Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 19
við niðurstöður hans. Væri taflborð á milli okkar þurfti reyndar ekki lengi að bíða! Hann tók því góðfús- lega sem hverjum öðrum bresti í ís- lenskri menningu hvað ég var léleg- ur í skák. Ég sá hann síðast bera við himin þar sem ég lá á herðablöðunum og hugleiddi framtíð pústurrörsins undir langþreyttum fjölskyldubíln- um. Hann kastaði á mig kveðju með sólina yfir sér. Við urðum, sem endra nær, ásáttir um lærdóminn sem hann dró af þessari uppákomu: Þegar maður legðist undir ryðgaðan bíl sinn væri maður að draga úr hraða framvindunnar á veraldlega planinu! Hentu þessu drasli, Gulli minn! Bauðst hins vegar til að hjálpa mér við að skvera þakskeggið á húsinu þótt hann legði reyndar til að við rifum það einfaldlega af, svona til að byrja með! Var sjálfur að ljúka við að smíða forláta tæki til að þurrka lækningajurtir og var að flýta sér. Settist á bak reiðhjóli og var þotinn. Pústurrörið ryðgar en þakskeggið neglum við félagarnir í minningu þessa góða drengs. Gunnlaugur Sigurðsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 19 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Upplýsingafulltrúi Fastanefndir framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins eru starfræktar í yfir 120 ríkjum, en þær sinna almennum sendiráðsstörfum fyrir fram- kvæmdastjórn ESB. Hlutverk fastanefndar fram- kvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi er meðal annars að vera almennur fulltrúi ESB gagnvart löndunum tveimur og miðla upplýs- ingum. Í fastanefndinni í Osló starfa að jafnaði sextán manns. Auglýst er eftir tímabundinni stöðu upplýsingafull- trúa. Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi auglýsir eftir stöðu fulltrúa í upp- lýsingadeild. Í fastanefndinni eru starfræktar tvær upplýsingadeildir; annars vegar á sviði efnahags-, lögfræði- og stjórnmála og hins vegar á sviði almennra upplýsinga- og útgáfumála. Fulltrúinn mun starfa að almennri upplýsingagjöf og útgáfu- málum, sérstaklega hvað Noreg varðar, svara spurn- ingum um ESB, halda fyrirlestra o.fl. Að auki mun fulltrúinn sjá um að veita aðstoð innan fastanefndar- innar á sviði upplýsingatækni. Staðan er laus í eitt ár með möguleika á framlengingu. Menntun og hæfniskröfur:  Háskólapróf eða önnur framhaldsmenntun.  Góð þekking á Evrópusambandinu og evrópskum stjórnmálum.  Mjög góð kunnátta í norsku og ensku (íslenska er kostur).  Góð þekking á norskum stjórnmálum og samfélagi.  Grunnkunnátta á Office-hugbúnaði, ásamt almennum áhuga á tölvumálum.  Reynsla á sviði upplýsingatækni æskileg.  Sjálfstæði, frumkvæði og geta til að vinna hratt og undir álagi. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2004 (póststimpill 20/08 gildir). Umsókn og starfs- ferilsskrá sendist á norsku til fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, Haakon VII gt 10, Postboks 1643 Vika, 0119 Oslo merkt: „Rådgiver Info", eða með tölvupósti á europakommisjonen@cec.eu.int. Meðmæli eða afrit af prófgögnum sendist ekki með að sinni. Starfsmenn fastanefndar fram- kvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Nor- egi greiða í Statens Pensjonskasse. Frekari upplýsingar má fá hjá yfirmanni sviðs upplýsinga- og útgáfumála, Pål Narve Somdal- en eða Marthe Haugland. Grænt símanúmer: 800 8116, nánari upplýsingar um fastanefndina má finna á www.esb.is . Tónlistarkennarar Viljið þið starfa í skemmtilegu og jákvæðu umhverfi? Tónlistarskóli Austurbyggðar er nýstofnað- ur skóli sem starfar í tveimur þéttbýliskjörnum. Mikið samstarf er milli grunnskólanna og tón- listarskólans og fer kennsla í tónlistarskólanum að miklu leyti fram á kennslutíma grunnskól- anna. Nemendur tónlistarskólans eru u.þ.b. 90 sem þýðir að u.þ.b. helmingur nemenda grunnskólanna er í tónlistarnámi. Tónlistarskóli Austurbyggðar óskar eftir að ráða píanókennara í 100% stöðu. Einnig vantar organista og kórstjóra við Fáskrúðsfjarðar- kirkju. Æskilegt er að viðkomandi geti ráðið sig í bæði störfin. Flutningsstyrkur er í boði. