Morgunblaðið - 25.07.2004, Page 41
AUÐLESIÐ EFNI
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 41
ÓVANALEGU sumar-þingi lauk
á fimmtudag þegar þingið
samþykkti
fjölmiðla-frumvarpið
endanlega. Frumvarpið var
mjög breytt frá upphaflegri
mynd. Öll ákvæði um
eignarhald á fjölmiðlum
höfðu verið felld út úr
frumvarpinu og með því voru
einnig fyrri lög um eignarhald
á fjölmiðlum afnumin.
Stjórn Sjálfstæðis-flokks
og Framsóknar-flokks ákvað
á þriðjudag að breyta
frumvarpinu. Var það tilkynnt
í allsherjar-nefnd Alþingis í
kjölfarið. Meirihluti
nefndarinnar mælir einnig
með því að nýtt frumvarp um
fjölmiðla verði undirbúið og
lagt fram á haust-þingi. Þá
leggur hann til að skipuð
verði nefnd með fulltrúum
allra flokka um að
endurskoða stjórnar-skrána.
Ögmundur Jónasson,
þingmaður Vinstri-grænna,
sagði að ríkisstjórnin og
stjórnar-meirihlutinn hefðu
gefist upp fyrir sterkri
samstöðu í þjóðfélaginu og
sameinaðri
stjórnar-andstöðu. Össur
Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði að
með því að fella
fjölmiðla-lögin úr gildi lýsti
þingið því yfir að rétt hefði
verið hjá forseta Íslands að
synja lögunum staðfestingar
2. júní. Davíð Oddsson
forsætis-ráðherra var spurður
hvort hann teldi að betra
hefði verið að sleppa
lagasetningu um fjölmiðla:
„Ég tel að stjórnmála-menn
eigi að setja fram þau
sjónarmið sem þeir hafa og
berjast fyrir þeim og reyna að
koma þeim fram,“ svaraði
Davíð. „Ég tel að þegar rykið
hefur sest munum við sjá
hverjir hafa staðið
málefnalega að málunum og
hverjir ekki.“
Engin lög um eignarhald á fjölmiðlum
Morgunblaðið/Þorkell
Bjarni Benediktsson, formaður allsherjar-nefndar, í ræðustóli
Alþingis við aðra umræðu um fjölmiðla-frumvarpið.
Netfang: auefni@mbl.is
UNGUR api í dýragarði í Ísrael
er farinn að ganga eins og
maður. Þetta gerðist eftir að
apinn, sem er kvenkyns,
veiktist lífs-hættulega af
maga-kveisu. Apinn heitir
Natasha. Fyrir hálfum mánuði
greindust hún og þrír aðrir
apar með alvarlega
maga-inflúensu. Sérfræðingar
telja möguleika á því að
heilinn í henni hafi breyst eftir
veikindin. Þess vegna gangi
hún eins og maður.
Api gengur
uppréttur
MANN-RÆNINGJAR í Írak
slepptu á þriðjudag úr haldi
filippseyskum gísli sínum,
Angelo de la Cruz, eftir að
her Filippseyja yfirgaf landið
á mánudag. De la Cruz var
vel tekið þegar hann kom
heim til Filippseyja á
miðvikudag eftir að hafa
verið heimtur úr helju. Hann
segist aldrei aftur ætla að
hætta sér til
Mið-Austurlanda.
Mann-ræningjarnir höfðu
hótað að taka de la Cruz af
lífi ef stjórnvöld á
Filippseyjum kölluðu ekki her
sinn frá Írak. Fimmtíu og
einn filippseyskur hermaður
var í Írak og var ákveðið að
kalla þá heim til að bjarga
lífi de la Cruz. Yfirvöld á
Filippseyjum hafa þó sagt,
að alltaf hafi staðið til að
mennirnir yrðu kvaddir heim.
Bandarísk stjórnvöld hafa
gagnrýnt ákvörðun
Filippseyinga, en þau segja
stórhættulegt að láta undan
kröfum hryðjuverka-manna í
Írak. Hætta sé á því að
mannránum fjölgi jafnvel í
kjölfarið.
Hryðjuverka-mennirnir álíti
viðbrögð stjórnvalda í Manila
merki um veikleika
hernaðar-bandalagsins í Írak
sem Bandaríkjamenn fara
fyrir. Gloria Arroyo, forseti
Filippseyja, varði hins vegar
ákvörðunina og sagði hvert
einasta mannslíf þess virði
að bjarga því.
Her Filippseyja farinn frá Írak
Reuters
Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, situr hér við hlið Angelos
de la Cruz er þau sóttu saman guðsþjónustu í Manila.
ÞÓREY Edda Elísdóttir
stökk 4,60 metra í keppni í
stangarstökki, sem fram fór
í Madríd á Spáni síðastliðna
helgi. Þar með bætti hún
Norðurlanda- og Íslands-met
sitt um sex sentimetra. En
gamla metið setti Þórey
Edda í júní á móti í Kassel í
Þýskalandi.
Þórey Edda varð í öðru
sæti á mótinu á eftir
heimsmet-hafanum Svetlönu
Feofanovu sem stökk 4,80.
Feofanova gerði tilraun til að
stökkva 4,90 metra og setja
nýtt heimsmet. Þórey Edda
fór yfir 4,60 í annarri tilraun.
Pólska stúlkan Monika
Pyrek stökk einnig yfir 4,60
en þurfti þrjár tilraunir.
Þórey Edda var
himin-lifandi með árangur
sinn. „Það var frábært að
fara yfir 4,60 metra. Það
hefur verið takmarkið mitt að
undanförnu að setja nýtt
Norðurlanda- og Íslands-met
en ég er ekki byrjuð að huga
að nýju markmiði. Að fara
yfir 4,60 metra var þó ekkert
loka-takmark og auðvitað vill
maður alltaf stökkva hærra.
Ég veit líka að ég get stokkið
hærra. Aðstæðurnar voru
frábærar í Madríd. Það var
nánast enginn vindur en
þetta var í fyrsta sinn í
sumar þar sem aðstæðurnar
hafa verið fyrsta flokks.
Vissulega veitir þessi
árangur mér byr undir báða
vængi og ég mun gera mitt
allra besta á
Ólympíu-leikunum í Aþenu,“
sagði Þórey Edda.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þórey Edda Elísdóttir er bjartsýn á framtíðina.
Þórey Edda setti
Norðurlandamet
DAVÍÐ Oddsson
forsætis-ráðherra var fluttur
á Landspítala –
háskóla-sjúkrahús vegna
gallblöðru-bólgu aðfaranótt
miðvikudags. Við rannsókn
fannst staðbundið æxli í
hægra nýra.
Forsætis-ráðherra fór í
aðgerð og voru gallblaðra og
hægra nýra fjarlægð í henni.
Aðgerðin gekk vel. Davíð mun
ekki gegna störfum næstu
vikur. Halldór Ásgrímsson
utanríkis-ráðherra gegnir
starfi forsætis-ráðherra í
fjarveru hans. Davíð og Árna
Ragnari Árnasyni, þingmanni
Sjálfstæðis-flokks, sem
einnig á við veikindi að stríða,
var óskað góðs bata þegar
Alþingi var slitið á fimmtudag.
Forsætis-
ráðherra á
sjúkrahús
Morgunblaðið/Jim Smart
Davíð Oddsson svarar spurningum fjölmiðla um fjölmiðla-
frumvarpið.
Davíð Oddsson jafnar sig nú eftir aðgerðina.