Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 15 Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Krít 48.330 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.120 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Netverð 20. og 27. september GUÐMUNDUR Hallvarðsson skrifaði grein í Morgunblaðið 17.7. í sambandi við takmörkun leigubíla á milli svæða; Suðurnesin, höfuðborg- arsvæðið og Kjalarnesið. Hann vill sameina öll svæðin í eitt. Bifreiðastjórafélagið Átak lagði það til á sín- um tíma er lögum og reglum um fólksflutn- inga var breytt 21.12. ’01 að þetta yrði eitt gjaldsvæði. Er lögin tóku gildi 15.3. ’02, fékk málstaður Átaks ekki hljómgrunn í sam- göngunefnd. Guð- mundur var formaður samgöngunefndar þá. Hvað hefur breyst? Það er ágreiningur um þessi mál hjá öllum aðilum í leigubílaakstri og þær skoðanir eru jafn margar og leigubíl- stjórarnir eru margir. Það var ágreiningur líka þegar Hafn- arfjörður og Mosfellsbær voru sam- einaðir Reykjavík á sínum tíma, en það er löngu dautt og grafið. Kristján Jóhannesson svarar grein Guðmundar í Mbl. 25.7. ’04. Hann fer stórum orðum um þessi mál. Ég ætla ekki að dæma hann, en greinin skýrir sig sjálf. Kristján veit vel að það er mismunur á fargjöldum til og frá Leifsstöð sem erfitt er að útskýra fyrir okkar viðskiptavinum. Kristján talar niður til sinnar eigin stéttar með því að tala um að Guð- mundur eigi ekki tala við leigubíl- stjóra í Reykjavík, heldur í Keflavík. Það er eins og skoðanir leigubílstjóra í Reykjavík séu ekki nógu góðar fyrir leigubílstjóra í Keflavík. Ég er sammála Kristjáni um að leigubílagjaldið myndi lækka eitt- hvað en ekki eins mikið og Guð- mundur leggur fram í grein sinni. Hann á við að utanbæjargjaldið sé ekki réttlætanlegt miðað við að vegir landsins eru að mestu malbikaðir í dag og það er í raun betra að aka bíl úti á landi en í þéttbýli. Bifreiða- stjórafélagið Átak telur að það megi nýta leigubílana mun betur og sam- ræma gjaldskrá til og frá Keflavík meira en nú er gert. Það er erfitt að útskýra fyrir viðskiptavinum mis- muninn á leigubílagjaldi til og frá þessum stöðum eins og fyrr segir. Við bílstjórar sjáum meira hagræði fyrir alla hagsmunaaðila á þessum stöðum ef nýt- ing bíla væri betri en nú er. Leigubílstjórar í Keflavík telja að allir bílstjórar í Keflavík myndu koma til Reykjavíkur um helgar þannig að það væri eng- inn leigubifreið til að sinna hvorki Leifsstöð né Keflavík, eða hver ætti að hafa stjórn á því? Ég er viss um að með þessum breytingum verða leigubílar sam- keppnishæfari og ódýrari en sérleyf- ishafar, þar sem neytandinn þarf ekki að greiða milligjald fyrir leigubíl á rútustöð og síðan til Leifsstöðvar. Þar af leiðandi borgar neytandinn lægra fargjald. Þetta á við um 4 sæta bíl. Ef farþegar væru allt að 8 í bíl væri kostnaður mun lægri á hvern einstakling, þannig að leigubílar er betri kostur en sérleyfishafar. Það sem skiptir leigubílstjóra mestu máli bæði í Keflavík og Reykjavík eru samkeppnisaðilarnir sem við þurfum að takast á við. Sam- keppnisaðilarnir eru undir vernd- arvæng stjórnsýslunnar, það eru sér- leyfisbílar Keflavíkur og Kynnisferðir sem aka á þessum leið- um á niðurfellingu frá ríkinu og alltof háum fargjöldum. Miðað við það gjald sem Kynn- isferðir eru að fá til baka frá ríkinu í formi niðurfellingar á opinberum gjöldum er það athyglisvert hvernig skattpeningum er bruðlað í einka- aðila, en samkvæmt lögum á ekki að niðurgreiða leiðir sem eru í sam- keppni