Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 51
hröðuðum því mjög mikið þannig að
sumum í bandinu var um og ó á tíma-
bili. Við settum það í svona þjóðlaga-
rokkbúning, þetta er þjóðlagarokk
eins og það gerist best.
Þetta er tvímælalaust rokkaðasta
lagið á plötunni og annað tveggja
sem við förum einna lengst með. Hitt
lagið er „Afgan“.“
7. Leyndarmál
frægðarinnar
„Þetta er fyrsta lagið af plötunni
sem fór í spilun og eina lag plötunnar
sem ekki er af sólóferli Bubba, en
þetta er Das Kapital-lag.
Um þetta lag sem og „Afgan“ vor-
um við mjög efins lengi og vorum
mun lengur að útsetja þau en hin.
Það er nefnilega ekki hreinn „pap-
ismi“ í þeim svo við þurftum að fara
svolítið langt með þau til að breyta
þeim. Þetta eru þau lög sem eru hvað
ólíkust því sem við höfum verið að
gera.“
8. Frelsarans slóð
„Það lag er mjög þjóðlagalegt.
Þegar við fórum að skoða lagið pass-
aði vel að hafa fiðlu og harmonikku
undir. Við tókum það aðeins til baka
eins og með „Aldrei fór ég suður“ og
settum það í aðeins hrárri búning.“
9. Rómeó og Júlía
„Undir upprunalega lagið er leikið
af bassa og kassagítar sem er hljóm-
ur sem er svolítið barn síns tíma. Við
poppuðum það svolítið vel upp og
settum það í stóran hljómsveitarbún-
ing. Þetta kemur mjög skemmtilega
út. Það er æðislega flott fiðlusólóið
hjá Dan í þessu lagi, en sólóið er
svona eins og fljótandi sinfóníukafli í
gegnum lagið.“
10. 20 rásir
„Þetta er hitt lagið sem Bubbi
samdi fyrir okkur og það er mjög
„papalegt“.
Þetta er svolítið sérstakt lag og við
vorum ekki alveg sammála um til-
veru þess á plötunni til að byrja með
en niðurstaðan var að hafa þetta með
og það gerir plötunni mjög gott.
Þetta er líka svona ádeila á raun-
veruleikann og hvernig raunveru-
leikinn á í raun ekki séns lengur í
óraunveruleikann. Það er ágætis
pæling.“
11. Það er gott að elska
„Við tókum lagið úr þessum rólega
ballöðufíling og tökum það eins og við
séum kallar að spila á Dubliners.
Þetta er mjög hrátt en þegar við fór-
um að skoða lagið virkaði það einnig
mjög vel í þessum búning.“
12. Leiðin liggur ekki heim
„Það voru deildar meiningar um
það hvort við værum að gera eitthvað
fyrir þetta lag og það er eins og með
nokkur lög á plötunni að hljómlega
séð gerum við ekki mjög mikið fyrir
lagið en breytum aðeins undir-
leiknum. Sum lögin er ekki hægt að
ferðast neitt mikið með og við værum
kannski ekki að gera þeim neitt gott
með því að vera að hræra of mikið í
þeim. En þetta er flott lag og flottur
texti og okkur fannst rosalega gaman
að hafa það með.“
13. Kona
„Við settum þetta lag í grískan
búning með fiðlunni og harmonik-
unni og það kom mjög vel út. Við vor-
um svolítið lengi að átta okkur á því
að þetta virkaði og fannst það lengi
vel lélegt. Það er ekki mjög mikið
breytt en aðalmunurinn er að það fer
á meira flug hjá okkur. Fyrstu tvær
mínúturnar eru kannski svipaðar og
lagið upprunalega en svo fer það al-
veg á flug.“
14. Afgan
„Við tókum alveg utan af laginu.
Þetta er skrýtnasta lagið á plötunni
og mörgum á örugglega eftir að
verða brugðið. Þetta er náttúrlega
ein af þekktustu perlum Bubba,
hvernig sem á það er litið. Við höfð-
um það að leiðarljósi frá upphafi að
reyna að hugsa ekki of mikið um það
að allir hafa skoðun á tónlistinni hans
Bubba. Að lokum var ákveðið að lag-
ið yrði eingöngu spilað á orgel, kassa-
gítar og fiðlu og við erum mjög
ánægðir með útkomuna. Lagið er
mjög langt frá því að vera hresst og
er frekar þungt. Þetta er lag sem á að
hlusta á í græjum með góðan bassa.“
birta@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 51
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 2, 4.30, 7 og 10. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal.
Sýnd kl. 8 og 10. enskt tal.
Sýnd með íslensku
og ensku tali.
SV.MBL
Kvikmyndir.is
Allt er vænt
sem vel er grænt.
KD. Fréttablaðið.
