlegt. Og ekki má gleyma því að fyrir þáttinn var einhver einn sendur út af örkinni upp í Kiddabúð og keypt „Triple tops“-piparmyntusúkkulaði- kex og því var svo dreift á línuna svo það væri ekki bara andinn sem fengi næringu. Og svo var það græni „station“- Skódinn. Afskaplega praktískt farar- tæki. Hann nýttist fjölskyldunni og ekki síst börnunum í götunni um helgar. Guðni labbaði í skólann og þurfti ekkert á honum að halda til að komast í vinnuna dags daglega. Og hvað aðföng til heimilisins varðaði þá fór Kata sjálf eða sendi krakkana í matvöruverslanir sem voru innan göngufæris. Það voru Þórsmörk, Síld og fiskur, Kiddabúð, Fiskbúðin á Freyjugötu, Mjólkurbúðin á Laufás- vegi, þaðan sem ekki dugði minna en að koma með þrjú franskbrauð í „proviantinn“ dag hvern og fjöl- marga mjólkurlítra, en það þurfti ekki bíl til þessara innkaupa, þetta var allt farið fótgangandi. Nei, græni Skódinn var nýttur um helgar, og það vel, þegar farið var í bíltúra út úr bænum, t.d. til Stokkseyrar eða eftir ís vestur í bæ. Þá var bara fyrst fyllt í sætin og svo var skottið opnað og það tók drjúgan krakkaskara get ég sagt ykkur. Þetta var fyrir tíma öryggis- belta og takmarkana á farþegafjölda. Og það gerðist aldrei annað sem bet- ur fer en það sem átti að verða frá upphafi ferðar, gleði og gaman. Þetta var skemmtilegur tími. Í huga mér er þakklæti fyrir að hafa átt þetta fólk fyrir nágranna og vel- gerðarmenn. Ég sé þau fyrir mér ganga Laufásveginn, eins og þau gerðu svo oft, teinrétt, ástfangin, hönd í hönd. Kær kveðja til ykkar systkinanna Guðna og Kötubarna og fjölskyldna ykkar. Hanna Karen Kristjánsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.