Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dalvíkingar eiga lík-lega Íslandsmet íþví að fá til sín sem flesta gesti yfir eina helgi. Talið er að um 28 þúsund manns hafi lagt leið sína á Fiskidaginn mikla á laug- ardag. Talning á fjölda gesta á mannamótum sem þessum er erfið en ef farið er yfir bæjarhátíðir, útihátíðir, fjölmenn íþróttamót og aðrar samkomur sem fram fara á landsbyggðinni í sumar þá má gróflega áætla að þátttakan jafn- gildi því að annar hver Ís- lendingur hafi lagt leið sína á einhverjar slíkar samkomur. Umferðin og aðsóknin um landið hefur stundum verið slík að gár- ungar hafa farið að efast um þjóð- skrána! Svo dæmi séu tekin af nokkrum fjölmennum samkomum, auk Fiskidagsins mikla, þá voru um 16 þúsund gestir á Einni með öllu á Akureyri um verslunarmannahelg- ina, 10–12 þúsund manns voru á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauð- árkróki og litlu færri á Landsmóti UMFÍ þar fyrr í sumar, 8 þúsund voru á Þjóðhátíðinni í Eyjum, 5 þúsund á Síldarævintýrinu á Siglu- firði og annað eins þar á Pæju- mótinu um helgina, og þannig mætti áfram telja. Séu aðeins stærstu samkomur teknar má auð- veldlega fara yfir 100 þúsund manns og eru þá ótaldar fjölmarg- ar bæjarhátíðir á smærri stöðum um allt. Og þetta er bara lands- byggðin því fjölmennar samkomur í Reykjavík eru fljótar að komast upp í tugþúsundir gesta, s.s. Listahátíðin, Hinsegin dagar, Fjöl- skyldu- og húsdýragarðurinn um verslunarmannahelgi og Menning- arnóttin. Til að gefa svolitla mynd af fjöl- breytileika og útbreiðslu þessara mannamóta um allt land skulum við fara léttan hring, réttsælis frá Reykjavík. Listinn er langt frá því að vera tæmandi, en við erum t.d. að tala um Írska daga og Skaga- mótið (áður Lottómótið) á Akra- nesi, Sæludaga í Vatnaskógi, Borg- firðingahátíð og KB-bankamótið í Borgarnesi, Færeyska daga í Ólafsvík, Danska daga í Stykkis- hólmi, Leifshátíð í Dölunum, Sigl- ingadaga á Ísafirði, Bryggjuhátíð á Drangsnesi og Galdrahátíð á Ströndum. Á Norðurlandi má nefna Grettishátíð í Húnaþingi vestra, Mat og menningu á Blönduósi, Kántríhátíð á Skaga- strönd, Landsmót og Unglinga- landsmót UMFÍ, Hafnardaga og Króksmót á Sauðárkróki, Þjóð- lagahátíð, Síldarævintýrið og Pæjumótið á Siglufirði, Fiskidag- inn mikla á Dalvík, Kræklingahátíð í Hrísey, Eina með öllu, Essó-mót- ið og Pollamótið á Akureyri, Hand- verkshátíð í Eyjafirði, Hvalahátíð og Mærudaga á Húsavík og fyrir austan eru þetta t.d. Vopnaskak á Vopnafirði, Ormsteiti á Héraði, Norskir dagar á Seyðisfirði, Álfa- borgarséns á Borgarfirði eystri, Neistaflug á Neskaupstað, Franskir dagar í Fáskrúðsfirði og Humarhátíð á Höfn í Hornafirði. Síðan á Suðurlandi má nefna Klausturlíf á Kirkjubæjarklaustri, Bindindismótið í Galtalæk, Þjóðhá- tíð, Goslokahátíð, Pæjumót og Shellmót í Vestmannaeyjum, Ið- andi daga á Flúðum, Hafnardaga í Þorlákshöfn, Sjóarann síkáta í Grindavík og Ljósanótt í Reykja- nesbæ. Fá kynningu og aukna veltu En til hvers eru sveitarfélög, fé- lagasamtök og einstaklingar að standa í þessu og hver er ávinning- urinn? Ástæðan er mismunandi en hin fleygu orð í Biblíunni; et, drekk og verið glöð, eiga ágætlega við um langflestar þessar hátíðir. Tilgang- urinn er að skemmta sér og öðrum og nýta sumarylinn til útiveru. Júl- íus Júlíusson, forvígismaður og framkvæmdastjóri Fiskidagsins, segir að í upphafi hafi verið ætlunin að Dalvíkingar kæmu með grillin sín út á götu og byðu gestum og gangandi fisk en síðan hafi þetta þróast í eina allsherjar matar- veislu. Júlíus segir öll aðsóknarmet hafa verið slegin á þjónustustöðum og söfnum bæjarins og dagurinn hafi skilað miklum tekjum. En í huga Júlíusar skiptir mestu að dagurinn kalli fram samkennd og samhug Dalvíkinga, sem í sjálf- boðavinnu leggi sig alla fram. „Við gerðum þetta til að gera okkur dagamun, koma saman og borða fisk,“ segir Júlíus og er ekki í vafa um að Fiskidagurinn hafi líka kom- ið Dalvík á ferðamannakortið. Bergur Elías Ágústsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, er á sama máli og Júlíus um að viðburð- ir sumarsins í Eyjum skili miklu til samfélagsins í aukinni kynningu og veltu. Bergur bendir á að Þjóðhá- tíðin eigi sér 130 ára hefð sem skapast hafi af sérstöðu Eyjanna. Þátttaka í stórum mannamótum sé líka lýsandi dæmi um atorku íþróttahreyfingarinnnar og þann sess sem hún skipi í Eyjum. Sam- komurnar hleypi miklu lífi í starf- semi bæjarins og setji Eyjar meira á kortið gagnvart innlendum sem erlendum ferðamönnum. „Síðan er þetta gott fyrir sálina og líkamann, að nota sumarið og náttúruna til að gleðja mann og annan,“ segir bæj- arstjórinn í Eyjum og á þar líklega kollgátuna. Fréttaskýring | Hátíðir og mannamót á landsbyggðinni í sumar Et, drekk og ver glöð Þátttakan jafngildir því að annar hver Íslendingur hafi sótt einhverja hátíð Fjölmenni á Unglingalandsmóti UMFÍ. Viðburðaferðamennska sem hlúa þarf vel að  Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, segir að viðburða- ferðamennska sé sívaxandi um allt land og hlúa þurfi vel að henni. Íbúatölur bæjanna marg- faldist oft á tíðum og gríðarleg þjónusta fylgi þeim gestum sem mæti. Erna telur mikilvægt að bæjarfélögin skipuleggi viðburði sem ýti undir sérstöðu hvers svæðis, þannig að allir séu ekki að apa hver eftir öðrum. bjb@mbl.is STARFSMENN Impregilo við Kárahnjúka eru frá ýmsum lönd- um. Eins og jafnan þegar unnin er erfiðisvinna taka menn hraustlega til matar síns á matartímum. Menn spjalla um ýmislegt yfir matnum, en þessa dagana er það vatns- magnið í Jöklu sem er ofarlega á dagskrá í hugum manna. Flóðið í ánni hefur tafið vinnuna og spáð er enn meira rennsli í þessari viku. Starfsmenn Impregilo í sumar hafa verið um 1.100 og nokkur hundruð starfa hjá öðrum verktök- um sem vinna á svæðinu. Morgunblaðið/Sverrir Í mat við Kárahnjúka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.