Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 11
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HAGNAÐUR Eskju dróst saman um nær helming á milli ára og nam 148 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs. Veltufé frá rekstri jókst hins vegar um fjórðung og nam 492 milljónum króna. Tekjur jukust einnig um fjórðung. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, jókst um 45% og nam 690 milljónum króna. Hlut- fall EBITDA af tekjum, framlegð- arhlutfallið, hækkaði líka og var 35% í ár en 30% á sama tímabili í fyrra. Skýringin á því að hagnaður dregst saman þrátt fyrir auknar tekjur og bætt framlegðarhlutfall er að stærstum hluta mun óhagstæðari fjármunaliðir í ár en í fyrra. Þeir versna um meira en þrjú hundruð milljónir króna og stafar það aðal- lega af því að gengismunur snýst úr 143 milljóna króna gengishagnaði í 150 milljóna króna gengistap. Eignir jukust um rúman einn milljarð króna og námu rúmum níu milljörðum króna um mitt ár. Eig- infjárhlutfall lækkaði úr 31% í 17% á tímabilinu. Eskja var afskráð úr Kauphöll Ís- lands í mars síðastliðnum.            ! "" ##$ %  &' ( )* ( & (* + "", , Meiri tekjur en minni hagn- aður hjá Eskju ● OPTICLAND, CABUS Informations- Systeme GmbH og Microsoft Bus- iness Solutions Germany hafa und- irritað ramma- samning um hugbúnað og þró- un sérlausnar fyr- ir sjóntækjafræð- inga. CABUS er samstarfsaðili Landsteina Strengs og er CABUS Optic lausnin byggð á verslunarlausn Landsteina Strengs. Þróun og inn- leiðingu lausnarinnar á að ljúka í árs- lok 2004 og verður kerfið keyrt í fyrsta sinn í janúar á næsta ári. Opticland er samstarfsfélag sjón- tækjafræðinga og rekur um 420 verslanir í Þýskalandi og Austurríki. Að sögn Jóns Heiðars Pálssonar, sölustjóra Landsteina Strengs, er búist við að velta verkefnisins geti numið allt að 2 milljónum evra, eða um 170 milljónum íslenskra króna, á næstu 2-3 árum. „Verslunarlausnin nær yfir alla þætti í rekstri Opticland, allt frá sameiginlegum innkaupum til afgreiðslukassa í gleraugnaverslun- um. Hún bætir skilvirkni og yfirsýn innan keðjunnar og eykur fram- leiðni,“ segir Jón. Íslensk lausn fyrir sjóntækjafræðinga Jón Heiðar Pálsson ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI VÖRUMERKIÐ Coca-Cola er yfir 4.800 milljarða króna virði og er verðmætasta vörumerki heims, sam- kvæmt mati BusinessWeek og Int- erbrand. Í næsta sæti er Microsoft, en verðmæti beggja þessara vöru- merkja hefur, þrátt fyrir að þau tróni á toppnum líkt og í fyrra, minnkað milli ára. Verðmæti Coca- Cola er nú 4% minna en í fyrra og verðmæti Microsoft 6% minna. Skýringin á þessu er í tilviki Coca- Cola sögð vera lítil nýsköpun og slök stjórnun, sem hafi nú bitnað á Coke um leið og þorsti neytenda eftir kóla- drykkjum hafi minnkað. Um Micro- soft er sagt að vörumerkið birtist á 400 milljónum tölvuskjáa um víða veröld, en bæði vírusar og Linux hafi neikvæð áhrif. Apple upp – Kodak niður Það vörumerki sem bætir mest við sig hlutfallslega er Apple, sem eykur verðmætið um 24% milli ára í tæpa 500 milljarða króna. Ástæðan er sögð vera iPod, sem hafi notið mik- illar hylli neytenda. Amazon.com er í öðru sæti og verðmæti þess eykst um 22% í tæpa 300 milljarða króna. Þá kemur Yahoo! með 17% aukn- ingu, Samsung með 16% og bankinn HSBC með 15%. Vörumerkið sem missti langmest hlutfallslega af verðmæti sínu er Kodak, sem lækkaði um þriðjung og er nú metið á rúma 370 milljarða króna. BusinessWeek segir að Kod- ak hafi verið tekið út úr Dow Jones- hlutabréfavísitölunni og það hafi nú aðeins yfirburði í filmuframleiðslu, sem fari stöðugt minnkandi. Nint- endo lækkaði hlutfallslega næst- mest, um 21%, Nokia og AOL lækk- uðu um 18% og Ford um 15%. Nokia, sem er þrátt fyrir sam- dráttinn talið vera áttunda verðmæt- asta vörumerki heims, er sagt eiga í erfiðleikum þar sem markaðshlut- deildin hafi dregist saman og yngri kaupendur snúi sér að keppinautum á borð við Samsung. Um Samsung segir BusinessWeek aftur á móti að það sé ekki lengur bara þekkt fyrir að keppa við japönsk vörumerki með lágu verði, heldur þyki þessi kóreski raftækjaframleiðandi skyndilega flottur. 