Morgunblaðið - 09.08.2004, Page 24

Morgunblaðið - 09.08.2004, Page 24
Skugginn/Barbara Birgis Brúðkaup | Hinn 15. maí sl. voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni þau Hrönn Ósk Sævarsdóttir og Axel H. Þorleifsson. Prestur var sr. Jakob Hjálmarsson. Árnaðheilla dagbók@mbl.is DAGBÓK 24 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fös . 13 .08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 14 .08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI ERU EKKI FYRIR V IÐKVÆMA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA MIÐASALA: 552 3000 Miðasalan er opin frá kl. 10-18 SELJAVEGI 2 • 101 REYKJAVÍK BEINT FRÁ SVÖRTU NEW YORK SÖNGSKEMMTUNIN HARLEM SOPHISTICATE Föstud. 13. ágúst kl. 20.00 Frumsýning Laugard. 14. ágúst kl. 20.00 Föstud. 20. ágúst kl. 20.00 Laugard. 21. ágúst kl. 20.00 AÐEINS ÞESSAR FJÓRAR SÝNINGAR! MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Yfir 13.000 miðar seldir ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Fim. 12. ágúst kl. 19.30 Fös. 13. ágúst kl. 19.30 Lau. 14. ágúst kl. 18.00 Fim. 19. ágúst kl. 19.30 Fös. 20. ágúst kl. 19.30 Sun. 22 ágúst kl. 19.30 Þriðjudagstónleikar 10. ágúst kl. 20:30 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Kristjana Helgadóttir flauta, Ingólfur Vilhjálmsson klarinetta og Gunnhildur Einarsdóttir harpa. Verk eftir Stravinsky, Denisov, Berio, Scelsi, Carter, Stockhausen, Takemitsu og Castagnoli 17. ágúst kl. 20:30 Tangókvöld með Olivier Manoury bandoneonleikara Erfiðar aðstæður fyrir fótgangandi og þung skattbyrði öryrkja ÉG VAR að fara yfir gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar, þar er allt sundurgrafið og engar leið- beiningar fyrir gangandi vegfar- endur. Þar sem ég er sjónskertur og á erfitt með að komast leiðar minn- ar, var þetta mjög bagalegt og ekki óhætt að fara út á þessar þungu um- ferðargötur. Eins var á frídegi versl- unarmanna, á gatnamótum Hring- brautar, Miklubrautar og Snorra- brautar var allt sundurgrafið og heldur engar leiðbeiningar fyrir fót- gangandi. Ég vil eindregið hvetja til úrbóta um að hugað verði að leiðum fyrir fótgangandi og að þær verði skilmerkilega merktar. Eins vil ég benda á athyglisverða grein á baksíðu Fréttablaðsins 5. ágúst. Þar er fjallað um laun for- stjóra nokkurs sem eru 61. þúsund krónur á mánuði. Ég er öryrki og borga árlega í skatta á annað hundr- að þúsund og nágrannahjón mín sem bæði eru öryrkjar borga á þriðja hundruð þúsund en þessi forstjóri borgar væntanlega ekki til sam- félagsins. Gangandi skattgreiðandi. Gullkeðja tapaðist – fundarlaun UM MIÐJAN maí sl. tapaðist gull- hálsfesti á höfuðborgarsvæðinu. Keðjan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann og því er heitið veglegum fundarlaunum. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band við Ingibjörgu í síma 555 4429 eða 696 0321. Gleraugu fóru í sjóinn við Ingólfshöfða UM MIÐJAN júlí var ég við Ingólfs- höfða og fékk yfir mig mikla öldu sem skellti mér í sjóinn. Við þetta tapaði ég gleraugunum mínum í sjó- inn. Ef svo ólíklega vildi til að þau ræki á land og einhver fyndi þau þá er viðkomandi vinsamlega beðinn að láta mig vita í síma 869-5596. Kettlingar óska eftir heimili TVÆR sjö vikna þrílitar læður óska eftir góðu heimili. Kassavanar og blíðar. Upplýsingar gefur Linda í síma 699 5006. