Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Kristján Norrænir forsætisráðherrar nyrðra FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna funduðu í Sveinbjarnargerði rétt utan Akureyrar í gærdag. Hér bera þeir Kjell Magne Bondevik, And- ers Fogh Rasmussen, Halldór Ásgrímsson, sem sat fundinn í veikinda- forföllum Davíðs Oddssonar, Göran Persson og Matti Vanhanen saman bækur sínar í upphafi blaðamannafundar. FORSÆTISRÁÐHERRAR Norð- urlandanna komu saman til fundar í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði í gær. Halldór Ásgrímsson, starfandi for- sætisráðherra, var gestgjafi í veik- indaforföllum Davíðs Oddssonar. Á blaðamannafundi í Sveinbjarn- argerði í gærkvöldi kom m.a. fram að forsætisráðherrarnir hefðu að frum- kvæði Íslendinga ákveðið að halda sérstakan aukafund heilbrigðis- og félagsmálaráðherra landanna áður en þeir hittust að nýju í nóvember. „Við erum allir sammála um að hér er um að ræða mikið og vaxandi vandamál í öllum löndunum. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld allra Norðurlandanna að lækka skatta á áfengi og við teljum nauðsynlegt að vinna enn frekar saman að þessum málum en áður,“ sagði Halldór Ás- grímsson á blaðamannafundinum. Ráðherrarnir kváðust allir sam- mála um að misnotkun áfengis væri mikið félagslegt vandamál og ekki mætti líta á áfengi sem hverja aðra söluvöru. Á þessu væri hins vegar ekki mik- ill skilningur innan Evrópusam- bandsins og sögðust norrænu ráð- herrarnir ætla að reyna að bæta úr því. Ræddu málefni Íraks Málefni Íraks voru einnig til um- ræðu á fundinum í Eyjafirði í gær. Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, sem eru með um 500 hermenn í Írak undir stjórn Breta, sagði það ekkert launungarmál að Norðurlöndin hefðu ekki verið sam- mála um hernaðaraðgerðirnar í Írak en nú væru allir sammála um að al- þjóðasamfélagið yrði að aðstoða Íraka við að byggja upp þjóðfélagið á ný og stíga fyrstu skrefin í átt að lýð- ræði. Halda á sérstakan auka- fund um áfengismál Norrænir forsætisráðherrar komu saman til reglulegs samráðsfundar í Eyjafirði í gær  Misnotkun/4 STOFNAÐ 1913 214. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Svanur í stúlkuham Íris Tanja Ívarsdóttir lærir af hreyfingum flugla | Daglegt líf 13 Fasteignir | Hafnarfjall og undirlendi til sölu  Nýfúnkis í Grafarholtshverfi Íþróttir | ÍA burstaði KA 5:0 Birgir Leif- ur og Ólöf María unnu holukeppnina Fasteignir og Íþróttir í dag ÞESSI ungi pílagrímur var meðal þeirra sem í gær hlutu áheyrn Jó- hannesar Páls páfa í sumarbústað hans í Castelgandolfo, suður af Róm, er þar voru beðnar hefð- bundnar sunnudagsbænir. Páfi, sem er 84 ára, var hás og veikluleg- ur, en á laugardaginn heldur hann í sína 104. utanlandsför, að þessu sinni til Lourdes í Frakklandi. Vonast er til að sumarleyfið veiti páfa næga hvíld til að heilsa hans leyfi Frakklandsferðina. Læknar páfa hafa miklar áhyggjur af heilsufari hans, en sjálfur vill páfi halda áfram að vera meðal fólks, og staðfesti í gær að hann myndi halda til Lourdes. „Ef Guð lofar.