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá sendist skólanum sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Valdimar Másson skólastjóri í síma 663 4401. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið: tgf@gf.is. Tónlistarskóli Austurbyggðar, Hlíðargata 55, 750 Fáskrúðsfjörður. Sölufulltrúi Skurðstofuvörur Gróið fyrirtæki leitar að tæknsinnuðum ein- staklingi í sölu á skurðstofuvörum. Þarf að geta unnið sjálfstætt og dvalist erlendis á námskeiðum og ráðstefnum. Góð ensku- kunnátta skilyrði. Umsóknir sendist á augldeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt „MEDDRV—15844“. Málari Vanan málara/verkstjóra vantar í framtíðar- starf. Upplýsingar í síma 898 3123 Ísmál ehf. ⓦ í Búðardal Upplýsingar í síma 569 1376 R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Menntamálaráðuneytið Styrkir Úr Íþróttasjóði, sem starfar samkvæmt íþrótta- lögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 188/1999 og reglugerð nr. 388/2001 um breytingu á þeirri reglugerð, má veita framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta: Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Útbreiðslu- og fræðsluverkefna. Íþróttarannsókna. Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga. Umsóknir um stuðning úr Íþróttasjóði vegna ársins 2005 skulu berast Íþróttanefnd, mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, á þar til gerðum eyðublöðum, í síðasta lagi 1. október 2004. Reglugerð sjóðsins og eyðu- blöð fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins og á vef þess, menntamalaraduneyti.is. Menntamálaráðuneytið, 4. ágúst 2004. menntamalaraduneyti.is. Seljaskóli Kennari Óskum eftir kennara til að kenna íslensku á unglingastigi og dönsku í barnadeild. Samtals er þetta ein staða. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 557 7411. Elsku Kalli frændi. Ég veit að þú ert kom- inn á miklu betri stað núna og líður því mun betur en þegar þú varst hér hjá okkur. Búinn að vera í stríði við veik- indin. En alltaf brostirðu nú samt, ef ekki út í bæði þá alla vega út í annað. Og með þitt brosi-glott sem ég gleymi nú seint. KARL GEORG KRISTJÁNSSON ✝ Karl GeorgKristjánsson bif- reiðarstjóri frá Ár- múla fæddist á Ísa- firði 21. apríl 1945. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt 29. júlí síðastlið- ins og fór útför hans fram frá Ísafjarðar- kirkju 7. ágúst. Ég man alltaf eftir því þegar ég var lítil að þvælast heima hjá þér með Óskari syni þínum og þú varst að fíflast í okkur. Við hlupum um allt hús til að komast undan þér og harmonikunni í hálfgerðum eltingar- leik. Það sem okkur þótti þetta nú svaka- lega gaman aftur og aftur, hlógum okkur alveg máttlaus. Það var nú kominn dágóður tími síðan ég sá þig síðast en það er að verða komið ár. Ég fékk nú ekki að kveðja þig persónulega og langaði því að kveðja þig með þessum orðum hér að ofan. Mundu mig, ég man þig. Þín „litla“ frænka Kolbrún Fjóla. Hvar er hjarta Borgarfjarðar? Er það í Bæjarsveit eða Borgarnesi? Sló það kannski undir Varmalækjarmúl- anum meðan Jakob Jónsson bjó þar? Hann lagði ekki síður stund á ræktun mannlífs en gróðurs, vísur hans, glettnar og litsterkar, flugu um landið, tónlistarfélagið var í öruggum höndum hans um JAKOB JÓNSSON ✝ Jakob Jónssonfæddist á Varmalæk í Borg- arfirði 7. desember 1916. Hann lést á sjúkrahúsi Akra- ness 22. júlí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Borg- arneskirkju 3. ágúst. langa tíð en rækt ís- lensku og menningar var meginhugðarefni hans. Hann sótti sam- komur til okkar Norðlendinga í félagi við Jón son sinn sem lengi bjó á Sauðár- króki, bauð Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps til tónleika- halds og veislu í Logaland, kom upp á Hveravelli 1990 þeg- ar hagyrðingamótin voru að komast á legg og varð síðan einn af trygg- um þátttakendum í hringferð þeirra um landið. Gott var að fá að kynnast þess- um syni Borgarfjarðar og frónskra sveita. Ingi Heiðmar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.