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Hárgreiðsla, fótaað- gerð. Árskógar 4 | Boccia kl. 11, félagsvist kl. 13.30, pútt kl. 10–16. Ásgarður | Glæsibæ. Brids kl. 13. Handa- vinna og spjall kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna kl. 9–16, samverustund kl. 10–11. Dalbraut 18–20 | Leikfimi kl.10–10.45, brids kl. 13–16.45, pútt. Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16, verslunin kl. 10–13, leikfimi kl. 11–11.30. Gerðuberg | Lokað vegna sumarleyfa til 17. ágúst. Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 9–17. Gullsmári | Gullsmára 13. Félagsþjónustan opin virka daga kl. 9–17. Hraunbær 105 | Fótaaðgerð kl. 9, bæna- stund kl. 10, hárgreiðsla kl. 13. Hraunsel | Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, kl. 15.30 fundur með ferðanefnd v/ orlofs- ferðar 15. ágúst. Hvassaleiti 56–58 | Jóga kl. 9–10 og kl. 10– 11, spilað kl. 13–16. Fótaaðgerð. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið. Vinnustofa kl. 9–16.30, pútt, hárgreiðsla og bað kl. 9– 12, félagsvist 13.30. Kópavogur | Félag eldri borgara. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan opin kl. 10–11.30. Langahlíð 3 | Fótaaðgerð kl. 9, verslunin kl. 10–12, föndur og handavinna kl. 13. Norðurbrún 1 | Fótaaðgerð kl. 9–16, ganga kl. 10–11. Vesturgata 7 | Fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 9–16, hannyrðir kl. 9.15–15.30, boccia kl. 9–10. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9.30–10, handmennt kl. 9.30–16, fótaaðgerð kl. 10– 16, spil kl. 13–16. Sléttuvegur 11 | Opið í ágúst frá kl. 10–14. Fundir Samtök | þolenda kynferðislegs ofbeldis. Fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Norskir dagar | Seyðisfirði. klukkan 20. Setning í Herðubreið. Fyrirlestur Reynis Katrínar um Norrænar Gyðjur. Opnun sýninga Reynis Katrínar frá Sólgarði og Guðrúnar Ásgerðar Steingrímsdóttur frá Stekkjarflötum, ásamt skinnum og fl. frá Norsku súturunum Lene og Beate. Sýning- arnar verða opnar alla Norsku dagana frá klukkan 13 – 19 Einnig verða Langspil frá Helga Þórssyni frá Kristnesi til sölu. Staðurogstund idag@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti sest við orgel Reykholtskirkju kl. 20.30 annað kvöld og flytur verk eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn-Bartholdy, César Franck og Pál Ísólfsson. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð sumarsins í samvinnu Orgel- og söngmálasjóðs Bjarna Bjarnasonar frá Skáney og Félags íslenskra organleikara. Þriðju og síðustu tón- leikarnir í sumar verða 17. ágúst með þeim Herði Áskelssyni, organista við Hallgríms- kirkju í Reykjavík, og Ingu Rós Ingólfsdóttur sellóleikara. Morgunblaðið/Golli Orgeltónleikar í Reykholtskirkju 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. d4 cxd4 5. Rf3 e6 6. cxd4 d6 7. Bc4 Rc6 8. 