við aðra aðila. Einnig er það athyglisvert að ríkið nánast mokar peningum í þessi fyrirtæki, enda eru þeir búnir að endurnýja nánast allan sinn bílaflota á 2–3 árum án nokk- urrar fyrirhafnar. Auk þess eru þess- ir aðilar í einokunaraðstöðu hjá Flugleiðum sem lætur bíla aka á milli allra hótela og gistihúsa á hálftíma fresti. Kynnisferðir segjast aka þetta frítt. Hvað kostar þetta? Hver borg- ar? Er það Ferðamálaráð, sem er öfl- ugur styrktaraðili Flugleiða? Það nýjasta er að flugstöðinni í Keflavík er slegið í hópinn með því að auglýsa fríar ferðir til Leifsstöðvar á morgnana. Hver skyldi nú aka þess- um farþegum? Jú, Kynnisferðir á kostnað hvers skattborgara fyrir ut- an það, hvað skyldi flugstöðin borga Kynnisferðum fyrir þessar ferðir? Eða er þetta ein af auglýsingabrell- um Flugleiða og Kynnisferða? Guðmundur Hallvarðsson, hvar er viðskiptasiðferði þessarar stjórnar? Hvað ætlið þið að ganga langt til að þóknast þessum aðilum? Er skatt- peningum ríkisins ekki betur varið en þetta hjá þessari ríkisstjórn? Það leynir sér ekki að þessir aðilar eru undir verndarvæng ríkisins, því ef sett er niður við þessi fyrirtæki eru lög og reglur lagaðar að þeirra starfsemi. Hvað á þetta að ganga langt? Hvar eru eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með þessum hlutum eins og Samkeppnistofnun, skattayfirvöld og Ríkisbókhald? Það er ekki auðvelt fyrir leigubíl- stjóra og aðra að keppa við svona kompaní sem er saman saumað af siðblindu og stjórnleysi. Úrelt fyrirkomulag í leigubílaakstri Jón Stefánsson svarar Guðmundi Hallvarðssyni ’Það er ekki auðveltfyrir leigubílstjóra og aðra að keppa við svona kompaní sem er saman saumað af siðblindu og stjórnleysi.‘ Jón Stefánsson Höfundur er leigubifreiðarstjóri og stjórnarmaður í stjórnmála- flokknum Nýju afli. UM miðjan júlímánuð hélt grasrót- arhreyfing ungs fólks á norð- anverðum Vestfjörðum ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Með höfuðið hátt“ og var ætlað að leita sókn- arfæra fyrir svæðið með bjartsýnina að leiðarljósi. Fjölmargt athyglisvert bar á góma og ráðstefnunni var sýndur sá heiður að all- ir fyrirlestrar voru fjöl- setnir, frá fimmtudags- kvöldi fram á laugardag. Þá mættu langflestir þingmenn Norðvesturkjördæmis, iðnaðar- og við- skiptaráðherra setti ráðstefnuna og forseti Íslands ávarpaði hana í tví- gang. Einnig sýndu fjölmiðlar fram- takinu mikinn áhuga og gerðu því góð skil. Það mál sem stendur upp úr, þegar rykið er sest, er stofnun háskóla á Vestfjörðum. Út frá þeim sjóndeild- arhring sem menn búa við í dag er það sú aðgerð sem er hvað tækust til að virkja kraftinn í samfélaginu á Vestfjörðum. Nú þegar eru á annað hundrað manns í fjórðungnum við fjarnám á háskólastigi og má telja víst að uppbygging háskólasamfélags með rannsóknum og kennslu myndi hafa afgerandi áhrif. Ótvírætt er að aukin menntun og rannsókn- arstarfsemi eflir þjóðarhag og því getur háskóli á Vestfjörðum varla tal- ist kjördæmapot eða landsbyggð- ardekur – háskóli á Vestfjörðum myndi efla hag allrar þjóðarinnar. Þess má geta að m.a. kom fram á ráðstefn- unni að miðað við höfða- tölu væru álíka margir skóla á Íslandi og í Bandaríkjunum en flestir Íslendingar geta sammælst um að sam- keppni og fjölbreytileiki er mun æskilegri en fá- keppni og einsleitni. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins var fljótur að sjá mögu- leikana og gerði þá að umtalsefni sunnudag- inn 18. júlí sl. Háskóli á Vestfjörðum er svo sannarlega kominn á dagskrá. Aðstandendur ráðstefnunnar, sem er þverpólitískur hópur, hafa lýst því yf- ir að þeir óttist ekki úrtölumenn og gagnrýni, slíkt sé líklegt til að skerpa á hugmyndum Vestfirðinga og brýna þá í málflutningnum, hitt er meira áhyggjuefni að reynt verði að þegja málið í hel eða kaffæra í kvabbi vand- lætingarkóra. Hugmyndir íbúa landsbyggð- arinnar um eigin framtíð njóta alls ekki alltaf skilnings. Margir vissu betur þegar Austfirðingum bauðst ál- ver og virkjun á hálendinu og voru fjölmargir einstaklingar og samtök með endalausar góðar hugmyndir um hvað þeir gætu gert í staðinn. Vest- firðingar hafa hugmyndir, sem eru góðar, bæði raunhæfar og umhverf- isvænar. Sú sem brennur helst nú er háskóli á Vestfjörðum. Það er vænleg framtíð fyrir vestfirska æsku að virkja umhverfi sitt og menningu í þekkingarsamfélagi. Vonandi þurfa Vestfirðingar ekki að taka Horn- strandir í gíslingu og hóta að byggja t.d. olíuhreinsunarstöð í Hornvík til að aðrir landsmenn taki mark á til- lögum þeirra. Líklega eru örlög málsins þó að mestu komin undir Vestfirðingum sjálfum, sjálfstrausti þeirra, mál- flutningi fulltrúa þeirra og fyrst og fremst samstöðu Vestfirðinga. Við skorum því hér með á Vestfirðinga að sameinast um Vestfirði og háskóla á Vestfjörðum, bera höfuðið hátt, stolt yfir arfi okkar, og líkt og sagði í leið- ara Morgunblaðsins, skorum við á þingmenn þessa landshluta að „taka við því merki, sem vestfirzkt æsku- fólk hefur hafið á loft og bera það fram til sigurs“. Þarf að taka Horn- strandir í gíslingu? Kristinn Hermannsson fjallar um háskóla á Vestfjörðum ’Vestfirðingar hafahugmyndir sem eru góðar, bæði raunhæfar og umhverfisvænar.‘ Kristinn Hermannsson Höfundur er viðskiptafræðingur og skrifar f.h. Með höfuðið hátt hópsins. RÁÐAMENN þjóðarinnar eru mest uppteknir við eitt helsta gælu- og uppáhaldsverkefni sitt sem er að ráða fólk til vinnu í samræmi við póli- tískar skoðanir, sbr. grein Jóns Orms Halldórssonar í Fréttablaðinu 30. júní sl. Að maður tali nú ekki um að koma þeim úr vinnu eða reka þá sem eru þeim ekki hliðhollir samanber nýlegt mál landvarðarins sem reisti fána á mold- arþúfu austur á landi. Ráðherra gekk í málið og kom manninum af launaskrá ríkisins. Jón Ormur Halldórsson rakti í pistli sínum „Þvingandi andrúms- loft“ að það mundi flokkast undir víta- verða pólitíska spill- ingu í þroskuðum lýð- ræðisríkjum ef ráðherra reyndi að skipta sér af ráðningu embættismanna. Allt í einu kemur upp nýtt mál, nýtt verkefni sem er ólíkt helstu uppáhalds- og gæluverkefnum ráðamanna sem er að ráða og reka fólk, en nýja málið er kallað fjölmiðlafrumvarpið. Allt hið nýja mál hefur verið rekið með en- demum enda er starfsreynsla ráða- manna á allt öðru sviði eða að ráða og reka fólk eftir skoðunum, duttlingum og atferli einstaklinganna. Að glíma við eitthvert fjölmiðlafrumvarp virð- ist því vera þeim algerlega ofviða og virðist allt vera komið í algeran hnút hugmynda- og þekkingarleysis og er allt málið auk þess í fullkomnu tíma- hraki. Tímahrakið við fjölmiðla- frumvarpið má ef til vill að einhverju leyti skýra með því að menn höfðu þegar ráðstafað tíma sínum í annað þegar hið tímafreka fjölmiðlamál gaus upp. En hvað er það sem tekur allan tíma ráðamanna? Ekki eru þeir á alþingi því ef sjónvarpað er frá þing- fundum þá eru þeir ekki þar. Ekki eru þeir í ráðuneytunum því þeir sem ætla að finna þá þar fá ekki tíma hjá þeim samanber mikla kvörtun fyrr- verandi starfsmanns FSA sem var hent úr starfi