“ Reuters „Ef Guð lofar“ STARFSMENN hjálparsamtaka á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Darfur-héraði í Súdan segjast óttast að alvarlegir sjúkdómar á borð við malaríu kunni að breiðast út meðal hundruða þúsunda íbúa héraðsins sem dvelja í flóttamannabúðum vegna átakanna sem geisað hafa í hér- aðinu undanfarið hálft annað ár. Frá þessu greinir fréttavefur breska rík- isútvarpsins, BBC. Haft er eftir Anne Wood, starfs- manni SÞ í Genf, að tilfellum malaríu, niðurgangs og öndunarfærasýkinga hafi fjölgað. Segir hún ennfremur, að flóttafólkið segðist ekki þora að snúa aftur til síns heima af ótta við átökin. Því yrði fólkið að reiða sig algerlega á matvælaaðstoð. Auk þess væri fólk- inu gefið vatn, teppi og plastdúkar, en miklar rigningar gerðu að verkum að þessi aðstoð hrykki skammt. Mikil neyð Afríkusambandið tilkynnti í gær, að súdanska stjórnin hefði fallist á að mæta til samningaviðræðna við tvo hópa uppreisnarmanna í Darfur. Yrðu viðræðurnar haldnar í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Hefðu fulltrúar deiluaðila sæst á að setjast að samn- ingaborðinu 23. ágúst. Fyrri tilraunir til að fá deiluaðila til samningavið- ræðna hafa farið út um þúfur. Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrun- arfræðingur, sem tekið hefur við stjórn heilsugæslustöðvar í flótta- mannabúðum í Darfur, kveðst aldrei fyrr hafa kynnst annarri eins neyð og nú ríki í Súdan. Óttast út- breiðslu sjúk- dóma í Darfur Afríkusambandið segir deiluaðila reiðubúna að mæta til viðræðna Reuters Súdanskar konur í flóttamanna- búðum í Darfur.  Sinnir fátækum/9  Súdanstjórn fái/12 SJÖ munu keppast um hvert pláss í Lögregluskólanum á skólaárinu sem hefst í janúar á næsta ári. Alls sóttu 150 manns um í skólanum en ein- ungis 20 nemendur verða teknir inn, eða helmingi færri en venjulega. Ástæða þess hve fáir verða teknir inn næsta skólaár, að sögn Gunn- laugs V. Snævarr yfirlögregluþjóns hjá Lögregluskólanum, er sú að stéttin er orðin fullmönnuð. Hann segir að undanfarin ár hafi um 180 sótt um 40 pláss í skólanum. „Við styttum námið á tímabili en er- um nú að vinna að því að lengja það aftur. Stéttin er orðin nánast full- mönnuð og nú erum við bara að halda því við,“ segir Gunnlaugur. Að hans sögn er ljóst að sam- keppnin um pláss í skólanum verður harðari nú en áður. Undanfarin ár hafi jafnan verið um það bil fjórir umsækjendur um hvert pláss. Að loknum inntökuprófum hafi þeim svo fækkað í tvo. Miðað við fjöldann sem nú er um hvert pláss, um sjö manns, megi gera ráð fyrir að eftir inntöku- prófin standi 4–5 umsækjendur eftir um hvert pláss í skólanum. Gunnlaugur segir að það ætti að vera komið í ljós hverjir fá inngöngu í skólann snemma í okóber. Grunn- nám í Lögregluskóla ríkisins tekur þrjár annir. Umsækjendur um vist í Lögreglu- skólanum eru flestir á þrítugsaldri. Tæpur fjórðungur umsækjenda eru konur, eða 36 á móti 114 körlum. Sjö keppa um hvert pláss Metaðsókn í Lögregluskólann  Um ein milljón manna á ver- gangi.  Allt að 50 þúsund hafa látið lífið.  Margfalt fleiri í hættu vegna hungurs og sjúkdóma.  Arabískir vígamenn, sagðir njóta stuðnings stjórnvalda, eru sak- aðir um þjóðernishreinsanir.  Súdanir segja uppreisnarmenn hafa átt upptökin að átökunum. Átökin í Darfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.