0-0 Rb6 9. Bd3 Rb4 10. Be4 d5 11. Bd3 Rxd3 12. Dxd3 Bd7 13. b3 Hc8 14. Ba3 Bxa3 15. Rxa3 0-0 16. Hfc1 De7 17. Rc2 Hc7 18. Re3 Hfc8 19. Dd2 Bb5 20. Re1 Da3 21. Hxc7 Hxc7 22. f4 Rd7 23. f5 b6 24. Rf3 Da5 25. Df2 Dc3 26. Hd1 Bd3 27. fxe6 fxe6 28. Rg5 Rf8 Staðan kom upp í skákhátíðinni í Pardubice sem lauk fyrir skömmu í Tékklandi. Margir Íslendingar voru á meðal keppenda og hér hafði Stefán Kristjánsson (2.410) hvítt gegn stór- meistaranum Vlastimil Babula (2.569). 29. Rxe6! Rxe6 30. Rxd5 Dc1 31. De1! Dc2 32. Rb4? Hvítur hefði staðið með pálmann í höndunum eftir 32. Rxc7 Be4 33. Df1! Eftir textaleik- inn nær svartur að bjarga sér fyrir horn. 32. ...Db2 33. Rxd3 Dxd4+ 34. Rf2 Dc5 35. b4 Dc2 36. Dd2 Dxd2 37. Hxd2 Hc1+ 38. Hd1 Hc2 39. a3 og jafntefli samið. SKÁK Hvítur á leik. Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Evrópumótið í Málmey. Norður ♠86 ♥D6 V/Allir ♦ÁKD76532 ♣10 Vestur Austur ♠ÁD95432 ♠107 ♥84 ♥ÁKG105 ♦9 ♦84 ♣963 ♣DG85 Suður ♠KG ♥9732 ♦G10 ♣ÁK742 Tvisvar á EM fóru spilarar í opna flokknum 3400 niður í redobluðum samningi. En það voru dönsku Mad- sen-bræðurnir sem fengu verstu út- reiðina í dobluðu spili. Þeir voru í NS gegn Tyrkjunum Zorlu og Ass- ael: Vestur Norður Austur Suður Zorlu M. Madsen Assael L. Madsen 2 tíglar * 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Dobl Allir pass Enn á ný var það multi-sagnvenj- an sem var örlagavaldurinn, en í þetta sinn var þó ekki um neinn mis- skilning að ræða, heldur hreina óheppni. Á flestum borðum vakti vestur á þremur spöðum, sem neyddi norður til að koma inn á fjórum tígl- um. Það gerðist til dæmis á báðum borðum í leik Íslands og Skotlands. Matthías Þorvaldsson var í suður og tók góða ákvörðun þegar hann pass- aði fjóra tígla – einn niður og 100 til Skota. Á hinu borðinu hækkaði suður í fimm tígla, sem Þorlákur Jónsson í austur doblaði. Tveir niður, 500, og 9 IMPar til Íslands. En aftur að leik Dana og Tyrkja. Zorlu er varfærinn spilari og hann vakti rólega á veikum tveimur, eða multi-afbrigðinu, sem sýnir sex-spila hálit. Við því hlýtur norður að segja þrjá tígla og nú er fátt eðlilegra en að reyna þrjú grönd með suðurspilin, þótt það megi deila um þá hörku að sitja í geiminu dobluðu (og þá er það kannski frekar norður sem á að taka út). Zorlu var með puttana á réttum stað þegar hann valdi hjartaáttuna sem útspil. Assael tók strax fimm slagi á hjarta, og þegar hann skipti yfir í spaða átti Zolu sjö slagi þar! Átta niður, takk fyrir, og 2300 í dálk Tyrkjanna. Schaltz-hjónin dönsku fengu 200 á hinu borðinu fyrir að taka fimm tígla tvo niður, en það var ekki upp í nös á ketti – 19 IMPar til Tyrkja. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Brúðkaup | Hinn 12. júní sl. voru gef- in saman í hjónaband í Dómkirkjunni þau Hildur Ólafsdóttir og Einar Páll Kjærnested. Prestur var sr. Pálmi Matthíasson. Skugginn/Barbara Birgis Hlutavelta | Þessir ungu drengir, Skúli Arnarsson og Emil Þór Gunn- arsson, seldu flöskurog ýmist dót og færðu Kristniboðssambandinu ágóð- ann, rúmar tvö þúsund krónur. Þeir vildu með því styrkja kristniboðið og fátæk börn í Afríku. Þeim eru hér með færðar þakkir fyrir gjöfina. Brúðkaup | Hinn 24. júní sl. voru gef- in saman í hjónaband í Eyrarbakka- kirkju þau Charlotte Bøving og Bene- dikt Erlingsson. Prestur var sr. Bernharður Guðmundsson. Skugginn/Barbara Birgis AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.