H.K.H.
kvikmyndir.com
DV
ÓÖH
„Tvímælalaust besta
sumarmyndin...“
SV MBL
"Afþreyingarmyndir
gerast ekki betri."“
ÞÞ.FBL.
„Geðveik mynd.
Alveg tótallí brilljant“
Toppmyndin í USA
Stærsta opnun á Will Smith mynd!
Missið ekki af svakalegum
spennutrylli af bestu gerð.
FRUMSÝNING
20.000
gestir
á einni
viku
30 þúsund gestir
www .regnboginn.is
Hverfisgötu 551 9000 Nýr og betri
Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 3, 5.30 og 10.
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11.30. B.i. 12 ára.
ÓÖH
„Tvímælalaust besta
sumarmyndin...“
SV MBL
"Afþreyingarmyndir
gerast ekki betri."“
ÞÞ.FBL.
„Geðveik mynd.
Alveg tótallí brilljant“
Sýnd kl. 8. Bi 16.
FRUMSÝNING
Toppmyndin í USA
Stærsta opnun á Will Smith mynd!
Missið ekki af svakalegum
spennutrylli af bestu gerð.
Sýnd kl. 3, 6, 8.30 og 11. B.i. 12 ára.
30 þúsund gestir
35 þúsund gestir
TÖKUR á Bjólfskviðu (Beowulf &
Grendel) hefjast 16. ágúst, en þetta
fyrirtæki Friðriks Þórs Friðriks-
sonar og Önnu Maríu Karlsdóttur
verður stærsta verkefni í sögu ís-
lenskrar kvikmyndagerðar. Ráðgert
er að kostnaður verði 12,6 milljónir
dollara, eða sem nemur 895 millj-
ónum króna, en við myndina vinna
alls 330 manns. Leikarar eru 50
talsins og aukaleikarar 150.
Leikstjóri er Sturla Gunnarsson,
sem er alíslenskur, þrátt fyrir að
hafa starfað í Norður-Ameríku alla
tíð og leikstýrt þar hátt í þrjátíu
kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Kvikmyndir hans hafa unnið til
Emmy-verðlauna og verið til-
nefndar til Óskarsverðlauna. Síð-
asta mynd hans var Rare Birds
með William Hurt og Molly Parker.
Framleiðendur eru Friðrik Þór
Friðriksson og Anna María Karls-
dóttir, en meðframleiðendur eru
kanadíska fyrirtækið The Film
Works og breska fyrirtækið Spice
Factory. Bæði eru þau vel þekkt í
kvikmyndaheiminum. Meðal mynda
breska fyrirtækisins má nefna Plots
with a View með Christopher Wal-
ken og kanadíska fyrirtækið hefur
m.a. framleitt myndirnar Love, Sex
& Eating the Bones og Such a
Long Journey.
Butler í hlutverki Bjólfs
Gerard Butler, ungur og upp-
rennandi breskur leikari, hefur tek-
ið að sér titilhlutverkið í Bjólfs-
kviðu, en aðrir aðalleikarar verða
hin kanadíska Sarah Polley og
Ingvar E. Sigurðsson, sem ekki
þarf að kynna fyrir Íslendingum.
Butler hefur helst unnið það sér til
frægðar að leika í Lara Croft Tomb
Raider: The Cradle of Life frá því í
fyrra. Hann fer einnig með aðal-
hlutverk í nýrri mynd eftir söngleik
Andrews Lloyds Webbers, Phant-
om of the Opera, sem frumsýnd
verður um jólin. Sar-
ah Polley hefur m.a.
leikið í myndinni eX-
istenZ eftir David
Cronenberg.
Á meðal annarra
íslenskra leikara má
nefna Elvu Ósk
Ólafsdóttur, Gísla
Örn Garðarsson,
Gunnar Eyjólfsson,
Gunnar Hansson,
Helga Björnsson,
Ólaf Egilsson, Ólaf
Darra Ólafsson og
Þröst Leó Gunn-
arsson.
Bjólfskviða er
byggð á samnefndu fornensku
kvæði sem talið er vera frá fyrri
hluta 8. aldar. Kvæðið
var m.a. innblástur J.R.
Tolkiens er hann samdi
Hringadróttinssögu.
Tökur fara fram í Vík í
Mýrdal og Höfn í
Hornafirði.
Frumsýnd í
Cannes í maí
Stefnt er að því að
heimsfrumsýna kvik-
myndina á Cannes-
kvikmyndahátíðinni í
maí 2005. Í kjölfarið
verður myndin gefin út
í Bandaríkjunum og þar
á eftir á öðrum mark-
aðssvæðum, m.a. Íslandi, vænt-
anlega haustið 2005.
Kvikmyndir | Vinna við Bjólfskviðu fer brátt í gang
Tökur hefjast í ágúst
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Friðrik Þór Friðriksson ætlar að færa heiminum Bjólfskviðu.
Gerard Butler.