4.800 milljarða kr. vörumerki Morgunblaðið/Þorkell Coca-Cola er verðmætast - !.// 0$!  ! %  (  &  * )  ( (( (  (& (  (* ( () (  ( 1$        * & & *( &(* & ( ( () () ( ( & (* (* ) (* ( & ( (( (( ((&) ( ( & ( 2'342'" + 3'' / + 5 /   +3'"67 8'  ' '/ +"9' + :"//4;3 2 / 9 ! 3<# 5 ""// 2 3' += '6 >' ?' -$ - !./ @ ! ""  , Búðardalur | Konur í Dölum héldu sína árvissu kennareið um helgina. Að þessu sinni voru það konur í Saurbænum í forystuhlutverki og sáu bændur þar um að veita veigar og grilla fyrir konurnar. Þetta mun vera í fjórtánda sinn sem kvenna- reiðin er haldin og í tilefni af því að hún er komin á „fermingaraldur“ eins og Sigurður Þórólfsson í Fagradal komst að orði, voru frum- kvöðlum hennar, þeim Ingu Þor- kelsdóttur og Maríu Eyþórsdóttur, færðar gjafir frá gestgjöfunum í Saurbæ. Um 120 konur mættu að þessu sinni og um kvöldið var svo dansað í „Dórubúð“ á Skriðulandi fram á nótt. Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Kvennareið í Dölum unum“ í efstu deild á ný. „Það er okkar markmið enda tími kominn til eftir mörg mögur ár á þessu sviði. ÍA var ávallt á meðal bestu liða landsins í kvennaflokki og ég tel að sá kjarni sem skipar liðið í dag geti haldið uppi merkjum ÍA í efstu deild á næstu árum,“ sagði Sigurður. Lið- ið er skemmtileg blanda af yngri og eldri leikmönnum en þær leikreynd- ustu í hópnum eru flestar mæður og hafa margt annað fyrir stafni en að æfa fótbolta. „Við æfum 5–6 sinnum í viku en leikmenn á borð við Jónínu Víglundsdóttur, Ástu Benedikts- dóttur, Magneu Guðlaugsdóttur og Áslaugu Ákadóttur eru á sérsamn- ing og fá að mæta aðeins sjaldnar. Þær léku á sínum tíma með „gull- aldarliði“ ÍA og unnu marga titla. Án þeirra væri þetta erfiður róður enda búa þær yfir mikilli reynslu.“ Sigurður bætti því við að kvenna- fótboltinn hefði komið honum sjálf- um skemmtilega á óvart. „Ég var með allt aðra hugmyndir um getu Akranes | Knattspyrnukonur úr hinum þekkta „knattspyrnubæ“ Akranesi hafa látið mikið að sér kveða í sumar á öllum vígstöðvum. Yngri flokkar ÍA hafa vaxið með hverju árinu sem líður og fjölmarg- ar ungar stúlkur á Skipaskaga gera fátt annað í sínum frístundum en að sparka í bolta – líkt og strákarnir. En kvennaliðið hefur ekki látið mikið á sér bera í meistaraflokknum á undanförnum árum allt þar til í ár þar sem liðið er ósigrað í A-riðli 1. deildar og hefur nú þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum deildarinnar. Liðin sem vinna undanúrslitarimm- una leika til úrslita um sigurinn í deildinni og tryggja sér þar með sæti í efstu deild. Sigurður Halldórsson er þjálfari mfl. kvenna á Akranesi en hann var á árum áður leikmaður í fremstu röð með ÍA og landsliðinu. Sigurður hefur þjálfað knattspyrnulið und- anfarin 16 ár og segir hann að markmiðið sé að koma „Skagastelp- þeirra þegar ég tók við liðinu í vet- ur. Þær hafa komið mér gríðarlega á óvart. Hraðinn, tæknin, styrk- urinn og ákefðin er á allt öðru stig í dag en fyrir nokkrum árum. Þessar stelpur æfa flestar af krafti og þær yngri ætla sér að ná langt á næstu árum.“ Um framtíð liðsins sagði Sigurður að hann eigi von á því að ÍA verði í fremstu röð á ný. „Það er ótrúlega gott fólk sem stendur á bak við kvennaliðið. Góð stjórn með sterkan fjárhag. Yngri flokkarnir eru einnig í góðum höndum þar sem fyrrum leikmaður liðsins Halldóra Gylfa- dóttir er með puttana á púlsinum. Við lékum við lið úr efstu deild í vor og töpuðum aðeins einum af fimm leikjum í þeim slag. Það eru fimm lið í sérflokki í efstu deild í dag en ég tel að við getum látið að okkur kveða í efstu deild á ný. Vonandi á næsta ári,“ sagði Sigurður sem starfar sem lögreglumaður á Akra- nesi. Konurnar skora mörkin Ljósmynd/Sveinn Kristjánsson Sigurður Halldórsson þjálfari brá á leik með leikmönnum ÍA-liðsins á æfingunni á Skipaskaga í gær. Kvennaknattspyrnan á Akranesi er í mikilli uppsveiflu VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.