eftir langa þjónustu en gat síðan ekki fengið að tala við ráð- herra. Hvað eru ráðamennirnir að gera, hvar eru þeir og hvers vegna eru þeir ekki að vinna þau verkefni sem þeir tóku að sér þegar þeir buðu sig fram til að verða alþingismenn og ráðherrar? En það eru ekki bara verkefni við að ráða og reka fólkið. Í stað þeirra sem eru reknir eru hinir virðulegu ráðamenn uppteknir við að ráða „ráð- gjafa“ sem eru að fá greitt líklega 10 til 20 sinnum hærri upphæðir fyrir hin ýmsu verk miðað við hinn lág- launaða ríkisstarfsmann. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um kaup á ráðgjafarþjónustu kom ýmislegt fróðlegt fram um þessi mál og var ein helsta niðurstaðan að milljörðum af peningum ríkisins væri ausið í alls konar ráðgjafa með óskilgreind verk- efni sem gætu mjólkað ríkissjóð á óskilgreindan hátt nær ómælt. Eru ráðamenn þjóðarinnar ekki að passa uppá þessa hluti eða eru þeir í því hlutverki að koma verkefnum til ráð- gjafanna þannig að þeir geti mjólkað ríkissjóð? Ef svo er hvar er eiðsvar- inn trúnaður þeirra við okkur? Væri ekki nær fyrir ráðherra að átta sig á vandamálum ríkisins en að elta land- verði á moldarþúfum? Eru peningar okkar sem meðal annars nást inn í ríkissjóð með því að sauma að öryrkjum og gamalmennum ekki meira virði en það að alls konar „ráðgjafar“ og verktakar geta verið nánast með sjálftöku á peningum úr ríkissjóði? Verkfræðingastéttin í landinu hefur fyrir löngu lært það að án þess að eiga góðan stjórnmálamann þá er nær ógerlegt eiga og reka verkfræðistofu á Íslandi. Til að eiga stjórnmálamann þá þurfa þessir verkfræð- ingar að eyða kvöldum og helgum í að sækja fundi hjá stjórnmálaflokkum til að komast sem næst einhverjum ráð- herranum. Því valdameiri ráðherra því meiri líkur á góðum verkefnum. Sumir verkfræðingar og eigendur verkfræðistofa hafa setið í nefndum og alls kyns trúnaðarstöfum fyrir stjórnmálaflokka í áratugi og upp- skorið rífleg laun í formi verkefna. Sem dyggur flokksmaður verður við- komandi verkfræðingur einn af mátt- arstólpum flokksins og þar með einn aðalákvörðunaraðili um hvernig flokkurinn stjórnar sínum ráðherr- um. Völdin koma jú innanúr stjórn- málaflokkunum sem velja ráð- herrana. Ráðherra sem er valinn af valdakjarna í flokknum getur ekki látið sinn „yfirmann“ sitja hjá þegar á að velja verkfræðinga í góð verkefni fyrir ríkið. Í aðdraganda virkjana er keypt ómæld vinna ráðgjafa fyrir milljarða og þegar kemur að virkjuninni sjálfri þá þarf enn fleiri ráðgjafa og hönnuði fyrir enn fleiri milljarða. Hinn aukni áhugi hins opinbera á virkjunum er ef til vill kominn til vegna aukins áhuga og aukinnar þátttöku alls kyns sér- fræðinga í starfi stjórnmálafokkanna sem hafa sjálfir beinan hag af fram- kvæmdunum, til dæmis allskonar ráðgjöf og verktöku. Allt þetta baktjaldabasl ráðherra og ráðamanna með að ráða og reka fólk og að gera alls konar áætlanir bakatil um hvernig megi haga hlutum þannig að hinir og þessir ráðgjafar, flokksmenn eða fyrirtæki tengd flokksmönnum fái sporsluna hefur tekið svo mikið þrek og blóð úr þessu fólki að þegar kemur að einhverjum verkefnum sem snúa að landsstjórn- inni þá er ekkert úthald eftir. Geta menn ekki séð fótum sínum forráð með yfirveguðum og vönduðum vinnubrögðum um málefni fólksins í landinu? Verkefni ráðherra? Sigurður Sigurðsson fjallar um „baktjaldabasl“ ráðherra Sigurður Sigurðsson ’Í aðdragandavirkjana er keypt ómæld vinna ráðgjafa. ‘ Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.