Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GRÆNA ljósið, Háskólabíó og
Sambíó hafa kynnt fimm nýjar
myndir til sögunnar sem sýndar
verða á kvikmyndahátíðinni
Bandarískum „indí“-dögum í Há-
skólabíói í lok ágúst. Áður hefur
komið fram að Super Size Me er
opnunarmynd hátíðarinnar og
verður höfundur hennar og
stjarna, Morgan Spurlock, við-
staddur frumsýningu hennar og
opnun hátíðarinnar hinn 25.
ágúst.
Þrjár af hinum fimm nýju
myndum eru eftir helstu merk-
isbera óháðrar kvikmyndagerðar
í heiminum í dag, þá Richard
Linklater (Before Sunset), Jim
Jarmusch (Coffee & Cigarettes)
og Larry Clark (Ken Park).
Einnig verða sýndar tvær af at-
hyglisverðustu heimild-
armyndum síðari ára, Capturing
The Friedmans eftir Andrew
Jarecki og Spellbound eftir Jeff-
rey Blitz. Báðar myndirnar hafa
sópað til sín verðlaunum, hlotið
einróma lof gagnrýnenda og ver-
ið tilnefndar til Óskarsverðlauna
sem besta heimildarmynd ársins
2003.
Innan skamms verður gert
ljóst hvaða fjórar myndir í viðbót
bætast við úrvalið á hátíðinni.
Úr myndinni Capturing the Friedmans.
Fimm nýjar myndir
staðfestar á hátíðina
Kvikmyndir | Bandarískir „indí“-
dagar í Háskólabíói
KRINGLAN
Sýnd kl. 10.15. B.i. 12.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2 og 8.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 6.20, 8, 9.20 og 10.40. B.i. 14 ára.
V I N D I E S E L
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 og 10.40.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6.
Hasarævintýramynd ársins sem enginn má missa af. Með hinni heitu
Keira Knightley úr “Pirates of the Caribbean” og “Love Actually”
i t i i i f. i i it
i i tl i t f t i t ll
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER
FRUMSÝNING
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.30. B.i. 16.
HÁDEGISBÍÓ MIÐAVERÐ KR. 400 Á ALLAR MYNDIRKL. 12 Í SAMBÍÓUM, KRINGLUNNI
Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 3 og 5.30. Enskt tal.
Sigurvegari CANN
ES og EVRÓPSKU
KVIKMYNDAVERÐ
LAUNANNA,
bráðfyndið meista
rastykki.
Kvikmyndir.is
Sýnd með íslensku
og ensku tali.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Enskt tal. / Sýnd kl. 3, 5 og 8. Ísl. tal.
„Ansi fyndin
mynd, uppfull af
myndlíkingum og
húmor.“
- Ó.Ö.H., DV
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.10.
SV.MBL
Kvikmyndir.is
Allt er vænt
sem vel er grænt.
KD. Fréttablaðið.
H.K.H.
kvikmyndir.com
DV
FRUMSÝNING
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER
Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
Ný gamanmynd frá Coen bræðrum
Hasarævintýramynd ársins sem
enginn má missa af.
Með hinni heitu Keira Knightley úr
“Pirates of the Caribbean” og “Love Actually”
Sýnd kl. 3.
26.000 gestir á 9 dögum
ÞAU UNDUR hafa gerst að
Þjóðverjum hefur tekist að
koma fólki í öðrum löndum
til að hlæja. Good Bye Lenin
er langaðsóknarmesta þýska
mynd sem gerð hefur verið
og reyndar ein aðsóknar-
mesta evrópska kvikmynd
allra tíma. Hún hefur vakið
rífandi lukku um allan heim,
sló aðsóknarmet í Ástralíu,
Austurríki, Mexíkó, Spáni og
Englandi og gekk m.a.s. vel í
Bandaríkjunum þar sem text-
aðar myndir fara almennt illa
í bíógesti.
Örvæntingarfull leit
að súrum gúrkum
Myndin gerist í Austur-
Berlín árið 1990. Mamma
hans Alex er kvenskörungur
og hugsjónamanneskja sem
helgar líf sitt baráttunni fyrir
betra lí4 í hinu kommúníska
Austur-Þýskalandi. Rétt áður
en múrinn fellur fær hún
hjartaáfall og liggur í dái á
eftir. Þegar hún loksins rankar við
sér, átta mánuðum seinna, er komm-
únisminn hruninn og landið sem hún
trúði á er hor4ð. Berlín hefur algjör-
lega umturnast. Kóka Kóla skilti eru
á hverju götuhorni, systir Alex vinnur
á Burger King og amerískir túristar
þramma um bæinn og kaupa búninga
af Austur-Þýskum hermönnum sem
minjagripi.
Mamma Alex er enn mjög veik-
burða, kemst ekki fram úr rúminu
og læknirinn hennar varar við því
að minnsta áfall gæti orsakað annað
hjartaáfall. Nú neyðist Alex því til að
koma einhvern veginn í veg fyrir að
mamma sín komist að því hvað hefur
gerst. Hann setur gamla kommaríkið
á svið með heimatilbúnum sjónvarps-
þáttum, matvörupakkningum sem
hann 4nnur í ruslinu og gömlum lörf-
um keyptum á skransölum. Útkoman
er stórkostleg.
Þýsk – en fyndin
Kvikmyndir | Good Bye Lenin! frumsýnd 28. júlí
Hvað skeði?
Undanfarin ár hefur fólk helst getað
hlegið að hárgreiðslu og fatavali í
þýskum kvikmyndum. Minna hefur
verið um vel lukkaða brandara. Það
voru að vísu myndirnar um Ottó
einhvern tímann á níunda áratugnum
en þær hafa elst eitthvað undarlega
og voru kannski aldrei fyndnar. Það
er því von að maður velti því fyrir sér
hvað ha4 gerst. Hafa þýskir ferðamenn
náð að sjúga til sín erlenda menningar-
strauma á ferðum sínum um heiminn?
Er þýskt skopskyn á uppleið?
Stórmynd
Önnur nýjung í þýskum myndum
er góður leikur. Bæði Daniel Bruhl
og Kristin Sass eiga snilldarleik sem
Alex og mamma hans og Florian
Lukas er óborganlegur sem besti
vinur Alex og sjónvarpsfréttamað-
urinn í heimagerðu „fréttunum.“
Good Bye Lenin! hefur sópað að sér
verðlaunum. Á Evrópsku kvikmynda-
verðlaununum hirti hún 6 verðlaun,
þ.á.m, fyrir bestu mynd, besta leik
og besta handrit. Hún var tilnefnd til
Golden Globe verðlauna sem besta
erlenda myndin, vann eiginlega allt á
þýsku verðlaununum og var valin til
keppni á Sundance hátíðinni.
Myndin er frábær skemmtun og
hver veit nema við getum nú farið að
hlæja að einhverju Aeiru en óförum
þýska landsliðsins í knattspyrnu.
Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriks-
son hefur séð myndina og er y4r
sig hri4nn. „Ef þú ætlar bara að
sjá eina þýska grínmynd um þessa
verslunarmannahelgi, sjáðu þá Good
Bye Lenin!“ segir Friðrik Þór.
Félagi Ariane var jót að !nna sér hlutverk í hinu nýja kapítalíska ker!.
AUGLÝSING
Good Bye Lenin! er frumsýnd
miðvikudaginn 28. júlí í Háskólabíói.
Jónsson & Le’macks - 1523